VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.9.04

Var í bílnum áðan, keyrði í myrkrinu og úti er rigning og rok.... róleg lög í útvarpinu... umm gerist ekki betra.... svona stundir finnst mér dýrmætar, ég ein með sjálfri mér að hugsa um allt og ekkert... hálfgerð slökun :-)

Annars varð brjálaða vikan sem að var framundan ekkert svo brjáluð því það féll niður próf og kennsla vegna veikinda einn dag og verkefnaskil eru eitthvað voða fá þessa dagana... þábbara um að gera að njóta rólegheitanna he he ....

Fékk soðinn lax, kartöflur og bráðið smjör í Bollakoti 3 í fyrrakvöld. Ég hef ekki fengið soðinn lax í ár og aldir og djöll var hann góður. Kalli Maack hafði sko sjálfur veitt laxinn og matreitt hann svona snilldarlega fyrir okkur hin....

Svo er bara að bruna í bæinn á morgun því það er BIG helgi framundan..... ráðstefna, kaffihúsahittingur, Samlífspartý, klipp, lit og plokk, fatakaup!!!! :-), tjill með famelíunni...
= nóg um að vera (lítið um lærdóm hmmmmmm)

|

27.9.04

Ég sakna þess að vera kölluð síli............

|

26.9.04

Próf, próf og endalaus verkefni...
Ég var, muniði, að taka massíva lærdómshelgi þvi það eru 2 próf í næstu viku og milljón verkefni. Ég er alveg ótrúleg.. alltaf þegar að ég á að vera að læra finn ég mér eitthvað annað miklu mikilvægara að gera! Í gær fór ég t.d. í ræktina eftir langt hlé, fannst það allt í einu miklu meira heillandi en reikningshald. Í dag VARÐ ég að horfa á Oprah og ómægod hvað ég bara hreinlega missti það yfir þessum þætti! Gwyneth Paltrow var sko í þessum þætti og hann bara varð svo yfirþyrmandi væminn og ég sukkerinn átti bara í mestu vandræðum með sjálfa mig he he.... hún var eitthvað að tala um dauða pabba síns og fæðingu dóttur sinnar sem bæðevei heitir Epli!!! og þetta varð allt svo hræðilega dramatískt og sætt og væmið að ég bara sniff sniff....

Svefndjöfullinn sms.....
jamm fékk nokkur sms í nótt..... Ég var eitthvað að svara þeim hálfsofandi, veit ekki hvaða bull ég sendi, en allt í einu virtist sem að einhver væri á leiðinni í Borgarfjörðinn með leigubíl! Ég sem betur fer náði að stoppa það þegar að ég sá í hvert stefndi en djöll var þetta pirrandi að vera alltaf að vakna við sms og hringingar! Í morgun var ég svo alveg... stupid me.. akkurru setti ég ekki á silent??? Ég hugsa greinilega ekki skýrt svona á næturnar :-/


|

Nýtt blogg

Diljáin mín hjálpaði mér að breyta lúkkinu á síðunni og finnst ykkur hún ekki fín... smells like teen spirit or what do you say?? Mér finnst bara verst að missa út öll kommentin :-( finnst það voða leiðinlegt sniff sniff

Katrín flutt út

Nú er hún Katrín systir mín flutt til Englands og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér???!!! Við erum svo svakalega samrýmdar að það er ekkert venjulegt svo nú hefst mikill og langur aðlögunartími hjá mér.... Hún er að fara að læra ensku og Sverrir hendes ektemand er að fara að læra flug. Svo er náttla bara málið að skella sér sem fyrst í heimsókn.... þiggja eina af þjóðargjöfunum hmmmmm..... versla jólagjafirnar í London eða ikkvað????

|

24.9.04

Helgin

Hef ákveðið að vera í sveitinni um helgina. Ætla að taka massíva heilsuhelgi og lærdómshelgi hérna í haustlitunum. Það er ekkert fallegra en Bifröst á haustin svona ykkur að segja... ég horfi út um svefnherbergisgluggann beint í hraunið og litirnir eru ótrúlegir.... algjör litadýrð, alveg eins og Monet hafi komið yfir nótt og málað á gluggann minn....

Fimmtudagsdjamm

Ætlaði að vera róleg en stóðst ekki freistinguna að fá mér í glas í gær... Bjarki hringdi í mig þegar að ég var komin í joggarann og hafði hreiðrað um mig í sófanum og ég ákvað að láta tilleiðast og kíkja í 5 mín. í partý í Bollakot 3... endaði þar í nettum drykkjuleik og svo á kaffihúsinu í þvílíkri sveiflu að annað eins hefur ekki sést... sá líka Óla Páls ganga á glugga og brjóta rúðuna.... þetta kvöld var bara abstrakt !!!

|

22.9.04

Bíómyndagetraun

"Nobody puts Baby in a corner"

"o boy, o boy, o boy........." (sagt eftir skot á barnum)

"Who ordered pizza????!!!!!!"

Úr hvaða myndum eru þessar setningar???



|

20.9.04

Gunnan kvödd....

