VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.6.07

Briem-hausinn
Fór í mæðraskoðun í gær. Allt kom vel út. Blóðsykur fínn, blóðþrýstingur fínn, enginn bjúgur, eðlileg þyngaraukning en kúlan er stór! já ég vissi það svo sem. Hún var eðlileg í síðustu skoðun en þessa dagana er ég ekkert nema kúlan. Ég sagði að það gæti ekki verið að ég myndi eignast stórt barn en ljósan hló bara og sagði að það gæti nú bara allt gerst. Ég er víst með hellings legvatn. Svo er barnið kannski með blessaðan Briem-hausinn eða prímusinn eins og tengdamamma hélt að ég hefði sagt. Úff býð ekki í það, þá verður fæðingin ekki dans á rósum.

Svo þegar að ljósan mældi hjartsláttinn sparkaði baunin bara í hana, aftur og aftur og það fast! Obbosslega í stuðinu bara. Já baunin er í stanslausu stuði. Ég gat ekki sofnað í gær út af látum. Þurfti sem sagt að svæfa barnið í fyrsta skipti! Ég er ekki að djóka, þurfti að vagga mér fram og til baka og syngja og þá róaðist það og sofnaði.

Krílið er ennþá sitjandi. Það er nægur tími fyrir það að snúa sér en ljósan talaði um að senda mig í sónar ef að það er ekki búið að snúa sér í næstu skoðun. Ég er nú voðalega róleg yfir þessu, ekkert svakalega spennt að fá spörkin í rifbeinin!

Eitt að lokum, ljósan sagði alltaf HANN.... ætli það sé fyrirboði??? ;)

Efnisorð:

|

27.6.07

Út að borða

Hef verið dugleg að kíkja út að borða undanfarið enda finnst mér fátt skemmtilegra hvort sem að það er lunch eða dinner, kaffihús eða veitingastaðir.

Vegamót.
Þetta er án efa vinsælasti staðurinn í mínum kokkabókum. Því miður verð ég samt að segja að matnum þar hefur hrakað örlítið undanfarið. Ég hef verið ferlega íhaldssöm þegar að ég panta mér mat á Vegamótum en undanfarið hef ég þó prófað nýja rétti á matseðlinum, sérstaklega eftir að þessir gömlu góðu fóru að klikka. Yfirleitt fæ ég mér kalkúna og pastasallatið og fékk mér það þegar að við Einar kíktum í lunch um daginn. Það var ekki alveg eins og það átti að vera. Fékk mér Vegamóta-wrap með Katrínu og Jensa=ekkert sérstakt en samt alveg ok. Fékk mér Tijuana-samloku með Ömma og Bjarka=eiginlega vont! (það hefur ALDREI gerst áður), foccacia-brauð með Einsa=gott. Svo finnst mér ferlega böggandi að geta ekki fengið stóra diet-kók. Fór með Diljá og Siggu um daginn líka og þá var sallatið mitt ekki til :( Annars finnst mér ljúft að vera laus við reykingarbannið og félagsskapurinn er alltaf góður.

Deco.
Við Tinna og Diljá ætluðum að hittast á Thorvaldsen en þar var allt fullt svo við settumst á Deco. Hef aldrei prófað þann stað áður og við fengum gott borð úti í sólinni. Ég og Diljá pöntuðum okkur Tapas. Fengum 3 snittur með kjulla, roastbeef og rækju. Þetta var alveg ágætt ekkert spes svossem. Þjónustan var ok, sérstaklega miðað við það hvað það var mikið að gera. Samt alltaf spes að geta ekki talað íslensku en það er nú farið að venjast. :)

Austur-Indía.
Við frænkurnar mættum á A-Indíafjelagið og fengum okkur snæðing þann 19. júní. Mættum í bleiku í tilefni dagsins. Maturinn var góður. Pöntuðum okkur nokkra kjúklingarétti saman, kartöflurétt og naan-brauð. Allt var gott en enginn réttanna var geðveikur, fattiði mig. Ég fór á svo geggjaðan indverskan stað í Genf og kannski hækkaði hann bara standardinn hjá mér?? Þjónustan var la la. Einn þjónninn teygði sig alltaf yfir okkur Herdísi og það var svitalykt af honum! Í heildina litið var þetta samt frábært kvöld og gaman að hittast svona frænkurnar og hafa það gaman saman. Ekki verra að við notuðum einkaklúbbskort þ.e. fjórar í hópnum áttu þannig og buðu hinum. Þetta var því alls ekki dýrt kvöld. Næsti frænkuklúbbur verður svo í Arnarklettinum....!! Gaman gaman :)

Vor.
Kaffihús á Laugaveginum. Við Einar kíktum þangað eftir góða ferð í Skífuna og Smáralind. Fengum okkur croissant með skinku og kaffi. Allt í góðu lagi og þjónustan fín. Lásum blaðið og allt frekar rólegt þarna.

