VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.9.06

Vikan, helgin og skeggbroddar

Ég elska karlmenn með skeggbrodda. Finnst eitthvað svo innilega sexy við það. Kannski eru þeir samt ekki það besta fyrir húðina mína en það er annað mál.... (sko skeggbroddarnir)
Vikan var góð.
Afrakstur hennar er eftirfarandi:
-Lestur og aftur lestur
-Skrautleg Hausthátíð
-Yoga
-Líkamsrækt
-Yfirferð verkefna (58 stykki thank you very much)
-Góður félagsskapur
-Skype, msn, sms
-Kenndi skaðabætur sem vanefndarúrræði
-Nokkrir þættir af Related
-Greys
-Nokkrar ferðir í þvottahúsið
-Endurröðun í herberginu mínu
-Skópússun
-Setti naglalakk á táneglurnar
-Rannsóknaráætlun

Ég fer svo í bæinn túmorró. Hlakka til að kíkja á liðið þar og stefni ég á að gera þetta um helgina:

-Elda kjúklingapizzu
-Gista hjá Tótlunni
-Hitta Bibburnar
-Knúsa Kútinn
-kósýkvöld með Katrínu
-Lunch með Bjarka
-Senjorítudjamm með Tinnu og Siggu
-Famelídinner
-Byrja á ritgerð um bókun 35
-Lesa í réttarfari
-Fara í IKEA
-Líkamsrækt
-Fara með Snæfinn í skoðun
-Hitta Írisi

Hljómar vel ekki satt :) Bið ykkur vel að lifa.

Efnisorð:

|

26.9.06



Hausthátíð
Fleiri myndir hér



Efnisorð:

|

Sexy augu

Ef að fólk minnist á sexy augu þá nefnir það "sljó" augu í sömu andránni. Þá gengur fólk um með "þung" augnlok og er talið vera mjög sexy. Ég get tekið dæmi. Ef að við lítum til dæmis til Hollywood þá úir þar og grúir af fólki með sexy sljótt augnaráð t.d. Benicio Del Toro og Uma Thurman. Nú og ef maður lítur bara í kringum sig hérna innan landhelginnar þá get ég nefnt Darra hérna á Bifröst og svo Marínu mágkonu. Allt er þetta fólk með seiðandi augnaráð. Mig langar að vera með þannig augu, svona dularfullt augnarráð og vera gjörsamlega að drepast úr sexyheitum. Ég hef því hafið þrotlausar æfingar. Þær felast einna helst í því að ráfa um ganga skólans með hálflokuð augun og reyna að tæla fólk sem að á vegi mínum verður. Þrátt fyrir minniháttar meiðsl (ég gekk á hurð) þá hef ég ekki látið deigann síga.... fyrr en í morgun. Þá klessti ég á Trausta kennara sem að spurði mig hvað væri eiginlega að mér í augunum....... mission failed.....
Ég hef því aftur tekið upp mitt gamla augnarráð og þótt ég sé vonsvikin þá er ég pinku glöð því ég losna innan tíðar við alla plástrana.

Efnisorð: ,

|

25.9.06

Hér sjáiði mynd frá samkomu einhverfra. Þessar tvær eru sko alveg í eigin heimi en halda að þær séu að tala saman.

Efnisorð:

|

24.9.06

Drukknun

Jæja nú er ég að drukkna í alvarlegheitum lífs míns. Sé ekki fram úr verkefnum = eintómt vesen. Er að skella skaðabótareglum kaupalaga upp í power-point svo ég geti nú kennt hinum í meistaradeildinni eitthvað á morgun.
Nú á sama tíma er ég að fara yfir verkefni.
Það sem að mig langar hins vegar að vera að gera er að horfa á þátt nr 2 í seríu 3 í Greys Anatomy.
Ég er að verða nett pirruð á pínulitlum flugum sem að flögra hérna um herbergið mitt og ég forðast það að líta í spegil, vil ekki fá hjartaáfall.
Til að brjóta upp daginn var ég alvarlega að spá í að taka þátt í þessu hér en mundi svo að ég hafði lánað Katrínu sys búningin en hún fór að djamma í gær.

