VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.12.02

Halle Berry vann netkosninguna með yfirburðum... hlaut yfir 50% atkvæða.... en hver er mesti töffarinn???

|

Sælt veri fólkið :o) og nú eru áramótin farin að nálgast .... ískyggilega mikið og þetta fer bara að bresta á ... sprengjur og læti ... trúi því varla að jólin séu búin sniff sniff (grátur)
Helgin var bara ágæt alveg. Fór í brilljant risafjölskylduboð á laugardaginn og upplifði mig soldið sorglega innan um allt fjölskyldufólkið með barnaskarann... og það eina sem að ég var spurð um var : "ertu að fara að djamma í kvöld"... já ég er mjööög sorgleg eða kannski eru það þau sem að eru sorgleg... öll vel undir þrítugu komin með 2 krakka og feitan yfirdrátt??? Nei nei... en svo hittumst við nokkur á Gunnunni og spiluðum um kvöldið áður en að haldið var á Hvebbann... þar var troðið en tjúttað....
:-)
Sunnudagurinn var svo til sælu he he.....
Annars er maður bara að fara að vinna með borgarstjórafrúnni nýju.... og óska ég henni og Þórólfi til hamingju... já fljótt skipast veður í lofti ....
Ingibjörg Sólrún var þokkalega skotheld í fréttunum í gær... og stendur uppi sem sigurvegari eftir þessa baráttu.
Já og ég er enn að pæla í áramótaheitum.... ég var að pæla í því að taka Diljá á orðinu og afþýða ískápinn... og safna fyrir Interrail og sækja um skólavist á Bifröst, HR og erlendis.... og sjá hvert vindarnir feykja mér.... gone with the wind.......

|

27.12.02

Jæja ... mín bara mætt til vinnu... ætlaði reyndar að vera í fríi en maður er svo ómissandi hérna tryggingabransanum að það er ekki lítið fyndið ha ha ha ha... nei nei annars var ekkert djamm í gær... fór bara á nett spilakvöld á Njallanum. Við spiluðum party-spilið sem er ekki í frásögur færandi og punktur. Svo sýndist mér liðið vera farið að drekka heldur stíft (ræsk) að ég dreif mig heim á bíl með bilaða rúðuþurrku... ég er nú að verða soldið pirruð á honum Snæfinni Ingasyni!!!
Annars er svona soldil lognmolla yfir helginni. Veit ekki hvert ég stefni með þessu áframhaldi???? Það er nú jólaboð á morgun með stórættinni... og ég þarf að fara NB alla leið upp á Kjalarnes!!!!! Rabbarbarasta lengst upp í sveit.. segi ég nú bara.. en alltaf gaman að hitta famelíuliðið :o)
Svo kíkir maður nú ábyggilega eitthvað niðrí bæ.. verða að prófa nýju skóna og fötin sem að ég ætla mér að verlsa á morgun í bænum... jibbí jei :o)
Svo er ég farin að pæla alvarlega í áramótaheitum.... hmmmmmm veit að þau eru ekki af hinu góða... öll komin undan djöflinum men en fjandakornið ég ætla að strengja nokkur í ár...!! Er að mynda svona topp 10 lista... ég meina þessi klassísku : hætta að reykja... léttast um 10 kg.... koma fjármálunum í lag..... hitta góðan mann.... hætta að púkka upp á lúsera.... o.s.frv. Verst er að ég reyki ekki... þarf ekki að léttast um 10 kg... kannski 3?? fjármálin í fínu lagi... og strákræflarnir??? Hver þarf á þeim að halda....????? svo mér sýnist ég vera í góðum málum fjeeeeeendinn hafi það ;-) Kannski að maður ætti að hætta að djamma og djúsa diskótekunum á hey?! en nei ekki í nánustu.... hikk hikk.
Leggst undir feld varðandi þessi áramótaheit .........

|

26.12.02

HÓ HÓ HÓ!!!!
Í dag er annar í jólum, hjólum... og ég er í steiktu skapi.... og komin 9 mánuði á leið eins og Diljá orðaði það brilliant jább komin 9 mánuði á leið, full af kjöti og konfekti... og eignast kálf eða í mínu tilfelli sambland af nauti og grís... e. níu mánuði! Ætli ég verði ekki að byggja útihús í garðinum mínum og sníkja fóður af kaupmanninum á horninu......... annars eru jólin búin að vera YNDISLEG og ekki getað heppnast betur að mínu mati... + það að ég fékk allar þær jólagjafir sem að ég hafði óskað mér og meira til. Hún Sigrún yndislega vinkona mín gaf mér líka surprice jólagjöf þ.e. náttföt og body-spray og ég er akkúrat í náttfötunum núna og með body-sprayið svo þetta gæti ekki verið meira sexy! Ég fékk polaroid vél frá systkinunum og geng nú um hæstánægð smellandi myndum í gríð og erg við misjafnan fögnuð viðstaddra.... Svo hefur maður límst við sjónvarpið og ég er líka, takið eftir góðir áhorfendur, byrjuð á bók.... Nafnlausir vegir... svo Röddin.... svo Lovestar... svo kannski Jón Sigurðsson ef að ég nenni eins og Helgi Björnsson?? Kræst svo er það jólabíó... guess what???? Lordinn bíður ;o)
Í gær fórum við í kirkjugarðinn og settum kerti á leiði afa míns og langömmu, heimsóttum ömmu á Skjól og fórum í Hallgrímskirkju. Presturinn ræddi mikið um að opna hjarta sitt og gefa sig 100% og standa berskjaldaður fyrir þeim sem að manni þætti vænt um. Þetta hef ég allt gert.... en hef verið að pæla í því að breyta um taktík, verða gribba og stáldrottning... en víst að presturinn segir að svona sé best að lifa.. þá held ég því áfram og þiggi þeir sem vilja ;) annars leið mér svo rossa vel í kirkjunni að ég öðlast hálfpartinn nýja sýn á lífið... fékk svona tilfinningu eins og þegar að ég hlustaði á Hard headed woman með Cat Stevens um daginn og varð fyrir vitrun... þannig upplifun var í kirkjunni í gær... ekki hægt að lýsa með orðum.
En er þetta að verða hamarsaga hjá mér??? Eins og jóli sagði forðum....
GET A LIFE and LIVE......
bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þið fáið áramótaheitin beint í æð innan skamms..... svo það er eftir miklu að bíða ;-)

