VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.2.08

Sænska skipulagið

Til að heimilshaldið fúnkeri eins og ég vil hafa það þá dustaði ég rykið af sænsku genunum um leið og Herdís María fæddist. Á mánudagsmorgnum og þriðjudagsmorgunum eru þvottadagar. Þá er þvegið og hengt upp og brotið saman. Miðvikudagsmorgnar eru svona frjálsir hehe.. stundum geri ég ekki neitt og stundum tek ég til í blaðakörfu, skápum, skúffum, ísskápnum, pússa silfrið og þannig. Á fimmtudagsmorgnum þurrka ég af og tek eldhúsinnréttinguna. Á föstudagsmorgnum eru gólfdagar :( oj leiðinlegt en svo gott þegar að það er búið. Helgarnar eru nokkurveginn fríar. Baðherbergið er þrifið þegar að þarf sem er eiginlega svona annan hvern dag og svo eru náttúrlega dagleg húsverk gerð á hverjum degi eins og að setja í og taka úr uppþvottavél, búa um og svona almenn yfirborðstiltekt. Nú eftir hádegi reyni ég að skrifa ritgerð og svo fer ég í ræktina 4-5x í viku. (Okey nýbyrjuð á því) Einar sér um matseldina, bílinn, verslar inn og fer með dósir og blöð í Sorpu og þannig. Hann æfir 2-3x í viku og vinnur fullan vinnudag. Svo er hann líka formaður knattspyrnudeildar Skallagríms og það er heilmikið stúss í kringum það. Þrátt fyrir allt þetta þá eigum við fullt af tíma saman og með Herdísi Maríu. Sænska skipulagið er svo að svínvirka á grillið, meira að segja Einsi er að fíalaða!!
ps. skipulagið með Herdísi Maríu er efni í annan pisitl!
pps. gestaþraut þessa pistils er: hvenær og hvar er kynlífið stundað??? hehe

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com