VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.11.03

Bleeezuð, nú er margt að frétta ;-) Próflokadjammið fór nú ekki eins og ég vildi, Mummi fór illa með mig og ég var eiginlega bara ein að djamma allt kvöldið og ég er greinilega ekki mjög skemmtileg því það var frekar leiðinlegt. Fór því þunn upp í flugvél og ætlaði mér að blunda svona rétt aðeins í vélinni, en lenti við hliðina á lítilli 4 ára hnátu! Ætlaði að snúa mér út í horn en fann fljótlega að hún starði stíft á mig. Svo fann ég að hún fór að strjúka á mér hárið og sagði svo: "akkurru ertu með svona langt hár?" ég muldraði eitthvað að ég væri að safna.... svo spurði hún:"akkurru er það svona mjúkt?" og ég alveg grump grump..... og svo var hún alveg:" þúrt svo falleg" og ég leit á hana og brosti, ísklumpurinn ég var að bráðna... og svo slúttaði hún á: "þúrt eins og prinsessa" og ég var orðin að polli í sætinu og hún átti mig eftir það :-)
....hitti svo Eika bro og Marínu á flugvellinum, þurfti reyndar að bíða aðeins eftir þeim en það var alltílæ því það er svo gaman að vera á flugvöllum og fylgjast með fólki hittast..... það er svo mikil ÁST á flugvöllum.... og svo fékk ég feitt knús hjá E+M þer að þau mættu á svæðið svona í tilefni dagsins ;-)
Svo var lallað um Köben og jólabjórinn kominn í hendi Eika fljótt he he. Röltum Strikið og fórum á kaffihús í Nyhavn og út að borða um kvöldið = næææææs
Danir eru bar helv** flott fólk, sá fullt af sætum strákum og fékk sjálf fleiri hrós og þannig lagað (augngotur, klíp, blikk ) á þessum örfáu dögum heldur en allt síðasta ár hér á Íslandi...... hvað er ég að gera hér??? Íslenskir strákar eru bara ekki að digga mig he he..... það er greinilegt á öllu (sjáum samt til í kvöld hmmmm)
en svo er það náttla LUNDUR- flottur háskólabær og krakkarnir búnir að koma sér fyrir í svaðalegri íbúð í miðbænum. Þó tóku rosalega vel á móti mér og ég fékk besta rúm í heimi með mjúúúúúkri sæng og alles ;-)
Ég verslaði smá og fékk mér gott að snæða. Kíkti til Malmö með Marínu og hafði það bara virkilega huggó. TAKK FYRIR MIG
En nú er ég allaveganna komin í missó og er að drukkna í svikaumræðum.....
Hlakka geggjað til að komast í jólafrí
en segi ykkur betur frá öllu næst t.d. Rasmus (hve sætt er það) sem tók á móti okkur í Köben með bros á vör, jólatívolíinu, Köbendjammaranum (he he), Dönum sem REYKJA, H&M, pizzastaðnum á lokakvöldinum ummmmm, geggjaða pastasallatinu, love actually og bara fuuuuuult af öðrum hlutum ;-)
síjú...... er að fara að djamma vííííí

|

21.11.03

Ætli ég geti bloggað??? Það er eitthvað f*** á bloggernum núna... hmmm but einíveis þá kláraði ég prófin í dag, congraz !!! Fór í munnlegt próf í dag svona til að kóróna þessa próftörn. Komst að því the hard way að klukkutímarnir fyrir munnleg próf í mínum heimi eru ekki alveg að gera sig :-( Var alveg að tapa mér þarna á ganginum niðrí helvíti... en allaveganna hafði ég heyrt að Bjössi Dan og prófdómarinn væru bara þvílíkt nettir á því og Bjössi opnaði með setningunni:" ertu ekki norsk?" og ég alveg :"nei sænsk sko" og hann alveg:"nú ég sem var búin að taka fram norska dóma handa þér!!!!!" múúúúúhahahahaha. Ég tók samt litla leikþáttinn á þetta, svona dama í vanda leikþátt og brosti mínu blíðasta og þetta gekk fínt. Tók þetta með hjarta áttunni spái ég. Allaveganna er ljúft að vera búin í prófum og ég brunaði í bæinn, beint í kínverskt og Bachelor. Eldsteinn valdi the girl next door og mun ég vera honum ævinlega þakklát fyrir að hafa valið hana og endurvakið trú mína á karlkyninu í heild sinni........

