VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.3.06

Ekkert að frétta svo sem... hef verið slöpp og úldin í vikunni og var því dregin út að borða á uppáhaldsstaðinn minn í gærkvöldi..............da dara da..., B5 :) þar sátum við T&T eins og dömum er einum lagið og drukkum hvítvín og blikkuðum strákana. Ég fékk mér laxinn í þetta skipti og var ekki svikin af honum. Nú Ölstofan var svo tekin og um leið og Tinna fór birtust bóksala stúdenta og Busby!!! Tinna hvað er málið með að missa af þeim :o) B5 stendur alltaf fyrir sínu og ég held að ég og Philip Stark eigum einstaklega vel saman, er að pæla í að byrja bara með honum.
Fór í lunch á Ítalíu í vikunni. Þjónustan og maturinn voru ekki upp á marga fiska að mér fannst. Pizzan var bara svona miðlungs og þjónarnir skiptu sér lítið af okkur.
B5 **** (eins og vanalega)
Ítalía ** of dýr matur miðað við gæði. Staðurinn fær * fyrir að vera sá sem hann er, góður í minningunni!
Helgin verður góð ég finn það á mér. Er að fara upp í sumarbústað... potturinn, grillið, göngutúrar, kúr og gott spjall... get ekki beðið :o) Annars góða helgi og hafið það gott hvort sem að þið eruð til sjávar eða sveita!

Efnisorð:

|

30.3.06

Þegar,
þegar ég sá þig fyrst
þín augu voru
norðurljós
og líf mitt varð
það varð stjörnubjart.
Og þitt bros
hátt á himni skein.

Og þegar,
þegar ég kyssti þig
þá fann ég heiminn
í hendi mér.
Hann var svo smár
eins og lítill fugl
sem lagðir þú í lófa mér.
Ástin mín.

Og þegar
þegar ég lá með þér
ég fann hjarta þitt,
snerta mitt.
Og okkar ást
var endalaus
eins og alheimurinn.
Ástin mín.

Já þegar
þegar ég sá þig fyrst
það var
það var
Ást.

|

29.3.06

Hér er mikil félagsvera á ferðinni sem lifir hröðu og annasömu lífi. Konan er fær um að beina eigin orku í marga hluti í einu hvort sem um ræðir starf hennar eða einkalíf og áhugamál. Hún er hlý, góð og gjafmild og mjög vinamörg. Sem eiginkona stendur hún sig vel og sem móðir er hún ástrík og trygg en á sama tíma er hún fjölhæf og metnaðarfull viðskiptakona. Opinn hugur hennar færir henni tækifærin sem eru ekki ófá.
Ekki amaleg framtíðarspá þetta :) he he

|

27.3.06

Mér fannst Snorri langflottastur í Idolinu sl. föstudag. Hvað fannst ykkur? Ég held að hann og Ína verði í úrslitum og ég held með honum. Ég er samt alveg sammála að hann sé stundum ekki alveg nógu góður en hann er sá eini af þeim keppendum sem að eftir eru sem að hefur gefið mér "VÁ" hrollinn. Og frá Stöð2 yfir á RUV. Horfði á Kastljósið sl. föstudag. Í því var tvennt sem að mig langar að ræða. Í 1. lagi fannst mér myndbandið með Júróvisjónlaginu okkar alveg bráðfyndið og hún Silvía Nótt í frábærum búningum. Ég er bara að verða verulega spennt að sjá hvort að þetta verður flopp eða popp þarna í Aþenu. Í 2. lagi var viðtal við unga stúlku um dansara sem að hún hafði fengið til landsins. Ég hef aldrei séð eins hallærislegt viðtal! Þ.e.a.s. spurningarnar voru ekkert hallærislegar en VÁ viðmælandinn var varla talandi á íslensku. Viðtalið var alveg "þúst" "héddna" "undeground street" .... ég lá í krampa þegar að ég horfði á þetta... greyið stelpan .... úff Hérna er viðtalið