|

24.12.02

Ég trúi ekki að aðfangadagur sé runninn upp!!!!! Hvað er málið með tímann hérna??? Fullt af stressi...... og svo á morgun...finitto....! en þá tekur afslappelsi við... náttföt, mandarínur, bækur og videospólur... jólamatur og spilakvöld ;o) váaaaaaaaaaaa yndislegt.
Náði að versla massa mikið af jólgjöfum í gær... ég planari numero uno... var ekki alveg eins plönuð þessi jól og oft áður.... en þetta slapp allt fyrir horn. Hard Rock á Þorláksmessukveldi... man reyndar eftir Þorláksmessukvöldi dauðans fyrir nokkrum árum... já og þar kom Hard Rock við sögu... og ég fékk stærsta jólatré aldarinnar sent heim á greiðabíl og í augnablikinu var slökkt á farsímanum !
Annars er ég nú viss um að ég eigi góð jól innan um frábæra fjölskyldu og klassa vini ;-) Dansa full af eftirvæntingu inn í nýtt ár og gleymi 2002 eins og það leggur sig!!!
En ég segi bara GLEÐILEG JÓL og hafið það sem allra allra best um jólin og hittumst hress á gamlárskvöld
jólaknús og kossar.....

|

23.12.02

Þorláksmessa og ég á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir.... byrja líklegast Þorláksmessurúntinn á nokkrum pökkum... kannski líka einum pínkulitlum handa mér...
Annars var helgin fín. Soldið súr djammlega séð og fólk kemur manni sífellt á óvart... samt kannski ekki. Stundum held ég að maður loki augunum fyrir hlutunum og vilji ekki sjá það slæma þar til það skellur framan í mann eins og blaut tuska. En nóg um það..... spilakvöldið hjá Margréti og Silla var frábært og rosalega gaman að sjá Söru aftur. Hún fer samt aftur 3. janúar svo maður verður að nota tímann. Annars er ég eitthvað svo andlaus núna að ég blogga meira seinna...
hó hó hó
jólin eru að koma :o)

|

20.12.02

Jæja.... þá er best að fara undirbúa sig fyrir kvöldið.... og helgina alla.... voff voff... maður á eftir að gera svo mikið.... já það er nóg að gera í félagslífinu og jólastússinu..... það er bærinn að nóttu sem degi... verð samgróin Laugaveginum eftir helgina... ég meina ef að þið viljið hitta mig þá mætiði bara á Laugaveginn hvenær sem er dags og viti menn þið munuð finna mig... eins og frelsarinn sagði.
Ætli kvöldið í kvell endi ekki með reddara og látum og skrall, skrall, skrall....... kannski Hverfis??? Sólon??? Kaffibarinn?? Sjáumst þar sæti ;-)
Laugardagskvöldið verður tileinkað SÖRU sætu... sem að er að koma heim frá Danaveldi... og ég hlakka ýkt til að hitta hana því að hún er með svo góða áru og hefur svo góð áhrif á mig... mér líður alltaf vel þegar að hún er nálægt :-*
Annars bið ég ykkur vel að lifa og NJÓTIÐ helgarinnar
Chao bellas...
ps. 4 dagar til jóla.....

|

COLDPLAY-tónleikarnir voru brill :o)
Chris söngvari hljómsveitarinnar er með þvílíkan sviðsjarma að maður fékk í hnén og smá í mallann líka ;-) Þeir tóku flest lögin sín og áttu þokkalega mikið meira efni en á síðustu tónleikum.......þá sat ég reyndar í stúku en var með unglingunum á gólfinu í gær. Ég sá fullt af sætum strákum en þeir voru allir svona 5-8 árum yngri en ég he he he.... svo ég gerði lítið í því. Áður en tónleikarnir hófust hittumst við nokkur á Aski og fengum okkur öllara. Ætluðum svo að geyma bílana þar til að sleppa við bílaörtröð.....en vegna óviðráðanlegra orsaka þá lentum við í steypubílaröð og ég var ekki komin heim fyrr en seint og síðarmeir.......
Ég var samt í skýjunum þegar ég kom heim og dreymdi um ...... hmmmm já ekkert meira um það ;-)


|

19.12.02

Hún Diljá mín er besta vinkona í öllum heiminum........!!!!!!!!!!!!!
Hún var að hringja og bjóða mér á Coldplay-tónleikana í kvell jibbí je jibbí jíbbí jei..... Rokklingurinn rúlar...... ;-)

|


5 dagar til jóla.......
tíminn flýgur áfram .... ég þarf alveg þvílíkt að halda í við hann. Samt náði ég nú að stoppa hann aðeins í gær...... náði að grípa andartakið og njóta.... ég er ástfangin.... svo ástfangin... af svo mörgu.....ástin er kveikja að flestu því fegursta í lífi hvers manns og þó að ástin eigi sér margar hliðar og hver maður upplifi hana á sinn sérstaka hátt þá er afar margt almennt sem maður getur sagt um ástina. Allar heimspekilegar hugleiðingar um ást eiga sér tilverurétt á hvaða tíma sem er og allstaðar.
Væntumþykja, ein besta mynd ástarinnar og um leið sú varanlegasta að mínu mati, er einhver sú besta tilfinning í heimi..... já ég held að hún vari lengst af öllum tilbrigðum ástarinnar en ástin kemur og fer..... breytingar eru það eina sem maður getur verið viss um.

