VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

26.3.03

Bifröst... er að fara í heimsókn þangað á eftir :o) Ætla að taka túr um framtíðardvalarstað minn (ef að svo ber undir) og leggja mat á þetta allt saman. Sigrún ætlar að "gæda" mig um svæðið og svo er það Borgarnes+kjulli+potturinn he he he....

|

24.3.03

Djöfull er Robbie Williams mikill töffari.... hann er alveg að gera það fyrir mig... Ég var í ræktinni á laugardagsmorguninn, hlaupandi á brettinu og horfandi á Popptíví.... kom ekki kallinn og nýjasta myndbandið er alveg soldið sexy... draumagellurnar hans síðan að hann var polli, leikandi í myndböndunum hans og kyssandi hann.... og hann alveg að fíla það! Hvað ætli hann hafi verið gamall þegar að Splash kom út??? Ábyggileg rétt svo 10 ára og öllum fannst Daryl Hannah geggjuð með síða ljósa hárið sitt... og svo 15 árum seinna..... hann glottandi með gelluna upp á arminn... Sama sagan með Kylie.... jább hann er töffari! Svo fílar hann að hafa þær eldri og ég er alveg að fíla það he he......

Óskarinn hélt mér ekki við efnið.... sofnaði um 2:30... en hafði áður verið skellihlægjandi af Steve Martin og djókunum hans.... líklegast verið einhver svefngalsi í mér hmmmm... Helga Guðný snorkandi við hliðina á mér en hló upp úr svefni með mér... ha ha ... soldið fyndið ;-) Typískt að Hollívúdd hafi kosið Chigaco ... syngjum bara og dönsum... það er best :o) Samt alltaf gaman að fá soldið fútt í þetta og heyra pólitískar ræður... stjörnurnar eru nú allar svo miklir demókratar og eru alveg að láta Bush finna það! Og yfir í pólitískar umræður... vá matarborðið hristist og skalf í gær þegar að Eiki bro hélt monolog um stríð og USA og andleysi stjórnvalda hérlendis... við bara hin komumst ekki að... gaurinn bara var þvílíkt heitur... og að breytast í komma eins og sumir sem að ég þekki.... (kominn í hamar og sigð bol!)

Fór á skóútsölu í gær og viti menn!!!!!! Mín keypti EKKERT og ekki tók mín upp budduna í Kringlunni heldur!!!???... ég er alveg að slá í gegn hérna á klakanum núna ;-)
70 dagar í Italia... við Helga erum á fullu að telja niður og erum farnar að spá í ferðahandbækur og bakpoka og solleiðis.....

Átti ljómandi fína helgi... ræktin og sund á laugardags og sunnudagsmorgun... og svo vinna og búðarráp... fór á Ruby-tuesday á lördag og hafði það kósí með Sigrúnu sætu...
og Diljá mín, mín er farin að sakna þinnar..... hvað er málið að missa af vélinni!!!!!!

|

20.3.03

Fór á Lilja 4-ever í fyrradag. Þetta er hræðileg mynd og mjög sláandi. Ég grenjaði úr mér augun og fylltist viðbjóði og fannst myndin einum of raunveruleg fyrir minn smekk.... Þessi sænski leikstjóri er ekkert smá flinkur í því að grípa raunveruleikann og stundum finnst manni eins og leikararnir séu ekki að leika heldur sé þetta alvöru fólk.... Lilja er brillant velgerður karakter og velleikin. Manni þykir eitthvað svo vænt um hana og vill henni svo vel og þess vegna er svo sárt að horfa upp á örlög hennar. Ég var alveg allt þriðjudagskvöldið að jafna mig og er ennþá að hugsa um myndina og reyni að hugsa sem minnst um dvöl hennar í Svíþjóð... ég vil bara ekki trúa því að þetta sé að gerast á Norðurlöndunum!!! Myndin fjallar sko um 16 ára rússneska stelpu sem að er plötuð í vændi yfir til Svíþjóðar.... vá djöll var ég eftir mig....

...... og að raunveruleikanum.... stríð í Írak. Íslendingar og 29 aðrar þjóðir komnir í stríð við Íraka. Ég fæ alveg hrollinn..... samt er þetta eitthvað svo langt í burtu.... ætli maður verði ekki dofinn fyrir þessu þegar að maður sér fréttir af þessu aftur og aftur... eins og með Ísrael og Palestínu og þegar að stríðið var í Bosníu... maður var bara hættur að kippa sér upp við þetta allt saman.... við hérna á skerinu með tannburstann og Skjá 1 planandi sólarlandaferðir og hvað eigi að gera um helgina.... mér er spurn.... but life goes on.....

