VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.4.07

Ritgerðarskrif í veðurblíðu


ohoo... gat þetta veður ekki komið á morgun?? Hver stjórnar þessu?

Efnisorð:

|

25.4.07

Eru karlmenn fífl?

Djöfull getur maður orðið vonsvikin með karlpeninginn, ætli þeir hugsi eins ef að fórnarlömbin væru konur þeirra, dætur eða systur???? ... sjá hér!

Efnisorð:

|

Leiðinda misskilningur eða?

Ég fór í fermingu um helgina. Þar sem að ég sat í makindum mínum og át ljúffengar veitingar komst ég ekki hjá því að heyra tal nokkurra veislugesta við borðið. Einn gestanna hélt því fram að lögfræðinámið sem kennt er á Bifröst veitti ekki sömu réttindi og lögfræðinámið í Háskóla Íslands. Þetta er þrálátur misskilningur. Ég leiðrétti þetta að sjálfsögðu og tók það skýrt fram að nemendur sem útskrifast frá Bifröst með ML-gráðu njóta sömu réttinda og þeir nemendur sem útskrifast með mastersgráðu í lögfræði frá HÍ. Við sem útskrifumst héðan getum því innritað okkur á lögmannsnámskeiðið osfrv. Það er mikilvægt að kveða niður svona leiðinlegan misskilning á lögfræðináminu hér.

Opni dagurinn heppnaðist rosalega vel. Í Hriflu kynntu deildirnar sig og í portinu var hoppukastali fyrir börnin. Í Hátíðarsalnum voru vöfflur í boðinu. Sól skein í heiði og mikill fjöldi sá sér fært að renna í heimsókn. Rektor bauð fólk velkomið. Á svona dögum kann maður að meta það hversu persónlegur skólinn er. Það var sérstaklega skemmtilegt að kynna lögfræðideildina á svona góðum degi og ekki verra að renna niður nokkrum vöfflum while your at it!

Efnisorð: ,

|

24.4.07

Football manager

Ég HATA tölvuleikinn Football manager. Hann er til þess gerður að eyðileggja sambönd.

Efnisorð:

|

19.4.07

Gleðilegt sumar, fáið ykkur humar

Í dag er opinn dagur á Bifröst. Ég verð að kynna á milli kl. 14-15. Allir að koma og fá sér vöfflur.

Efnisorð:

|

18.4.07

Afstæðiskenningin

Sumir kennarar eru bara meira hot en aðrir!! Sérstaklega þeir sem að kunna að leggja saman 2+2 og eru ekki fæddir í gær.

Efnisorð:

|

11.4.07

Júróið og afmæli!

Það styttist óðum í Eurovision-keppnina. Ég er búin að fara eina umferð yfir lögin, en þið?? Við fyrstu hlustun þá fannst mér gríska lagið grípandi, franska, og eitthvað óperulag frá Lettlandi eða Litháen.. æ eða Eistlandi. Finnska lagið er ok en hin lögin frá Norðurlöndunum eru léleg. Eitthvað farin að kíkja á þetta?
Þátturinn með Eika Hauks byrjar svo á föstudaginn, spennó hehe...

bæjó
Júróvisjónnördið

_________________________________________________

Diljá átti afmæli 6. apríl, Ólöf 8. apríl og Eiríkur bro í dag þann 11. apríl. Þau virðast öll, við fyrstu sýn, svakalega ólík en samt eru þau öll í sama stjörnumerkinu. En ef að maður grefur aðeins dýpra eiga þau nokkur sameiginleg einkenni. T.d. þá fylgja þau öll sannfæringu sinni, hvert á sínu sviði, þau eru hugmyndarík og mjög skemmtileg. Mér finnst rosagaman að hangsa með þeim öllum og þykir óskaplega vænt um hrútana mína. Ég óska þeim innilega til hamingju með afmælið og megi þau lengi lifa HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA!! :) (Ps. Sóley, Eiríkur Tumi og Mr. hönk fá að vera með á myndunum)

Efnisorð: ,

|

10.4.07

Hæ hó

Ég átti yndislega páska. Eyddi þeim aðallega í Reykjavík en eitthvað smá í Borgarfirðinum. Ég gerði heilan hellling og eiginlega allt nema að læra.

Um páskana:

- fór ég á stjórnmálafund, þar voru Eiríkur og Marín látin flytja ræðu, óundirbúin, en ég slapp með skrekkinn.. hehe
- fór ég í obbosslega fína afmælisveislu til Diljár og gæddi mér á heimabökuðu gúmmulaði
- fékk ég RISA-páskaegg
- jókst enn á baunaskattinn þar sem að ég verslaði nokkrar flíkur
- fórum við Einar í flotta fermingu
- fékk ég mér sjávarréttasúpu á Thorvaldsen
- fórum við Einar í brunch til Herdísar og Stulla, ýkt næs
- fórum við Einar í glæsilegt þríréttað matarboð- humarpaté, kalkúnn og marangekaka
- fórum við Einar ég í leikhús og sáum Mýrarmanninn
- smakkaði ég alvöru Racklett í 1. skipti hjá tengdó
- knúsaði ég kútinn
- fann ég engar hreyfingar :(
- rúntuðum við Einsi á bílnum um Borgarfjörðinn í dásamlegu veðri
- prófuðum við Einar nýtt kaffihús, Geysir -bistro og bar
- fór ég í náttfatapartý með HÁS
- horfði ég á Happy feet með Katrínu og Sverri
- tókum við video-kvöld heima hjá Óla frænda
- fór ég í Kolaportið með Diljá og Írisi
- grilluðum við Katrín fyrir liðið í Selvogs og bökuðum súkkulaðiköku

