Aðdáun
Við Einar vorum að spá í því hvenær foreldrar hætti að dást að börnunum sínum. Við getum nefninlega horft endalaust á Herdísi Maríu með aðdáun. Í gærkvöldi lágum við uppí rúmi og horfðum á krílið okkar sofandi (gátum ekki hætt að glápa á hana) og fórum að spá í þessu. Held að mamma mín sitji sko ekki við rúmgaflinn hjá mér og horfi á mig sofandi þegar að ég gisti í Selvogsgrunni ;) Kannski að maður hætti þegar að maður á trilljón börn að maður hefur ekki tíma til að glápa á þau öll eða þegar að þau eru orðin loðin annars staðar en á hausnum? Allaveganna er þetta frekar tímafrekt sko...
Efnisorð: Barnahjal
<< Home