Efnisorð:

|

23.9.06


27. maí. Þarna þekktumst við Einar ekki og vorum þar af leiðandi ekki par. Það sést samt greinilega á þessari mynd hvað honum finnst ég sæt.. hehe
(klikkið á myndina þá sjáiði þetta betur)

Efnisorð:

|

22.9.06

Íranskar konur

Í gær fór ég í bíó (hérna á Bifröst) og sá mjög athyglisverða heimildarmynd "Divorce Iranian Style".
Í myndinni er fylgst með írönskum konum sem vilja lögskilnaði við eiginmenn sína.
Allar götur síðan 1979, eða þegar íslamska byltingin átti sér stað í Íran, hafa ákvæði sjaría laganna verið í gildi í Íran um hjúskaparrétt. Undir slíku kerfi er mjög erfitt fyrir konur að losna úr hjónabandi. Í því felst að til þess að konur geti fengið skilnað þá verður eiginmaðurinn annaðhvort að vera getulaus eða geðveikur! Báða þessa hluti er erfitt að sanna.
Mér fannst myndin mjög áhugaverð. Ég þekki persónulega ekki mikið til íransks samfélags en Magnús Þorkell Bernharðsson, sem sagður er sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, telur myndina veita góða innsýn í íranskt samfélag, um réttarfarið þar og stöðu kvenna. Hann tók samt fram (og ég horfði á myndina með því hugarfari) að þarna átti í hlut fólk sem að sjálfsögðu var tilfinningaríkt og í vissri geðshræringu. Það var jú að skilja. Þessi tilfinningahiti væri því ekki eins ríkjandi hjá fólki við aðrar aðstæður eins og gefur að skilja.
Í myndinni er fylgst með átökum hjóna í réttarsal dómara í Teheran og það sem að mér fannst athyglisverðast við myndina var það að giftingin er samningur milli manns og konu. Guð kemur þar málinu ekkert við. Samningurinn getur falið í sér alls kyns hluti, allt frá útivistartíma eða gjöfum til þessara venjubundnu heita. Til að mynda sömdu hjón á staðnum um að maðurinn yrði meira heima og sinnti konunni sinni betur. Þegar að það var komið á hreint og undirritað þá féll konan frá kröfu sinni um skilnað.
Mér fannst líka merkilegt hvað konurnar sem að komu fram í myndinni voru ákveðnar og líktust ekkert þeirri mynd sem oft er dregin upp af konum í Mið-Austurlöndum, þ.e. kúguðu þöglu konunni. Þær börðust af kjafti og klóm fyrir lögskilnaði eða forræði yfir börnum sínum. Mennirnir virkuðu oft á tíðum hálf utanveltu.
Að sama skapi blasti óréttlátt réttarkerfi við og mikið virðingarleysi fyrir rétti kvenna. Jafnrétti er ekki inn í myndinni. Eiginmaður getur skilið við konu sína hvenær sem er en eiginkona þarf að sanna getuleysi eða geðveiki eiginmannsins! Fyrir byltinguna 1979 var dæmt eftir lögum, líkum þeim sem að eru í Sviss, en nú er jafnrétti ekki fyrir hendi. Þannig varð á einu andartaki gjörbreyting á réttarkerfinu á kostnað kvenna. Það skiptir ekki máli hvort að konan sé óhamingjusöm, frelsi hennar til ákvarðana um sitt eigið líf er verulega takmarkað. Lögin eru karlmanninum í vil enda ráðamenn strangtrúaðir klerkar. Eftir myndina voru svo líflegar umræður um íranskt samfélag og gaman að sjá hve margir voru á myndinni og spurðu spurninga að henni lokinni.
Ég mæli hiklaust með þessari mynd ef að þið viljið sjá góða heimildarmynd.

