VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.2.03

Í dag er ég að fá hálsbólgu... finn það greinilega... svona tak í hálsinum sem herpist og herpist er líða tekur á daginn.... ég er líka farin að hnerra og fólkið hérna í vinnunni er hætt að nenna að biðja guð um að hjálpa mér ... ætla bara að segja það í lok dagsins fyrir öll hnerrin.
Ég sem var með svo góða tilfinningu fyrir helginni, þetta átti að verða heilsu-helgi! Ætlaði að fara í göngutúra og sund og borða hollan mat, hreinsa mig smá og stunda jóga. Lesa og láta mig dreyma. Kaupa mér sjal í Inwear og skó í Bianco. Ok ekki skamma mig... ég veit ég er skósjúk enda sagðist ég ætla að láta mig dreyma....
Planið var að kíkja á Thorvaldsen annað kvöld og mat til mömmu og pabba á sunnudaginn. Já það verður soldið spennandi að tékka á því hvort að eitthvað af þessu rætist eða hvort að ég liggi veik heima með trebba og snýtuklúta :-( ...... spennandi he he...

Ég er þokkalega fúl út í piparsveininn! Hann fór á þrú deit í gær og henti þessari skástu út. Reyndar var hún soldið pirrandi til að byrja með en hún svona grows on you og ég var bara farin að fíla hana. Hún var eitthvað svo yfirveguð og róleg og góð og sæt... samt svona misfríð... stundum gorgeus og stundum eitthvað soldið skrýtin.. eða eitthvað...??!! Piparsveinninn er bara eitthvað að skíta í brækurnar núna.... það er eitthvað svo týpískt að hann velji einhverja sem að er allover him og bara alveg slef slef.. "ég er svo vitlaus og indæl og ég veit ekki neitt...." Hann er allaveganna með eina þannig og svo eina óþolandi nöldurskjóðu sem að er að reyna að spila sig hard to get... og er alltaf eitthvað.. "ég treysti þér ekki .. þú ert bara að kyssa aðrar... "ég meina hvað var gellan að fara í þennan þátt???? Æi hún blaðrar stanslaust... pirr pirr... arg..

en hafið það gott og hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins???????

Efnisorð:

|

26.2.03

Sælt veri fólkið til sjávar og sveita..... fór á drepos mynd í gær... hún var þokkalega boring.... Gangs of NY... ! Já ég varð heldur betur fyrir vonbrigðum... hún var bæði löng og leiðinleg... full af ofbeldi og enginn almennilega sláandi söguþráður. Mér finnst allt í lagi að hafa ofbeldi ef að sagan er sterk. Daniel Day-Lewis var samt flottur sem "skúrkurinn" (fannst hann samt ekkert meiri skúrkur en hver annar í myndinn, allt saman sama siðlausa liðið) en allt hitt leikaraliðið fyllti einhverja meðalmennsku. Þetta er allaveganna mitt álit. Bíóferðin var samt ekki alslæm... kompaníið var mjög fínt :o) Sem sagt : 1. Lord of the rings, 2. Chicago, 3. Gangs of NY..... ef maður á að reita óskarskatagóríinn... og ég hef ekki séð The hours og The pianist.

Fór út að borða á mánudagskv. á Caruso. Þvílíkt æðislegt...... rosalega rómó, kertaljós og brill matur. Maður á að fara oftar út að borða og það sakar ekki ef að félagsskapurinn er svona góður!

Diljáin mín er veikur núna og ég ætla að hitta hana í kvell og hafa það næs með henni og Tin tin... pratta um sumarbústaðarferð og solleiðis....