Fridays og mexicanskur staður á laugavegi/suðurlandsbraut (man ekki nafnið)

Þessi tveir staðir eru soldið svipaðir. Maður býst ekkert við rosa miklu og ætti því ekki að verða fyrir vonbrigðum. Fór með Marínu, Eiríki og Eiríki Tuma á Fridays eitt föstudagskvöldið. Það var fínt, fékk mér fína kjúklingasamloku. Skammtarnir hafa minnkað, fékk 5 franskar! Fíla fríaa áfyllingu :) Eiríkur Tumi borðaði vel og fílaði staðinn. Fékk samt ekki blöðru eins og í Svíþjóð forðum daga.

Fór með Írisi og stelpunum hennar á mexico staðinn. Fékk mér enchilada og það var mjög gott, fékk mér það aftur þegar að við Einar fórum með Magga, Hildi og Hákoni. Ekki voru allir jafn ánægðir með matinn og ég svo þetta er kannski pínu happa og glappa???
Á myndinni er ET á Fridays í Svíþjóð í hörkuleik við blöðruna!!

Efnisorð:

|

26.6.07

ó mig auma...

... er með sýkingu í auganu og það "Gullfossar" úr því. Sé ekki baun í bala og svíður!
... beygði mig niður í gær og reif gat á Calvin Klein náttbuxurnar mínar = rassinn greinilega eitthvað að stækka!
... lét Jay Leno plata mig. Hann sagði að samkynhneigðir væru með lengri baugfingur en vísifingur og ég athugaði hjá mér. Þetta var náttúrlega bara bull ... hljóp smá apríl þarna hjá honum!! Einar hló mjög mikið!
... er ekki að nenna að lesa dönsku doktorsritgerðina

Það góða við daginn er hins vegar það að sólin skín í heiði, baunabarnið sparkar og Inga vinkona á afmæli í dag. Skálaðu í kampavíni fyrir okkur elskan... sakna þess! :) (og þín).

Efnisorð: ,

|

25.6.07


Þessi mynd er tekin fyrir 3 vikum. Þarna er ég á 24. viku en er núna á 27. viku. Allt gengur vel. Einar kom heim í gær frá Vín. Hann kom hlaðinn barnafötum og loksins fékk baunin spjör. Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki mikið til að komast í nýja húsið og koma mér fyrir t.d. raða barnafötunum í kommóðuna. Sumt af þessu er svo pínulítið að það er BARA krúttlegt. Einar hringdi í mig úr barnafataverslun í Köben og spurði "hvað verður krakkinn eiginlega stór?" he he.. held að það sé nú nokkuð víst að hann verður pjúní. :)
Annars er ég byrjuð á mastersritgerðinni minni. Ég ætla að skrifa um jafnrétti á vinnumarkaði: sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Rannsóknin felst einkum í því að greina það hvernig starfsmatið fer fram (hvaða störf séu sambærileg og jafnverðmæt) Ég ætla að skoða þetta út frá innlendri og erlendri löggjaf, dómaframkvæmd osfrv. Ég er þegar farin að lesa 600 síðna doktorsritgerð um samskonar efni ;)
Annars skín sólin í Borgarnesi og Einar að fara að koma heim úr vinnunni. Kannski að maður grilli bara?

