VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

20.9.05

Komin til Luneburg!!!!!
Við höfum núna verið rúma viku í Luneburg og mikið rosalega er gaman. Bærinn er mjög fallegur en í honum búa um 70 þús manns. Enn sem komið er höngum við mestmegnis með öðrum skiptinemum en það breytist kannski þegar að við byrjum í skólanum. Núna erum við hins vegar bara í þýskunámi frá 10-13 á daginn svo það er nægur tími til að gera ýmislegt annað. Við fengum dáldið mismunandi húsnæði. Ég bý í 15 mín göngufjarlægð frá Am sande sem að er aðaltorgið hérna í Luneburg. Ég bý inn á yndislegri konu sem að á 2 dætur og svo býr einn skiptinemi frá Englandi með okkur líka en hún heitir Victoria. Ég fékk þakherbergi og þar er alltaf HLYTT en það er sko ekki gefið hér í Germany að hitinn sé á!! Bjarki býr t.d. í miðbænum með þýskum nemendum en þar er hitinn ekki settur á og Bjarki greyið er að drepast úr kulda!! Íbúðin hans er samt brillant staðsett og stutt að fara á allar knæpurnar. Ömmi býr í minnsta herberginu, í íbúð með 2 þýskum stelpum rétt hjá skólanum. Það er því mjög stutt fyrir hann að fara í skólann!!!
Hér er vel tekið á móti skiptinemum og rosa prógram fyrir okkur. Það hefur því verið nóg að gera hjá okkur. Við vorum boðin velkomin með morgunverði þar sem að það voru teknar af okkur myndir og við kynnt. Við aularnir frá Íslandi stóðum náttla upp þegar að Eistland var kallað upp!!! Þjóðverjar segja Eistland eins og Ísland svo við stóðum upp og Bjarki kallaði douce point!!! he he... smá Eurovisionstemmari tekinn á þetta. Nú svo höfum við náttla farið á fjöldann allan af knæpum, á októberfest, eldað saman og í kvöld förum við í keilu. Þá skal fólk nú fá að sjá hvað ég er gegt góð í keilu!!! En allaveganna þá er frábært hérna og ég blogga meira soon!!
Hér eru nokkrar myndir
Party og pöbbarölt
Októberfest

Efnisorð:

|

18.9.05

Hæ hæ loksins er ég komin aftur :-)
Hér eru myndirnar hennar Silju frá Róm en hún og Krummi komu og hittu okkur þar. Rómarmyndir nr. 1 og Rómarmyndir nr. 2
Mínar Rómarmyndir og Londonmyndir

Róm


Hæ hæ allir... frá því að við Ömmi og Bjarki flugum út í heim þann 1. september sl. hefur alveg rosalega margt gerst. Okkur líður eins og að það séu margir mánuðir síðan að við lögðum af stað í þessa ævintýraferð. Eins og þið flest vitið hófst ferðalagið á flugferð frá Leifsstöð til Standsted. Á Standsted lentum við í útistöðum við Ryanair sem að vildu láta okkur borga yfirvigt og við sem að vorum með næstum tómar töskur!! Við tróðum því eins miklu og við gátum í handfarangur og á endanum þurftum við að borga smáaura í yfirvigt en burðuðumst með þvílíku kg. með okkur inn í vél. (Á Standsted átum við svo versta mat í heimi, bara svona að koma því að)
Við lentum í Róm um kl. 20. Um leið og við stigum út úr flugvallarbyggingunni blasti við okkur ítalskur raunveruleiki.... fullt af leigubílum í kássu og ítalskir leigubílstjórar æpandi hvorn á annan!!! Ekkert smá ítalskt eitthvað... við enduðum svo hjá leigubílstjóra DAUÐANS... en hann ók á ofsahraða sem leið lá inn í Róm og “sneiddi hárfínt fram hjá bílum og húsum” eins og hann komst sjálfur að orði. Leigubílstjórinn skilaði okkur sem betur fer heilu og höldnu á gistiheimilið okkar hjá henni Lourdönu en hún er ekta ítölsk mamma sem tók á móti okkur opnum örmum. Við fengum ágætis herbergi með þremur rúmum, einu hjónarúmi (fyrir strákan sko) og einu stöku fyrir mig. Við vorum nú ekki á því að fara að sofa svo við hentumst niðrí bæ og skoðuðum Colosseum og Roman forum. Settumst svo inn á pöbb við Colosseum og drukkum bjóra. Þar hitti Ömmi fyrir einskæra tilviljun stelpu sem að hann var með í bekk þegar að hann lærði ítölsku forðum daga í Róm :-) mjög spes tilviljun!
Nú næsti dagur fór í þvílíkan sight-seeing toor.... við gengum um bókstaflega ALLA Róm. Sáum Trevi-gosbrunninn þar sem að við óskuðum okkur öll með því að kasta pening aftur fyrir okkur í gosbrunninn. Skoðuðum Pantheon, Piazza Navona og Piazza del Poppolo... já Róm er uppfull af fallegum torgum til að skoða og láta sér líða vel á! Ég held svei mér þá að við höfum gengið um 3000 km eða eitthvað þennan 1. dag í Róm. Um kvöldið fórum við svo út að borða á stað sem var Bjarka ekki að skapi ;-) veggjakrotið og lélega þjónustan fór eitthvað fyrir brjóstið á honum (skil ekki af hverju hí hí) en við Ömmi sjáum náttla ekkert illt við Ítalíu svo við brostum bara út í loftið. Ömmi sýndi okkur stað better know as “Bælið” en þar er hægt að reykja eitthvað jurtadót úr stórum pípum... við pöntuðum vínberjastuff og ég reyndi hvað ég gat að prófa þetta... he he...
Silja og Krummi komu svo í heimsókn daginn eftir og þá var sko tekið á því.
Topp 10 með Silju og Krumma
-útitónleikar með Elton John í Colosseum (200 þús. manns)
-Krummi lenti í kynferðislegri áreitni þar sem að hann reyndi í sakleysi sínu að pissa í almenningsgarði
-Ég fékk Fiat ofaná tánna mína
-jurtatóbakið fór vel í liðið
-Péturskirkjan var stórfengleg
-Rigning like you never have seen before fyrir utan Vatikanið
-Ströndin ummmm
-Chica chica boom..... he he... (strákar þið vitið hvað ég meina)
-Piazza de Spagne
-Allur bjórinn og Breezerinn he he he.....
(ég treysti mér ekki til að raða þessu, svo pick a order your selfs :-)