|

Lax og lamb

Eldavélin var óspart notuð þessa helgina og dýrindismáltíðir litu dagsins ljós með hennar hjálp. Nú fyrst ber að telja lax með rjómapiparosti og salat með vínberjum, fetaosti ofl. þetta var gjörsamlega geggjað, bráðnaði upp í okkur. Nú svo var lambalærinu skellt í ofninn og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt í góðra vina hópi, algjörlega geggjuð helgi fyrir bragðlaukana en kannski ekki svo góð fyrir bumbuna! Ég var því ekki lengi að skella mér í ræktina en þegar að ég kom út þaðan í morgun var einhver gella akkúrat að setja stöðumælasekt á bílinn minn! Ég reyndi að blaka augnhárunum og fá hana til að hætta við, sagðist vera fátækur námsmaður á kúpunni og hálfskældi þarna... en nei nei allt kom fyrir ekki. Ég stit því hér á Bókhlöðunni og er alveg að fara í það að borga þessa leiðinda stöðumælasekt...hugsa sér hvað ég hefði nú getað eytt þessum "blóðpeningum" í eitthvað allt annað!!!

|




Stundum hittir stúlka STRÁK á djamminu :) pössum við ekki vel saman??

Efnisorð:

|

24.3.06

Jæja hvort viljiði slæmu fréttirnar fyrst eða þær góðu?
Ég byrja á þeim slæmu....
Eiríkur fann skæðan vírus í tölvunni minni. Hann er einhver Trojan backdoor bla bla sem að leyfir hökkurum að komast inn í tölvuna mína þegar að ég er online auk þess sem að hann skemmir heilmikið útfrá sér. Við náðum ekki að eyða honum út í gær og kallar þetta á verulega mikil grátköst. Nú Marín var svo góð að lána mér tölvu svo ég ætti að geta gert eitthvað af viti næstu daga. Samt er alveg skuggalega óþægilegt að vera ekki með síns eigins tölvu, hvað er það!? Nú í kjölfar hrakninga minna í tölvumálum var ég næstum búin að lalla mér inn í Apple búðina til að kaupa mér nýja tölvu og kannski að það verði bara ofaná ?? Hvað finnst ykkur PC eða Mac?
og að góðu fréttunum.... ég hef nú reyndar ekki verið mikið fyrir það að monta mig af einkunnum hér en í ljósi mikilla hrakninga undanfarna daga hef ég ákveðið að leyfa mér að vera obbosslega ánægð með mig. Ég fékk sem sagt 8 í afleiðum og 8 í skaðabótarétti, alveg sátt við það.

|

23.3.06



Ummmm væri til í sumar núna, hvað með ykkur? (að ofan er mynd frá sl. sumri)

Annars er ég búin að vera svo pirruð, tölvan mín tók upp á því í gær að "hrynja" og lætur nú öllum illum látum... eða reyndar lætur hún engum látum og nú er staðan í mínum málum ekki góð :( hef ekkert getað gert í Bs málum í 2 daga!!!! Bömmer og ég er ekki að ýkja þegar að ég segi að ég hafi grenjað á Þjóðarbókhlöðunni í dag.....

|

21.3.06


Bók og bíó.

Kláraði Vetrarborgina um daginn. Ég hef lesið flestar bækurnar hans Arnaldar og var mjög hrifin af þeim nokkrum. Ástarsagan á tímum seinni heimstyrjaldarinnar í Kleifarvatni situr t.d. ennþá í mérsem og spennan í Mýrinni og Grafarþögn. En Vetrarborgin olli mér nokkrum vonbrigðum. Hún var alls ekki leiðinleg en ekki nærri eins góð og ég vonaðist eftir. Endirinn var líka frekar þunnur og allt rann einhvern veginn út í sandinn. Verð því að gefa bókinni ** stjörnur.

Fór á RENT fyrir nokkru. Þetta er bíómynd byggð á söngleiknum og alveg þrusugóð. Við Tinna grétum úr okkur augun og vorum mjög ánægðar með myndina. Ég elska tónlistina í RENT og þekki hana mjög vel og ef til vill spilaði það inn í? En ef að þið fílið söngvamyndir þá mæli ég með henni. Stjörnur: ***

Efnisorð:

|

20.3.06

Helgartöfrar

Tónleikarnir með Ampop voru ólýsanlegir.
Ég sat í einhverskonar dáleiðslu og tónlistin lá eins og dúnsæng yfir salnum.
Mér leið eins og ég væri hafin upp til skýja og sæi “glimps” af himnaríki.
Stundum upplifir maður töfra og strákarnir í Ampop stráðu stjörnum þetta kvöld.
Takk æðislega fyrir mig Ólöf mín, svona stundir gefa lífinu gildi.