En úr ástinni í Ingibjörgu Sólrúnu... ekki það að ég sé ástfangin af henni ohooo nei... en samt finnst mér ótrúlega gaman að horfa á hana standast orrahríð spyrla fjölmiðlanna. Og öll þessi komment Sjálfstæðismanna um hvað þetta sé óheiðarlegt og hvað þeir vorkenni Framsóknarmönnum og Vinstri-grænum nú eftir þessi "svik"... kommon.... hvernær hefur bláa liðinu ekki verið sama um neitt nema sjálft sig... hverjir eru stressaðir núna??? og svo er bara búið að ákveða að Sammarinn vinni stórsigur í Rvk. og nái inn 10 mönnum... það er gaman að þessu ;-) Mér finnst þetta bara kúl hjá kellunni þó ég ætli kannski ekkert að kjósa hana?????... það verður bara að koma í ljós.... en þetta verður bara meira spennandi í vor.... box í hringnum milli Dabba og Sollu.... spennó :o)

Efnisorð:

|

18.12.02

Í dag á Katrín systir mín afmæli en hún er mesta yndi í heimi og er orðin 18 ára!!!! Hún er sem sagt ekki neitt lítil lengur heldur massa stór... alveg 160 cm he he he.... segi ég sem að er hæst kvenna ;-) Ég vona að dagurinn verði frábær hjá skússu litlu og að hún skemmti sér vel í kvell með pæjunum ;-)
Ég man allavega þokkalega vel eftir 18 ára afmælinu mínu.... ég, Sóley og Margrét héldum upp á það á Hressó. Vorum þvílíkt egósentrískar og sendum út boðskort með mynd af okkur og læti. Á afmæliskvöldinu fórum við svo út að borða á Hornið og einhverjir útlendingar voru alltaf að slá okkur gullhamra enda vorum við uppstrílaðar í síðkjólum og læti. Við örkuðum svo á Hressó sem var þá AÐAL-skemmtistaðurinn og tókum á móti fullt af liði og djömmuðum feitt fram á rauða nótt. Þetta kvöld er frábært í minningunni þótt ég hafi reyndar farið að grenja inn á klósetti út af Atla minnir mig.... júbb var það ekki???? Stelpur muniði eftir stríðsmyndunum sem að við fengum og kampavíninu frá Begga?? Já maður var ungur og sprækur.... þetta er allavega með betri afmælum...........
og enn og aftur TIL HAMINGJU MEÐ 18 ÁRA AFMÆLIÐ KATRÍN MÍN................

Efnisorð:

|

Í gær dressaði ég mig upp í mitt fínasta púss... fór í topp og pils úr Mango sem að ég keypti í Barcelona einn sólríkan sumardag þegar að allt lék í lyndi....... ekki að það leiki ekki í lyndi núna :o) það leikur svo mikið í lyndi að það leikur BARA í lyndi hí hí hí.... segi svona. Jább ég dressaði mig upp og skellti mér á jólahlaðborð... fórum fyrst á Borgina.... kræst það var horror... það var svona mötuneytisstemmari þarna og engin þjónusta... Ég var út úr kú í mínu fínasta pússi við hliðina á feitum prjónakellingum með hor.. og leið ekki par vel. Því var ákveðið að svissa yfir á Skólabrú og einhverju um óvænta uppákomu logið að þjónsgreyinu á Borginni.... Ég meina ég hef oft farið á jólahlaðborð og meðal annars á Borginni og það hefur verið jóló og fínt en þetta í gær var bara jólahlaðborð dauðans!!!! En sem betur fer enduðum við í betri stofunni á Skólabrú og ég át á mig gat..... ummmm smakkaði lunda í fyrsta skipti og hann var ágætur en höfrungur.......jukk.... fílaði hann ekki. Ég komst ekki einu sinni í eftirréttaborðið því maginn minn var svo stútfullur að upp úr flæddi :-)
Annars held ég að þessi jólahlaðborð séu á undanhaldi .... ekki nærri því eins margir sem fara á trilljón jólahlaðborð eins og oft áður... þetta svona dettur inn og út um gluggann.
Kvöldið endaði svo ekki fyrr en um 02:00 í nótt og augnlokin eru soldið þung núna á þessum síðustu og verstu :o)

Efnisorð:

|

17.12.02






Þessar gellur eru jafnar í netkosningunni..... (reyndar sorglega fáir búnir að kjósa.....)

Er að fara á jólahlaðborðið... ætla að leggjast á það.... í kvöld...ummm hef verið að svelta mig og veit að ég er fjandinn hafi það að gera mistök... því að ég get pottþétt ekkert borðað í kvell... svelt=magi lítill=verð strax södd.... og það er ekki gott þegar að maður er svona mikil matmanneskja eins og ég :-)
Guð blessi ykkur elskurnar mínar
nattí nattí

Efnisorð:

|

Jæja þá er að prófa að setja inn mynd af mér... he he he .... smá tilraun:




Kvöldið í gær var mjög interesting svo ekki sé meira sagt!!!!! Verst að ég get ekki farið í neina díteila hér á síðunni... sumt er of persónulegt fyrir bloggheim ;-)
Annars glápti ég á Survivor í gær. Það er ekkert smá leiðinlegt fólk í þessari seríu... kræst þau eru svo boring og óspennandi og maður vill ekki sjá neinn vinna!!!!! Miklu skemmtilegra að halda með einhverjum eins og Lex í Afríku :o) töööööööööff týpa á föstu he he .... annars var Ted rekinn í gær... mjög hávaðasamur gaur sem að var bara að springa í gær ... ég meina gæinn öskraði bara allan þáttinn... fór svona frekar mikið í pirrurnar á mér. Hann fór samt ekki tómhentur heim því hann vann þokkalega flottan bíl... ekki spyrja mig hvaða gerð :o) Ég hlakka bara til þegar að þessi sería er fíníttó... ég er ekki alveg að meika þetta lið þarna í Tælandi.. Talandi um að meika ekki lið???!!!!! ...........bíð spennt eftir Temptation island..... meiri steypan... sigh...
Annars lítur vikan út... jólahlaðborð í kvell og jólagjafaleiðangur annað kvöld... spilakvöld og djúserí framundan og gaman gaman ;-)
Jibbí jólin eru að koma, jólin eru að koma
kveðja Brittney :o)

