VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

26.9.08

Ritgerðarskrif (og með því..)

ganga hægt en ganga þó. Stefnan er tekin á það að senda prófessornum uppkast þann 3. október, svo næsta vika er tileinkuð ritgerðinni minni.

Anna Stína systir Einars og famelía hefur verið hér á Íslandi undanfarnar 2 vikur. Mads maðurinn hennar og hún buðu til svaka flotts kvöldverðar fyrr í vikunni og þar fengum við góðar fréttir ;) Say no more.

Ég gluggaði aðeins í bloggið hjá stúlkunni sem að var myrt (ég get næstum ekki skrifað það "myrt"). Hún virkaði lífsglöð og full af ævintýraþrá. Ég fæ sting í hjartað mér finnst þetta svo sorglegt. Hún fór í ferðalag út í heim og kom aldrei aftur. Hana hefur tæpast grunað að hún ætti ekki eftir að stíga aftur á íslenska grund þegar að hún flaug á vit ævintýranna.

En vá hvað það er mikið haustveður úti. Það var eiginlega dimmt í morgun þegar að við litla famelían í Arnarkletti vöknuðum. Það styttist í snjóinn svei mér þá. Næsta helgi verður kósýhelgi, það er á hreinu. Síðasta helgi var svo bissí bissí bissí að við eigum skilið að slaka á og hafa það bara þvílíkt rólegt. Hafið það gott um helgina rassálfarnir mínir. Ég sendi ykkur STÓRT helgarknús.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com