Upplifði líka annarskonar töfra um helgina þegar að ég fór á Listasafn Íslands. Í safninu voru sýningar með Snorra Arinbjarnar og Gunnlaugi Blöndal. Þótt síðari salur Snorra hafi verið nokkuð góður þá átti Gunnlaugur hug okkar allan. Gunnlaugur var uppi 1893-1962 og lærði í Danmörku, Noregi og Frakklandi. Myndirnar hans eru sveipaðar dulúðlegum og munúðarfullum blæ. Svo munúðarfullum að maður stóðst ekki mátið og stal kossi .... kossar og málverk í Listasafni Íslands..... og rigning fyrir utan.....

Myndin hér að ofan heillaði okkur mikið. Ég held að þetta sé kona Gunnlaugs en myndin kallast stúlkan með greiðuna. Ég hvet ykkur til að skella ykkur á sýninguna því nú er frítt á Listasafnið í nokkurn tíma í boði Baugs :)

Efnisorð:

|

19.3.06

I miss my Tori so much!!.. Darling, u r coming to Iceland this summer??

|

17.3.06

Smá öppdeit!

Nú sit ég á Þjóðarbókhlöðunni og skrifa BS-ritgerð. Ég er að komast í ágætis gír þessa dagana hvað ritgerðina varðar og finnst bara nokkuð gaman að sitja hér við skriftir. Ég ætla að skila af mér fyrstu drögum í byrjun næstu viku og það verður gaman að fá komment frá leiðbeinandanum mínum. Skemmtanalífið er á sínum stað. Ég hef reyndar ekki farið að "djamma" í töluverðan tíma en hef skellt mér út að borða (kemur ykkur líklegast ekki á óvart). Var til dæmis boðið á B5 í gær (er að verða fastagestur þar) og fékk mér lambaskankann á kartöflumúsarbeðinu og hvítvín með ummmmmm djöst delissjöss! Í kvöld fer ég á tónleika með Ampopp og hlakka mikið til. Það þýðir að ég missi af Idolinu og verð að ná því í endursýningu á morgun. Ingó kallinn datt bara út í síðasta þætti. Hann var nú reyndar slakastur af þeim það kvöldið að mínu mati. Ég hef ekki hugmynd um hver dettur út í kvöld! Mér finnst þetta svo jafn hópur eitthvað núna og veit ekkert hver vinnur! Spennó....
Jæja lömbin mín hafið það gott hvar sem að þið eruð stödd í heiminum og góða helgi :)

|

Ég bara varð að setja þessa mynd hérna inn..... hvern langar ekki að knúsa þetta barn??

|

16.3.06

Heilsuhornið

Við viljum flest minnka hættuna á að fá krabbamein. Flestar konur hræðast brjóstakrabbamein t.d. mikið og þó sumu sé ekki hægt að breyta t.d. aldri, erfðafræði- og umhverfisþáttum þá er hægt að hafa áhrif á aðra áhættuþætti þegar að leiða er leitað til þess að minnka hættuna á því að fá brjóstakrabbamein.
Meðal þess sem auðveldast er að stjórna er neyslumunstur og hreyfing.

* Takmarkið áfengisneyslu Ég sá í Séð og heyrt að það væri nýjasta nýtt að fara í áfengisbindindi. Það held ég reyndar að sé ekki svo vitlaus hugmynd (ok, þið megið skjóta á mig núna!) Reyndar held ég að það sé í fínu lagi og jafnvel heilsubætandi að fá sér rauð/hvítvín með mat og kannski eitt glas þegar að maður liggur í freyðibaðinu ummmmm :) Hafa ber í huga að sumar rannsóknir gefa til kynna að fólínsýra, sem er næringarefni sem finnst í sítrusdrykkjum og grænu grænmeti, geti minnkað áhættuna hjá konum sem neyta áfengis í hófi.