og að skemmtilegheitum.... ég er þvílíkt að rokka á æfingu.... hleyp af mér spikið á hverjum degi.... :o)

|

18.3.03

Helgin var bara glimrandi fín... smá pistill : Saumó á föstudagskvöldið... brilliant að hafa saumaklúbba á föstudagskvöldum, ekkert stress og maður getur virkilega slappað af og haft það næs. Ég bauð upp á Mexikóska-sveitasúpu og svo komu nokkrar með sittlítið af hverju. Horfðum á American Idol og hlógum mikið yfir því. Við kjöftlum ógesslega mikið og skipulögðum árshátíð 5. apríl. Ætlum að fara út á land og djamma í bænum um kvöldið ;-)
Laugardagurinn fór í Kringluráp og þrif... og svo leikhús um kvöldið. Fór á með fullri reisn og skemmti mér mjög vel. Diljá yndi bauð mér og við vorum bara komnar í svaka stuð þarna í lokin og klöppuðum eins og vitleysingar ..!!! he he..
Fór í mat til m+p á sunnudagskvöldið og fór út að skokka!!!!! klapp fyrir mér...

Survivor í gær.... þetta er nú leiðinlegasta serían... ég er ekki alveg að nenna að horfa á þetta :-(... alveg dottin úr stuði. Hópunum var samt blandað saman í gær og kannski að þetta verði þá eitthvað meira spennandi??? Aldrei að vita.....

Svo er það kannski bara stríð á allra næstu dögum.... ekkert smá sorglegt :-( Ég vona svo innilega að eitthvað breytist en einhvern veginn finnst manni að það sé löngu búið að ákveða þetta stríð. Svo eru Rússar núna móðgaðir og ætla að fresta afvopnunarsamningum svo það er vonandi að USA og þá allur heimurinn um leið fái þetta ekki allt framan í sig á endanum :-(

Ps.s en hérna er uppskriftin af súpunni (fyrir áhugasama): (fyrir 3-4)
150g beikon
6 sneiðar púrrlaukur
3 stórar kartöflur
3 stórar gulrætur
150g maís
1 dós hakkaðir tómatar
3 dl vatn
1-2 súputeningar
2 dl rjómi
1/2 tsk chilliduft
salt og pipar
Skerið beikonið í litla parta og mýkið það ásamt púrrlauknum í potti. Setið tómatana síðan út í ásamt vatni og súputeningnum. Skerið niður kartöflur og gulrætur í litla teninga og bætið því út í. Látið þetta malla og piprið, má setja salt en það er óþarfi (beikonið er alveg nógu salt). Þegar að kartöflurnar og gulræturnar eru orðnar soðnar, bætið þá rjómanum, maísnum og chilliduftinu út í. Setjið minna af chillidufti heldur en meira, smakkið til (það leynir á sér!!). Látið malla..... og síðan borið fram með heitu brauði.

|

14.3.03

jæja....loksins komin með nýja könnun ..... Amsterdam var kosin mest spennandi... og London og Köben fylgdu á hæla hennar...
Annars er bara svo gaman að ferðast og allar þessar borgir eru spennandi... !
En hvað ætliði að kjósa í vor.... hvorum megin við línuna liggið þið?? Ég er soldið forvitin að vita hvar lesendur þessarar síðu finna hjartað slá :o) kannski bara alls ekki í pólitík????

Ég er farin að elda í huganum enda með smá matarboð í kvöld... þarf að versla smá inn og er strax farin að leggja á borð í huganum. Ætla svo að smella nokkrum myndum af gellunum svo veriði sætar.... eins og alltaf ;-)

Hvað finnst ykkur um lögfræðideildadeiluna milli HÍ og allra hinna?? Ætli engum öðrum en HÍ sé treystandi fyrir því að útskrifa lögfræðinga hér á landi?? Er þetta ekki smá íhaldssemi og hræðsla... ??? Ég held samt að það þyrfti að samræma námsefnið að einhverju leyti ... ég meina ekki viljum við fá lögfræðinga á markaðinn sem vita ekki skilgreiningu réttarheimildar: " Þau gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún mótuð almennt eða í ákv. tilfelli" lögfræði 101...............!!!!!!! :o)

|

13.3.03

Hvað segja sveitungar gott í dag??? Trúi ekki að það sé liðin vika síðan að ég flaug til Amsterdam!!! Timinn er skrýtið fyrirbæri :o)
Vikan búin að vera fín, Sólon í gær með Siggu Dóru... kjúklingasallat ummm og bjór ;-) Skellti mér í líkamsrækt í gær og prófaði Hreyfingu.
Leist bara vel á þá stöð og er að hugsa um að kaupa mér kort þar... er á svona gestakorti núna og ætla að ákveða mig um helgina...
Í kvöld er pjúra sjónvarpskvöld.... Kata skvís og ég ætlum að fá okkur subbara og liggja flatar yfir Gettu betur, Bachelor og Sex and the city... maður má nú aðeins glápa...???
Saumó annað kvöld, ætla að bjóða upp á súpu og með því ..... leikhús á laugardaginn og kannski Thorvaldsen?
Maður bara farinn að hlakka til helgarinnar ;-)!!!!!!!!