|

16.12.02


Aries



What's *Your* Sex Sign?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Efnisorð:

|

Heeeeeeeeeeeelllú.... helgin var fín
jólaglögg í vinnunni á föstudagskvöldið.. svaka stuð eða hitt þó.... vorum bara nokkur sem að vorum til í eitthvað stuð... en allt eðalfólk svo þetta varð barasta stuð á endanum he he he....... tóm steypa hikk hikk....
Laugardagurinn fór í jólastúss... tók Holtagarðasyrpuna með Siggu og Hafdísi og kíkti svo aðeins niðrí vinnu. Tveir jólasaumóar um kvöldið... fyrst einn mjög barnvænn saumaklúbbur :-) og mig langaði að verða mamma hí hí... (fékk samt handjárn!) en svo annar klúbbur með reddara og ostum og skyndilega hætti mig að langa að verða mamma!! og skellti mér á lífið og hitti mann og annan ;-)
Sunnudagurinn var svo soldið þunnur og endaði í faðmi fjölskyldunnar yfir imbanum :o)
Annars er kannski kominn tími á djammpásu hjá mér..???? neeeeeeeeeeeeeeeeeeei eða ekki... skiptir ekki öllu... kannski smá pása í janúar :-)

Efnisorð:

|

OK það var ekkert á ykkur að græða ..... það urðu nefnó engin afgerandi úrslit í netkosningunni.... Bifröst sigraði reyndar með 14 stig en fast á hæla sveitunganna komu HÍ og HR.... þessi sem að vill sjá mig áfram hjá Samlíf gaf sig ekki fram :-( og leikur mér forvitni á að vita hver hann er?????? Ábyggilega Hilmar ;-) en annars þá verður það sem sagt bara að koma í ljós næsta haust hvaða skóla ég heiðra með nærveru minni... kannski að maður skelli sér bara út í hinn stóra heim.... og læri úglennsku :o)

|

13.12.02

Ég vil bjóða hana Sigrúnu sætu velkomna í bloggheima. Hún er komin hér til hliðar hjá mér undir heitinu honný enda er hún sykursæt og með eindæmum skemmtileg... ég mæli því með að lesa hennar síðu reglulega.... stelpan kann að koma fyrir sig orði :o)

|

Fór með Eiríki í bílastúss í gær.... mig vantar nefnó karlmann til þess að stússast í bílamálum... ég er einhvern veginn lömuð á því sviði... veit EKKERT um bíla og fíla illa að hægt sé að ljúga mig fulla um alls konar bílamál!!! Ég var líka að vona að ég gæti tekið smá Ally Mcbeal dæmi og hitt sætan bifvélavirkja en nóbb... engir sætir :o)

Hilmar gaf mér gjöf í morgun... hann gaf mér nýjasta diskinn með Nick Cave... þ.e. þann sem að kemur út í febrúar :-) svona er að vera með góð sambönd og eiga vin sem að hugsar til manns...........

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gaf til kynna um daginn að ekki væri víst að hann myndi nota David Beckham og Rio Ferdinand í leiknum gegn Deportivo La Coruna í meistaradeild Evrópu , þó þeir væru orðnir heilir heilsu.
Manchester United hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum, þrátt fyrir fjarveru ensku landsliðsmannanna vegna meiðsla. „Það er betra jafnvægi í liðinu í síðustu leikjum en oft áður, og þetta er kosturinn við að hafa fáa leikmenn til að velja úr. Sama lið, sömu úrslit! Þegar hinir eru búnir að ná sér, munu þeir eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Liðið er á sigurbraut og á meðan svo er, þarf ég ekki að breyta því,“ segir Ferguson. Veit kallinn ekki að ég horfi á boltann... ég meina ég meika ekki að Beckham sé bara settur inn á... ég vil sjá gæjann á vellinum hele tiden.... + það að þeir eru ekki rassgat á sigurbraut... bara heppnir eins og Eiki sagði............ LIVERPOOL við komum, sjáum og sigrum.......!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Eníveis þá bið ég að heilsa í bili og eigið góðan dag :-)
ps. hrósið fær Helga Jónsdóttir, en hún er fyrsta konan sem skipuð er í Slökkvilið Akraness. Um tuttugu umsóknir bárust um stöðurnar. Jibbí gella í slökkvó :o)

Efnisorð:

|

12.12.02

INTERRAIL-planið er í fullum gangi og Helga Guðný meira að segja búin að panta sér stúdentakort!!!!! og fá sér sparnaðarinterrailreikning... gott mál... :-)
Við erum að pæla í því að fljúga til Köben og byrja á Hróarskeldu.... ég hef aldrei farið og langar rosalega....Hilmar segir að ég sé orðin of gömul til þess að fara!!!!!!!!!!! hvað meinar hann???????????????????..... sumir halda meira að segja að ég sé litla systir hans Eika og ég er ALLTAF spurð um skírteini í Ríkinu.... (ein ógesslega sár :-) allaveganna... þá læt ég ekki aldurinn stoppa mig í að gera það sem að mér finnst skemmtilegt vhíííííííííííi.....
svo er planið að ferðast niður Evrópu með stuttum stoppum á skemmtilegum stöðum og endastöðin er ROMA..... við erum ennþá dáldið heitar fyrir Ítalíu... vorum fyrst að spá í Spán.... en??? erum sko ekki alveg vissar... svo viljum við líka ekki plana þetta OFmikið (hmmmmmm Mæbba).... en aníveis... þá verður þetta stuð.. tvær litlar stelpur í útvíðum gallabuxum, sandölum....brúnar og sætar.... sötrandi bjór og blikkandi stráka.... ííííííhaaaaa....

