VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.1.07

Dýr nauðsyn

já það er dýrt að fara til læknis. Hef núna "eytt" 8.000 kr. í húðlækninn minn á 3 dögum. Þetta er samt auðvitað nauðsynlegt þ.e. að fara reglulega í skoðun og láta fjarlægja eitthvað sem að gæti verið meinsemd í. En þegar að maður er blankur þá finnst manni þetta svo blóðugt, sérstaklega þegar að ég var samtals svona 15 mínútur hjá honum! En mér líður betur á sálinni, það skiptir nú einhverju ekki satt??

Efnisorð:

|

30.1.07

Áfram Ísland!!

Þvílík vonbrigði að tapa fyrir Dönum. Það munaði svoooo litlu og mér fannst þetta bara spurning um guð og lukkuna þarna í endann. Snorri var gjörsamlega frábær í þessum leik og reyndar allir íslensku leikmennirnir. Þessi ósigur var bara ömurlegur! En mótið er ekki búið. Við eigum 2 leiki eftir og nú er bara að taka Rússana á fimmtudaginn. Mér finnst bara gjörsamlega frábært að vera komin svona langt og hlakka til að sjá þá gera úti um rússneska björninn :o)
Svo á pabbi afmæli í dag og ég óska honum til hamingju með daginn. Hann verður nú barasta unglegri með hverju árinu! Það er ekki að því að spyrja að maður er með góð gen :)

Efnisorð:

|


Dreamgirls!

Flottir búningar, flott lög, vel sungin og vel leikin, flottir dansar og skemmtilegt show. Mér tókst svo líka að skæla aðeins yfir henni.
Ps. eins og ég fílaði Jennifer Hudson ekki í Idolinu þá er hún þrusugóð í þessari mynd, hún má eiga það.

Stjörnur: ***

Efnisorð:

|

29.1.07



Eiki Hauks eða Jónsi??

Bara að láta ykkur vita að ég kaus Eika Hauks sl. laugard.kv! Bara svona til að tryggja okkur 12 stig frá Noregi og jafnvel hinum Norðurlöndunum í lokakeppninni. Best að taka Carolu-trikkið á þetta sko. Rauðhærði víkingurinn úr gaggó vest á ekki eftir að klikka... ps. ég kaus sko líka Jónsa en það er bara út af því að ég kýs ALLTAF Jónsa... Nú er ég hins vegar í miklum vandræðum.. Eiki Hauks eða Jónsi????

Efnisorð:

|

28.1.07

Lestrarhestur

Frá áramótum hef ég lesið nokkrar bækur. Þær eru misjafnar eins og þær eru margar. Ég byrjaði á því að lesa bókina sem að ég vann í möndlugjöf. Hún heitir í íslenskri þýðingu Flóð og fjara og er eftir Agöthu Christie. Atburðarrásin er eftirfarandi: Auðmaðurinn Gordon Cloade lætur lífið í loftárás í seinni heimsstyrjöldinni, en ung eiginkona hans lifir árásina af. Cloade-fjölskyldan, sem hafði átt greiðan aðgang að auðæfum hans, situr eftir arflaus. Dularfullt morð í þorpinu þar sem fjölskyldan býr veldur því að Hercule Poirot kemur til sögunnar. Hann verður að afstýra því að fégráðugir ættingjar Gordons komi ekkjunni ungu fyrir kattarnef! Bókin er ágætlega þýdd en yfirleitt finnst mér betra að lesa bækurnar á frummálinu ef að ég get. Bókin var spennandi og hélt mér við efnið allt til loka og plottið var síður en svo augljóst. Hercule Poirot er alltaf jafn skemmtileg týpa sem maður fær seint leið á. Stjörnur: **1/2
Nú næstu bók keypti ég á flugvellinum á leiðinni til Genf. Sú bók var algjörlega meiriháttar og heitir Minningar Geishu "Memoirs of a geisha" og er eftir Arthur Golden. Sagan heillaði mig algjörlega og ég gat hreinlega ekki slitið mig frá bókinni. Sagan segir sögu ungrar japanskrar stúlku sem að er seld og lærir að verða geisha sem að er fylgi/skemmtikona-listamaður. Lífshlaup aðalsöguhetjunnar er svo heillandi og spennandi að maður getur ekki annað en hrifist með og öll umgjörð þ.e. lýsingar á umhverfi og staðháttum gerir söguna ljóslifandi fyrir manni. Ég heillaðist svo af sögunni að ég hef núna keypt mér aðra bók um líf geishu og svo horfði ég á myndina sem að gerð var eftir bókinni. Söguþráðurinn í myndinni var aðeins öðruvísi en í bókinni sjálfri og mér fannst myndin ekki ná þeirri dýpt sem að bókin náði. En ég var allaveganna gjörsamlega heilluð af þessu öllu saman og mæli hiklaust með bókinni og gef henni ***1/2 stjörnur.
Því næst las ég bók sem að ég keypti í Genf. Hú heitir Never let me go og er eftir Kazuo Ishiguro.Sú bók er þrælfín og ég vil ekki segja of mikið um söguþráðinn þar sem að hann er soldið spes og ekkert gaman að vita neitt um hann. Þessi höfundur hefur gert fjölda góðra bóka t.d. Remains of the day en það var gerð mjög fræg bíómynd eftir þeirri bók. Ég var pínustund að komast inn í bókina en svo læsti hún klónum í mig og ég gat ekki hætt fyrr en ég vissi hvað var í gangi og hvernig hún myndi enda. Stjörnur: ***
Nú svo er ég núna rúmlega hálfnuð með bókina Q & A eftir Vikas Swarup en ég leitaði logandi ljósi að þessari bók í Genf. Hún heitir í íslenskri þýðingu Viltu vinna milljarð og hefur fengið frábæra dóma. Bókin fjallar um Indverjann Ram Mohammad Thomas hefur verið fangelsaður fyrir að svara tólf spurningum rétt í spurningaþættinum Viltu vinna milljarð? Talið er víst að hann hafi svindlað. Indverjinn segir svo lögfræðingi sögu sína og fyrir manni opnast nýr og framandi heimur. Bókin er enn sem komið er mjög góð en ég ætla að bíða með að gefa henni stjörnur þar til í næsta holli. Á náttborðinu eru líka Konungsbók e. Arnald Indriðason og Rokland eftir Hallgrím Helgason. Ég bíð spennt eftir að komast í þær.

