VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

26.5.05

Ég blogga seinna um Amsterdam, en það var æðisgengið þar!!!!!
Hér er samt ferðasagan hennar Ólafar og nokkrar myndir

|

18.5.05

Dagar 5-8 15.-18. maí

Komnar eru inn nýjar myndir.

Jamm það eru komnar inn myndir af ferðinni hingað til. Ég ákvað að nota bróður minn og hans hæfileika til að búa til flotta myndasíðu svo þið gætuð notið ferðarinnar með mér og svo að þessi síða verði skemmtilegri :-).

Dagarnir í Lundi hafa liðið hratt. Já það er rétt að tíminn líður fljótt þegar að það er gaman að vera saman. Mér líður ofsalega vel í Lundi. Mér finnst þetta vinalegur bær og maður finnur einhvern veginn lærdómsandann koma yfir sig þegar að maður röltir um strætin. Marín og Eiríkur hafa komið sér mjög vel fyrir í stúdentaíbúð í stúdentahverfi hérna í Lundi. Íbúðin þeirra er stílhrein en með persónulegu ívafi. Mér finnst alltaf meira sjarmerandi þegar að íbúðir eru persónulegar og sýna karakter eigandanna. Ég er ekki frá því að dáldið sænskt andrúmsloft svífi hér yfir vötnum. Marín er listakokkur og eldaði ofaní mig dýrindis máltíðir á milli þess sem að hún "gædaði" mig um Lund og Malmö. Eiríkur var dáldið bissí, mikið að gera í skólanum en hann fékk að sýna listir sínar í fótbolta fyrir systur sína eitt kvöldið og já tapaði!!! 3-0 fyrir Svíjum hmmmm (það er kannski satt sem að þeir segja að Svíar séu betri í fótbolta en Íslendingar????) Marín var mjög öflug klappstýra á kantinum en ég hrópaði hátt líka... sko bara inní mér :-)
Við fórum út að borða á indverskan veitingastað þar sem að við fengum alveg geggjaðan dinner og indverskan bjór með (hann var mjööög góður).
Ég ætla ekkert að nefna LoVISU frænku á nafn... (burning inferno)!!!!
Þetta hefur verið yndislegur tími og ég sé sjálfa mig eftir rúmlega ár hjólandi um götur Lundar með skólatösku á bakinu.
Á morgun flýg ég hins vegar til Amsterdam og hitti saumó. Við verðum þar á rosalega flottu hóteli og ég held meira að segja að það komi limmó að sækja okkur á flugvöllinn!!!! Meira um það seinna :-)

|

15.5.05

Dagar 2-4 12.-14. maí

Árósar komu mér skemmtilega á óvart. Árósar eru önnur stærsta borgin í Danmörku og þar búa um 250.000 manns. Hún er mjög sjarmerandi, allaveganna miðbærinn þar sem að ég sprangaði um í þennan stutta tíma sem að ég dvaldi þarna. Íbúðin hennar Diljár er í miðbænum svo það er stutt í allar áttir. Sólin skein allan tímann meðan að ég var þarna svo göturnar voru fullar af fólki sem nutu þess að sleikja sólina. Stemmningin á "Strikinu" minnti mig pínulítið á Barcelona en þar spiluðu listamenn á hljóðfæri og sungu og enn aðrir léku listir sínar. Útikaffihúsin voru þéttsetin og súkkulaðisætir Danir brostu út í annað.

Ég og Diljá gerðum margt skemmtilegt í Árósum t.d.
-héldum við Sushi-party í stóra flotta eldhúsinu hennar Diljár
-í Sushi-partyinu voru 12 manns, misflinkir að gera sushi
-fórum á gott djamm
-sumir mundu ekki neitt
-tókum myndaseríu af okkur á götum Árósar
-some didn´t get the guy that they wanted
-fórum á yndislegan veitingastað, Latin, og borðuðum okkur pakksaddar
-settumst á kaffihús og sötruðum bjór
-fórum í tyrkneskt spa
-skoðuðum skólann hennar Diljár
-fórum í búðir
-sleiktum sólina

