VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.3.08

Litlir englar

Ég horfði á Kompás í vikunni. Ég varð svo að hætta að horfa á þáttinn og hlusta bara, meikaði ekki að horfa á þáttinn með pólskum texta. Endaði alltaf á því að reyna að lesa blessaðan textann og fékk geðveikan hausverk! En mikið finn ég til með foreldrum drengsins og líka með foreldrum Jakobs Arnar sem að lést í vikunni úr heilablæðingu. Mamma hans er gömul bekkjarsystir mín. Úff ég fer bara að skæla þegar að hugsa um þetta. Það er hræðilegast í heimi að missa barnið sitt. Andstætt náttúrulögmálunum. Ég sendi allar mínar samúðaróskir og bið góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com