VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.12.08


Aðfangadagur...


...byrjar vel þ.e. engin ælupest en Þorlákur fór meira og minna í ælupest hjá mér :(.
Herdís María vakti okkur um hálf níu og við skiptumst á gjöfum uppí rúmi. Kúrðum smá og fengum okkur svo morgunverð. Herdís María fékk súkkulaðidagatal frá afa sínum í byrjun desember og hefur opnað það samviskusamlega á hverjum degi. Um leið og hún sér dagatalið fer hún að tvístíga, rekur út úr sér tunguna og sleikir út um. Ferlega sætt enda er hún sætabrauðsgrís af verstu gerð. Nú liggja feðginin upp í sófa og horfa á barnaefni og ég sit og tek síðasta rúntinn um vefheima. Svo verður slökkt á tölvu, tjillað yfir góðri jólamynd og svo er það jólabaðið. Síðan brunum við í bæinn í jólaland foreldra minna. Fáum humar, nautalundir og súkkulaðiköku, ekki amarlegt það. Svo er allt svo fallega skreytt hjá þeim, það finnst varla jólalegra heimili. En allaveganna Gleðileg jól kæru vinir og vandamenn. Hafið það gott um jólin. Knús frá okkur til ykkar.

ps. bíðum spennt eftir nýjársbombunni :) ætli hún komi ekki með látum um áramótin !

Efnisorð:

|

19.12.08

Newsflash....

Jæja ég er komin í slökun. Ég náði ekki að skila ritgerðinni sem að er bömmer. Ég er samt búin með hana að mestu en átti smá frágangs og heimildarvinnu eftir. Svo settu veikindi hjá Herdísi Maríu strik í reikninginn þessa síðustu viku. Leiðbeinandinn minn sagði að ég gæti skilað henni inn, en ég var ekki sátt við að láta hana frá mér eftir svona mikla vinnu þegar að mér líður eins og hún sé ekki alveg tilbúin. Svekkjandi en svona er þetta. Líkaminn minn var líka löngu búinn að segja stopp og í síðustu mæðraskoðun sagði ljósan mín stopp líka. Ég mun því útskrifast í vor sem er náttúrulega miklu skemmtilegra... gardenpartý og svonna haha.

En að öðru og meira skemmtilegu. Ég kláraði jólakortin í gær og ætla að pakka inn núna í dag restinni af gjöfunum. Svo þarf ég að tjúna mig niður svo að ég komist í fæðingu. Stefni á sunnudag/mánudag haha... nei segi svona. Kannski 27. des?? Æ hvað veit maður, það er allaveganna allt rólegt núna.
En núna er akkúrat tími fyrir slakandi freyðibað og eina vidjómynd... hvað finnst ykkur?

Efnisorð: ,

|

17.12.08

Jólastelpan 2007

Jólastelpan 2008

Efnisorð:

|

3.12.08

Desember

Aðventan er yndislegasti tími ársins að mínu mati. Þá nýtur maður þess að baka, skreyta, dúlla með börnunum, fara á jólahlaðborð, setja upp jólaseríur, kveikja á kertum og hugsa jákvætt og fallega. Og nú er aðventan gengin í garð. Það verður lítið um skrif hér þar til að ritgerðinni verður skilað. Ég vona að þið hafið það dásamlegt í skammdegi aðventunnar. Kveikið á kertum og njótið samverunnar með famelíu og vinum. Ég ætla að reyna að gera sem mest af aðventustuffi meðan að ég skrifa eins og vindurinn. Sendið mér góða ritgerðarstrauma á endasprettinum. Lovjú gæs. Gleðilega aðventu.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com