VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.10.04

Sælt veri fólkið....
Nú er laugardagur og mikið um að vera eins og vanalega... Sl. fimmtudagskvöld var hátíðarkvöldverður með Geir H. Haarde í boði Miðgarðs en ég sit í stjórn Miðgarðs. Kvöldverðurinn heppnaðist mjög vel og kom Árni Johnsen og spilaði undir undirfögrum söng fjármálaráðherra sem að tók O solo mio á eftirminnilegan hátt.... Árni tók líka Kartöflugarðana og þá var sko vel tekið undir. Eftir kvöldverðinn fór maður svo í afmæli á Kaffihúsinu til Silju og Tönju og tjúttaði þar áður en mar rölti upp í Hreddann en þar var ball. Í gærmorgun var svo mætt í arsemisgreiningu(með útsprungin augu) og reiknað sér til ólífis... he he fer sko ekki alveg vel saman þ.e. þreyta, þynnka og stærðfræði!!!
Í gær var svo farið í vísindaferð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hafði nú aðallega áhuga á að sjá húsið og það er ekkert smá mikið geimskip. Í anddyrinu horfir þú langt upp í loft, alveg 6 hæðir, og þar hangir pendúll sem að sveiflast hægt og rólega ....... bara vonandi að það komi ekki jarðskjálfti og pendúllinn fari að slást í glugga og taki bara tripp!!!
Í dag er svo aðildarfundur BÍSN (Bandalag íslenskra námsmanna) þar sem að við Bjarki og Ömmi mætum fyrir hönd Skólafélagsins. Það á víst að fara yfir starfsemi BÍSN og svo veitingar og læti hikk hikk he he...

En aðlafréttin er eftir!!!!!!!!!!!!!!!!! Í gærkvöldi komu Eikibro og Marín óvætn heim... mér brá ekkert smá þegar að ég sá þau þarna fyrir framan mig.... bjóst sko ekki við að sjá þau hérna á klakanum!!!! Þau ákváðu nefnó með mjög stuttum fyrirvara að skella sér í afmæli mömmu Marínar í dag.... mjög skemmtilegt SURPRICE :-)

|

27.10.04

Var í aukatíma í reikningshaldi ... alveg til að drepa stemmarann... alveg uppáhalds fagið mitt um þessar mundir.. ég hreinlega elska bara lifo fifo smifo og hækkun og lækkun á einhverjum djúsí bókhaldslyklum... are you with me ???

Svo var stöð 2 hljóðlaus í kvöld... þar alltaf ikkvað ves á þessari stöð hérna og er mér skapi næst að reka upp skaðræðis öskur og brynna músum svo um munar...

Svo er ég einhver alversti næturhrafn sem að um getur... ég er alveg ferleg á næturnar... getur einhver anelæserað það fyrir mig?? Ég bara get ekki sofnað.. hausinn á mér fer á fullt og er bara hreinlega að springa yfir blánóttina!!!

|

25.10.04

G-strengja drottningin og skó prinsessan!!

Fékk viðurnefnið g-strengja drottningin í dag því ég á víst eitthvað um 150 g-strengi....
svo á mar vís eitthvað um 40-50 pör af skóm.... og er því prinsessa á þeim efnum :-)

|

24.10.04

Vinnuréttur!!
Verð nú að vera alveg eins og allir hinir og kvarta sáran og vorkenna mér hryllilega að þurfa að gera þetta vinnuréttarverkefni. Ég var svo heimsk að velja lið 1 og hef verið að rembast eins og rjúpan við staurinn við að klístra saman einhverri sæmilega skiljanlegri ritgerð!!

