VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.11.06

Lisabonn

Fiskréttir og brenndar hnetur
sporvagnar og gosbrunnar
verslanir og dómkirkjur
jólaljós og blöðrur
rigning og sól
mótmæli og hiti
salsa og mohito
glaðlegir heimamenn
allt í boði EFTA

já ég hef lagt það í vana minn undanfarið að yrkja ljóð um borgirnar sem að ég ferðast til. Ég ákvað því að skella einu svona stemningsljóði á bloggið en þetta var tilfinningin sem að tók með mér frá Lisabonn. Lisabonn er skemmtileg borg. Hún býður upp á skoðunarferðir og verslunarleiðangra. Yfir borginni gnæfir kastali og um hana bruna litlir sporvagnar troðfullir af fólki. Portúgalir eru einstaklega glaðlegir og tala mjög fína ensku, líklega m.a. vegna þess að þeir talsetja ekki erlendar myndir. Við Einar vorum dugleg að prófa þjóðlega rétti og pöntuðum t.d. 2 kjötrétti eldaða á portúgalskan máta. Annar þeirra var kjöthleifur með spældu eggi ofaná og hinn var kjöthleifur í saltlegi með skinku og kartöflum ofan á. Báðir týpískt portúgalst! Nú við urðum nú að prófa fiskrétti líka, enda Portúgalir margrómaðir fyrir fiskrétti sína. Við pöntuðum því líka þorsk, matreiddan á þrjá vegu og rækjur í hvítlaukslegi. Allt voða gott. Þessum réttum var svo skolað niður með hvítvíni. Þar sem að þetta var vinnuferð hjá Einari þá fórum við út að borða öll kvöldin með samstarfsfólki hans. Veitingastaðirnir voru valdir fyrirfram svo að við Einar þurftum ekkert að hugsa né borga! Við fórum á tvo traditional veitingastaði og var annar þeirra eins og stórt eldhús með mósaíkflísum og ys og þys. Síðasta kvöldið fórum við hins vegar á mjög flottan stað þar sem að mikið var lagt upp úr hönnun. Réttirnir þar voru listaverki líkast og útsýnið var ekki slæmt. Risastórir gluggar sneru út að sjó og þar sáum við skip sigla fram hjá. Portúgalir borða mjög seint eins og flestir í S-Evrópu og það var t.d. fólk að koma út að borða kl. 23:30!!! Eins og ég nefndi áðan þá er gott að versla í Lisabonn, hagstætt verð og var því VISA kortinu leyft að njóta sín. Ég hafði líka svo fínan burðarsvein með mér í búðunum, ekki slæmt hahaha :) Hótelið sem að við vorum á var rosalega flott. Herbergin voru öll hin glæsilegustu, dúsí rúm, tv-með milljón stöðvum, mini-bar sem var geggjaðslega flottur, flott hönnun á baðherbergi t.d. kranar e. P. Starck. Nú ekki var svo verra að maður mátti ekki bregða sér út af herberginu nema það væri búið að búa um og skella kveðju og súkkulaðimolum á koddana. Einnig hlupu þjónarnir á eftir okkur og héldu á pokum eða töskum fyrir mann, pöntuðu leigubíla og opnuðu hurðar í gríð og erg. Já mér leið eins og prinsessu ;) Eitt kvöldið fórum við á "alvarlegt" djamm þ.e. pöbbarölt þar sem að við máttum aðeins stoppa í einn drykk á hverjum pöbb. Á einum barnum dönsuðu barþjónarnir salsa í takt og við skáluðum öll í mohito. Við enduðum svo á diskóteki niður við höfnina og keyptum svo pulsu á heimleiðinni eins og sönnum Íslendingum sæmir. Á heimleiðinni flaug ég svo í gegnum London og hitti Ingu. Við Inga höfðum það kósý eins og alltaf, drukkum kampavín og fórum í lunch á danskan veitingastað. Hann var geggjaður og ég komst í sannkallað jólaskap þar. Svo versluðum við á Kings road og það var því södd, glöð og útversluð lítil stúlka sem að skreið upp í rúm í Selvogsgrunni aðfararnótt þriðjudags. Nú hefst hins vegar niðurtalningin aftur...... 22 dagar í Einar!