Próflokadjammið er svo annað kvöld og liggur 2. árið og les sammarann á fullu núna he he he og klárar ekki fyrr en á morgun æ æ æ
en Opal-systur taka bruggsessjónið annað kvöld og ég verð illa svikin ef að það verður ekki tekið vel á því... svo er bara að skella sér upp á flugvöll og í heimsókn til Eiríks og Marínar..... vííííí sjoppa smá og djúsa og djamma... vá hvað ég er orðin spennt :-)
en heyri í ykkur eftir helgi
bæjó

|

19.11.03

hug from behind
hug from behind - you like to feel what the other
person is feeling and see things how they see
them. you tend to be serious and emotional.


What Sign of Affection Are You?
brought to you by Quizilla

|

Ég át úldið pestó og myglaðan túnfisk en mér er alveg sama ÞVÍ ÉG ER AÐ FARA TIL KÖBEN Á LAUGARDAGINN!!!!!!!!!!

|

Ég er komin með eitthvað bloggæði, held virkilega að ég hafi eitthvað að segja. En sannleikurinn er náttla sá að ég er að gera allt annað en að læra (eins og fram hefur komið) bara plís ekki fá leið á mér kids?!!??!!?

ég er búin að
-skoða allar bloggsíður í 300 metra radíus frá minni
-búin að raða skópörunum mínum tvisvar, fyrst eftir litum og svo eftir stærð
-búin að flokka fötin í fataskápnum eftir því hvenær þau voru keypt
-búin að þrífa klósettið nokkrum sinnum
-búin að steikjast í öllum sem eru onlæn á msn
-búin að fara milljón ferðir inn í eldhús og opna ísskápinn
-búin að skrifa jólagjafalista
-búin að skrifa niður nokkrar hugsanlegar interrail-ferðir
-búin að blogga milljón sinnum
-búin að gera magaæfingar
-búin að setja á mig maska og klippa táneglurnar
-búin að telja hvað loftljósið "titrar" oft á mínútu
-búin að ákveða í herju ég ætla að vera á próflokadjamminu
-búin að halda niðrí mér andanum eins lengi og ég get
-búin að fara í krabbastöðu

SEM SAGT BÚIN AÐ GERA ALLT NEMA AÐ LÆRA!

|

18.11.03

Já það er daður hérna í netheimum, það get ég nú víst ábyggilega sagt ykkur börnin mín góð. Ég hef nefninlega síðustu vikur fylgst af áfergju með bloggara einum, stórgóðum, sem virðist heilla þær ófáar upp úr skónum með hnitmiðuðu og gamansömu bloggi. Datt inn á síðuna hans gegnum stórvini mína Jóa og Söru og get ekki leynt aðdáun minni á hvernig síða hans dregur að sér kvenfólk til sjávar og sveita..... ég hef bara bókstaflega aldrei kynnst öðru eins! Stúlkurnar bara falla alveg kylliflatar enda alveg stórgóð skrif á ferðinni (ég reyndar næ að lesa mili línanna hverjar eru vinkonur hans og hverjar eru fallandi)..... ég bara dauðöfunda hann og hef mikið pælt í því að gerast svona “kvenkynstoggabloggari” segja frá óhöppum mínum og daglegu lífi í svona svaðalega nettu máli og sjá hvort að gæjarnir flykkist ekki alveg hreint inn og daðri við mig og bjóði mér blíðu sína????? Ég meina akkurru ætti það ekki að virka fyrir mig að skrifa svona óhappasögur þar sem að ég æli og fer á strippstaði eða tæti upp innri góm minn með teinum ástmanns míns??? Strákar hljóta að falla fyrir stelpum sem æla og gamna sér yfir klámblöðum, ekki satt? Ég allaveganna vil taka ofan fyrir þessum svaðalega netta gaur, þú ert svo að taka þær... allar !

|

Fékk eitt besta hrós sem að ég hef fengið um ævina í gær:

.......en þú ert samt góðhjartaðasta manneskja sem ég þekki og sjúklega sæt...og merkilega mögnuð.......

ég ákvað að deila þessu með ykkur þar sem að ég er meir eins og gott nautakjöt þessa dagana....