Ég eyddi helginni í flutninga, tæmdi og þreif Gunnuna mína.... ég sem sagt er búin að afhenda hana og kvaddi hana með söknuði um leið og ég lét nýjan húsráðanda fá lyklana....

Ég keypti Gunnuna fyrir 5 árum og leigði hana fyrst í stað út. Í janúar 2001 flutti ég svo inn eftir mikla málningarvinnu og pússerí ... allt málað hvítt :-)
Síðan þá hef ég ásamt vinum mín haft það rosalega gott á Gunnunni hvort sem að það voru þynnkudagar, matarboð, litlu jól, partý eða bara rómó kvöld..... Öllum þótti gott að vera
á Gunnunni það er engin spurning.

Um leið og ég lokaði hurðinni á Gunnunni vitandi það að ég ætti ekki erinda þangað framar þá lokaði ég kafla í lífi mínu. Núna opna ég aðrar dyr og það verður gaman að vita hvað er fyrir innan þær..... ég kveð Gunnuna mína með trega og þakka hennig góðar stundir ;-) en á sama tíma hlakka ég til að fá mér nýtt heimili og hreiðra um mig á nýjum stað og skapa nýjar minningar :-)

|

18.9.04

Gummi Jóns

var á Kaffihúsinu í gær.... það voru voða fáir mættir kl. 22 þegar að hann byrjaði að spila
og ég var með nettan kjána en svo fylltist kaffihúsið fljótlega sem betur fer. Samt var alveg ferlega mikið kjaftað meðan gaurinn var að reyna að tjá sig milli laga svo það var nokkuð
augljóst að fólk hafði meiri áhuga á lögunum en kjaftagangi... allaveganna þá söng hann eila bara
róleg lög og dáldið mikið sorgleg.. svo maður komst ekki í mikinn stuðfíling fyrr en seinna
um kvöldið og óboy óboy... var fólk fullt eða hvað?? Ég hef sjaldan séð svona marga einstaklinga
svona rosalega fulla eins og í gær he he he.. ég var hins vegar (aldrei þessu vant) prúð og stillt og
var komin heim um kl. 3 e. eftirpartý hjá Darra í Bollakoti1.

The Notebook

ómægod er þetta rómantísk og sexy mynd eða hvað!!??? Ég er alveg eftir mig hérna enda hittir
væmnin mig í hjartastað (sigh)
Gaurinn sem að leikur aðalhlutverkið er BARA sexy og hryllilega sætur að það er bara ógnvekjandi! Við Ólöf sátum bara í sætunum okkar eftir myndina allar út í maskara og með stíflað nef og mér sýndist allur salurinn vera þannig he he he....

Núna er ég í stelpupartýi hjá Kötu skvís og náði í tölvuna mína og við horfðum á rigningaratriðið
úr myndinni aftur og nú fara þær þokkalega hot niðrí bæ en ég ætla þokkalega lokkaþega að fara að láta mig dreyma um þennan gaur núna!!!!
Díses I'm on fire!!!!!!!!!

|

17.9.04

Sit í verkefnatíma í arðsemisgreiningu og er bara að bíða eftir að komast heim svo ég geti brunað í bæinn... er að vona að my brothers in arms, Bjarki og Ömmi fljóti með mér svo nr.1 ég þurfi kannski ekki að keyra, nr.2 þeir eru svo gasalega skemmtilegir, nr.3 verð að hafa testósterón í kringum mig STUNDUM og síðast en ekki síst bara get ég ekki slitið mig frá þeim.... það mætti halda að ég sé gróin saman við Bjarka, as in mjög misstórir síamstvíburar!!!!!!!!!!!!!!

|

16.9.04

Jebb, þár mar kominn á klakann aftur og alla leið upp í sveit.
Portúgalsferðin var bara yndisleg í alla staði, hugljúfar minningar streyma upp í
hugann he he t.d. um hve lítið annað mar þurfti að hugsa um en hvert ætti að
fara út að borða um kvöldið og hvort að mar ætti ekki að snúa sér á sólbekknum......
Við vorum rosalega heppnar með veður og það varð meira að segja of heitt
á köflum svo við þurftum að kæla okkur reglulega í ískaldri sundlauginni.
Okkur leist nú samt ekkert á blikuna þegar að við lentum í Faro því að ég sver ... við
sáum enga mannveru fyrr en eftir marga marga klukkutíma... flugvöllurinn var mannlaus, bílastæðið og svo sá maður ekkert lifandi fyrr en við komum upp á hótel! Þar var okkur vinsamlegast vísað til herbergja og ég spurði í sakleysi mínu: Which floor?? og gellan í móttökunni alveg "- 1"... já já bara að setja mann í kjallarann!!!! Nei nei sem betur fer
fengum við svalir og útsýni og allt það he he... jæja allaveganna þá fórum við út að borða
á hverju kvöldi og leyfðu þjónunum að dextra við okkur... þetta er svo mikið
túristapleis að þeir kunnu flestir að segja takk, velkomin, þú ert sæt og þess háttar
svo maður fékk mikið af þannig komplimentum... svo voru náttla nokkrir sem að
héldu að við værum frá Finnlandi eða Hollandi, Svíþjóð eða já Íslandi!! Sumir fljótir að fatta það. Portúgalir eru líka ekkert smá fínir og þjónustulundaðir og við fengum matinn
nær alltaf strax og hann var mjög góður. Svo röltum við um torgin og
þræddum pöbbagöturnar, sötruðum fuuuuulllt af bjórum og kokteilum úlala...
já höfðum það bara voða næs...

