VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.6.05

Á öldum ljósvakans

Jamm ég var mætt í útvarpsviðtal kl. 16:00 í gær á Talstöðina. Ég og Bjarki mættum til að rökræða niðurstöður skýrslu okkar um STEF við Magnús Kjartansson. Þetta var frekar skondið viðtal og var það mál manna að við hefðum komið mjög vel út úr þessu viðtali. Magnús Kjartansson var helst til æstur að mínu viti og kallaði okkur óvildarmenn og að við hefðum skrifað þessa skýrslu um STEF af illum ásetningi. Það er nú hin mesta firra.

Mikil ólga hefur löngum verið tengd starfsemi STEFs og tekist á um mörg
álitaefni. Höfundaréttur er óhlutbundinn eignaréttur, en getur samt sem áður verið
mjög verðmætur. Er því mikilvægt að vel sé staðið að innheimtu og öllum séu tryggðar sanngjarnar tekjur fyrir notkun á verkum sínum. Hér takast því á hagkvæmnis- og sanngirnissjónarmið.
Í skýrslunni okkar er staða og hlutverk STEFs ásamt úthlutunum skoðuð auk þess sem málið er rannsakað með hliðsjón af félagafrelsisákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Eftir að hafa rannsakað efnið og leitað heimilda komust við svo að þeirri niðurstöðu að verulegur vafi leiki á að núverandi tilhögun höfundarréttargreiðslna standist stjórnarskrá Íslands.

Strax eftir viðtalið fengum við rosalega góð viðbrögð og nokkrir tónlistarmenn hafa þegar lofsamað þessa umræðu og eru hæstánægðir með þessa skýrslu. Nú er bara að bíða og sjá hvort að Ísland í dag hafi ekki samband við okkur :-)

|

Lífið

Það er svo stutt á milli lífs og dauða. Ég hvet ykkur öll til að njóta stunda með ykkar nánustu, þeir verða ekki hér hjá okkur um alla eilífð. Nú er afi minn dáinn, ég sakna hans strax en veit að hann er á góðum stað. Guð geymi hann.

|

24.6.05

Er OJ Simpson dáinn??

Ég var eitthvað svo viss um að hann væri dáinn... svona er ég rugluð!! Ég fullyrti þetta bara upp í opið geðið á foreldrunum við matarborðið á sunnudaginn.... allir göptu, héldu að ég væri eitthvað crazy.. vá hvað ég var eitthvað viss um þetta, mig hlýtur að hafa dreymt þetta!!
Það væru nú samt makleg málagjöld ef að hann svifi yfir móðuna miklu því ég er nokkuð viss um að hann hafi verið sekur (og sé það því enn), alveg eins og Mikjáll er saklaus í mínum augum...

|




Þessi er mynd er tekin kl 5 á Glaumbar.... mér finnst við Stína nú líta þokkalega út miðað við tíma og drykkju!!!

Efnisorð:

|

Eldfjallameðferð – orka úr íslenskri náttúru

Meðferðin byrjar á því að virkum náttúrulegum hveraleir er nuddað á líkamann og síðan pakkað inn og látinn hvílast. Leirinn dregur í sig eiturefni úr líkamanum hefur mjög kælandi og slakandi áhrif. Á meðan er boðið upp á slakandi svæðanudd á fótum. Leirinn er þveginn af í sturtu og í kjölfarið er djúpt nudd í 40 mín þar sem unnið er á þrýstipunktum. Unnið er á streitu og þreytu og líkaminn endurnærist. Í lokin er boðið upp á hreinsandi te til að hámarka áhrifin. Leirinn, olían og teið í þessari meðferð er allt unnið úr íslenskum náttúruafurðum. Lengd 80 mín

Þessa meðferð fer ég í á morgun, úff hvað ég hlakka til :-)

|

23.6.05

Nokkrar nýjar myndir komnar inn t.d. afmælið mitt og Born in the USA djammið...

|

17.6.05

17. júní

Ég hef ekki enn komið mér upp 17.júní hefð og já ég sem að elska hefðir. Kannski get ég kennt barnleysi um en allaveganna get ég ekki kennt karlaleysi um því ég hef oft átt kærasta á 17. júní, en einhvern veginn þá hefur þessi dagur ekki neitt sérstakan sess í mínu hjarta. Í dag hef ég nú samt haft það alveg svakalega gott en það er þó ekki þjóðhátíðardeginum sjálfum að þakka heldur veðurguðunum. Ég fór í útsýnisflug með Sverri yfir Þingvelli, lá í sólbaði í himneskum blómagarði foreldra minna þar sem að við fjölskyldan borðuðum einnig góðan grillmat saman. Í kvöld hef ég svo hugsað mér að rölta niðrí bæ og fá mér hvítvínsglas og svo er BORN IN USA túmorró... mar bíður spenntur!!!

ps. gleðilegan þjóðhátíðardag.... :)

|

16.6.05

Síðasti dagur Þórunnar í vinnunni!!!

.

Hún Þórunn er að hætta í Frjálsa eftir langt og gott starf. Hún er að flytja til Danmerkur með mann, börn og buru og ætlar að skella sér í nám :-)
Í dag verður stuð í bankanum, margar óvæntar uppákomur.... segi betur frá því seinna ;-)

Hér eru líka myndir frá 80's djamminu um daginn og kveðjudegi Þórunnar

|

15.6.05

Feitur kokkur

Fór út að borða á laugardagskvöldið. Við sátum rétt hjá eldhúsinu og sáum vel inn í það í gegnum gler. Eldhúsið var voða hreint og flott og alveg til fyrirmyndar. Hins vegar át kokkurinn stanslaust matinn sem að hann var að elda.... veit ekki alveg hvort að mér finnst það sexy??!!! það truflaði mig allaveganna en sannar þó líklega að maturinn þarna sé góður he he.... Vaxtarlag kokksins gaf það líka sterklega til kynna að honum finnst sérstaklega gott að borða :-)

|

14.6.05

Ljótan

Ég er með ljótuna á hæsta stigi þessa dagana.... alveg merkilegt hvernig hún getur skollið á með minnsta fyrirvara.