Efnisorð: ,

|

20.9.06

Líkamsrækt

Í dag fór ég í 1. tímann minn í Body pump. Þetta eru svona líkamsræktartímar þar sem að maður er látinn lyfta lóðum og beygja sig og bugta. Ég blés varla úr nös fyrr en í endann sem þýðir að annað hvort er ég í svona rosalega góðu formi eða þá að ég var með of létt á stönginni.... ég hallast hinu síðar nefnda.
Við lyftum í takt við misskemmtilega tónlist, aðallega skemmtilega samt og meðan Mattý leiðbeindi mér þá einblíndi ég á rassinn hennar Önnu (hann gaf mér styrk) og ef ég leit örlítið til hliðar þá sá ég Birnu sveitta með lóð, eða voru þetta lóð með Birnu??
Eftir tímann fór ég svo í Yoga. Fyrst vorum við bara eitthvað að anda, djúpt og oní maga og tæmdum svo brjóstið fyrst þ.e. á undan maganum. Svo tókum við víxlöndun sem var kannski ekki það besta fyrir mig þar sem að hægri nösin mín er eitthvað stífluð. Mér lá því við köfnun en náði að redda mér. Því næst stóð ég á einum fæti með hinn út í loft og leit út eins og fríking karate kid meðan ég fetti mig og bretti. Tíminn endaði á góðri slökun þar sem að ég náði að einbeita mér svo vel að ég sökk næstum niðrí gólfið.
Í dag hef ég svo eingöngu étið græna skóga, trefjar og prótín...
....ég sleppti samt eplinu kl hálf níu....

Efnisorð:

|

19.9.06

Mikilvægt skref

Ég hef tekið mikilvægt skref. Ég hef skráð mig sem félaga í Amnesty á Íslandi.
Einnig hef ég skráð mig sem félaga hjá Rauða krossinum. Ég hef einnig áhuga á að gerast sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn og sent inn erindi þess efnis.

Ég vil að heimurinn verði betri staður og ætla að byrja að leggja mitt af mörkum.
Núna verður Marín ánægð með mig :):)

Hvað varðar mig sjálfa er ég byrjuð í jóga.
"Yoga hjálpar okkur að skilja, skilja okkar raunverulegu þarfir og hlusta á viskuna sem er innra með okkur öllum. En til þess að geta talið sjálfan sig yogaiðkanda þurfum við að huga að því að hafa undirstöðurnar í lagi. Þær eru það mikilvægasta til að byrja með. Að æfa hinar 10 siðareglur yogafræðanna. Þær kallast Yama – það sem þú skalt reyna að hafa hemil á og Niyama – það sem þú skalt rækta með þér.
Yama er að hafna ofbeldi, lygum ,þjófnaði og græðgi. Lærðu einnig að beisla kynorku þína á jákvæðan máta.
Niyama er að rækta með sér hreinleika, nægjusemi, aga og sjálfskoðun. Lærðu einnig að gefa þig almættinu á vald.
Með því að leitast við að fara að þessum siðareglum ásamt því að stunda öndunaræfingar og yogastöðurnar mun þessi lífstíll hafa jákvæð áhrif á líf þitt."

__________________________________________________________

Efnisorð: ,

|

Kjaftstopp

Jemundur minn..... ég er nú alveg kjaftstopp núna... kíkið á þetta

Efnisorð:

|

18.9.06

........lögfræðinörd?!.......

ja, mér er óneitanlega farið að líða eins og verðandi lögfræðingi þar sem að ég hef tekið að mér að aðstoða við lögfræðikennslu í almennri lögfræði á 1. ári í Bs. Ég mun kenna minn fyrsta tíma 17. október og verður spennandi að sjá hvort að ég geti talað um eitthvað annað en Greys Anatomy! Vonum það besta...
og svo hef ég nú gerst það virðuleg að kaupa mér áskrift af Tímariti lögfræðinga og Úlfljóti tímiriti laganema
Nú er mér sko farið að líða eins og alvöru lögfræðingi.. komin með svona líka brennandi áhuga á skrifum um lögfræði að ég er tilbúin að lesa þetta mér til skemmtunar og yndisauka!!
Ha, er mér viðbjargandi?? Nei ég hélt ekki.....

Efnisorð:

|

17.9.06


París París......