Endalausir Svíar...
Fór í afmæli um helgina til hennar Sóleyjar. Það var voða gaman og við Íris drukkum smá hvítvín og svo aðeins meira hvítvín og svo freyðivín og svo enduðum við á Thorvaldsen umkringdar Svíjum sem að reyndu við okkur hægri vinstri... he he... mjög fyndið, það var sleginn hringur um okkur gellurnar og svo var bara slegist um mann :o) ... við hristum hins vegar þessa sænsku karlmenn af okkur og strunsuðum á Hlölla (ekki mjög kvenlegar) þar sem að ég laumaðist fram fyrir röðina (he he stundum gott að vera lítill og nettur)

Núna er mar bara kominn upp á Röstina... var að enda við að hakka í mig ljúffengt lasagnia hjá henni Sigrúnu og bíð núna bara spennt eftir Trumparanum.... dettur hárkollan af eða ekki???

|

21.10.04

Heldur betur fjör á málstofu í dag en þar var mættur (ofurkratinn vil ég meina) Styrmir Gunnarsson ritstjóri Moggans. Hann var þar að tjá sig um þjóðfélag nútímans með meiru, sem sagt pylsa með öllu. Í lokin, eins og venja er á þessum blessuðu málstofum, var svo orðið laust og Heiðar nokkur Lár ofursjalli vogaði sér að spyrja um valdablokkir og hringamyndun ...... og Styrmir bara missti það .... ég sver hann varð verulega reiður, sagði að Mogginn hefði alltaf barist gegn blokka og hringamyndun og fundið sjálfur upp orðatiltækið Kolkrabbinn... hann hreinlega öskraði á Heiðar.... ég sem sat og beið pen með mína spurningu hætti snarlega við þegar að ég sá Styrmi spúa eldi og ösku yfir aumingja Heiðar ...... býð ekki í þetta ;-)
Annars sagðist Styrmir vilja breyta stjórnskipaninni og talaði um að auka beint lýðræði. Ég er þokkalega ósammála því, því að ég hef ekki eins mikla trú á borgurunum og Styrmir kallinn og tel fólk upp til hópa vera fífl sem að nenna ekki að setja sig inn í hluti. Svo vildi Styrmir hækka útsvar til að borga kennurum hærri laun og því er ég líka ósammála. En hins vegar var ég sammála honum um að ekki eigi að vera svona mikið bil milli tekjuskatts og fjármagnstekjuskatts. En nóg um málstofu dagsins.... og yfir í matarmál...
er að springa núna, ég er svo gegt södd..... var í mat hjá Bjarka og Ömma og fékk lasagnia. Það var meiriháttar gott og þakka ég þeim fyrir málefnalegar umræður sem að snerust aðallega um að MR væri lélegur skóli, konur ættu að vera ofaní frystikistu eða við eldavélina, konur töluðu of mikið og hvað ég væri lítil!!! jamm svona er illa memmann farið :-)

og að lokum... ohoo þetta er erfitt líf því að ég er :

Not a Girl, Not Yet a Woman

Inside you've got the passion and ideals of a teenager
And your intensity for life is what attracts most of the men you date
You also like to party - and quite often you're the life of the party
You've brought the best of your younger years with you... at least most of the time.

Are You a Girl or Woman? Take This Quiz :-)

Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance.


|

19.10.04

Ok nú hef ég endanlega sannfærst um að Survivor sé ekki samið fyrir fram.... Í fyrsta lagi eru allir sætu strákarnir farnir nema einn, í öðru lagi eru flestar gellurnar farnar og í þriðja lagi er þetta eitthvað voða boring.... Gaurinn með össur er ennþá og einhverjar gamlar kellingar ... ekki mjög sexy ... annars sit ég núna í Stjórnun og stefnumótun inn í Kringlu. Það vantar bara að hafa kveikt í arninum því hér liggjum við öll meira og minna í leðursófum og úti er allt á kafi í snjó og það hvín í vindinum.
Mamma og pabbi komu í mat á sunnudaginn til mín og ég eldaði rosalega góðan mat og stóra og feita súkkulaði köku í eftirrétt ummmm :-) við matarborðið sköpuðust eldheitar pólitískar samræður og það var mikið hlegið og mikið gaman.... við Sigrún sötruðum meira að segja hvítvín svo þar fauk bindindið mitt sem að ég ákvað að fara í milli ælanna á föstudaginn út í veður og vind... það er einhvers staðar þarna út í skafli!

|

16.10.04

Fór á málþing um sveitastjórnarmál í dag í boði SUS og Miðgarðs. Þetta var mjög áhugavert málþing og mér fannst ýmislegt renna upp fyrir mér sem ég hafði ekki pælt í áður. Það er reyndar of langt mál að fara út í þessar umræður hér en í stuttu máli sagt er ég fylgjandi sameiningu sveitarfélaga upp að vissu marki. Einnig finnst mér að reka þurfi sveitarfélögin betur, það þarf að pæla betur í því hvernig á að borga hlutina og eyða skv. því, ekki að láta skattgreiðendur alltaf borga brúsann eftir á..... Einnig leiðist mér sú umræða að allt sé í kalda kolum í Reykjavík, mér finnst frekar að það eigi að leggja áherslu á að það sé gott að búa í Reykjavík en hins vegar gæti það verið betra..... það er ekki ásættanlegt að Reykjavík hafi dregist aftur úr meðan góðæri hefur ríkt í samfélaginu.

