VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.3.08

Mig dreymir um...

.... að sitja á útikaffihúsi. Það er sumar og sólin skín. Ég er í sumarkjól og háhæluðum skóm með bera sólbrúna leggi. Ég er með sólgleraugu, heimsbókmenntir (okey okey, slúðurblað) og ískalt hvítvínsglas. Ég sit ein í svona klukkutíma, horfi á fólkið og les Aristóteles (ræsk). Þá koma vinkonur mínar, setjast og panta sér líka hvítvín. Við teygjum andlitin á móti sól og njótum þess að finna örlitla golu skríða upp pilsfaldinn. Það er mikið hlegið og ennþá meira kjaftað. Nokkrum tímum og hvítvínsglösum síðar ákveðum við að fá okkur sushi. Eftir það er kvöldið ungt og óráðið. Ævintýri liggur í loftinu.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com