Nú hef ég fest kaup á flugmiða til Parísar. Ég trúi eiginlega ekki að ég sé að fara þangað. Mig hefur svo lengi langað að fara en "viljandi" ekki látið verða af því. Mér bauðst til að mynda að fara til Parísar meðan að ég var í Þýskalandi en sleppti því af þeirri einföldu ástæðu að mér fannst hreinlega ekki vera rétti tíminn til að fara til Parísar. En núna er rétti tíminn. Ég fer 27. október og það eru því 37 dagar í þetta. Próf og ritgerðarskil í millitíðinni svo ég hef allaveganna nóg að hugsa um. ( og ekki gleyma Greys Anatomy!!!) Við erum að leita að velstaðsettum hótelum á netinu og ef að einhver veit um hótel sem að er fínt og ekki ofdýrt þá endilega látið mig vita.
Endilega heilsið upp á mig ef að þið eigið leið um París þessa helgi, ég verð þessi í rauðu kápunni, háhæluðum skónum með alpahúfu, sitjandi á bekk með gosbrunn í baksýn og ætli ég mati ekki ekki einhverjar dúfur meðan að ég smóka sígarettu í munnstykki. Blæs svo reyknum upp eftir andlitinu áður en að ég geng seiðandi inn á næsta matsölustað og panta mér snigla!

Efnisorð:

|

16.9.06

Greys Anatomy
Ég er algjörlega hooked á þessum þáttum. Ég hafði svona séð þá með öðru auganu og ekki fundist mikið varið í þá en tók mig svo til og horfði á 1. seríuna frá byrjun. Og núna get ég ekki hætt!!!! Er komin langleiðina með seríu 2. Ég á að vera að læra en mig langar bara svooooo mikið að horfa á þátt og svo annan þátt og ....... Ég hef því tekið upp kerfi og verðlauna mig með þætti þegar að ég hef lesið 50 bls. Ég er mest hrædd um að fara að babbla um Mcdreamy og Meredith í munnlega prófinu mínu í stjórnskipunarrétti!
Spurning: Fjallaðu um sjálfsákvörðunarrétt ísl. þjóðarinnar?
Svar: Sko þegar einn sjúklingur vildi deyja í Greys Anatomy þá var Meredith alveg ...... og svo videre...
Ég sé þetta alveg fyrir mér! Vona bara að Bryndís og Herdís hafi fylgst með þessum þáttum líka!
Ps. Réttiði upp hönd ef að þið viljið fara á deit með Mcdreamy!!!

|

15.9.06

Victoria and Iceland






Victoria came to visit me here in Iceland. It was so great to meet her and we had so much fun! We went to:

-Hallgrímskirkjuturn
-Perlan
-Kringlan
-Laugavegur
-Sólfarið
-Tjörnin
-Bifröst
-Borgarnes
-Reykholt
-Hraunfossar
-Deildartunguhver
-101 Reykjavík
-Þingvellir
-Geysir
-Gullfoss
-Kerið
-Selfoss
-Stokkseyri
-Sólvellir
-Bláa lónið

and she tried icelandic:

-lamb
-water
-skyr

Thanx for a lovely time hun, we´ll meet soon in London.... :) hugs and kisses
More photos here

Efnisorð:

|

14.9.06

Magni heim

Jæja þá er þessu ævintýri lokið. Magni fær að fara heim til famelíunnar og sem betur fer segi ég nú bara.... finnst hann ekkert passa með þessari hljómsveit. Ég var undir lokin farin að halda með Toby en var eila fegin því að hann vann ekki heldur... líka of góður fyrir bandið! Reyndar fílaði ég Jason vel en fannst hinir hljómsveitarmeðlimirnir dáldið súrir. Ég hef fylgst með þessu í allt sumar og skemmt mér konunglega og ekki skemmdi fyrir að Magni stóð sig svona vel. Dolphins cry með Magna og Loosing my religion með Ryan eru þau lög sem að standa upp úr að mínu viti. Geggjaðslega flott hjá þeim báðum.
Í nótt hittumst við nokkur og horfðum saman á þetta (mjög gaman) en ég verð eila að segja að botninn datt dáldið úr þessu hjá okkur þegar að Magni datt út. Orðrétt er haft eftir einum í hópnum " æ ég er eila kominn með nett ógeð núna" he he...
Ég held að það hafi verið nokkuð ljóst frá byrjun að Lukas eða Dilana myndu vera í topp tveimur en Toby kom mjög sterkur inn í endann og var að mínu áliti mjög flottur... algjör babe-magnet. Að sjálfsögðu hélt ég samt með Magna... bara hafa það á hreinu! ;)

|

13.9.06

1 ár!!!!!