Eftir að Silja og Krummi tóku lestina til Nice þar sem að þau lentu í klefa með fullt af Alönum he he.... höfðum við þrjú það sem best við gátum í Róm.... og það var sko ekki erfitt. Róm er stórfenglegasta borg sem að ég hef séð og þar er allt hægt að finna og allt hægt að gera.
Við borðuðum á sætum litlum veitingastöðum, dönsuðum í klúbbum og skoðuðum allt markvert. T.d. Vatikansafnið en þar er hin margfræga Sistínska kapella..... hún var án efa toppurinn fyrir mig í þessari ferð. Tárin bara streymdu.... við áttum ekki orð yfir safninu og það var skuggalega dramatískt að ganga þarna um salina og heyra í þrumunum og eldingunum út... safnið hristist ... okkur leið eins og við værum uppi á miðöldum!! Colosseum var líka stórfenglegt... hugsa sér þetta hringleikahús.... sitja þarna og horfa á kristna menn berjast við ljón!!!
Æ ég gæti bloggað endalaust um þessa ferð... það var svo margt sem að gerðist... eins og þegar að sokkarnir hans Bjarka hlupu í þvotti...Ömmi skildi 3 kg. sloppinn sinn eftir, ég fékk pakka frá stelpunum og fór að gráta..., þegar að ég fékk fréttirnar af því að bebis væri fæddur, Cayotis og Bjarki varð reiður á dansgólfinu he he..., við alltaf á Termini, hestbakskapphlaupið, baywatch-videoið starring Silja and Bjarx, Your beautiful á replay, Giovanna, Bjarki happy á Macdonalds, þegar að Ömmi spreytti sig á rússnesku í Spænsku tröppunum, þegar að gæjarnir gláptu á okkur Silju, þegar að við fórum út að borða kl. 23, þegar að villtumst og fórum á danska barinn og bara svo maaaaaaaaaaaaaaaarg fleira.... þetta var bara í einu orði sagt YNDISLEGT! Við flugum svo aftur til London og skelltum okkur út að borða og smá skrall.... áður en við flugum eldsnemma að morgni 10. sept til Þýskalands...

Efnisorð:

|

1.9.05



Bæ bæ, mar bara floginn út í heim.... vonandi nenniði að fylgjast með mér hérna á blogginu ;-) ég lofa að vera dugleg að setja inn myndir og slúður og þannig. Ég hef þegar sett inn nýjar myndir af kveðjudjamminu mínu og bætti nokkrum myndum í sumarið 2005.
Bæ bæ elskurnar mínar og hafið það gott á klakanum, næsta blogg verður af öðrum vígstöðvum!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com