Annars var ball með Kalla Bjaddna í gær. Ég fór ekki sökum mikillar þynnku e. fimmtudagskvöldið.... váts hvað maður var skrautlegur þar... heldur horfði ég á Idolið upp í sófa með Sigrúnu minni og svo fórum við bara snemma í bælið.... jamm mar var alveg búinn á því...
Annars heppnaðist Idol kvöldið mjög vel og ég held að fólk hafi skemmt sér prýðilega nema kannski Sigrún sem að lenti í slag!!!! Er öll útklóruð eftir cat-fight he he he.... nei þetta er ekki fyndið..... ræsk ræsk .. kannski samt smá....

|

15.10.04

ómædog, idol í kvöl á þessi blessaða kaffihúsi og ég þekkti engan.....mig langar varla lengur að vera á Bifröst!

|

13.10.04

1-4 hmmm ræsk ræsk.... vorum rasskellt í fyrrihálfleik af Svíum og varð ég fyrir þokkalegu aðkasti þar sem ég sat í makindum mínum á kaffihúsinu og borðaði pítu. Ég var nefninlega í bláum gallabuxum og gulri peysu !!!! svo heiti ég víst sænsku nafni svo ég hreinlega bauð upp á einelti þarna á milli marka, einn kallaði mig Svíadjöful, önnur sparkaði í mig, annar togaði í taglið mitt.... what can a girl do???
Annars, meðan ég svolgraði í mig horkókið, og vonaði að ég myndi vinna veðpottinn (a.k.a. bjórpottinn) fékk ég þvílíkan hausverk... hmm ætli hausverkur sé smitandi??? dreif mig því heim og þreif enda laaaaaangt frá því að vinna veðpottinn góða og viti menn hausverkurinn fór!!!! Þrif=kynlíf??? Nohauuuu hvert er ég komin?? ok ok rokk og standpína, takk og bless bless

|

Dagurinn í dag var frekar leiðinlegur, fyrst tók ég upp á því að skrópa í skólanum... svo voru bara eilíf fundarhöld í allan dag eða frá kl. 14-19:30.... en þá verðlaunaðum við okkur líka og fórum í Hreddann og fengum okkur pizzu. Þar kallaði Ömmi mig öllum illum nöfnum.. hann er greinilega að æfa sig fyrir fimmtudagskvöldið en það er massa atriði í undirbúningu hjá honum fyrir Bifrastar-Idolið.... Ég var ekkert sérstaklega að fíla öll þessi uppnefni en maður verður víst að þola það þegar maður er eina stelpan... :-/ annars var ég að klára ógó leiðinlegt reikningshaldsverkefni og ætla að draga í eina spá og sjá hvað spilin segja mér ... góða nótt elskurnar...

|

12.10.04

Ég er bara eitthvað frík off neitjúr þessa dagana.... nenni varla að mæta í skólann, geri skandala á djamminu og er eitthvað bara off í öllu sem viðkemur mannlegri skynsemi.... Djammaði heavy bæði á fös og laug... það var bara með endemum gaman. Föstudagskvöldið byrjaði sko í Kringlunni þar sem að ég var bara í tjillinu með Vísu frænku og keypti mér hmmmm guess??? jamm skó!!! og sitt hvað fleira... mætti náttla of seint í vísindaferðina sem að ég vil frekar kalla vínsyndaferðina... þar hlustuðum við á fínan fyrirlestur um tryggingar (ok veit að ég er ekki hlutlaus) og fengum flottar veitingar. Svo var haldið í keilu en ég var vant viðlátin og fór annað... var sko í strákaleit, langaði að sjá einhver ný andlit..... jamm endalokin ókunn ....
Laugardagskvöldið hins vegar átti ekki að vera djammkvöld en Sigga Dóra hellti í mig hvítvíni og við þræddum bæinn hægri vinstri ... ég dansaði mjög mikið við einhverja Svía, ég meina var svona að rifja upp æskuminningar eða eitthvað??? hitti endalaust af skemmtilegum Bifrestingum og einhverjum strákum bara endalaust.... við Sigga Dóra tókum þetta svo þvílíkt með trompi.. endaði á gólfinu heima hjá Siggu Dóru að borða grænmetisbökuna hennar Vigdísar, rausandi í símann við Diljá .... já frík off neitjúr....