Já það er liðið rétt rúmlega ár síðan að Eiríkur Tumi Briem fæddist. Á þessu fyrsta ári sínu hefur ET veitt mér svoooo mikla gleði og ánægju. Við höfum kúrt saman, horft á tv saman, skriðið saman, farið í göngutúra, kjussast, slefast, kjaftað í símann, hann hefur sprænt á mig, kúkað á mig, knúsað mig, slegið mig, klipið mig, verið aaaaa við mig, hlegið með mér, sofnað í fanginu mínu, vaknað hjá mér, borðað hjá mér, leitt mig, glápt á mig, brosað til mín og bara verið fallegastur í heimi. Til hamingju með afmælið yndislegi frændi minn, lífið væri svo miklu leiðinlegra án þín... hlakka til að sjá þig stækka og uppgötva heiminn betur.

Efnisorð:

|

11.9.06

Ísland, gamla Ísland

Í dag stóð ég andspænis íslenskri náttúru og íslensku veðurfari og ég get með sanni sagt... ertuekkiaðkiddamig??!!
Á meðan að við supum hveljur yfir fegurð fossa, fjalla, gíga,hvera og ýmissa annarra náttúrufyrirbæra þá rigndi, það kom haglél, sólin skein, rokrass helvítis, logn og you bara name it!
Ég var allaveganna að koma úr 3 klst heitri sturtu... mér varð svo kalt þarna á tímabili að ég jafnaði mig aldrei þrátt fyrir heitt súkkulaði og belgíska vöfflu!
(ps. þessar íslensku eru betri!)

Efnisorð:

|

10.9.06


Vinkonur... alveg hreint ómissandi!



















Ég á svo góðar vinkonur... hvar væri ég án ykkar ????

(það er hægt að klikka á myndirnar og þá verða þær stærri)

Efnisorð:

|

8.9.06

Nýjar myndir

Ágústmyndir hér

Efnisorð:

|

7.9.06


Túrhestaskapur
Jæja núna er skólalífið hafið, þó er lítið lesið á milli tíma þar sem að Victoria, vinkona mín frá Englandi er í heimsókn. Hún kom í gær og fer e. viku og við eigum eftir að ferðast örlítið um landið... skoða fossa og fjöll eins og sönnum ferðalöngum sæmir. Í gær dunduðum við okkur í höfuðborginni, fórum á Vegamót í lunch, Perluna, Hallgrímskirkjuturn, Kringluna, tjörnina og Sólfarið. Í dag skoðuðum við hins vegar Deildartunguhver, fórum í Reykholt, sáum Hraunfossa og Barnafoss. Ömmi kom með okkur og keyrði Snæfinn eins og herforingi! Svo var hann mjög góður myndatökumaður hehe :). Fórum síðan út að borða á veitingastaðinn Tímann og Vatnið þar sem að Tori smakkaði íslenskt lambalæri í fyrsta skipti og líkaði alveg stórvel!!! Helgin framundan er pökkuð: sumarbústaðarferð, djamm í 101, barnaafmæli, matarboð og fl. Ég held svei mér þá að ég sé bara excellent guide??!!!! Var að vonast til að rekast á nokkrar vinkvenna minna í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið???????

Efnisorð:

|






Skin og skúrir
Komin heim. Óska öllum þess að fara í a.m.k. eina svona ferð um ævina, hreint yndisleg ferð í alla staði.
Myndir segja meira en mörg orð svo vessúgú... myndir hér

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com