Hér eru myndir

Efnisorð:

|

29.11.06

Bloggafmæli

Ég átti bloggafmæli í gær. Búin að blogga í 4 ár!!! Diljá kynnti the art of blogg fyrir mér og Eiríkur hjálpaði mér við að gera bloggið voða flott. Ég verð að viðurkenna að mér datt ekki í hug að ég myndi endast svona lengi. Ég skrifaði reyndar dagbók (næstum á hverjum degi) í 10 ár svo þetta er kannski framhald á því. Það er mjög gaman að fletta stöku sinnum í gömlum færslum og sjá hvað maður var að gera fyrir ári eða jafnvel 4 árum! Á þessum 4 árum hefur margt gerst. Fjölmargar utanlandsferðir, Bs gráða, góðra vina fundir, kærasti, nýir vinir, stórafmæli, lítill frændi ofl.
Allaveganna þá sýnist mér ég ekkert vera á leiðinni að hætta í bili. Þeim sem að nenna að lesa þetta þakka ég fyrir. Hér getiði lesið 2 fyrstu færslurnar skrifaðar fyrir 4 árum.

Efnisorð: ,

|

Nýjar myndir

Hérna eru nýjar myndir. Lisabonn blogg er í vinnslu :)

Efnisorð:

|

20.11.06

Afmælisdagur í máli og myndum en aðallega í myndum!! (spes fyrir Roxanne)
Dagurinn byrjaði á morgunkaffi með krökkunum í Meistaradeildinni.
Fengum okkur skonsur og súkkulaðiköku

Hérna erum við komnar á Apótekið í sushi og freyðivín!!




Ég fékk afmælis-eftirrétt frá Apótekinu!!!

Hérna erum við mættar á Sykurmolana í Laugardalshöll
Já 17. nóvember var góður dagur. 18. nóvember var hins vegar ekki eins ljúfur...... Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar, símtölin, sms-in, kommentin og knúsin. Það er sko ekki leiðinlegt að eiga afmæli!! Langar að benda ykkur á eina færslu sem skrifuð var í tilefni afmælis mín, sjá hér.

Efnisorð:

|

17.11.06

Ágætis byrjun......


á afmælisdegi.
Núna er kl. 00:02. Ég ligg upp í rúmi, nýkomin úr sturtu, nýkremuð, nýmanikjúruð og nýplokkuð. Er með handklæði á hausnum, í náttfötum með ilmandi táslur.
Á náttborðinu er hvítvínsglas í boði Mattýjar og logandi kerti. Í tölvunni er góður þáttur.
Ég gæti ekki beðið um betri byrjun á afmælisdegi.

Efnisorð:

|

16.11.06

Næst á dagskrá er:

17. nóvember-út að borða, tónleikar með Sykurmolunum, djamm
19. nóvember-afmælisdinner í tilefni af afmæli mínu þann 17. nóv
22. nóvember-London-Lisabonn-London
6 .desember-Skil á ritgerð í Alþjóðlegum skattarétti
8. desember-Heimapróf í réttarheimspeki (Almennu IV)
13. desember-Klipping og strípur
11. desember-Munnlegt próf í Alþjóðlegum skattarétti
15. desember-Munnlegt próf í Stjórnskipunarrétti II
18. desember-Munnlegt próf í meðferð einkamála (Réttarfari)

og hvað finnst ykkur mest djúsí???? Klárlega munnlega prófið í Alþjóðlegum skattarétti????

Efnisorð:

|

14.11.06

Afmælisbarn dagsins er ein mín besta vinkona, Sigrún Hjartar. Það er eiginlega ekkert hægt að skrifa einhvern lítinn pistil um hana Sigrúnu, því að hún hefur svo sjúklega margar hliðar. Ekki það að hún sé geðklofi... langt því frá. Hún er bara einn þessara sjaldgæfu margbreytilegu karaktera, en þannig persónur hafa sterk áhrif á líf fólks. Sigrún getur gert ALLT sem að hún vill. Hún er eldklár, hefur örugga framkomu og er höfðingi heim að sækja. Svo syngur hún eins og engill, vill allt fyrir mann gera, er málamanneskja og frábær húmoristi. En ég ætla ekki að halda áfram á þessari braut. Vil ekki að þið haldið að ég sé að skálda upp manneskju. Ég meina, hver trúir því að einhver svona manneskja sé til?? (nema í bíómyndunum) Ég meina svona “OFUR”kona sem að fer létt með að taka margar háskólagráður og elda góðan mat, fara í ræktina, ala upp barn, skrifa 2 blogg, ferðast, senda gjafir til vina og ættingja, lesa skáldsögur og tala STANSLAUST.... ALLT á SAMA tíma! Hver trúir því að svona manneskja sé til?? Ég bara spyr? But you better believe it.... Ég held að næsti áratugur verði Sigrúnu farsæll, bæði í einkalífi og í starfi.. hlakka til að fylgjast með henni. Til hamingju með afmælið elskan mín, mér þykir obbosslega vænt um þig og Egil, sænsku kjötbolluna mína þín MajBritt

Efnisorð:

|

11.11.06

Bland í poka

Fór í jarðarför. Ömmubróðir minn hann Óli lést eftir veikindi fyrir stuttu. Ég man vel eftir Óla því hann bjó hjá langömmu minni lengi vel. Þegar að við komum í heimsókn til langömmu Valýjar þá fengum við heitt súkkulaði og kökur og Óli frændi var aldrei langt undan. Óli var mikill hagyrðingur og orti eitt sinn ljóð um mig. Hann heillaðist mjög af nafninu mínu og lék sér með fyrripart þess þ.e. Maj, í ljóðunum sínum. Hann var líka stríðnispúki og sendi eitt sinn skeyti á heimili foreldra minna. Það var stílað á pabba frá "Ponný" þar sem að Ponný þakkaði pent fyrir allt sem að pabbi hafði gert fyrir hana! Pabbi átti, eins og von var, í miklum erfiðleikum með að útskýra það fyrir mömmu minni hver þessi Ponný væri!!! hehe.. Við hlógum mikið þegar að upp komst að Óli var Ponný ;) Jarðarförin í gær var mjög falleg og Óla líður eflaust betur þar sem að hann er nú. Guð blessi minningu hans.
_________________________________________________________

Fór á Mýrina. Sigrún sæta er á landinu og bauð mér og Katrínu í bíó. Mýrin var mjög góð. Reyndar tók það mig soldinn tíma að venjast Ingvari Sigurðssyni sem Erlendi. Ég hafði hugsað mér Erlend ófríðari, ósnyrtilegri og meira grumpy. Hins vegar stóðu allir leikararnir sig mjög vel og kvikmyndatakan og tónlistin voru frábær. Listrænt auga Baltasar klikkar ekki. Upphafsatriðið var mjög sláandi og ég var eiginlega smá eftir mig. Ég las bókina jólin sem að hún kom út og mundi söguna ágætlega. Það kom hins vegar ekki að sök, fannst gaman að sjá persónurnar lifna við. Ég vona að fleiri myndir verði gerðar um Erlend t.d. Grafarþögn.. en sú bók var meiriháttar.
_________________________________________________________

Kosningarnar í USA fóru frábærlega. Loksins mætir Bush alvöru mótvindi heimafyrir. Nú verður erfiðara fyrir hann að koma málum í gegnum þingið og ekki er verra að losna við Rumsfeld. Ég fæ alveg hroll að hugsa um þá kauða.. ekki þeir bestu fyrir heimsfriðinn að mínu áliti. Og að öðrum kosningum. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er í dag. Það verður spennó að sjá úrslitin úr því.
_________________________________________________________

Það er crazy að gera í skólanum. Ég fékk frest á einu verkenfi (og allir hinir líka :) út af jarðarförinni. Ég er því á fullu að læra núna. Svo eru ritgerðarskil á þriðjudaginn og fyrirlestur í tíma þann sama dag. En þetta hefst allt... hlutirnir hafa afgerandi tilhneigingu til að reddast... ;)
Svo á hún Mattý sambýlingur og meistari afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Mattý mín og hafðu það gott í dag :)