ég var svo ánægð með þetta komment því

......mig langar að létta mig um þessi 3 kg af nammi sem eru komin í magann minn núna og breiðast hratt út um líkama minn
......langar í klippingu og litun
......langar að vera búin í prófum
......langar að knúsa Katrínu
......ég skil ekki karlmenn og mun aldrei gera
......umfram allt langar mig í nýja skó (hef ekki keypt mér skó síðan í ágúst!!!!!) og það er met fyrir mig....

|

hæ hæ
átti skrýtinn afmælisdag!
Byrjaði á brill hátt en ég fékk þvílíka súkkulaðiköku frá Tótlu og Maju á miðnætti ;-) reyndar gátum við ekki beðið eftir að borða hana svo hún var svona rétt að klárast fyrir miðnætti he he...
svo átti ég brill langlokusamtal á msn í nótt sem var líka mjöööög góð byrjun á þessu afmælisári ;-)......
en allaveganna þá er mar náttla bara búin að vera að lesa í dag og taka á móti hamingjuóskum..... fór og fékk mér pizzu og fékk fleiri ammælispakka vííííííí
svo voru margir sem að kíktu á síðuna mína í dag og pinku plebbalegt að óska mér ekki til hamingju þe. þeir sem að gerðu það ekki en kíktu samt :o) en annars getur mar ekki kvartað því þer ég kom heim áðan þá voru 19 missed calles á símanum!! já fólk sem að hugsar til manns og vill manni vel. Ég þakka bara kærlega fyrir ykkur öll elsku vinir ;-) þið eigið öll stað í hjarta mínu (sniff sniff, þið sem að lásuð 100 atriða listann minn vitið að ég er væmin) já mar er bara klökkur en allir sem þekkja mig vita að ég verð mjög meir á afmælisdaginn minn......

Hvernig ætli næsta ár verði? Ég er svo forvitin að ég er að springa, get ekki beðið eftir að upplifa ný ævintýri og gera skemmtilega hluti ;-) Ætli ég finni síðustu púslin í stóra púslið mitt?? Kannski og kannski ekki? Annars er það náttla bara mómentið sem skiptir mestu máli, það að sjá fegurðina í andartakinu og fanga sekúndubrotið.......
eins og litla snjókornið sem að bráðnaði á nefbroddinum mínum um daginn.....
um leið og norðurljósin svifu um eins og kona í náttkjól.....
frostið nísti inn að beinum en samt var mér heitt.....
og tárið sem að fraus þer það féll til jarðar....

|

17.11.03

Ég á afmæli núna og er akkúrat að óska mér :-)

|

15.11.03

Komin í pinkupásu núna í próflestri....gekk vel í rekstrarhagfræðiprófinu í gærmorgun og fer ekki í næsta próf fyrr en á miðvikudaginn næsta. Samt er nóg að lesa það er ekki það, en mar á nú löggilta pásu skilið í dag ekki satt?
Fór út að borða í gær með Siggu Dóru og Sigrúnu í tilefni afmæla okkar í nóvember. Svo horfð ég á Idolið og er ALVEG 100% viss að litli dökkhærði Njálusnillingurinn muni vinna þessa keppni, hann er algjört idol :-) Stelpurnar gerðu þvílíkt grín að mér því ég féll í trans þegar hann var að syngja. Svo er mar búinn að fá einn afmælispakka beint frá Svíþjóð :-) Ég gat ekki setið á mér til mánudags og opnaði hann strax he he.. ég fékk náttföt og ekta sænskt súkkulaði frá skötuhjúunum í Svíþjóð (kannski að loppa hafi gefið með þeim he he he) Takk æðislega fyrir mig.
Annars er það bara tjill eins og maðurinn sagði og svo lestur. Fer í samningarétt í næstu viku og ætla að taka hann með trompi enda uppáhaldsfagið mitt:-)