Tíminn leið fljótt og áður en ég vissi af var kominn laugardagur. Þá tók ég lestina aftur til Köben. Lestarferðin var ekki eins ánægjuleg og sú til Árósa. Ungt par settist við hliðina á mér og þau voru vægast sagt mjööög pirrandi (eða aðallega stelpan) Hún gat ekki verið kyrr!!! var alltaf að klóra sér og vesenast í kærastanum sínum (sem var bæðevei mjög pirraður á henni líka þar sem að hann var að reyna að lesa) en ég komst klakklaust á leiðarenda. Á lestarstöðinni tóku Marín og Eiríkur á móti mér. Eiríkur lítur út eins og kúbverskur uppreisnarmaður sem hafði náð sér í og barnað kúbverska blómarós þar sem að Marín brosti sínu blíðasta við hliðina á honum með kúlu út í loftið. Ég settist síðan á kaffihús með bóhem-parinu :-) og við sötruðum bjór þ.e. drápum tímann þar til að við áttum pantað borð á veitingahúsi. Á meðan við sötruðum bjórinn horfðum við á hund leika sér í gosbrunni. Marín féll alveg fyrir hundinum þar sem að hann hlóp um á vatninu líkt og Jesú og kallaði á fleiri hunda til þess að leika við sig.
Veitingastaðurinn sem að við fórum á er ástralskur. Ég fékk mér kengúru, Eiríkur fékk sér krókódíl og Marín fékk sér emúa. Emúinn var bestur en ekkert skákaði þó eftirréttinum "Death by chockolade" en hann var to die for. Tumi var með okkur í anda og þakka ég honum kærlega fyrir matinn :-)
Nú sit ég í Lundi, á svölunum í sól og hita, og læt mig dreyma um að búa í útlöndum. Hlakka ennþá meira til að flytja til Germany en áður.
En until later
chao

|

13.5.05

Dagur 1, 11. maí

Vaknaði ELDsnemma... soldið fyndið þetta eldforskeyti....en allaveganna þá svaf ég samt pinku yfir mig.. og brunaði eins og brjálæðingur upp á Leifsstöð. Þar beið ég heila eilífð í röð til að tékka mig inn og svo aftur í slatta tíma í sekjúrítítékkið. Jæja þetta þýddi náttla það að ég varð að kaupa allt á harðaspretti, náði rétt svo að grípa nokkur blöð með mér sem að ég náði svo ekkert að kíkja í þar sem að ég svaf allan tímann í vélinni. Ég vaknaði þó við það þegar að eldingu laust niður í vélina og allir skræktu og tóku andköf... flugstjórinn var samt hinn rólegasti og róaði okkur niður eða reyndar ekki mig þar sem að ég varð ekkert æst né hrædd.... hélt bara áfram að sofa he he
Nú svo var ég komin á danska grundu. Frændur vorir Danir eru alveg stórmerkileg þjóð að mínu mati. Rosalega alúðlegt og vingjarnlegt fólk og svo eru þeir svo sætir!!! Bæði karlar og konur, ekkert nema sætt fólk hægri vinstri!! jamm ekki verra. Ég keypti mér svo lestramiða til Árósa og við tók rúmlega 3 tíma lestarferð. Mér leist ekkert illa á það, enda eru lestarferðir laaaangþægilegasti ferðamátinn að mínu mati. Ég hreiðraði um mig í fínu sæti og setti tónlist í eyrun og náði loksins að lesa tímaritin sem að ég hafði keypt mér á Leifsstöð. Lestarferðin leið hratt, ég starði út um gluggann milli þess sem að ég skoðaði fólkið í kringum mig og las greinar um appelsínuhúð og átraskanir. Ég elska að horfa á gular blómabreiður og litla smábæi... og svo ELSKA ég að glápa á fólk... ég bara get ekki stjórnað mér. Ég reyni að láta það ekki taka eftir því hvað ég stari og pæli en í hausnum á mér er allt á fullu og ég bý meira að segja stundum til sögur um það.
Á móti mér í lestinni settist typísk dönsk stelpa... ljóshærð, bláeygð, þrifaleg stelpa sem að sofnaði um miðbik ferðarinnar. Við hliðina á mér sat geðveikt fallegur strákur, ljóshærður með krullur, karamellubrúnn í útvíðum gallabuxum. Alveg sko minn tebolli skal ég ykkur segja. Hann var með sárabindi á hægri hendi og ég ímyndaði mér að hann hefði lent í slag við gaur sem að hefði verið að abbast upp á kærustuna hans... svo langaði mig ekki að hann ætti kærustu svo ég breytti því í systur hans.... betra ekki satt?? Nú ská á móti mér sat miðaldra Dani eða hann var allaveganna Dani þar til að hann tók upp MS drykkjarmjólk og ég fór að efast um hæfni mína til að þjóðgreina fólk!! og komst að raun um það að hann var Íslendingur eftir allt saman þegar að hann kvaddi mig kumpánlega á íslensku þegar að ég yfirgaf lestina.
Árósar tóku á móti mér með rigningu. Það hafði verið sól alla lestarferðina en guðirnir grétu þegar að ég knúsaði Diljá á lestarstöðinni. Nú við örkuðum um borgina og heim til Diljár en hún býr á besta stað í bænum, alveg í 101. Íbúðin hennar er MEIRIHÁTTAR. Risastór, mjög hátt til lofts og hvítbæsuð gólfborð. Stórir gluggar og bara mjög góður andi í henni. Ég hefði ekkert á móti því að eiga svona íbúð og það skemmtilegasta við hana er án efa, eldhúsið. Það er HUGE og með risastórum gluggum og skandenavískum blæ. YNDISLEGT! Nú við Diljá fórum svo á Engilinn sem er kaffihús í anda Vegamóta og hittum 2 íslenskar stelpur, þær Möttu og Matthildi, og sötrðum bjór og borðuðum samloku með skinku og geitaosti langt fram á kvöld.
Já fyrsti dagur ferðarinnar heppnaðist vel.