Efnisorð:

|

Aftur að koma helgi... jibbí... og hún er pökkuð af skemmtilegum hlutum... Það er reyndar búið að banna mér að plana fram í tímann en ég get ekki að þessu gert... þetta dettur bara inn um lúguna hjá mér. Það er jólaglögg í vinnunni á föstudaginn... rosa fínn jólamatur og pakkaleikur og bjór, bjór bjór... :-) Á laugardaginn er jólagjafastúss og um kvöldið jólasaumó með kakó og kleinum og pökkum..eftir það annað jóladæmi með rauðvíni og ostum...eftir það kannski skrall hí hí hí ;-)
Sunnudagur.. afslappelsi sigh... já það er erfitt að vera svona vinsæll... hí hí...segi svona. Í kvöld er kaffihús og í gær fékk ég heimsókn.... við hordrottningarnar og Sigga sátum og gláptum á imbann og töluðum um allt og ekkert....samt aðallega Nick Cave.... og smá um prump... hí hí
Ég get nú allaveganna montað mig af því að vera búin að þrífa mest allt... tók eldhússkápana um daginn og fataskápana.... búin að skreyta að mestu (er samt með rosalega lítið jóladót, finnst flest allt jóladót ljótt)
.....................en Helga Guðný.... mér finnst þú yndisleg og ógesslega skemmtileg.... og gaman að vera orðinn tvíburi he he he...... og verði þér að góðu :o)

Efnisorð:

|

11.12.02

NICK CAVE......... ÞETTA VAR ENGU LÍKT!!!!!!!!!!!!!
Ég er enn í skýjunum... þetta rokkaði svo að ég gat ekki sofnað í gær....... Tónleikarnir í gær voru æði.......við fórum fyrst út að borða á Nings og hlömmuðum okkur svo í röðina um kl. 19:00....!!! Við vorum nú frekar framarlega og þokkalega sátt, hugsuðum að við næðum nú ábyggilega ágætis sætum.... samt sáum við tonn af liði fara niður fyrir og inn að aftan... sem sagt "fína fólkið" eða???????? Röðin lengdist svo og lengdist en það var bara frekar mikið stuð í henni.. trallað og kjaftað... svo var hleypt inn og þegar að við komum í salinn þá var allt frátekið :-( .......við fengum því frekar léleg sæti... við sátum samt þarna og drukkum bjór og vorum þokkalega happy með þetta allt saman.. maður má ekki láta deigan síga ;-) en þá birtist Brynjar og bauð okkur sæti fremst við sviðið !!!!!!! við sem sagt hefðum átt að bölva fólkinu sem að fór framfyrir aðeins meira.... he he (nutum sem sagt góðs af því).... fengum geggjuð sæti.
Hera hitaði upp og hún var mjög fín... með svo flotta rödd og laus við alla tilgerð... endaði á titillaginu úr Hafinu og maður fékk gæsahúð og læti ;-) Svo drukkum við meiri bjór og stemmningin magnaðist og svo kom kappinn loks á sviðið...........fagnaðarlæti og flaut... ;-)..... og hann var svoooooooooo magnaður.... og hljómsveitin hans..hún var ýkt fríkuð... gæinn á fiðlunni fór hamförum og spilaði á fiðluna á svo marga vegu að það var ekki fyndið... og gæinn á rafmangsgítarnum var eins og dauðinn og Cave var náttla laaaaaaaaaaaang flottastur :o).... það var svo mikil tilfinning og hiti og þrá og örvænting ... lögin náttla flest um ástina, dauðann, lífið og svo tók hann líka nokkrar Murder ballads... hann tók flest af uppáhalds lögunum mínum eins og And no more shall we part, Hallelujah, God is in the house og endaði á Stagger Lee.... og það var svo mögnuð útgáfa.... hljómsveitin spilaði af svo miklum krafti að eyrnalokkarnir mínir titruðu og svo í enda lagsins þegar að Stagger skýtur djöfulinn í hausinn þá öskraði bara liðið og allir stóðu upp og salurinn titraði..... Gæinn var svo klappaður upp 2svar sinnum og þá tók hann loks In to my arms og allir sungu með og ég grét.....
Þetta var bara ólýsanleg upplifun og ég held að ekkert eigi eftir að toppa þetta nema barnsfæðingar og læti.... ;o).....
Rokk og standpína......................Nick Cave........... þú ert líf mitt og yndi.... þúsund kossar fyrir ógleymanlegt kvöld

Stagger Lee

It was back in '32 when times were hard
He had a Colt .45 and a deck of cards
Stagger Lee
He wore rat-drawn shoes and an old stetson hat
Had a '28 Ford, had payments on that
Stagger Lee
His woman threw him out in the ice and snow
And told him, "Never ever come back no more"
Stagger Lee
So he walked through the rain and he walked through the mud
Till he came to a place called The Bucket Of Blood
Stagger Lee
He said "Mr Motherfucker, you know who I am"
The barkeeper said, "No, and I don't give a good goddamn"
To Stagger Lee
He said, "Well bartender, it's plain to see
I'm that bad motherfucker called Stagger Lee"
Mr. Stagger Lee
Barkeep said, "Yeah, I've heard your name down the way
And I kick motherfucking asses like you every day"
Mr Stagger Lee
Well those were the last words that the barkeep said
'Cause Stag put four holes in his motherfucking head
Just then in came a broad called Nellie Brown
Was known to make more money than any bitch in town
She struts across the bar, hitching up her skirt
Over to Stagger Lee, she starts to flirt
With Stagger Lee
She saw the barkeep, said, "O God, he can't be dead!"
Stag said, "Well, just count the holes in the motherfucker's head"
She said, "You ain't look like you scored in quite a time.
Why not come to my pad? It won't cost you a dime"
Mr. Stagger Lee
"But there's something I have to say before you begin
You'll have to be gone before my man Billy Dilly comes in,
Mr. Stagger Lee"
"I'll stay here till Billy comes in, till time comes to pass
And furthermore I'll fuck Billy in his motherfucking ass"
Said Stagger Lee
"I'm a bad motherfucker, don't you know
And I'll crawl over fifty good pussies just to get one fat boy's asshole"
Said Stagger Lee
Just then Billy Dilly rolls in and he says, "You must be
That bad motherfucker called Stagger Lee"
Stagger Lee
"Yeah, I'm Stagger Lee and you better get down on your knees
And suck my dick, because If you don't you're gonna be dead"
Said Stagger Lee
Billy dropped down and slobbered on his head
And Stag filled him full of lead
Oh yeah.

