VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.4.03

það hefur heyrst á göngum skólans
-að við systkinin séum bara EKKERT lík....
-eða réttara sagt að ég sé ekkert lík þeim...
-ég sé eitthvað svo útlenskuleg??
-og bara alltöðruvísi en þau..
-ég sé kannski bara skiptinemi??

|

Hvað er málið með að hitta feita "x".... hef hitt tvo nýlega sem að eru þokkalega búnir að bæta á sig.....!!!

En nú ætla ég að strengja sumarheit.... í tilefni af sumardeginum fyrsta.....
-djamma feitt
-djamma annarsstaðar en í miðborg RVK þ.e. fara í skemmtilegar ferðir og halda grillveislur
-djamma feitt á Ítalíu
-hætta að púkka upp á stráka sem halda að þeir séu flottari en þeir eru... og finna real-gæja sem eru ekki notabene gúmmítöffarar...
-hitta strák sem að á barn... svo ég þurfi ekki að eignast eitt sjálf fyrr en aðeins seinna...
-vera extra-góð við vini mína og fjölskyldu..... knúsa þau oftar en ég geri.... og þá verður það sko ansi oft.... he he
-njóta lífsins áður en lærdómurinn skellur á
-fara í helgarferð til London og versla skólaföt he he... og skólaskó

vááááááá hvað þetta verður brilliant sumar....... óbíheiv...


hvað er málið með snjókomu nú í lok apríl????
eins gott að sá góði mánuður maí er að koma. Þá kemur góða veðrið samhliða próflestri... muniði alltaf þegar að maður sat sveittur yfir bókunum þá skein sólin glatt fyrir utan.... einu sinni þá tókum við okkur nokkur saman og lásum í sundlaugunum.... muniði t.d. Sóley og Ólöf??? það var nú kannski ekki mikið um lestur.... við vorum frekar svona mikið að glápa á 4-menningana.... haba haba...
Jæja ég hef ákveðið að taka því rólega í kvöld. Ætla að standa við það goddamet í þetta skipti. Fer nefnó á heavy djamm á laugardaginn er það ekki??
Stefnan er tekin á Hvalfjörðinn og nestisferð og sund í Borgó og fleira gaman... svo er það Apótekið um kvöldið :-) Við stelpurnar í æsku-saumó tökum daginn með trompi.
Ég verð nú líka að segja að ég er frekar stolt af mér að mæta svona stíft í ræktina.... hef mætt 4-5 sinnum í viku undanfarið... og svo hefur maður reynt að spara og Ítalíu-ferðin alveg fullplönuð.... 35 dagar í brottför.... jebeibíje....

|

29.4.03

Jæja time for a celebration..... Sigrún hélt kjafti yfir helgina... veitúgósjugar.... og ég fékk bréfið frá Bifröst í dag... sem sagt velkommen þangað uppeftir í sveitasæluna....íhaaa.... þá er bara að sjá hvort að þeir í HR vilja sjá mig... setti mynd í umsóknina mína þangað þar sem að ég brosti mínu blíðasta... það er eins gott að þeir fari að svara þarna í leitunum...
Samt farin nett að svitna ... verð fátækur námsmaður... afsala mér heavy launum til að lepja dauðann úr skel.. eins gott að maður hefur lagt pinku í púkk... er ekki alveg að sjá mig sleppa bjútítrítmentunum og skókaupunum..... það er vont og það venst ekki.... það get ég sagt ykkur....
en allaveganna þá er tilefni til hátíðahalda v/inngöngubréfsins... ég, ásamt fleirum, ætla á Fridays og svo í bíó.. its on me og ég efast ekki um að við ráðum okkur vart fyrir kæti.

Var byrjuð að undirbúa partý annað kvöld sem datt uppfyrir hmmmmm .... soddans rugludallar ..... djöll verður gott að vera í fríi á fimmtudaginn ... kannski að maður rölti í kröfugöngu niðrá KFC....