|

10.5.05

Flogin út í heim

Þá er komið að því! Skólinn alveg búinn og ég flýg út í fyrramálið. Köben-Árósar-Köben-Lundur-Amsterdam :-) hlakka til að hitta Eirík, Marínu og Diljá og svo auddað stelpurnar í Amsterdam þar sem að við munum sitja á Eurovision-bar og fagna gífurlega þegar að Selma lendir í 1. sæti :-)
Bið að heilsa ykkur í bili, kannski að mar geti bloggað eitthvað þarna úti??

|

8.5.05

Jæja kemur einhverjum þetta á óvart????????






Your Inner European is Italian!









Passionate and colorful.

You show the world what culture really is.


|

4.5.05

Prófin og missó

Kláruðum verkefnið klukkan 6 á mánudagsmorgni!!!!! hef aldrei skilað svona seint..... djössins bull og vesen.. ég sver við vorum alveg að drepast þarna í augunum... Árni var orðinn illa blindur, Mundi gerði stafsetningarvillur í hverju orði, annað augað á Ömma var orðið blóðhlaupið, ég var með svona stingi í augunum og Bjarki geispaði svo mikið að ég smitaðist.... úff en þetta hafðist!!
Ólöf vinkona hannaði rosalega flotta forsíðu fyrir okkur og við vorum sæmilega sátt þegar að við skiluðum inn verkefninu á mánudagsmorgninum.

Nú mér gekk sem betur fer vel í prófunum en vá hvað þetta virðist hafa verið mikil fallönn... annar hver maður fallandi í hinu og þessu ( ekki gott, ekki gott) en þetta þýðir að ég kemst út 11. maí VEI, JIBBÍ og JEI!!! Ég sem sagt flýg út 11. maí til Köben og heimsækji Marínu og Eirík, fer svo til Diljár 16. maí og svo til Amsterdam 19. maí :-) jibbí jei, jibbí jibbí jibbí jei!!!!!!!!!!!

En nú er það undirbúningur fyrir málsvörn og viðveru á mánudag og þriðjudag ...

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com