Efnisorð:

|

10.12.02

Antonio Banderas gafst upp á dögunum og yfirgaf konu sína Melanie Griffith, og ég bara spyr akkurru er hann ekki löööööngu farinn????? Saga þessi flýgur nú fjöllum hærra í Hollywood og ku ástæðan vera sú að hann hafi verið búinn að fá sig fullsaddan af afbrýðisemi hennar eftir 6 ára hjónaband.......... að hann hafi endst í 6 ár!!!! kommon... hvað er í gangi ... gellan er herfa... og óþolandi og óferjandi og svo er hún abbó-týpa í þokkabót...
ég er samt þessi abbó-týpa líka... er samt ekki að líkja mér við herfuna... ómygod nó :-/ scary hairy Larry....... nei nei ég er ekkert svo abbó er það nokkuð??? er allaveganna að vinna í þessu öllu saman.... he he he
rokk og riverrafting......

Efnisorð:

|

OK... síðasta föstudagskvöld ...... einn góður vinur + 2 rauðvín = fyllerí..... Við Helga Guðný fórum á skrall... Sigga kom með okkur og svo hittum við fullt af fólki niðrá Hverfisbar. Við dönsuðum allt kvöldið og gaman að hafa Halla þarna en hann sveiflaði mér um dansgólfið :-) Sem sagt kvöldið var tekið með trompi og endaði í eftirpartýi... pizza og læti..... hmmmm.
Á laugardagskvöldinu fór ég út að borða með Sigrúnu og Siggu Dóru. Við eigum allar afmæli í nóvember en frestuðum fínheitunum fram í desember vegna anna :o) Við fórum út að borða á ORO og kíktum á pöbba á eftir. Byrjuðum á Cosmopolitan....humarsúpa og svo túnfiskssteik ummmmmmmmmmmmm ......Kvöldið var þokkalega dýrt en vel þess virði....
Ég hitti James... James Bond á sunnudaginn.... æi Bond klikkar aldrei.. en ég pissaði næstum í mig af spenningi þegar að sýnishornið úr Turnunum var sýnt...
Í kvöld er það svo...........NICK CAVE....... hlakka rosalega til... búin að hita upp í mánuð hérna og kann, held ég, öll lögin hans + eitt annað utanað ;-)

Efnisorð:

|

9.12.02

Mánudagur...ég er veik :( Týpískt að vera veikur á mánudegi. Kannski að ég sé með mánudagsveikina... hehe nei reyndar ekki. Helgin var fín, segi ykkur frá henni seinna.... Ætla núna að leggjast upp í rúm og láta mér batna.
p.s. Ég var að lesa um kalkúna sem að eru látnir hlaupa í kapphlaupi og sá sem tapar er notaður í jólasteikina en sá sem vinnur fær ævilangar birgðir af korni!!!!

Efnisorð:

|

6.12.02

En nú er helgin að koma...vikurnar fljúga þokkalega áfram.....
Í kvöld er það besta formúlan: Góður vinur + rauðvín+ostar=frábært kvöld
Laugardagskvöldið verður svo teikið með trompi...út að borða og djamm og djúserí
en meira seinna mínir kæru vinir... góða helgi!!!!

Efnisorð:

|

Einhver búð í Bretlandi stóð fyrir vali á bestu og verstu jólalögunum á dögunum. Versta lagið var valið Mr. Blobby frá 1993???? hvaða lag er það??? sungið af samnefndri persónu. Í öðru sæti er lagið There's No-One Quite Like Grandma, sungið af kór St. Winifred's-skólans, kræst hljómar boring, og þriðja sætið fór til Sir Cliffs Richards og lagsins Mistletoe and Wine...... mér finnst það nú alveg fínt... (þeir hafa greinilega ekki heyrt íslensku jólalögin)
Besta jólalagið var aftur á móti valið Merry Xmas Everybody með Slade. Í öðru sæti varð Bohemian Rhapsody með Queen (síðan hvenær er það jólalag... það fór allaveganna fram hjá mér?) en í þriðja sæti er lagið Do They Know it's Christmas með Band Aid.
Last christmas með Wham hefði nú átta að lenda á topp 3. Ég man myndbandið eins og ég hafi séð það í gær... Goggi hlaupandi í snjónum, stingandi undan besta vini sínum... rosalega jóló og rómó :-)

|

Sometimes..... when you cry ... no one sees your tears......

Sometimes... when you are in pain... no one sees your hurt...

Sometimes... when you are worried.... no one sees your stress......

Sometimes ... when you are happy ... no one sees your smile ......