Er víst búin að gleyma að ég er í skóla.... og þarf að læra um helgar..... lenti í tómu tjóni með stjó og stef hérna í kvöld, 2ja vikna verkefni og ég var bara í ruglinu með það....


|

7.10.04

Voðalega er mar eitthvað latur að blogga... samt er sko alveg nóg að gerast... hmmm kannski þess vegna sem að maður er ekki nógu duglegur að tjá sig hérna á síðunni ????
Fékk önd áðan hjá Agnesi og Bjössa... voða gott, held að ég hafi ekki fengið önd í háa herrans tíð. Agnes var eitthvað voða stressuð að þetta myndi eitthvað misheppnast en þetta var þvílíkt gott og ég alveg hámaði í mig ummmm .... gat svo ekki stoppað eins lengi og ég vildi því að það var aukatími í arðsemisgreiningu út í skóla og ég ákvað að skella mér þar sem að það er próf á föstudaginn.

Ég og Sigrún sæta erum alveg dottnar inn í Amazing race og sátum stjarfar í gær með gulrætur og vatn (sko átak í gangi ;-) og létum einhverjar tvíburastelpur pirra okkur all svakalega. Mig langar svo hryllilega að ferðast svona um heiminn... horfði líka á Euro-trip á laugardaginn og vakti upp gamla interrail-drauginn minn... hmm Dill hva sejru???? Euro next summer????

Svo var heavy Samlífs-partý sl. föstudag, alveg búin að steingleyma að blogga um það!!!!!
Það var rosalega gaman, allt of mikið af áfengi og þá aðallega skotum og ég fékk mér einu skoti of mikið ....... segi þeim sem að vill heyra um ófarir mínar eftir það skot í einrúmi :-( Annars var mjög gaman að hitta alla aftur og það var ákveðið að hafa þetta árlegt héðan í frá ... ekki líst mér nu illa á það sko :o)

|

3.10.04

Fór á ráðstefnu í evrópskum félaga og skattarétti á Grand hotel á föstudaginn... Ég var sko alveg í buisness-fílingnum og mætti þarna, ready to talk about taxes, first thing alveg eiturhress...
Bjössi ráðstefnuhaldari hafði beðið mig um smá hjálp og var ég sett í að merkja við alla sem að komu og afhenda ráðstefnugögn. Ég var svona hálft í hvoru að líta eftir einhverjum sætum gaurum, ég meina mjög gott sjónarhorn á baugfingra þar sem að ég var, en einhvern veginn voru sætu gæjarnir ekki alveg að mæta .... jú nokkrir kannski en þeir voru með svo stóra hringa að ég fékk alveg ofbirtu í augun... "I´m married" dæmi ikkvað.. he he...
Allaveganna svo var ég komin inn í ráðstefnusalinn að hlusta á alla þessa frægu prófessora tala um félagarétt ... fyrst í stað var ég náttla voða interested og saug í mig hvert orð og var alveg að drepast úr áhugasemi... en svona þegar að líða tók á daginn dró úr mér og ég var bara eila alvega að drepast í fyrirlestrinum um skattana... því hann var á f**** dönsku og ég skildi ekki orð... né bókstaf... nema bara kannski tak for mej.... Svo reyndar lifnaði aðeins yfir mér þarna í lokin þegar að ég heyrði vort fagra móðurmál að nýju og skildi meira en þrjú orð....
Annars var þessi ráðstefna voðalega vel skipulögð og alveg frábært að brjóta námið svona upp, leyfa manni aðeins að gera eitthvað annað ;-)


|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com