Efnisorð:

|

25.1.07

Júróið og Frjálslyndir

Hvað er að koma fyrir júróið?? Þessi lög þarna sl. laugardag voru ekki upp á marga fiska, eða hvað fannst ykkur? jæja vonandi að eitthvað skárra líti dagsins ljós næsta laugardag!
Helgin lítur vel út (já það er komin helgi hjá mér!!).. fer í bæinn á eftir og ætla að taka góðan hitting með fullt af fólki þessa helgina. Ætli maður reyni ekki að líta í bók líka.
Annars þá finnst mér merkilegt að fylgjast með baráttunni innan Frjálslyndaflokksins. Horfði á Margréti og Magnús í Kastljósinu og fannst svolítið merkilegt að honum fannst sinn árangur betri en hennar þar sem að hann hefði nú komist inn á þing! Hún var samt með rúmlega 6000 atkv. á bak við sig en hann með undir 500!! Atkvæðin út á landi vega bara þyngra og í þessu tilliti er hægt að hugsa hvort að gamalt baráttumál Alþýðuflokksins sáluga, landið eitt kjördæmi!!, sé ekki sanngjarnara en núverandi kerfi?

Efnisorð: ,

|

24.1.07


Púðinn í útlöndum!!
Nú er uppáhalds frændinn á Kanarí og ég sé hann ekki fyrr en eftir viku! Og ég sem hef ekki séð hann í 3 vikur... vonandi að hann verði ekki búinn að gleyma frænku sinni... Hlakka til að fá hann og foreldrana heim og vona að ferðin verði frábær! Ég hefði ekkert á móti því að vera á Kanarí núna....

Efnisorð:

|

23.1.07

Nýjar myndir, veikindi og áfram Ísland

Vá hvað leikurinn var skemmtilegur í gær! Ömma fannst reyndar ömurlegt að horfa á hann með mér af því að ég var alltaf í símanum hehe.. Í gærkvöldi var ég svo eitthvað ferlega slöpp og vaknaði í morgun með þvílíkan hausverk, hálsbólgu og stíflað nef :( byrjar ekki vel! Ég get nú samt ekki annað sagt en að það sé gott að vera komin á Bifröst aftur (þrátt fyrir kulda og snjó) Það var yndislegt að hitta stelpurnar aftur og Birna tók sig til og eldaði ljúffenga kjúklingasúpu handa okkur í gær. Svo, ég meina svona í tilefni af því að við ættum að vera að læra, þá komum við okkur vel fyrir upp í sófa og horfðum á Heroes. Sá þáttur er mjög skemmtilegur.
En annars, ég er hætt í bili, þarf að fara að snýta mér og vorkenna mér aðeins ...

Nýjar myndir hér

Efnisorð: ,

|

21.1.07

Leidindi

Mikid OFBODSLEGA er leidinlegt ad hanga a flugvollum! Eg hef verid her a Heathrow i 5 og halfa klst. nuna og er buin ad drepa timann a allan mogulegan hatt. Nu vill svo til ad batteri-in in raftaekjunum minum eru ad taemast og pundin ad klarast :( svo eg verd ad halda afram ad lesa bokina mina.. verst hvad saetin her eru othaegileg buhuuuu
Svo er eg ekki einu sinni buin ad tekka mig inn svo enn tekur vid bid thegar ad eg loksins losna vid toskurnar!
Svo tharf eg abyggilega ad borga yfirvigt.... ohoo drepid mig NUNA!