Efnisorð: ,

|

21.6.07

Ísland í dag

Hef verið að glápa á Ísland í dag undanfarið. Svolítið misgóð innlegg. Við Katrín skildum t.d. ekki alveg innleggið með fíkilinn sem að var ófrísk og á götunni. Fréttin var öll mjög skrýtin og maður upplifði ekki mikla samkennd með stúlkunni. Við sáum reyndar bara fyrstu fréttina af henni en þetta var eitthvað mjög spes.
Svo sá ég fréttina um þvaglekann. Mér fannst hún fín. Pælið í því að 40% kvenna þjáist af þessu! Konur á öllum aldri alveg frá 16-80 ára. Mér finnst þetta alveg með ólíkindum há %. Hjúkrunarkonan sem að rætt var við nefndi líka að það væri allt of mikið að drekka 3-4 lítra af vatni á dag eins og ráðlagt er í líkamsræktarstöðvum. Svo sagði hún að rakstur og g-strengur ylli ertingu. Það er greinilega að mörgu að huga með þennan blessaða þvagleka. Grindarbotnsæfingar !!! maður verður að vera duglegur við þær!
Svo sá ég líka innleggið þegar einhveg gaur fór með falda myndavél inn á Goldfinger og var að "sanna" það að þar færi fram vændi. Þessi falda myndavél sýndi nú ekki mikið, allt í voða móðu og maður heyrði ekkert hvað var sagt. Þessi falda myndavél sannaði nú ekki neitt að mínu viti enda spurði útsendarinn ekki almennilegra spurninga heldur bara loðinna sem bjóða upp á túlkun. Auðvitað grunar mann og er þess næstum fullviss að vændi sé stundað á svona strippstöðum en þetta innskot var bara svo hallærislegt eitthvað. Í kynningunni á því var nefnt að þessi falda myndavél kæmi hreinlega upp um vændi. Ekki fannst mér það nú.

|

19.6.07

Til hamingju með daginn skvísur!!

Jæja þá er ég komin í sumarskapið! :) búin með skýrsluna sem endaði í 45 bls... og hún er farin til Madrid. Sé hana ekki meir hehe... Næst á dagskrá er því mastersritgerð. Mér var boðið að vinna spennandi mastersverkefni og segi ykkur frá því þegar að nær dregur. Ætla að byrja á að sækja um það núna í vikunni og sanka að mér heimildum. Stefni á að skila rannsóknaráætlun sem fyrst.

Annars er nóg að gera í social-lífinu. Síðasta helgi var pökkuð. Fór í útskriftarveislur og svo var náttúrulega þjóðhátíðardagurinn. Renndum á Þingvelli og skoðuðum nýja sumarbústað fjölskyldunnar. Hann á að heita Sólvangur og er á rosalega flottum stað við Þingvallavatn nánar tiltekið í Grafningnum. Það verður lúxus að tjilla þar. Það var stuð í útskriftarveislunum og ég dansaði langt fram á nótt. Kúlan var orðin glerhörð en baunabarnið steinsvaf allan tímann. Um leið og ég kom heim og lagðist í bælið þá byrjaði það hins vegar að dansa svo ég sofnaði ekki nærri því strax. Í vikunni þá eru fullt af hittingum. Í kvöld er frænkuárshátíð en við ætlum á A-Indía félagið. Annað kvöld er kaffihúsahittingur með Bjarka og Ömma og matarboð á fimmtdagskv. Svo er ég að vonast til að hitta nýútskrifaðan Kaos-Pilot þ.e. Diljá mína og heyra allt um útskriftina hennar sl. helgi. Fúlt að hafa ekki getað verið með gellunum í Danmörku.

En er ekki málið að skarta bleiku í dag?? Ætla að skella mér í bleikt og fara í sund. Sól í Borgarnesi, hvað annað ;)

Efnisorð: ,

|

13.6.07

Náladofi í borginni

Ég sótti Katrínu systur upp á flugvöll í gær. Hún var að koma frá Tailandi og ekkert smá brún og flott. Hún kom færandi hendi og ég og Einar fengum fullt af pökkum :o) Ég er að vinna hérna í bænum fram á föstudag en þá skila ég af mér skýrslunni. Ég ætla að reyna að nýta frítímann í að rækta vinina, verst hvað ég er með mikinn náladofa eða réttara sagt dofa í annarri löppinni. Það er eins og blóðflæðið sé ekki upp á það besta niðrí vinstri fótinn og ég verð mjög þreytt þegar að líða tekur á daginn í nárarnum sem leiðir niðrí fótinn. Rosalega langar mig í nudd þessa stundina, ekki lítið sko.