* Verið nálægt kjörþyngd. Ég er í dag undir kjörþyngd og mun alla ævi þurfa að neita mér um ýmislegt til þess að halda mér þar. Þetta er þó eitt af mínum langtímamarkmiðum þ.e. að fara aldrei yfir kjörþyngd (nema kannski ef að ég verð svo heppin að verða ófrísk). Ég tel líka að maður sé unglegri og hressari ef að maður heldur sér í réttri vigt + að það minnkar álag á hjartað.

* Líkamleg virkni. Hér vil ég meina að gott sé að stunda bæði heimaleikfimi og gymið/göngutúra. Fyrir okkur sem að reynum að fara 4-5 sinnum í gymmið í viku held ég að það sé ráð að fara á eina útiæfingu í viku þ.e. 4 x í gymmið og 1 x út að ganga/skokka.

* Athugið hvort minnka þarf fitu í mataræðinu. Ég segi alltaf að góð fita sé holl og er á móti því að forðast alla fitu. Þú verður að fá góða fitu úr fæðunni til þess að líkaminn starfi eðlilega en sneiða fram hjá hörðu fitunni. Ég reyni að halda mig frá smjöri og djúpsteiktum mat og mjög feitum sósum.

* Alls ekki reykja!! (þetta er spes fyrir Siggu)

Heilbrigður lífsstíll tryggir náttúrulega aldrei að maður fái ekki brjóstakrabba en hann er að sjálfsögðu skref í rétta átt. Ég tel sjálfa mig vera í góðum málum þótt alltaf sé hægt að bæta sig hvað ofangreint varðar. Ég myndi t.d. sjálf vilja auka heimaleikfimina ha ha ha ha

Efnisorð: ,

|

Hér sjáum við flotta feðga
 Posted by Picasa

|

9.3.06

Ég las það í Mogganum eða Fréttablaðinu um daginn að konur kjósi frekar djúpar karlmannsraddir en háar þegar þær eru hvað frjóastar. Háar karlmannsraddir eiga hins vegar að verða meira aðlaðandi þegar minni líkur eru á getnaði.
Ástæðan fyrir því að konur kjósi heldur dimmraddaða karlmenn er víst sú, að konum finnst þeir líklegri til að vera heilsuhraustari og geta þeim fleiri börn!
Hins vegar komust vísindamennirnir að því að þegar konur eru ekki á þessu frjósama skeiði, þá kjósa þær heldur menn með hærri raddir eða kvenlegri þar sem þær gefa tilfinningu fyrir því að karlinn sé umhyggjusamari og líklegri til þess að festa ráð sitt!
Stjórnandi rannsóknarinnar sagði það einnig vitað að árangur karlmanna í makaleit tengist rödd þeirra og að röddin skipti miklu þegar kemur að því hvort kona laðist að manni.
Þessi rannsókn var sko mjög vísindalega unnin í háskóla í Skotlandi en kommon! Er mark takandi á svona, hvað finnst ykkur?
Var svona í framhaldinu líka að spá í hvernig þetta virkaði á skemmtistöðum Reykjavíkurborgar þar sem að enginn heyrir neitt í neinum og allar raddir verða “æpandi”!!!
En alla veganna þá ætti Gunnar Birgisson, sá ágæti maður, að eiga trilljónir afkvæma því hann er náttla með dýpstu rödd jarðarkringlunnar!

Efnisorð: ,

|

8.3.06

Ohoo hvað ég sakna þessarar búðar!


Posted by Picasa

|

7.3.06

Út að borða

Eins og lesendur þessarar síðu hafa eflaust orðið varir við þá finnst mér mjög gaman að fara út að borða. Sl. helgi fór ég bæði á B5, sem stefnir í að verða uppáhaldsveitingastaðurinn minn, og á Caruso. Á B5 fékk ég mér lambaskanka framreiddan á kartöflumúsarbeði. Hann var gjörsamlega sjúklega góður. Á Caruso fékk ég mér, eins og gefur að skilja, ítalskan mat en samt var ég í svona franskri stemmningu þar sem að ég sat í netasokkabuxum með rauðlakkaðar neglur og stút á vörum....
Maturinn á B5 fær enn og aftur **** hjá mér en Caruso **1/2. Bæði kvöldin voru samt afburðakvöld.
Næst á dagskrá er svo Hornið, sá gamalgróni staður. Þangað hef ég ekki farið í háa herrans tíð og er að verða dáldið spennt að prófa matinn þar.