But FART!! just one time... Everybody knows!!

|

Hey!!!! vill þessi eini sem að kaus að ég ætti að halda áfram að vinna hjá Samlíf gefa sig fram???!!!!! og útskýra mál sitt :-)

Efnisorð:

|

Heimsfrumsýning á Turnunum tveimur var í gær í N.Y. of course. Ég held að myndin verði frumsýnd hérna 18. desember...??
Myndirnar voru allar teknar í einu og það tók um 1 1/2 ár að taka þær. Fyrsta myndin var frábær... og þegar að ég kom út úr bíó var ég alveg... djí... þurfum við bíða í 1 ár eftir næstu... ég var alveg komin í gírinn. .................verð að finna mér einhvern sem að fannst hún svona góð..... það hljóta að vera trilljón manns sem að bíða eftir þessari mynd svo ég auglýsi hér með eftir bíó-partner á þessa mynd :o)
Svo þarf maður aftur að bíða í ár eftir endalokunum... sigh...

|

Sjónvarpskvöld.... já það var feitt slökunar og sjónvarpskvöld í gær hjá litlum imba og plebbanum ;o) Átum kjulla, poppuðum og skriðum undir sæng og höfðum það kósý. Smá upprifjun: Raymond og fjölskylda voru á Ítalíu... og við æstumst upp og byrjuðum að tala um Interrail og ferðalög næsta sumar. Ætlum að byrja að plana og leggja smá fyrir svo að við getum skellt okkur til úglanda sem fyrst. Vorum að pæla í því að fara til Köben á Hróarskeldu og interrailast niður Evrópu og enda Í Barcelona og heimsækja Tinnu sætu ;-) Þetta er allt samt á frumstigi og ekkert ákveðið .... Ítalía kemur samt sterkt inn líka. En djöfull er Raymond alltaf leiðinlegur við konuna sína... ég sver ég myndi ekki meika hann... hann nöldrar meira en bitur kelling sem fær það aldrei... kræst HUNDLEIÐINLEGUR!! Svo var það kóngurinn... hann Doug sem að hélt partí fyrir háskólafótboltaliðið sitt... frekar slappur þáttur en við brostum út í annað. Svo kom boring þáttur með Drew og þeim öllum.... við erum samt ósammála um þann þátt og HG skellihló yfir þessum lúðaþætti ;-) Á eyju freistinganna gekk allt sinn vanagang og við ákváðum að fara í stranga megrun... verður samt spennó að sjá næsta þátt... þá fara hlutirnir greinilega að gerast... Svo endaði kvöldið á Sex and the city... :-) hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og Carrie bara trúlofuð :-) Við lágum spenntar yfir þessu og klöppuðum og grenjuðum þegar að bónorðið kom.... Samt er alltaf soldið skrýtið að sjá hálffertugar gellur fá tremma yfir brúðkaupum og barneignum... hér fá gellur kvíðaköst ef að þær eru ekki giftar og komnar með krakka 25 ára!!! Við getum svo pælt í því hvort er vangefnara????
En nóg um sjónvarp.... later ;-)

Efnisorð:

|

5.12.02





Which Sex and the City Vixen Best Matches Your Sex Style?

|

|

oj oj oj oj... mér líður eins og ég hafi verið smurð með fitu að innan.... gross... en það var sem sagt Kentucky í hádegismat.....!! Kellan í mötuneytinu er veik... (með útvortis streptókokka!!!!) og það hefur eintómt ruslfæði verið á boðstólnum ALLA vikuna.... kræst ég er í mesta basli við að ná af mér hitaeiningunum niðrí Baðhúsi.... Hvað er maður að éta þetta ógeð... pælið í húðinni á kjullanum og feitu frönskunum... ojbara... og sumir bæta við kóki og kokteil... ÉG ER HÆTT AÐ BORÐA KEN!!!!! skilið gæs !?

og Michael Jackson... hvað er málið með gæjann... ef að hann er ekki að sveifla börnunum sínum fram af einhverjum svölum þá segist hann vera útvalinn....
"Ég tel hann (er hér sko að tala um Disney) hafa haft náðargáfu og þá náðargáfu hef ég einnig. Það er mér mikill heiður að hafa verið útvalinn."

Mikki minn you are soooo bad... ;-)

Jæja, þá er imbakvöld í kvöld... fæ einn lítinn imba í heimsókn ;o) þ.e. ef veður leyfir og svo verður glápt. Því miður verður enginn Malcolm í kvell en það er af nægu að taka og eins og fyrr verður endað á eyju freistinganna.... okey þið megið dissa mig.. ég er bara svona mikið white trash.. glápi á þetta öllum stundum ;o)

Efnisorð:

|

Mamma á 5 systkini og elstu börn þeirra og þar með talin ég, hittumst í gær til að skipuleggja jólaboð með allri fjölskyldunni. Amma og afi eiga sem sagt 44 afkomendur og fer þeim fjölgandi með hverju árinu. Þetta er mjög samheldin fjöldkylda og það þekkjast allir mjög vel.. það er bara soldið erfitt að halda boð fyrir allt þetta lið. Raggi frændi býr í Barcelona, brilliant borg sem að allir ættu að heimsækja. Ég hef 2svar farið þangað og var alveg heilluð... get hugsað mér að búa þar.... í lítilli íbúð í Born.... hátt til lofts og hægt að ganga út að kaffihús hvenær sem er og sötra bjór...
Ég man eftir gaur sem að betlaði alltaf á sama stað.... frekar hress náungi sem að sagði mér raunasögu..... "Ég týndi peningaveskinu mínu og vantar 2 evrur til að komast út á flugvöll" gæinn var með fullt af farangri og allt virtist mjög trúverðugt. Ég, sukkerinn, gaf honum 2 evrur en sá hann náttla næsta dag segjandi sömu söguna.... ég frétti síðar að hann hefði fínt upp úr þessu... ætti barn og konu í London og sæi fyrir þeim á þennan hátt..... var víst eitthvað í dópi líka.... :-/
Ég fékk allaveganna smá fiðring í gær...... töluðum um Barcelona og Prag allt kvöldið... og ég hlakka svo til þegar að ég flyt út.... þ.e. þegar að ég læt verða af því ;o)

Efnisorð:

|

4.12.02

Horfði á SEX AND THE CITY í gær (tók það upp sko).... og viti menn Miranda bara ólétt!!!! Ég ætlaði líka að fara að segja að hálffertug manneskjan myndi fara í fóstureyðingu. Hún er líka þokkalega vel sett, lögfræðingur og læti. Þær voru að tala um scary age.... 43 ára og 45 ára.... ég hef aldrei pælt í því!!! Kannski er maður þá blessunarlega ekki orðinn gamall... kannski fær maður svona hræðslu-aldur þegar að maður skríður yfir þrítugt???? Ég held að minn sé liðinn... var soldið hrædd við að verða 10 ára... ég meina allt í einu 2 tölustafir.. spurði mömmu hvort að þetta væri ekki eitthvað hættulegt??? Minn næsti hræðslu-aldur er því líklegast 100 ára... hí hí...
hver er ykkar??? Þessi þættir eru bara brill.... ég meina strákar "finnst ykkur gott að láta toga í punginn ykkar?"