Vonandi að hún verði farin fyrir næstkomandi laugardagskvöld!

|

8.6.05

Flug út í heim

Jæja þá er maður búin að panta flug fyrir þrjá "aðra leiðina" kl. 7:30 að morgni 1. september 2005. Við pöntuðum flug til London og ætlum að hoppa þaðan eitthvert lengra út í heim..... erum að reyna að ákveða okkur hvert sé heillandi að fara, hvað segið þið um það? Vorum að kíkja á Krít, Róm, Napolí... kannski S-Frakkland... allaveganna setti Bjarki 3 skilyrði en þau eru:
1. Gullnar strandir
2. Heiðblár sjór
3. Eitthvað að skoða
ég vil svo bæta við þetta, ísköldum bjór, sundlaugarbökkum, diskótekum og sætum strákum.....

Frjálsi

Svo er það bara að safna pening þar til 1. september. Ég mun gera það í Frjálsa í sumar. Það er barasta massa stemmari í bankanum þessa dagana og þetta verður ábyggilega gott sumar. Byrjaði með stæl síðustu helgi en þá voru vinnupartý bæði föstudags og laugardagskv. Við tókum nett 80´s djamm á fös. Fórum í óvissuferð upp að Reynisvatni þar sem að við fengum grill og Sálin kom og spilaði fyrir okkur.... hvað annað en geggjað!!! Svo fengum við í Frjálsa náttla 1. verðlaun fyrir búninga :-) jamm við erum best! Svo var karókí-grill á laugardeginum og eftir það fór ég á Nasa og tjúttaði við Hjálma.

|

1.6.05

Eins og ég sagði þá var Amsterdam geggjuð. Ég flaug frá Köben til Amsterdam og beið í dágóðastund eftir stelpunum á flugvellinum en þær lentu klst. á eftir mér. Ég beið spennt eftir þeim í góðu samneyti við limmóbílstjórann sem að beið, með skilti merkt MISOMA, eftir að bruna með okkur á 5 * hótelið við aðaltorgið í Amsterdam. Gaurinn var svakalegur, hann glápti á ALLAR stelpur sem að gengu fram hjá og mældi þær út from head to toe... he he. Nú svo stormuðu gellurnar til okkar og við hlóðum töskunum í limmuna og brunuðum sem leið lá inn í Amsterdam.
Næstu dagar eru ógleymanlegir!!!
Við endurnýjuðum vináttuna og skemmtum okkur svo vel saman allar 5. Við Ólöf vorum saman í herbergi og Sóley, Anna Margrét og Íris voru saman í einu. Íris fékk svo kallað unglingaherbergi (var soldið svona út af fyrir sig)en við skvísurnar þurftum ekki að lyfta litla fingri meðan að við vorum þarna á þessu glæsilega hóteli.
Við gerðum svo margt og hér er brot af því besta:

-Karókí-barinn og Emil. Emil var sannkölluð kókosbolla sem féll alveg fyrir okkur og þá aðallega mér hí hí. Við kynntumst honum á pöbb þar sem að hann söng skemmtaralög fyrir uppgjafahermenn frá Kúweit en kom svo með okkur á karókí-bar þar sem að hann söng einum of mikið he he... stóð upp á barborði og söng til mín einhver vonlaus ástarljóð :-) Við gellurnar vorum voðalega "hressar" þetta kvöld og skemmtum okkur konunglega!!!

-Spa-ið. Hótelið pantaði handa okkur á flottasta spainu í Amsterdam. Við áttum sem sagt allar að komast í nudd og fullt af gufum þar og læti. Nú, við mætum allar þangað en það fara renna á mig tvær grímur þegar að ég sé karlaklósett inn í búningsklefanum okkar!! Nú, við mætum svo fram í sloppunum okkar og förum inn í fyrstu sturtuna. Þá blasir við okkur allsber gaur að þvo á sér hárið!! Við snarbökkum út og ég spring úr hlátri. Starfsfólkið horfir á okkur gáttað en ómægod ekki grunaði okkur að við værum komnar í spa þar sem að allir ÁTTU að vera allsberir as in BANNAÐ AÐ VERA Í SUNDFÖTUM!!!

-Nuddarinn í spa-inu.... jamm ég varð ástfangin í þessari ferð. Nuddarinn sem að nuddaði okkur Önnu Margréti var BARA flottur. Ok soldið spes en við þurftum náttla að leggjast þarna naktar fyrir framan hann..... og hann nuddaði okkur á opnu svæði fyrir framan ALLA.... mjög spes. En gaurinn var svo yndislegur að það var alveg hreint unaður að láta hann nudda sig. Já ég gleymi honum seint.

-Morgunverðurinn í rúmið.... ummmmm hann var æðislegur. Við Ólöf pöntuðum sem sagt morgunmat í rúmið. Hann var svo velútilátinn að við gátum bjallað í hinar stelpurnar og étið á okkur gat, allar saman!! ummmm

-Gaurarnir sem að sleiktu stígvélin mín... say no more, say no more

-Allar skóbúðirnar..... ómæ... to die for

-Siglingin um sýkin og Anna Frank. Ógleymanlegt, hvort á sinn háttinn

og auddað var margt margt fleira..... Við skvísurnar gleymum þessari ferð seint og Lovísa var kát með okkur sko :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com