Efnisorð:

|

9.11.06

Bíó
Fór á Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan í gær. Sasha Baron Cohen sem leikur Ali-G leikur þennan sjúklega fyndna karakter þ.e. Borat. Ég sá hann fyrst á MTV þegar að ég var úti í Þýskalandi fyrir ári. Þar var hann með hálfgerð Silvíu Nætur innskot þar sem að hann kynnti MTV tónlistarhátíðina 2005. Geggjaðslega fyndið. Svo var hann brilljant sem kynnir á MTV hátíðinni sjálfri og ekki er hann síðri í þessari mynd. Hún er svona pínlega fyndin. Ég á alltaf frekar erfitt með að sjá fólk gert að fífli eins og hann gerir óspart í myndinni. Ég held að íbúar Kazakhstan þurfi ekkert að örvænta því að djókið beinist gegn Bandaríkjamönnum. Það þarf líka rosalegan karakter að geta leikið svona án þess að detta úr karakter en Sasha Baron Cohen fór víst aldrei úr karakter við gerð þessarar myndar! Eitt atriði í myndinni er þvílíkt ógeðslegt og ég vorkenndi Borat mikið meðan að á því stóð og vona að það hafi aðeins þurft eina töku!!! Þið sem að hafið séð myndina vitið hvaða atriði ég er að tala um.

Efnisorð:

|

8.11.06


Eitt haustið þá leið mér mjög illa. Sumarið hafði verið mér erfitt og þegar að ég byrjaði í skólanum að loknu sumarfríi þá var ég bara búin á því! Í stað þess að vera uppfull af orku og spenningi að hitta krakkana aftur þá var ég döpur og þreytt. Þegar að svona stendur á í lífi manns er gott að eiga góðar vinkonur. Á þessum tíma voru tvær þeirra mér mjög góðar, alveg hreint yndislegar. Þær eiga báðar afmæli í nóvember. Þær eru því sporðdrekar eins og ég. Þær heita Sigga Dóra og Sigrún. Í dag á einmitt Sigga Dóra afmæli og langar mig að óska henni til hamingju með það í þessum örpistli. Þetta haust sem að ég minntist á áðan, þá fórum við Sigga Dóra saman til Portúgal. Það er ógleymanleg ferð. Við eyddum viku saman, lágum á sundlaugarbakka, gengum meðfram ströndinni, átum góðan mat, spjölluðum um allt. Ég get fullvissað ykkur um það að þessi ferð bjargaði geðheilsu minni á þeim tímapunkti, enginn vafi á því. Við Sigga Dóra höfum verið duglegar að hittast í útlöndum sem og hér heima. Ég heimsótti Siggu Dóru t.d. til Barcelona þegar að hún bjó þar. Þar var ég hjá henni í 2 vikur og sá Barcelona í 1. skipti. Ég varð ástfangin af borginni og á margar góðar minningar þaðan. Ég átti eftir að fara oft til Barcelona og hitti þá Siggu Dóru þar meðan að hún bjó þar enn. Siggu Dóru er margt til lista lagt. Hún er ljósmyndari og hörkunámsmaður, svo er hún líka ástfangin. Í dag stundar hún nám við CBS í Köben og á eftir að rúlla því upp, engin spurning. Sigga Dóra er með duglegri manneskjum sem að ég þekki og svo er líka á hana treystandi... ekki amalegir kostir það. Stundum finnst mér voða erfitt að hún búi í Danmörku en ég held svei mér þá að ég hitti hana ekkert sjaldnar en ef að hún byggi hérna heima. Ég og Einar hittum hana og Klaus í haust. Það var frábært kvöld. Svo hitti ég Siggu Dóru og Sigrúnu yfir hvítvínsglasi í byrjun sept.. þá var nú kjaftað ;) Ég á svo margar minningar með Siggu Dóru og hlakka til að hitta hana næst.
Til hamingju með afmælið elsku Sigga Dóra... knús til Klaus... Þín Majapæja

Efnisorð:

|

7.11.06


Leitið og þér munuð finna

Ég týndi 1000 kr. í morgun þegar að ég var að ljósrita. Fann þær svo rétt í þessu á milli brjóstanna minna!

ps. happy birthday Candy girl :) á eftir að sakna þín næstu vikuna :)