Efnisorð:

|

Elsku bestu gestir... ég hvet ykkur eindregið til að skrifa í gestabókina mína svo að ég sjái hverjir eru að kíkja í heimsókn til mín ;-)... þá get ég kannski boðið upp á pönnsur og heitt kakó... tjakk fyrir tjakk fyrir

Efnisorð:

|

juicy kisser



You Are A Juicy Kisser!


Your lips are totally kissable baby, and you know how to use them.

You are the perfect kisser - with the right combo of lips and tongue.

It's important to flaunt it, so kiss early and often on dates!




How Do *You* Kiss?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Efnisorð:

|

Einu sinni var maður sem stóð með lappirnar fastar í jörðinni. Vinstri löppin var föst í fortíðinni, og hægri löppin var föst í framtíðinni. Hann hafði svo miklar áhyggjur af framtíðinni að hún rúmaði aðeins tvö orð: "HVAÐ EF...", og fortíðin rúmaði aðeins áhyggjurnar af þeim atburðum sem gerst höfðu. Allan tímann sem hann stóð þarna með aðra löppina í fortíðinni og hina í framtíðinni, pissaði hann á nú-ið.

Hann Dr. Love veit hvað hann syngur ;-)

Efnisorð:

|

Desember... er með betri mánuðum ársins... eða hvað finnst ykkur? Ég verð samt alltaf jafnhissa hvað tilfinningaskalinn verður breiður hjá mér þegar að þessum mánuði kemur... ég vakna kannski í þvílíkum jólastemmara, trallandi en svo við minnsta tilefni verð ég rosa mússí og tárast við allt og alles. Þessi mánuður minnir mig samt líka alltaf á hve óendanlega vænt mér þykir um fjölskylduna mína. Talandi um þau... m&p tóku netta trippið í jólaskreytingum um helgina... hengdu upp trilljón seríur og keyptu risaútijólatré sem að þau skelltu fyrir framan útidyrahurðina! Samt ekkert Griswalds dæmi (heita þau ekki það???) heldur allt saman mjög smekklegt... enda ekki við öðru að búast. Þegar að maður pælir í því þá er ekkert skrýtið að maður sé svona mikið jólabarn því að settið hefur alltaf tekið jólin með trompi. Mamma bakar svona 100 sortir, við rúllum kjötbollur, bökum laufabrauð, gerum síld, kæfu, rauðbeður og nefndu það.... en þetta er bara allt svoooooo yndislegt ;-) og m&p ég elska ykkur mucho .....
ps. Survivor sukkaði feitt á mánudaginn :-/

Efnisorð:

|

2.12.02

Sjálfstæðisflokkurinn

Nokkur orð um þennan flokk og allt prófkjörsruglið. Ég fór nú og kaus í prófkjörinu þeirra hérna í Reykjavík sem og í prófkjöri Samfylkingarinnar enda tilheyri þeim pólitíska hópi að vera umkomulaus í stjórnmálum. Ég reyni að þreifa mig blindandi áfram en finn mig ekki í Samfylkingunni og ekki heldur undir bláu höndinni. Ég er því að detta niður um klósettgatið og verð líklegast sturtað niður í sjó áður en að ég veit af. Kannski að bláa höndin myndi veiða mig upp en ég efast samt um það því að ég er ekki nógu rík og merkileg. Reyndar ætla ég að læra lögfræði eða viðskiptafræði næsta haust svo kannski kemst ég í klíkuna..... þ.e. ef að ég bið fallega og sleiki nokkra rassa... (hey Sara... viltu vera memm?)
Ég meina hvað eigum við sem húkum á miðjunni og dettum stundum ogguponsu til hægri að kjósa????? Ég get ekkert kosið og ég er á bömmer..... ég meina það er ekkert gaman að vera pólitískur ef að maður getur ekkert kosið :-( !!!!!!!!!!!!!! Ég bið því auðmjúklega um hjálp.... getur einhver hjálpað mér??????

Efnisorð:

|

HELGIN var frábær..... Föstudagskvöldið endaði með kokteil hér í Sigtúni.... fullt af kellum (+3 karlmenn) gæddu sér á ljúffengum veitingum og veigum. Það er allaveganna klárt að þjónustufulltrúa-stéttin er kvennastétt. Við Inga stungum svo af niðrá Vínbar, klassastaður. Laugardagurinn var hins vegar YNDISLEGUR!!! Við Diljá jóluðumst allan daginn... fórum og versluðum massa mikið af dóti og buddan varð dáldið léttari og fórum svo heim að föndra, drukkum jólaöl og borðuðum mandarínur... svo um kvöldið fórum við Eikibro út að borða. Hvað er keisið??? Allir þjónarnir héldu að EIríkur hefði pantað beikonborgarann og ég lasagnia!!!! Ég er móðguð.. eru ekki enn til gellur sem borða hamborgara eða??? Svo voru það Kryddlegin hjörtu.. massa fín sýning og maður bara hefur ekki séð flottari leikmynd, takk Diljá og þúsund kossar. Enduðum svo á Hverfisbarnum og skemmtum okkur þokkalega í the zone..... :o) (ha Eikibro hvað meinarðu eiginlega????)
Sunnudagurinn var svo klassi með videoglápi og sunnudagsmat hjá m+p ;-)
GERI AÐRIR BETUR...............

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com