|

28.4.03

Vá var geðveikt um helgina.... þetta var draumur í dós... Við gellurnar skelltum okkur upp í sumarbústað... og tjúttuðum þvílíkt.
Hófum ferðalagið í sumar og sól og fengum okkur subbara í tóma maga áður en að við stórversluðum á Selfossi. Við tókum tripp í búðinni og versluðum í þvílíkan veisludinner. Svo skelltum við okkur á Gullfoss/Geysi-hringinn og tókum snöggt tripp upp að Strokki sem að gaus og mín alveg víhííí og norsararnir alveg... er hún klikkuð... svo hlupum við í bílinn og Tinna alveg... andstutt, móð og másandi og ekki í síðasta skipti í þessari ferð!! en allaveganna harðfiskur og læti.... og fullir norsarar veifandi Sigrúnu... ég meina við og norsarar: like this!!!! Sugarbabe og Spears mættu svo á svæðið með lökin! hvað var nú það but eníveis þá var byrjað að grilla enda engin í aðhaldi heeeee. Grilluðum kjulla, fylltum sveppi, gerðum ÞOKKALEGA GÓÐA SALLATIÐ (mjöööög vel skorinn rauðlaukur) og helltum í okkur hvtívíni og pivo, bierre, beer, cervesa..... úlala og fjerið byrjaði... allar í pottinn, og seinómor seinómor, myndatökur, grindverkispiss, súludans, skautadans, ég hef aldrei, Guðmundur, bræðurnir sem komu aldrei með hvítvínið, Bláskógabarinn, tjaldstæðið, drunkendrivers, júlludans, við erum sko frá Reykjavík, ég hef ALDREI farið í svona skemmtilega sumarbústaðaferð, fyrrverandi, ælupottur, hrotur, þynnka, rækjusallat, kosningasjónvarp, pizza 67, sófinn á Gunnunni.... þessi ferð verður skrifuð á spjöld sögunnar... þetta var BRILL.... ég hef ekki skemmt mér eins vel í laaaaaaangan tíma... og skemmti ég mér þó reglulega he he he.....

|

23.4.03

Kemur ekki á óvart he he.....


What Flavour Are You? I am Vanilla Flavoured.I am Vanilla Flavoured.


I am one of the most popular flavours in the world. Subtle and smooth, I go reasonably with anyone, and rarely do anything to offend. I can be expected to be blending in in society. What Flavour Are You?

|

Vááá það er bara allt að SPRINGA hérna hjá minni... ætli það sé ekki verið að refsa manna fyrir það að hafa það ofgott yfir jólin.. nuhhuu ég meina páskana... (hvað hef ég eiginlega oft sagt jólin undanfarna daga).... en djöll hafði maður það gott... (shitt guðlast)...
þetta byrjaði heldur betur með stæl þegar að við skvísurnar skelltum okkur upp á Akranes ... hentumst upp í bíl alltof seinar (hmmm DJ) og brunuðum í gegnum göngin og upp hinumegin...
og þvílíkar mótttökur... ég get nú ekki orða bundist hérna á vefnum því gestgjafi vor, Raggio, heilsaði okkur með fordrykk og svo átum við þvílíka BBQ-ið ...tjakk fyrir Sigrún sæta... svo var aðeins fengið sér neðan í því (hmmm DJ) og tjúttað eitthvað frameftir.... einhverjir fengu kúlu á hausinn, einhverjir æfðu sig fyrir innlit/útlit he he.... en allaveganna þá var þetta flott, gítarspil og skemmtilegir leikir hmmmm jáseinómor. Föstudagurinn laaaangi var svo þokkalega laaangur og eyddist upp í pizzaáti og þynn..neibb ég meina ferskleika... ég meina ég fékk mér skyr og peru!
Páskahelgin var svo sykursæt...hafði það þvílíkt gott í faðmi fjölskyldunnar og matarboðin... verð að hrósa foreldrunum fyrir frábæran kalkún á annan í páskum.. shitt var hann góður.... jæja ég er farin að slefa hérna svo ég vind mér aftur að vinnu og er strax farin að hlakka til helgarinnar, allir upp í sumó :-) og já verður það kósýmæbba eða djammmæbba sem mætir á Vegamót í kvöld????
Er ekki alveg viss .... höldum spennunni í þessu... víííhíhíhí

|

16.4.03

Hæ hó ég á pantaðan bústað með heitum potti helgina 25-27 apríl... hver vill koma með mér?? Áhugasamir skrifið hér fyrir neðan ok!

|

15.4.03

ég er ekki alveg að nenna að blogga þessa dagana.... er bara eitthvað leið á þessu röfli... en ykkur að segja hef ég það ljómandi gott.
Fór á Bowling for Columbine um daginn og finnst hún brill... reyndar er hún engin heimildarmynd heldur pjúra áróðursmynd, það skiptir mann bara minna máli þegar að maður er sammála því sem sagt er :-)... Þessi More-karakter er nú samt saga til næsta bæjar og aðeins ofmikil dramadrottning fyrir minn smekk... hann skýtur soldið yfir markið stundum, eins og þegar að hann veifaði myndinni af litlu stelpunni framan í Heston sem reyndar hafði áður skotið sig í fótinn, ekki einu sinni heldur þrjátíu og þrisvar sinnum, í viðtalinu fyrr í þættinum... vá Heston gamli hefði alveg eins getað verið áfram á Planet of the Apes!!

