VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.2.06

Lunch date er nýjasta æðið hjá minni. Ég er nefninlega svo heppin að hafa getað skellt mér á lunch date með hinum og þessum undanfarnar vikur. Ég hef notað þessi lunch date óspart til að rifja upp gömul kynni t.d. með Júlíusi skólafélaga mínum úr MR sem að bauð mér á lunch date um daginn. Nú svo fór ég í "late" lunch date með yfirmanni mínum til margra ára honum Hilmari og núna síðast með Berglindi vinkonu minni sem að ég hef ekki séð í langan tíma. Nú í næstu viku er svo planað lunch date með öðrum fyrrverandi vinnufélaga henni Ingu og hlakka ég mikið til. Nú ekki nota ég lunch date-in aðeins til að halda sambandi við góða félaga heldur líka til að kynnast nýjum því að ég á lunch date með aldeilis ókunnugum manni næsta laugardag. Spennandi það :)

_____________________________________________________

Hvað er þetta með útlendinga. Einhvern veginn getur maður spottað þá út langar leiðir í down town Reykjavík. Kom stór hópur af fólki inn á Óliver í gær og það var svo augljóst að þar væru útlendingar á ferð og þá er ég að tala um áður en að ég heyrði þá tala sín á milli!!!
Þeir þrömmuðu þarna inn hver öðrum kappklæddari, með yfirvaraskeggin og hallærislegar þverslaufur. Æ ég á í mestu vandræðum með að pikka út nákvæmlega hvað gerir þá svona áberandi mikla útlendinga. Síðan skelltum við Ólöf okkur á Derailed. Mér fannst myndin algjört djók og meira að segja Ólöfu fannst hún léleg (þá er nú mikið sagt). Clive Owen var samt svakalega hot, algjör KARLMAÐUR og mjög mikill sjarmör. Ég fékk hins vegar ágætis mat á Óliver en þjónustan var ekki upp á marga fiska. Ég bað um drykk 3svar og fékk hann aldrei!!! Þá var nú B5 og P&P betra, ekki satt Ólöf?!
Þar sem að við Ólöf ætlum að fara að skella okkur í dinner og bíó einu sinni í mánuði þá kemur hér smá stjörnugjöf á síðustu ferð og ferðinni í gær:

B5
Matur: **** stjörnur
Þjónusta: **1/2 stjarna
Umhverfi: **** stjörnur
=Afburðagóður matur, ágætis þjónusta á rosalega flottum stað

Café Óliver
Matur:*** stjörnur
Þjónusta:*1/2 stjarna
Umhverfi:***stjörnur
=Góður matur á skemmtilegum stað en arfa slök þjónusta

P&P: ***1/2 stjarna = gamaldags rómantísk mynd um ástir og afbrýði
Derailed: * stjarna = hlægilega léleg mynd og varla þess virði að sjá hana fyrir utan Clive Owen sem að fær þessa einu stjörnu fyrir að vera hönk

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com