|

11.3.03

Jebb þá er maður komin heim frá Amsterdam!
En eins og þið vitið þá fór ég og heimsótti Bjarka í Amsterdam. Við pöntuðum hótel á netinu og ó mæ god ég fékk sjokk þegar að við mættum á svæðið! Hótelið var í miðju Rauða hverfinu og þar sem að við komum um kvöld þá vorum við bara mitt á meðal hóranna og dópsalanna og mér leist bara ekkert á blikuna...!!
Svo komum við inn á hótelið og það var mjög vond lykt og allt í niðurníðslu og ég var næstum farin að grenja. Maðurinn í móttökunni sá nú pottþétt hvað ég var aum og var þvílíkt næs, sagði að við hefðum ekkert að óttast og gantaðist aðeins við okkur... Svo komum við upp á herbergi og þá var sem betur fer hreint á rúmunum en herbergið var nú ekki upp á marga fiska og það hafði ekki neitt verið endurnýjað síðan 1700 og eitthvað!!!
Þetta skánaði nú samt þegar að við mættum í morgunmat daginn eftir. Fengum fínan morgunmat og trítluðum svo út í allt annað hverfi en við sáum kvöldið áður.... allt frekar rólegt og tjillað. Við byrjuðum á Húsi Önnu Frank. Það hafði töluverð áhrif á mig. Fann alveg þvílíka nálægð þegar að við komum inn í herbergi foreldra Önnu þar sem að mamman hafði merkt á vegginn hvernig stelpurnar höfðu stækkað... svo líka að sjá allar leikaramyndirnar sem að Anna hafði límt á vegginn í sínu herbergi. Ég sá hana alveg fyrir mér vera að hengja þær upp og vissi pottþétt ekkert hvað væri í vændum. Við röltum svo um borgina og kíktum í búðir og fórum svo út um kvöldið. Það var brill-kvöld. Fundum góðan pöbb í "hverfinu okkar" og sötruðum bjór frameftir og kjöftuðum um allt.... fyndið hvað Hollendingar eru lítið hrifnir af Þjóðverjum... það héldu sumir að við værum Þjóðverjar og nenntu varla að tala við okkur en þegar að þau föttuðu að við værum Íslendingar voru allir þvílíkt áhugasamir og spennir... Við ætluðum svo að kíkja á coffieshop en klukkan var orðin of margt svo við enduðum á öðrum pöbb þar sem að sessunautar okkar við barinn sátu með tvo fulla poka af grasi og vöfðu sér jónur í gríð og erg. Þau voru svo fyndin.. algjörir hasshausar... eða grashausar og sögðust vera að vinna við jónuvafninga á skemmtistað þarna rétt hjá. Væru núna í tjilli að fara að reykja...!! Já svona er Amsterdam í dag...
Við gátum varla gengið þrjú skref áfram áður en okkur var boðið kók eða e-töflur... og vorum bara elt á röndum... héldu greinilega að Bjarki væri dópisti og ég fylgdarmær hans... he he... segi svona! Á laugardeginum röltum við í góðum Þjóðhátíðarfíling um borgina og leituðum að Rembrandt-húsinu... vorum eitthvað þvílíkt villt, fundum það loks og vorum þar í 10 mín. Bjarki hafði svo rosalegan áhuga á Rembrandt að ég bókstaflega varð að draga hann út... hann ætlaði bara að vera þarna í marga klukkutíma!!! he he... ekki alveg. Hlógum samt mikið að stuttu stoppi eftir margra klukkutíma leit. Gerðum líka þau afdrifaríku mistök að prófa Burger king í stað Mac.. ætluðum að vera rosa víðsýn og prófa eitthvað nýtt... en ullabjakk... vondar franskar og vondir hamborgarar! Svo er það líka ógesslega fyndið með Hollendinga og franskar.... sáum fólk út um allt með franskar í bréfi og hrúgu af majonesi... allir með franskar og majones... og Bjarki segir að ef að sól skín þá séu allir með franskar og ís!... Svo eru allir Hollendingar með gelað hár... það er ábyggilega metsala á hárgeli í Hollandi.... og ekki sjéns að við Íslendingar eigum heimsmetið í því!! (eins og öllu öðru) Sem sagt týpískur Hollendingur er hjólandi með gelað hár og franskar og majónes í poka!!!

Ég fékk svo mikinn útlandafiðring þarna úti að ég vildi að ég væri flutt út.... someday my friend.... someday!!