Efnisorð:

|

6.3.06

Um daginn fór ég í Iðuhúsið og var boðið upp á sushi. Mér fannst rosa gaman að sitja við hátt barborðið og velja mér sushi-rétti af færibandi. Hvítvínsglas með og góður félagsskapur. Smart. Eftir á kíktum við í bókabúðina á neðri hæðinni. Þeir sem að þekkja mig vita hvað ég elska bókabúðir...... glugga í tímarit, hönnunarbækur og ljósmyndabækur. Í Þýskalandi var uppáhaldsbókabúðin mín á aðalverslunargötunni í Hamburg. Þar verslaði í fullt af bókum og þurfti því miður að skilja flestar þeirra eftir þegar að ég fór heim vegna þyngsla. Ég fæ þær sendar von bráðar. Í USA eru líka flottar bókabúðir, B&N er náttúrulega bara rugl (eins og Einar Bárðar myndi orða það). Þar getur maður sökkt sér í djúsí sófa og kíkt í nokkrar velvaldar bækur. Nú ekki má svo gleyma Súfistanum. Ekki sjaldan sem að ég sest þar inn með forvitnileg tímarit og sjálfshjálparbækur J
Undanfarið hef ég verið að lesa nokkrar bækur samhliða skólabókunum. Er núna að lesa Vetrarborgina eftir Arnald og lauk við Tíma nornarinnar fyrir nokkru. Vetrarborgin lofar góðu en ég fílaði ekki Tíma nornarinnar nógu vel.

__________________________________________________________

Prófin gengu upp og ofan. Mér gekk frekar vel í fyrra prófinu en seinna prófið var bara rugl (eins og Einar Bárðar myndi orða það) he he. Það er nú samt fínt að vera búin í þessum prófum og nú þarf ég aðeins að taka eitt próf í viðbót við þennan skóla! Eitt próf og BS ritgerð og þá er skyldum mínum gagnvart Viðskiptaháskólanum á Bifröst lokið í bili! Jaaa ekki nema að ég kjósi að fara í ML!

__________________________________________________________

og talandi um kosningar... Nú hefur Árni Magnússon flúið sökkvandi Framsóknarskútuna. Ég skil náttúrlega ekki fólk sem að kýs Framsókn, hvað þá starfar fyrir hana en ég verða að segja að ég fílaði þó Árna Magnússon. Þetta hlýtur að vera helv. mikil blóðtaka fyrir þá Framsóknarmenn! En ég meina hver vill ekki komast í djobb hjá einhverjum bankanna og verða *ríkur*!!

Efnisorð:

|

2.3.06



Þetta er að verða búið... seinasta dæmið *geisp* Góða nótt
ykkar myglaða Maja

|

Hver kann hugsanastjórnun?

Ég get ekki stjórnað hugsunum mínum. Ég hef lengi æft mig í þeirri list þ.e. að fara bara að hugsa um eitthvað annað þegar að mér detta leiðinlegir hlutir í hug eða eins og tilfellið er núna: einbeita mér að lærdómi. Ég bara hreinlega er að gefast upp á þessu námsefni og það er í raun dálítið ósanngjarnt að láta þetta út úr sér því að ég hef ekki verið nægilega dugleg að lesa undir þetta tiltekna fag í vetur.
Núna finnst mér skemmtilegast að horfa á símann minn á 5 sek. fresti, kannski gæti verið komið sms? Nú eða ég laumast til að horfa og mæla út strákinn sem að situr ská á móti mér (mér sýnist hann vera í tölvuleik) og spyrja hvort að ég megi vera memm. Nú, ég hef líka skoðað ALLT á internetinu(öll blogg í heimi.. festist líka á myspace), nú eða látið mig dagdreyma um einn tiltekinn strák. Einhvern veginn hef ég bara alls enga stjórn á öllum þessum hugsunum, þær bara skjótast og troða sér leiftursnöggt inn í huga mér. Núna kom t.d. sú hugsun að mig langi í ís! Og í kjölfarið kom nammipúkinn .... úff ég er komin með vatn í munninn... ja ég skal segja ykkur það : ég þarf hjálp! Jæja best að taka sér pásu frá öllum þessum hugsunum *geisp* og fara niður í mötuneyti og versla mér eitthvað gott.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com