Helgin var mjöööööööööööööööög róóóóóóóóleg... hafði það þvílíkt gott í saumó á föstudagskvöldið og kíkti svo stutt í innflutningspartý áður en ég lagðist í bælið sem ég var svo komin í kl. 23 á laugardagskvöldinu... vá hvað það var gott... var og er alveg búin á því eftir púlið í ræktinni... er núna með harðsperrur dauðans... og get varla haldið á penna :-(

nú er verið að plana páskana á fullu... gleðin byrjar á fimmtudaginn en þá förum við nokkur upp á Akranes já takiði eftir Akranes.... og djömmum feitt fram á föstudaginn laaaaaaanga.... svo verður fjölskyldupakkinn tekinn á þetta um helgina enda frændfólk mitt frá Svíþjóð að mæta á klakann góða á Skírdag.....

ps ekkert páskaegg fyrir mína....

Mætingarlisti v/Akranesssukkogsvínaríferðina:
kk:
VIP
LEE
RMV
ATOTT

kv:
SiH
Britney
Diljá draumur
Helga Guðný

|

11.4.03

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Eiríkur ........... hann á afmæli í dag.....klapp klapp klapp klapp.... húrra húrra húrra.....
Já hann Eikibro á 24 ára afmæli í dag og óska ég honum hjartanlega til hamingju með það :-)

|

10.4.03

jæja nú hefst átakið fyrir alvöru... búin að vera í upphitun undanfarnar 3 vikur og er núna tilbúin í alvarlegt átak! Djöll hlakka ég til en veit að ég verð farin að blóta þessu eftir nokkra daga .o) upps þessi var eineygður he he...
Helgin var mjög strembin djammlega séð og ég var alveg búin á Sunnudagskveldi eftir tvö þokkaleg djömm og fermingarveislu! Á laugardagskvöldið fór ég í afmæli til Diljár. Fyrst var fordrykkur á Njallanum og svo var skundað (reyndar sumir latari en aðrir) niðrá Tapas-bar og dottið herfilega í það undir gítarspili og með því ! Mr. Mel B var höfðinginn á næsta borði sem hellti óspart ofaní Fyllikallinn sem söng og spilaði af hjartans lyst... þetta var stuð!!!! Svo var tjúttað á Ölstofunni og endað eins og vanalega á 22 í súrri stemmningu á dansgólfinu. Réttara sagt var ekki endað á 22 heldur á Gunnunni eftir stutt stopp á BSÍ þar sem nokkrir svangir munnar keyptu sér samlokur og franskar.... þó ekki með majónesi ha ha!!

Í kvöld ætla ég að skella mér á kvikmyndahátíð ;-)
chao bellas.....

|

5.4.03

Blessað sé fólkið til sjávar og sveita.... lördag runninn upp og ég í vinnunni að blogga meðan að ég keyri massa skrá í tilefni dagsins.... Þið megið gjarnan óska mér til hamingju því ég er formlega gengin úr Starfsmannafélagi Samlífs en hef þar setið sveitt sl. 3 ár og reynt að kæta vinnufélaga mína með allskonar sprelli ;o) Það hefur því miður tekist misvel og hefur mér oft á tíðum þótt þetta starf fullerfitt og slítandi... já það getur tekið á að peppa upp móralinn...!! En allaveganna þá var barasta grillað í veðurblíðunni í gær! Óðinn tók fram lamba og svínakjet og skellti því á grillið að hætti hússins og nýkjörin stjórn: Guðrún, Óðinn og Inga settu upp sólgleraugun og fögnuðu komandi starfsári... Halli sem kosinn var varamaður.. ákvað að nota varirnar mikið á næsta starfsári ;-) Það var mikið stuð, samt misjafn eftir mönnum og reyndar konum en þeir allrahörðustu enduðu á Thorvaldsen-Hverfisbar-Thorvaldsensröðin-Nasa... Vá Nasa var þvílíkt að rúla :-/ vá það voru BARA útlendingar þarna og við Harpa lentum í nokkrum svenske drenge sem hnöppuðust í kringum okkur og það var ekki hægt að sleppa frá þeim hvernig sem að við reyndum! "Minn" Svíi var svona soldið lúðalegur samt ekki... var ágætlega myndó en í hryllilegum fötum og múvin!!!! djí ekki býð ég í þau aftur.... hann vildi endalaust vera að slengja afturenda sínum í minn og blikkaði mig stanslaust.... sem ekki væri í frásögur færandi nema að hann gat ekki blikkað með öðru auganu þ.e. hann blikkaði alltaf með báðum sem gerði það að verkum að leit frekar út eins og spassi með augnvírus en kúl höstler... Svo spurði ég kurteislega hvað hann væri að gera hér á Fróni og hann sagðist verða á ráðstefnu um losun úrgangs og einhvern veginn kom hann því að hvað hann væri mikið menntaður og álitlegur fengur. Harpa var í mestu vandræðum með sinn sem minnti óneitanlega á Russel í Bachelorette, þvílíkt ágengur og með Saterdaynightlive-taktana á fullu.... hann viðurkenndi hins vegar fyrir henni að í raun væru þeir ekki á neinni ráðstefnu heldur segðu það bara við konurnar sínar og börn en færu svo í skemmtiferðir og heilluðu kellingarnar, voru t.d. á Ítalíu í janúar!!! Kræst... þvílíkir eðalmenn!!!!! Svo þegar við ætluðum að fara að kveðja vildi "minn" ólmur hitta mig annað kvöld og lék með tilþrifum grát og hve sorgmæddur hann væri að ég væri að fara frá honum...... get a live.. ;o)