En allaveganna þetta var brilliant ferð og ég hef ekki einu sinni sagt ykkur allt.... t.d. hvað sumar hórurnar voru rosalega fallegar... meðan aðrar voru ógeeeeeeð.... eins og þessi gamla og feita sem stóð í þvílíkum fíling, dillandi spikinu og syngjandi...!! og hvað allt Rauða hverfið var morandi af fullum Bretum... og 90% af liðinu þarna voru karlar.... allt út í sexshops og livesexshowes... Ég sagði ykkur heldur ekki frá sætu stelpunni á kaffihúsinu og þreyttu og fúlu afgreiðslukonunni á lestarstöðinni sem sagði að við værum stupid... eða svitasvertingjanum sem lyktaði eins og helvíti.. og elti Bjarka um allt.... og strákinn í lesinni sem huggaði mig þar sem að ég sat með augun full af tárum eftir að hafa kvatt Bjarka á lestarstöðinni....

=Brill ferð!!!!!!!!

Efnisorð:

|

6.3.03

8 klst. í AMSTERDAM!!!!!!!! Vá hvað ég er spennt..... samt er þetta eitthvað svo skrýtið... ég fer ein út... (ekki í fyrsta skipti sem að ég flýg ein út samt) og þarf ekkert að versla í fríhöfninni... fæ mér bara rauðvínsglas og kaupi mér nokkur blöð. Svo hitti ég Bjarka á flugvellinum úti..... he he ;-) rosagaman og við munum taka Amsterdam með trompi um helgina. Ég ætla nú eitthvað að reyna að versla og svo er það bara rölt um söfn og svo förum við út að borða, sitjum á kaffihúsum og kíkjum í Rauða hverfið hí hí....
En nú ætla ég að reyna að klára nokkur verkefni fyrir hádegi og svo er það bara Leifsstöð... Keflavík here I come... and Amsterdam get ready!

Efnisorð:

|

3.3.03

Jebb rétt til getið!!!! Fékk flensuna um helgina og þurfti að fresta öllum mínum plönum.... engin verlsunarferð sniff sniff og ekkert heilsudæmi... bara snýtingar og beinverkir og mjöööööög mikil sjálfsvorkunn ;-). Núna er ég samt öll að koma til og hósta bara þurrum hósta á fimm sek. fresti!

Liverpool bara rasskelti rauðu-lillana í gær :o) Bara að minna á það að maður sparkar í boltann en ekki í skóna......

Survivor heldur betur að koma á óvart.....gellurnar bara vinna og vinna.... ég er farin að halda að maðkur sé í mysunni!! Nú verða allar femenistakellingarnar brjálaðar, en kommon.... þetta er eitthvað skrýtið. Sveðja strákanna, í þættinum í kvöld, var eitthvað einum of bitlaus.... þið hljótið að hafa séð það!???
Og hvað var málið með þegar að stelpurnar voru að þvo sér í ánni... BARA teknar myndir af ungu gellunum og þær voru, nota bene, að þvo hvor annarri... geta ekki alveg séð um þetta sjálfar he he...
Annars eru ágætis gæjar þarna innan um... reyndar fór sá sætasti fyrst, en þessi Alex er soldið töff (verður samt deffennettlí ógesslega mjór) sérstaklega þegar að hann er með klútinn!!

Nú er sko mál í gangi í þjóðfélaginu. Horfði á Davíð Oddson beygðan í fréttunum áðan. Fannst vegið að sinni persónu og var næstum með tárin í augunum. Ég verð nú að segja að ég skil þetta mál ekki alveg???? Ég er alveg þokkalega skýr en ég er bara ekki að ná endum saman!!!??? Hverjum á maður að trúa? Mér finnst einhvern veginn ótrúlegt að Davíð ljúgi bara svona blákalt...og nú myndi góður vinur minn segja mig beygða undir yfirvaldið!!! Ég hef bara meiri trú á Davíð en það!
... en hvað svo sem snýr upp í þessu máli þá fer ég ekki ofan af því að afskipti stjórnvalda af tilteknum fyrirtækjum eru meira en lítið dúbíus! Og að draga Ingibjörgu Sólrúnu inn í þetta...... ekki alveg að kaupa það! Hvað finnst ykkur?? Það þorir kannski enginn að úthrópa sig um þessi mál???? Þetta er náttla bara orð gegn orði..... eða ??? Og hvaða máli skiptir hvort að Davíð man eftir einhverjum dúdda frá rassi??? Ég held bara að Samfylkingin fái nokkra punkta hjá Gallup núna!!!

Nú er farið að styttast í Amsterdam hjá mér. Hvað er hægt að gera í Amsterdam!!! Mæliði með einhverju???

OG TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!!!! FENGUÐI BOLLUR????

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com