Ég hálfpartinn trúi því ekki að það séu liðnir 6 mánuðir frá því að ég stóð með drippið í æð og fann hríðarnar magnast! Þegar að þetta er skrifað (kl. 11) voru hríðarnar að harðna töluvert og náðu hámarki þarna rétt eftir hádegi. Klukkan 15:26 var dúllan svo komin í heiminn og við Einar orðnir foreldrar. Þessir 6 mánuðir hafa verið lærdómsríkir fyrir okkur öll. Herdís María hefur lært að hjala, brosa, hlægja, velta sér, sitja studd og óstudd í 15 sek!, knúsa, drekka, borða, leika sér í baði, að horfa á tv, farið í vagn og kerru, setið á kaffihúsi, farið í sumarbústað og pæjast út í eitt! Hún er hins vegar ennþá tannlaus greyið :) Ég hef líka lært óendanlega mikið. Þvílíka breytingin að eignast barn. Herdís María var inn í mér í 9 mánuði og hefur svona næstum hangið á túttunni síðan þá. Við sofnum saman og vöknum saman, knúsumst á næturnar og daginn, borðum saman, hún horfir á mig í sturtu og við leikum og hlægjum saman. Obbosslegar vinkonur við! Ég elska þessa litlu dúllu skilyrðislaust og hlakka svo til að fylgjast með henni áfram. Knús til þín elsku fallega dóttir mín, ég elska þig.
Efnisorð: Barnahjal
<< Home