Hugurinn hvarflar ansi mikið til jóla þessa dagana. Við systurnar keyptum meira að segja jólagjöf í gær og bærinn var troðfullur af fólki. Ég fékk því jólafiðring í magann, og í gær áður en að ég fór að sofa dreymdi mig stanslaust um jólin. Hef góða tilfinningu fyrir jólunum 2003 og get ekki beðið eftir að hafa það gott með famelíunni. Ég er að pæla í því að setja skóinn út í glugga og gá hvort að ég fái eitthvað, hope hope :-)

|

12.11.03

Vá þvílíka spennufallið................ ég var öll í molum hérna í morgun, Magnús var í brjáluðu skapi og ég var öll út í útbrotum vegna stress. Sem betur fer var ég ekki mínútunni seinna en kl. 11 í þessu prófi því biðin var að gera út af við mig. Fór svo niðrí Helvíti með Magnúsi sem vældi og emjaði... en viti menn.... mín dró miða og mín kunni ALLT. Mér gekk bara alveg sjúúúúúklega vel :-) Jibbí... mátti sko alveg við því eftir stærðfræðina ! Núna er það bara rekstrarhagfræði á föstudaginn en fyrst er smá tjill ......

|

less
Hmm. You're Bra-less, which means you go 'roud bra-
less. Though this offends some incompetent
fools, you just don't like to have your bewbs
squished under wire and cloth.


What Bra are You?
brought to you by Quizilla



Jæja hverjum kemur þetta nú á óvart hmmmm!!!! ;-)

|

11.11.03

já immit....

|

Mér gengur alltaf verr og verr í þessu stærðfræðiprófi í gær! Veit bara eitt og það er að ég kann miklu meira í stærðfræði en ég náði að sýna á þessu blessaða prófi.... svo var villa í prófinu sem uppgötvaðist ekki fyrr en próftíminn var hálfnaður og ég hafði setið sveitt yfir því dæmi og klórað mér í hausnum í hálftíma! Ég fór alveg út stuði....

Núna er ég að lesa lögfræði og fer í munnlegt próf í fyrramálið. Þetta er geggjað mikið efni og ég er að drukkna í lögskýringum núna. Var að gúffa í mig einu stykki 9"pizzu með tómötum og rjómaosti og basil ummmmmm, þurfti smá orkubúst! Át næstum ekkert í gær, var búin á því og eins og þið sjáið þá hef ég um ekkert annað að tala en mat og bækur enda EKKERT annað að gerast í mínu lífi þessa dagana...... dett endalaust inn á einhvern þvæling á netinu, lesandi blogg hjá einhverju fólki sem að ég þekki ekki neitt, skoðandi myndir og finnst allir lifa meira spennandi lífi en ég akkúrat núna. Tókst meira að segja að verða skotin í strák á blogginu!!! hvað er það?
æ svona get ég verið vitlaus, fannst hann bara svo helv. hnyttinn og ég bara var alveg að sjá okkur saman.... dó!! góður djókur.

Ég hef ákveðið að reyna að tæla karlkynslesendur inn á síðuna mína.... finnst eins og þeir séu í miklum minnihluta og ætla því að fara að tala meira um fótbolta, brjóstin á vinkonum mínum, billjard, púl og þannig dót (sem að ég veit ekkert um!) og svona ýmislegt sem að mér skilst að strákar hafi áhuga á.
Byrja á fótbolta... eins og þið vitið öll þá er ég Púlari og fannst helv hart að tapa leiknum á móti Utd um daginn, við áttum svooooo skilið að vinna! en hápunktur leiksins var þó þegar að Forlan datt um auglýsingaspjöldin það fannst mér fyndið he he he...
svo virðist þó sem svo að andstæður dragist saman því að ég hef alltaf parast með eintómum Man. Utd gæjum og auglýsi ég hér með eftir strákum sem halda með öðru liði en Man. Utd... þeir eru víst fáir held ég samt, það halda allir með andsk helv sömu liðunum á þessum klaka... jæja tala um brjóst í næstu færslu....
bæjó

|

9.11.03

Núna er mar að lesa fyrir stærðfræði próf og hvað er leiðinlegra en það? Ekkert! allavega ekki í mínum heimi...... annars stals ég aðeins til að kíkja á söfnunina áðan og vá mar hvað ég var eitthvað viðkvæm fyrir þessu (er stærðfræðin að hafa þessi áhrif á mig?) því ég bókstaflega grét yfir sjónvarpinu, hmmm kannski var það rauðvínsglasið sem að hann pabbi gaf mér sem að hafði þessi áhrif???