Efnisorð:

|

19.1.07











Efst í huga mínum

Erum við mastersgellurnar að fara á Bifróvision?? Svör óskast í kommentakerfið!

Í Istanbul ganga hundar lausir um í tonnatali og kettir líka. Kettirnir éta upp úr ruslinu og hundarnir elta mann, glefsa í mann og eyðileggja sokkabuxurnar manns! (þá er gott að eiga kærasta sem að hvæsir!!)

Í gær fórum við á indverskan veitingastað og í kvöld er fondue. Spurning hvort að ég þurfi ekki tvo sæti í flugferðinni heim!

Það er ekki leiðinlegt að fara í kvöldgöngutúra um Genf.

Í þessu fríi höfum við horft á ALLAR Lord of the rings myndirnar. Þær eru svo flottar!

Við horfðum líka á Lady in the water sem að er spehes...

Eurovision byrjar annað kvöld!

Það er ekki sniðugt (fyrir alla aðilia), t.d. þegar að maður er í Istanbul, að láta taka einhver sem að maður þekki upp á svið þar sem að hann er látinn dansa og lendir í hnífakasti!

Mig langar ekki heim...

Ég hlakka samt til að hitta alla

Ég sakna Eiríks Tuma og langar að knúsa hann

Hér að ofan eru myndir frá Istanbul, takið eftir þessari þar sem að Einar er að þvo á sér fæturnar ... hann var sko að fara inn í mosku að biðja en tyrkneskur í aðra ættina hehe

Efnisorð:

|

18.1.07




Genf-Istanbul-Genf

Við Einar skelltum okkur til Istanbul um síðustu helgi! Já alltaf gaman að geta sagt það :) Við fórum á fimmtudegi og komum heim á mánudegi. Helgin var vægast sagt framandi og skemmtileg. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér menningarmuninn og þó á Istanbul að vera vestræn. Istanbul er rosalega falleg og líka ógeðslega ljót. Hún stendur á 7 hæðum og er í tveimur heimsálfum þ.e. Evrópu og Asíu. Ég steig því fæti mínum á asíska grund í 1. skipti í þessari ferð. Maturinn var góður og ég féll algjörlega fyrir tyrknesku brauði með fyllingum... Tyrkir eru snillingar í að baka brauð!! Svo prófuðum við náttúrulega tyrkneskan kebab og Baklava sem að er tyrkneskur eftirréttur. Við ferðuðumst um borgina, fórum á Grand Bazar, sáum Bláu moskuna og fleiri moskur, fórum í sumarhöll soldánsins, fórum á magadans-show, í tyrkneskt bað og á söfn. Lokakvöldið fórum við út að borða upp í einum elsta turni Evrópu með útsýni yfir alla Istanbul.. ekkert smá æðislegt. Það skrýtnasta og um leið eitt magnaðasta við ferðina var þegar að allar 2850 moskurnar í Istanbul "sungu" upp úr kóraninum á sama tíma og fólk lagðist á mottur til að biðja... alveg ótrúlegt!

Efnisorð:

|

9.1.07

Genf

Lifid i Genf hefur verid tiltolulega rolegt thad sem af er. Fyrstu dagarnir foru einkum i ritgerdarskrif en thegar ad theim lauk hef eg tekid thvi rolega. Eg hef rolt um borgina og verslad sma enda eru utsolur i fullum gangi. Eg skodadi Gamla baeinn um daginn og hann er mjog sjarmerandi. Thar settumst vid inna a litid kaffihus gegnt kirkjunni og atum crepes, ferlega naes. Vid aetlum ad reyna ad fara eitthva naestu helgi en hofum enn ekki akvedid hvert. Einhverjar uppastungur :) Thad asnalega er ad thad er miklu odyrara ad ferdast til annarra borga i Evropu en milli borga i Sviss... thad er RANdyrt! Annars laet eg betur i mer heyra seinna... hafid thad nu gott :)

|

1.1.07

Uppskrift af góðu gamlárskveldi (í stafrófsröð)



Arineldur
Bogomil Font
Fjölskyldan
Háir hælar
Humar
Hreindýrakjöt
Hrókasamræður
Ís (heimalagaður)
Kampavín
Knöll og rakettur
Skaupið
Síðkjólar
Stjörnuljós
Útsýni yfir ALLA Reykjavík



Selvogsgrunn-systkinin á svölunum á Vesturbrún!

Fleiri myndir hér

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com