The bold and and the beautiful
Ég elska að lesa slúðurblöð. Núna er ég með tvö eintök af OK og les af áfergju um Angie´s joy and Jen´s pain! Nú svo eru sætar myndir af Dannielynn og pabba hennar með höfrungum og svo fer ég næstum að skæla þegar að ég sé myndir af litla sílinu hans Heath Ledger. Svo er gaman að sjá stjörnur á óheppilegum tímum þegar að þær eru næstum "alveg eins" og við og svo líka þegar að þær eru uppdressaðar og ómótstæðilega flottar. Þetta er eitt af trítunum mínum. Það er dásamlegt að fara í freyðibað, krema sig svo og leggjast upp í sófa með stórt vatnsglas með klökum/pepsimax með klökum og lesa þessi blöð.
Las einhver viðtalið við Lúðvík Gizurarson í 24 stundum um helgina? Gott viðtal. Ég er eitthvað ferlega svag fyrir þessu drama og öðrum líkum. Mér finnst réttur fólks til að vita uppruna sinn svo sterkur og grundvallarmannréttindi. Í Kastljósi sl. viku var einnig fjallað um svona faðernismál en það var með ólíkindum að sú kona hefur verið rangfeðruð 2svar!
Jæja best að fara að skrifa ritgerð... damn að hafa þessi OK-blöð hérna!
Efnisorð: Slúður
<< Home