Eins og ég elska sumarið þá hata ég flugur. Er svo sem slétt sama um þessar litlu venjulega húsflugur en stórar feitar suðandi fiskiflugur fara í taugarnar á mér og ég er skíthrædd við randaflugur og geitunga. Reyndar heyrði ég í fréttunum að minna væri um geitunga en oft áður en ég hef samt séð þá nokkra. Hata þá!

Bumban stækkar og ég ber vandlega á hana krem og slitolíu. Ég held samt að þetta sé allt í genunum þ.e. hvað varðar slit en allur er varinn svo sem góður. Ég hef bara keypt eina flösku af þessari slitolíu og ætla að reyna að láta hana duga. Nota kremin meira. Mamma slitnaði ekkert og systur hennar ekki heldur, vona að ég verði eins heppin. Ég las á netinu um spangarolíunudd frá og með 34 viku, ætli það virki eitthvað frekar?? Nei ætli það.. er samt að spá í að láta Einsa nudda spöngina daglega frá og með 34 viku hahahah.. hann er nú ábyggilega alveg til í það!!! (eða ekki)

Efnisorð: ,

|

7.6.07

Júní-fréttir

Núna sit ég inn á bókasafni og skrifa um íslenskan vinnumarkað, þróun GDP, þátttöku á vinnumarkaði, atvinnuleysi, menntun, verkalýðsfélög, hópuppsagnir, trúnaðarmenn, ríkissáttasemjara og fleira.... spennandi?? Reyndar er þetta fínt verkefni en soldið viðamikið. Við eigum að skila því 15. júní og ég held að það verði alveg tilbúið fyrir þann tíma. Fyrir utan bókasafnið eru nokkrir iðnaðarmenn að helluleggja. Þeir snúa rassinum í mig, ekki amalega útsýni það! Enginn plömmer (sem betur fer) bara ungir Pólverjar að streða. Þetta passar alveg við það sem að ég er að skrifa um íslenskan vinnumarkað og innflutt vinnuafl!


Meðgangan gengur vel. Ég fór í mæðraskoðun í sl. viku. Hjartsláttur fínn 135-145 slög á mín., ég hafði þyngst um 2 kg í viðbót (hef aldrei verið svona þung) en kúlan er í eðlilegri stærð miðað við meðgöngu. Ég er allt of blóðlítil og er því farin að taka járn. Ég er ekki með HIV og sýfillis!!!! (gott að vita það) og ég er O+ eins og mamma. Baunabarnið lætur sko alveg finna fyrir sér og sparkar reglulega yfir daginn. Það er farið að heyra utanaðkomandi hljóð svo ég tala dáldið við það og syng (í einrúmi). En svo er ég öll að steypast út í bólum, hvað er málið með það!!! Djössins hormóna vesen! Fór í strýpur í vikunni. Fór á stofu hérna í Borgarnesi og var bara ánægð með útkomuna. Nú má sólin alveg fara að koma (þ.e. þegar að verkefnið er búið) svo að ég fái smá lit. Þá verð ég feit, brún blondína!

Ég horfði á Ísland-Svíþjóð í gær. Rosalega eru margir sætir leikmenn í sænska landsliðinu. Samt enginn Kenneth Anderson (hehehehhe) en þeir eru allir eitthvað svo fresh! Nenni ekki að tala um úrslitin, þetta var allt svo hörmulegt. Þjálfarinn sagði að leikurinn hefði tapast á 11 mín!!! þvílíka bullið... þessi leikur var hörmung frá upphafi til enda.


Jæja ætla að halda áfram að vinna. Bið ykkur vel að lifa.

Efnisorð: ,

|

6.6.07

obbosslegt vesen á þessum!!! assgotans rassgat!

Efnisorð:

|

3.6.07






Á ferð um Snæfellsnes.

Efnisorð:

|

1.6.07

Congratz!!!!

Til hamingju með daginn í dag!! Jibbí jei. Ég hef ferðast til landa þar sem að reykingarbannið er í gildi á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum og ég fílaði það í botn. Á Ítalíu kom ég fersk heim af djamminu, ilmandi eins og vorsins blóm hehe.. og írskir vinir mínir (sem by the way strompreyktu) söknuðu reykingabannsins í heimalandi sínu þegar að við vorum í Þýskalandi. Nú reyki ég ekki sjálf og er því kannski ekki að öllu leyti hlutlaus en ég held að þetta venjist og allir verði sáttir að lokum! :o)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com