Núna er ég bara eitthvað að surfa netið og láta mig dreyma um hitt og þetta. Gegt mikið að hugsa til útlanda (ekki í fyrsta skipti) og pæla í hvert mar á að skella sér í Rassmússoninn?? Mig langar rosalega til USA eða Kanada, finnst þetta vera frábært tækifæri að komast til N-Ameríku og kynnast Kananum og hitta fræga fólkið :-) Annars er náttla draumurinn alltaf að flytja til Ítalíu og mig langar í masterinn þangað en eins og vitur maður sagði eitt sinn þá er best að taka einn dag í einu, allavega hef ég kynnst því að líf manns getur breyst á einni nóttu og þá geta nú plön fokið út í veður og vind sem minnir mig á rokrassinn á leiðinni í bæinn í gær. Mín var bara skíthrædd á stundum með píkupopp í botni og báðar hendur á stýri þ.e. korter í tvö stellingin að gera sig.

Horfði á MTV á fimmtudaginn (átti að vera að lesa undir próf) en gat ekki slitið mig fá glamúrnum. Smassaði Diljá á meðan en hún var að horfa í Hollandinu. Sat með Tótlu og sötraði hvítvín og át piparost með kexi og ákvað að byrja í megrun ekki seinna en í gær he he...
Við fögnuðum eins við hefðum unnið HM þer að Sigurrós fékk verðlaunin sín, löbbuðu þarna heldur álkulegir inn á sviðið innan um langa leggi og rauðar glansandi varir..... Eminem minn maður vann og dissaði gamanaðessu já já

Svo var það Idolið í gær. Fór á Kjaló og át kjulla og nammi (hmmm megrunin fór fyrir lítið) enda sagði Dóra hvað ég liti einstaklega vel út svo grönn og fín he he..... já mar er flottur enda komin með ný gleraugu til að taka munnlegu prófin með trompi! Bjössi Dan stenst mig ekki með þessi klassa Prada-gleraugu :-)

En aftur að diffruninni og ég ætla að finna hámark hagnaðar einhverra fyrirtækja sem framleiða transistora sem að ég veit ekki einu sinni hvað er og reikna eitthvað hágildi og bla bla ..... allavega þá bið ég ykkur vel að lifa

till next time......

|

6.11.03

Vá hvað ég er ekki að fatta hvað fólk nennir að skrifa svona 100 atriði um sig á veraldarvefinn. Ég, sem hef samt svaðalega þörf fyrir að leyfa öllum að vita allt um mig nenni því ekki einu sinni, byrjaði samt aðeins:

1. Ég er 1/4 sænsk
2. Ég er 3/4 íslensk
3. Ég er 0/0 tælensk
4. Og ég er alls ekki norsk
5. Ég var hvíthærð
6. Núna er ég brúnhærð
7. En ég hef alltaf verið með græn augu
8. Ég er minni en hrífa
9. og ég er jafnþung og 50 mjólkurpottar
10. Ég hef flutt 7 sinnum
11. Ég bý núna á Gunnunni
12. Og líka í Vallarkoti 4
13. Ég var í 3 grunnskólum
14. Ég var í mr
15. og hef prófað 2 háskóla
16. Yngsti kærastinn minn er fæddur 1981
17. Elsti kærastinn minn er fæddur 1964
18. Lengsta sambandið mitt var 6 ár
19. Stysta sambandið mitt var 2 mánuðir
20. Allir kærastarnir mínir hafa verið ljóshærðir
21. Eins og Kurt Cobain
22. og Eminem.....
23. Ég er sporðdreki
24. og passa ekki við tvíbura
26. Ég pissaði standandi í 1 ár
27. fannst svindl að vera ekki strákur
28. Ég á Katrínu og Eirík
29. Ég á milljón vini
30. Ég spila á píanó
31. Ég lærði að lesa 4 ára
32. Ég hef lesið allar Enid Blyton bækurnar
33. Ég sé illa
34. Uppáhalds líkamshlutinn eru karlmannshendur
35. Því þær strjúka mér og leiða mig....... í gegnum lífið
36. Ég er viðkvæm
37. Ég græt yfir ER og Judging Amy
38. En ég er sterk
39. Ég sem ljóð
40. Ég hef legið undir sæng og sagt sögur
41. Ég hef ælt í bíl, í klósett, við hliðina á rúminu mínu, á Laugaveginn og í tjald
42. Mér líður best í bíl+rigning+nótt+kærasti+góð tónlist
43. Ég tárast yfir liðnum tímum
44. en ég hlakka til framtíðarinnar
45. Ég er ung sál
46. og var pottþétt Ítali í fyrra lífi
47. Ég elska Ítalíu
48. og óperur...... og Pavarotti
49. Ég er listunnandi
50. það er sunnudagsmatur hjá mömmu og pabba hvern einasta sunnudag
51. þau elda besta mat í heimi
52. og eiga fallegasta heimili í heimi
53. Ég er fyrsta barnið þeirra
54. og ég fæddist í Svíþjóð þegar að þau voru yngri en ég er núna
55. þegar ég var lítil ætlaði ég að giftast pabba
56. og var eyðilögð þegar ég fattaði að það væri ekki hægt
57. ákvað þá að giftast mafíósa
58. ég hef farið til sálfræðings
59. og lent í bílslysi
60. Ég hef hrunið niður klett
61. Ég hef fengið krabbamein
62. en ég er lifandi
63. og ég er hraust
64. held að mar átti sig ekki á hve heilsan er mikilvæg fyrr en mar er næstum búin að missa hana
65. Mig langar á Hróarskeldu
66. og á endalaus ferðalög
67. Ég hlakka til þegar að Ragnar flytur inn til mín
68. Ég er skipulögð í fjármálum en samt eyðslukló
69. Uppáhalds merkið mitt er Diesel
70. Ég get ekki lengur talið allar Dieselbuxurnar mínar
71. Ég fíla hvítt
72. og kynlíf
73. Eftir því sem að ég verð eldri langar mig í smærri brúðkaup
74. Þegar að ég var 12 ára átti ég appelsínugulan bol og hélt að ég væri Maradonna
75. Ég hélt upp á Wham og kyssti munnin á George Michael burt af plakatinu mínu
76. Pabbi sagði að Goggi væri ekki fyrir stelpur en ég neitaði að trúa því
77. Ég er alltaf spurð um skilríki
78. Ég drekk bjór af stút
79. Ég elsa flatbotna skó og pinnhæla-ekkert þar á milli
80. Ég er hræðilega væmin
81. en stundum hnyttin
82. Ég lýg aldrei
83. nema í þessum lista
84. Ég vildi að ég væri sætari
85. Ég elska að láta fikta í hárinu mínu
86. ég er með hár laaaangt niðrá bak
87. Ég var í Bandaríkjunum upp í rúmi þegar að Díana dó
88. Ég var ekki fædd þegar að kennedy dó
89. og man ekkert þer að Lennon dó
90. Ég sat við skrifborðið mitt í Samlífinu 11. september 2001
91. Ég fæddist klukkan 12:20 á sunnudegi
92. Ég fékk sjokk þer ég fattaði að ég mun hafa sofið í 20 ár þer ég verð 60 ára
93. Ég er afbrýðisöm og held að ég elski of mikið
94. Ég trúi á guð
95. Ég les í Tarot
96. Ég trúi því að góðir hlutir komi fyrir gott fólk
97. Innan í mér er óstöðvandi þrá
98. Ég túi ekki að ég sé búin að klára þennan lista
99. Ég er plebbi
100. All u need is love...........

|

3.11.03

Sit hérna upp í herbergi og ef að ég kíki út um gluggann er allt á kafi í snjó. Já það er snjór í Borgarfirðinum. Ég er stundum spurð hvernig ég hafi það í Borgarfirði og svei mér þá ef að það hafa ekki vaxið nýjar taugar þ.e. Borgarfjarðartaugar í mínum líkama. Hvenær ætli mar verði löggiltur Borgfirðingur???? He he en annars er það bara próflestur, nóvember mættur og ég fer í fyrsta prófið mitt á föstudaginn. Svo á mar ammæli í mánuðinum og fleira skemmtilegt eins og til dæmis próflok!!!! 22. nóvember já mar sér þann dag í hyllingum. Verst er að geta ekki mætt á árshátíð Samlífs nk laugardagskvöld :-( ég er nefnó að fara í stærðfræðipróf á mánudeginum svo það er hæpið að mar geti mætt og kvatt liðið. Mig langar bara svo svaðalega að fara....... dímar... en bellur og bellar, sjáumst síðar...

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com