+ ferðarinnar
+ Veðrið... ekkert smá gott
+ þjónustan... rosa snögg
+ allt blístrið og hrósið frá gæjunum
+ ströndin... gasalega falleg
+ hótelið... rólegt og hreint ... góður sundlaugagarður
+ maturinn... mjög góður
+ ferðafélaginn... Sigga Dóra alveg að standa sig
+ brúnkan... vátz kom hún fljótt
+ sólarlagið.... gegt rómó

- ferðarinnar
- Kúkurinn í lauginni.... gaur sem að var eins og kúkur og stal dýnunni hennar Siggu Dóru
- Parið sem að gat ekki hætt að slumma og sleikjast.... komumst svo að því að þau voru íslensk!!
- Luis..... gaur sem að gat ekki hætt að reyna við okkur
- allt blístrið og hrósið frá gæjunum
- Sjávarréttarkrappið sem að við fengum okkur fyrsta kvöldið ullabjakk
- of langt í ströndina
- sólarofnæmið hennar Siggu Dóru.... jógúrtin alveg að gera sig
- EKKKERT hægt að versla... sniff sniff

En já ég spái því alveg að maður dragi einhvern gaurinn þangað með sér í afslappelsi fljótlega... hmmm :-)

|

7.9.04

Dagurinn í dag hefur verið með þeim erfiðari í langan tíma, þvílíkt stress að það hálfa væri meira en nóg..... Ég þurfti að klára 4 verkefni í dag þar sem að ég er að fara til Portúgal eldsnemma í fyrramálið. Ég er allaveganna búin að pakka nokkrum pjötlum niðrí tösku og ligg núna upptjúnuð upp í rúmi.... váts það verður spennufall að koma út.
Annars missir maður af miklu því hausthátíðin er í vikunni og það er mögnuð stemmning fyrir hana, Árni Johnsen kemur annað kvöld að stjórna brekkusöng og svo eru fleiri óvæntir gestir væntanlegir í vikunni ;-) En adios og hugsið fallega til mín þar sem að ég ligg undir sólhlíf og læt mig dreyma með kokteil í einni og sætan Portúgala í hinni :-)

|

4.9.04

Ég held að það séu allir hættir að lesa síðuna mína sniff sniff :-( ég hef verið svo léleg að blogga undanfarið að það er alveg hreint til skammar....

Allaveganna læknaði ég þynnkuna eftir fimmtudaginn rétt svo í dag með því að fara í búðir með Kötu skvís. Ég verslaði mér boli í 17, Top shop, Vera moda (er ég gelgja eða hva!??) keypti mér geisladisk með Maroon5 sem er eilega pinku boy-band en á bara mest sexy lag ever ......
Ég og Kata spiluðum svo lagið sem heitir "She will be loved" í Maximunni og sungum af lífs og sálarkröftum!!!
Í kvöld er stelpukvöld í Hátúninu.... Mæting kl. 18 í förðun og svo pöntum við Take-away, sötrum hvítvín og kjöftum um allt og ekkert. Kannski að Sigga spái fyrir okkur eins og síðustu helgi??? Allaveganna þá fékk ég rosalega góða spá, ég verð sko í lokin einhver warrior sem mediteitar mikið eiða ikkvað... he he Allaveganna er stefnan tekin á bæinn um miðnætti og kannski að mar rekist á skemmtilegt fólk... vona að ég rekist á dökkhærða, hávaxna manninn minn :-)



|

3.9.04

Hellú, díses bakkus eitthvað að stríða mér í gær.... váts ekkert smá gott djamm á kaffihúsinu! Fyrst fór ég í matarboð til Agnesar og Bjössa og fékk lasagnia og reddara beint í æð..... fyndið hvað íbúðin þeirra er allt öðruvísi en íbúðin okkar Sigrúnar þótt þær séu alveg eins!! Ég er eila alveg flutt inn og líður mjög vel hjá mæðginunum mínum. Eftir matarboðið skellti mar sér svo í pizzapartý í Bollakoti 2 hjá aðalgellunum og þar var þokkalega mikið af liði og mjög gaman. Svo var nýtt hljóðkerfi vígt á kaffihúsinu og Ingvi og Siggi djömmuðu feitt á mæknum. Ömmsterinn plataði þokkalega sambúkka í tjéllinguna og hugsa ég honum þeigjandi þörfina núna milli ælutrippa pjúkkedí pjúkk....
reddari+cervesa+sambukka=wthfokk am I doing....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com