VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.2.06

Ég fékk 2 pakka og 1 vefkort á Valentínusardeginum! Ekki verið ausið í mig gjöfum á þessum degi svo árum skiptir.
Pakki nr. 1: Við HÁS gellurnar skiptumst á pökkum í notalegum gír á Súfistanum en Sara og Diljá voru á landinu. Ég var hvít í framan af blóðleysi og leið eins og ég væri á breytingarskeiðinu, fékk svona hitaflöss og svitakóf öðru hverju... hryllilegt. Samt var mjög notalegt að hitta stelpurnar og nú er soldið skrýtið að hugsa til þess að Dill sé komin til San Fran.
Pakki nr. 2: leyndó
Vefkortið fékk ég svo frá Sigrúnu minni yndislegu.. kossar og knús
Verð nú samt að segja að ég fæ nettan kjána yfir þessum degi. Ekki það að mér finnist eitthvað að því að fólk knúsist þ.e. finni sér auka tíma til að knúsast og segja eitthvað fallegt við vini og vandamenn. Hins vegar fer auglýsingamennskan í mínar fínustu... og markaðssetningin dregur rómantíkina á lægra plan að mínu mati.
ps. ég vil samt fá pakka á þessum degi (heyri þeir sem að heyra vilja)!!!!

___________________________________________________

Í dag á Sverrir hennar Katrínar afmæli. Jamm hann Sverrir sem að er A-maður (af því að hann fæddist fyrir hádegi sko) er orðinn 24 ára gamall!!!! (sem þýðir að ég er ekkert að verða neitt yngri!) Nú ég fæddist kl. 12:20, sem sagt EFTIR hádegi, sem að skýrir náttla margt þ.e.a.s. að ég sé EKKI A-manneskja!!! :)
en allaveganna congratz Sverrir minn

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com