þetta er svona það helsta sem að ég man eftir akkúrat núna. Eins og þið sjáið = ljúft líf.
Ég fékk 2 málshætti. Annar var svona : Að hika er sama og tapa og hinn var : Sá vinnur oft er undan lætur. Reyndar fengum við Einar þennan seinni saman og hann á nú barasta ágætlega við :)

Efnisorð:

|

4.4.07

Tímaskekkja

Mér finnst umræðan um að banna eigi allt skemmtanahald á föstudeginum langa vera tímaskekkja. Reyndar er þetta ekki bara umræða því skv. lögum nr. 32/1997 er allt skemmtanahald bannað á þessum degi sbr. 2.tl. 4.gr. (með undantekningum)

a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.
b. Markaðir og verslunarstarfsemi, svo og önnur viðskiptastarfsemi.

Nú er svo þannig farið að tímarnir eru aðrir en áður þ.e. einu sinni áttu allir að hanga inni og máttu helst ekki hreyfa sig á þessum degi. Í mínum huga er þetta hins vegar þannig að hver og einn er með sína trú, ræktar hana á sinn hátt og á að hafa frelsi til að haga sér eins og hann vill á þessum degi.
Nú er ég trúuð en það er engin hætta á því að ég banni börnunum mínum að hlægja á föstudeginum langa. Ég mun að sjálfsögðu fræða þau um hvað gerðist á þessum degi, dagurinn verður ekki eins og hver annar og ég mun kenna börnum mínum að bera virðingu fyrir trúarbrögðum, bæði þeirra og annarra.
Í ljósi þess finnst mér ummæli dagsins, vægt til orða tekið, svona frekar óviðeigandi. "Ég sé ekkert óviðeigandi við að fyndnasti maður Íslands sé krýndur á sama degi og Kristur var krýndur sinni kórónu," segir Oddur Eysteinn Friðriksson, umsjónarmaður keppninnar. "Ég er viss um að hann hefði komið á keppnina sjálfur hefði hann ekki verið örlítið bundinn."

Efnisorð:

|

3.4.07

Allt er vænt sem er grænt

Nú er álhelgin mikla liðin. Ég viðurkenni að ég fylgdist grannt með kosningunum og var spennt á kjördegi þótt ég búi ekki í Hafnarfirði. Mér var svo sem í sjálfu sér sama hvernig þetta færi en ef að ég byggi í Hafnarfirði þá hefði ég kosið með stækkun. Fyrir því eru margar ástæður. Stærstu rökin, í mínum huga, voru sú að þarna er verið að kjósa um stækkun en ekki nýtt fyrirtæki. Ég hefði svo skilið það ef að Hafnfirðingar hefðu sagt nei við nýju álveri þarna inn í bæjarjaðrinum en þetta álver hefur verið þarna lengi og gert Hafnarfjarðarbæ gott. Þeir sem búið hafa lengi í Hafnarfirði muna hvernig ástandið var í atvinnumálum áður en að álverið kom. Nú svo eru fjölmörg fyrirtæki í Hafnarfirði sem að byggja afkomu sína á álverinu og sjá nú fyrir endalok rekstrar síns. Svo fannst mér auðvitað skipta miklu máli að álverið mengar sama sem ekkert, Keflavíkurvegurinn mengar margfalt meira. Hins vegar er ég sammála því að sjónmengunin sé til staðar en iðnaðarhverfi eru ljót og þetta er skipulagt sem iðnaðarhverfi. Það kemur líklegast bara eitthvað annað ljótt fyrirtæki þarna í staðinn. Svo er spaugilegt að fylgjast með því hvernig stjórnmálamenn bregðast við úrslitunum. Ríkisstjórnarflokkarnir gera lítið annað en að skammast út í Samfylkinguna í Hafnarfirði, segja hana ekki þora að segja skoðun sína á stækkuninni. Það hefði hins vegar verið dálítið fáránlegt, í mínum huga, ef að bæjarstjórnin hefði tekið afstöðu með eða á móti. Hún var að leggja þessa ákvörðun í dóm kjósenda.
Flestir fagna þessu íbúalýðræði en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun á því ennþá. Þarf aðeins að pæla í því betur. Íbúarnir höfðu áður fengið að kjósa þ.e. í sveitastjórnarkosningunum og Alcan hafði þegar keypt lóð af Hafnarfjarðarbæ undir stækkunina og eytt miklum peningum í hana.

|

Svo er nú dálítið kaldhæðnislegt að sama dag og Hafnfirðingar hafna stækkun álvers þá eru kynntar hugmyndir um áltæknigarð á Suðurlandi og álver opnað á Reyðarfirði. Nú fróðir menn segja mér einnig að álverið í Helguvík sé í bullandi blússi og Century-menn séu hæstánægðir með úrslitin í Hafnarfirði. Þeir eru ábyggilega á fundi núna á Háaleitisbrautinni. Ég er fylgjandi hóflegri stóriðjustarfsemi. Ég vil samt ekki grátt land. Ég er mjög ósátt við framsetningu Framtíðarlandsins á því að ef maður styður á einhvern hátt framgang stóriðju vilji maður grátt land. Ég tel að stóriðja og umhverfisvernd geti vel farið saman. Ég vil ekki að hver einasta á landsins sé virkjuð en ég er fylgjandi því að nýta landið á skynsamlegan hátt. Fyrir því eru bæði efnahagsleg, umhverfis og félagsleg rök. Ég vil að sjálfsögðu grænt land!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com