Annars hefur þynnkan svifið yfir vötnum í dag hjá minni. Ég tróðst um í Kringlunni áðan... mætti halda að það væru jól..... fékk mér bananaís með hnetudýfu og ætlaði að versla fermingargjöf, tókst ekki.. gengur betur næst. Svo er það djamm og djús í kvell..... ammæli hjá henni Diljá minni. Hún er reyndar í Bláa lóninu núna í góðra vina hópi en ég sit á þunnu rassgati í vinnunni :o( en ég hitti liðið í kvell í fordrykk hjá dömunni og svo förum við á Tapas :-) gaman gaman

En heyrumst síðar kæru vinir
knús knús og kiss kiss


Ps. hver var að svindla í kosningunni!!!! Djöll getur fólk verið barnalegt!!

|

1.4.03

Váááá hvað er eitthvað brjálað að gera !! og það er kominn apríl!!! Ég er alveg sveitt hérna megin að reyna að nýta tímann og framkvæma allt sem að ég vil framkvæma ;o)
Annars var helgin rosalega góð fyrir mig... byrjaði með stæl á fimmtudagskvöldið en þá fórum við Helga Guðný í leikhús á Puntilla og Matti... byrjuðum reyndar á Stjörnutorgi með því að sulla niður he he... en höfðum það svo rosalega gott í leikhúsinu. Sýningin var fín, velleikin og nokkrar mjög góðar senur. Þetta er ádeila á ýmsa hluti í þjóðfélagsskipan og einnig sterk umfjöllun um tilfinningar og röksemi... hvort eigi að blanda þeim saman eður ei ;-)
Föstudagskvöldið var brill... Eiki bro bauð mér í mat og við átum kjulla með bestu lyst og horfðum svo á Gettu betur.... og ég segi bara fyrst kemur MR MR MR, svo kemur MR MR MR, síðan kemur MR MR MR ENDALAUST!!! Bara svona til að vera óþolandi ;-) Svo fengum við okkur bjór og tjilluðum fyrir framan digital-vélina hans Eika ;o)
Laugardagurinn var frekar hollur til að byrja með, fór á æfingu og horfði á leikinn... skellti mér í vinnu og svo í leikhús um kvöldið. Sá Kvech með Diljá og TInnu.... og svo trúnó og skrall á eftir. Ég drakk 2 bjórum of mikið eða var það kannski hvítvínið sem að Diljá hellti í mig á Ölstofunni.... ;-) var í múnderingu frá Kína og virtist alveg slá í gegn.....!
Sunnudagurinn var svo óhollustan uppmáluð... video, sukkmatur og djöll svaf ég... þynnka helvítis og bla bla bla......
Svo á mánudeginum frétti ég að helgin hefði kannski ekki verið svo góð fyrir alla :-( dauðsföll og veikindi... slys og fleira hefur fengið mig til að hugsa og vera slatti þakklát fyrir mig og mína.... ég fékk martröð í nótt... eitthvað að taka þetta allt inn á mig en svona er víst lífið!

En að öllu skemmtilegra.... ;-) Tryggingaskólinn.... var mætt þar first thing.... reyndar svaf yfir mig... vaknaði kl. 8:04 og var komin 8:12 sem sagt 2 mín ofseint..... kalla mig helv. góða...
Sat þar yfir áhættumati og satt best að segja er ég komin með netta paranoju... vá hvað getur margt farið úrskeiðis...!!! Við vorum sko að tala um bruna... og gas og solleiðis dót.. og ég er bara orðin skíthrædd... er að pæla í því að fara ekki útfyrir hússins dyr það sem eftir er.. eða vera kannski úti þar sem eftir er... eða... æi fokk itt skítt í þig!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com