Efnisorð:

|

6.11.06

Daglegt líf

Lífið gengur sinn vanagang þessa dagana. Mér gekk vel í prófunum og er núna að byrja í nýjum kúrsum. Fór til dæmis í fyrsta tímann minn í Alþjóða skattarétti í dag. Fyrirlesarinn var mjög fínn en ég veit ekki alveg með efnið. Virkar svona frekar strembið og þurrt á mig.
Nú fyrsti tíminn í stjórnskipun II er í fyrramálið og inn á milli tíma skrifa ég ritgerðir. Ég er með tvær ritgerðir í vinnslu og fjallar önnur þeirra um hvort að fóstureyðingar séu réttlætanlegar (réttarheimspeki) og hin um hæfi dómara.(einkamálaréttarfar)
Svo fer ég í yoga og reyni líka að drulla mér í ræktina from time to time. Stefnan er sett á hlaupabrettið í fyrramálið. Við sjáum hvað setur. Ég hlakka mikið til afmælisdagsins míns en þá fer ég með nokkrum vinkonum á tónleika með Sykurmolunum og út að borða. Þemað verður asískt. Nú svo eru 16 dagar í það að ég fljúgi til London. Þar ætla ég að gista yfir nótt á leið minni til Lisabonn. Í London hitti ég Ingu og í Lisabonn Einar. Spennandi ekki satt?
Jæja ætla að skella hitapoka á bakið mitt og horfa á einn Veronica Mars þátt. Er ekki alveg nógu góð í bakinu eftir útafaksturinn um daginn :( Ég læt svo eina mynd af uppáhaldinu mínu fylgja með hérna til vinstri. Myndina hef ég kosið að kalla "Kæfustrákurinn" :)

Efnisorð:

|

5.11.06

Hjúkk

Lyftan, á hótelinu okkar Einars í París, var ogguponsu lítil. Eins gott að við festumst ekki í henni!!!!!

Efnisorð:

|

4.11.06







Nýjasti gæinn í bænum (Ólafar-Valsson) ... rosa flottur með sítt að aftan ;)

Efnisorð:

|

3.11.06

París enn og aftur

Besta: Eiffel-turninn.. uppi á toppnum
Versta: Heimski afgreiðslumaðurinn í lobbyinu sem að kunni ekki að panta leigubíl
Steiktasta: Hundurinn sem að við djömmuðum með
Fyndnasta: Þegar að Einar fékk andarkæfuna og sultudropana
Sársaukafyllsta: Skórnir mínir
Rómantískasta: Eiffel-turninn.... æ eða bara öll ferðin :)
Neyðarlegasta: Hávaðinn í rúminu!!
Mikilfenglegasta: Eiffel-turninn
Asnalegasta: Þegar að ég labbaði á sokkunum heim!
Magnaðasta: Þríhyrningurinn fyrir utan Louvre
Hallærislegasta: Massinn í hlírabolnum með hettunni
Kúl"asta": Veitingastaðurinn efst í Pompedou
Skemmtilegasta: Latínuhverfið
Villtasta: Leyndarmál
Bragðbesta: Önd nr. 2
Skrýtnasta: Þegar að konan á næsta borði brast í grát og borðfélagarnir kipptu sér ekkert upp við það!!
Sorglegasta: Kveðjustundin
Mottó ferðarinnar: beauty is pain!!!!

20 dagar í Lissabon!!!!!

Efnisorð:

|

Helgin mín í París var besta helgin sem að ég hef upplifað
hér eru myndir

Efnisorð:

|

2.11.06


Snæfinnur í ógöngum :(

Efnisorð:

|

1.11.06

París
er borgin þar sem að tíminn stendur í stað.
Á hverju götuhorni fangar þú anda liðinna tíma.
Yfir borginni svífur rómantík sem að engin orð fá lýst.

París
er borgin sem að hverfur í skýin.
Á meðan þú týnist í hliðargötum uppfullum af menningu.
Yfir borginni svífur ilmandi matarlykt.

París
er borgin sem að lætur þig gleyma.
Á brúnum yfir Signu ómar djazz.
Yfir borginni er samt ólýsanleg kyrrð.

París
er borgin sem að fær þig til að muna.
Hverfi uppfull af skemmtilegu fólki.
Yfir borginni gnæfir Eiffel-turninn í öllu sínu veldi.

París
er borgin sem að fær þig til að elska.
Um strætin leiðast ástfangin pör.
Yfir borginni heldur Mona Lisa verndarhendi.

París
er borgin þar sem að tíminn stendur í stað.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com