Hvað með gæann sem að samdi júróvision-lagið??? Frétti af einhverju dúbíus athæfi hjá þeim manni .... eitthvað í Fréttablaðinu... verð að kíkka á þá frétt.
Sjálfstæðisflokkurinn að hlaða utan á sig ... og Framsókn??? Mér finnst svo fyndið að fylgi flokka skuli sveiflast svona til með fjölmiðlum... er fólk fífl??? Er það virkilega að taka afstöðu út frá því hver umfjöllunin er hverju sinni... maður verður að hugsa meira í langtímaprósessum... hvað hafa ríkisstjórnarflokkarnir gert vel og hvað illa??? Vega og meta.... geta hinir gert betur og svo framvegis... finnst ykkur ekki?? Sumir virðast bara fara eftir því hvað Halldór Ásgrímsson kemur oft í fréttum og hvort að Össur sagði brandara í Ísland í bítið... The power of media..... ;-)

|

24.2.03

.... ég ákvað í síðustu viku að leggjast í sjónvarpsgláp... fékk mér Stöð 2 og hef haft það náðugt fyrir framan imbann í nokkra daga... svona til að safna kröftum.... maður þarf stundum að leggjast undir feld... með sjónvarpið náttla.... og hlaða batteríin... ég hef því horft á ógrynni af sjónvarpsþáttum ... alla þessa gömlu á Skjá 1 og Ruv+ nokkra nýja á Stöð 2. Glápti á American Idol.. og hafði þokkalega gaman af :o)... um 70.000 manns fóru í áheyrnarpróf og reyndu að komast í 36 manna úrtak sem að fær að fara til Hollywood að láta drauma sína rætast og verða stórstjörnur!... Liðið var svona frekar skrautlegt og dómararnir tóku nokkra keppendur alveg í bakaríið eða á ég að segja í "#$%&/().... djöll var þetta fyndið... sumir voru svo falskir að maður fattaði ekki einu sinni hvaða lag þeir voru að reyna að syngja... ég fór nú alveg yfirum þegar Iglesias-look-alike kom og reyndi að syngja og vera sexy.. það tókst ekki aaaaaalveg, já synd að segja annað... dí.. gaurinn var alveg ferlegur.. og svo hélt hann að hann hefði komist áfram og var alveg "sjáumst í Hollywood" ýkt happy með þetta allt saman....
Það merkilega var hvað það voru fáir sem að höfðu virkilegt talent og flestir þeirra sem voru valdir voru Britney Spears eftirhermur eða já nokkrar gellur voru eins og Anastasia... allar í magabolum, brúnar með sítt hár... og hring í naflanum... þvílíkar steriotýpur...
Annars nenni ég ekki að glápa meira á sjónvarp í bili... tek mér pásu í bili... he he

Helgin var glimrandi fín... fór í partý til Dj-Eldhressar á laugardagskv. Var þar eins og síld í síldartunnu.. hef ALDREI verið í partýi þar sem að hefur verið svona stappað... efast um að það hefði einn enn komist í þetta brjálaða partý þar sem að DJ-arnir voru á kjafteríi út um allt og allsstaðar og lögin bara spiluðu sig sjálf... he he... nei þetta var brill.... Langar mig þó mest að vita hver áfengisþjófurinn var.... já það var lítill áfengisþjófur sem að læddist um svæðið og reglulega heyrðist kallað... bíddu bíddu ég átti nú einn bjór eftir hérna bak við tunnu eða ... bíddu bíddu það var nú aðeins meira í þessari flösku áðan....
þess vegna er best að vera með júník bjór eins og ég var með sem enginn annar er að drekka... handónýtt að vera með Carlsberg eins og hálft partýið!

Horfði á Bafta-verðlaunin í gær... er soldið farin að hlakka til að sjá allar þessar myndir... The hours og The pianist sem að vann sem besta myndin... Ætla á Gangs of NY í vikunni... klára síðasta frímiðann minn áður en hann rennur út! (sorry Eikibro)

Annars er farið að styttast í Amsterdam hjá minni... hvað ætti ég nú að kaupa mér???.... Kannski skó hí hí... reyndar slysaðist ég til að kaupa mér par um helgina úpps!... alveg bráðnauðsynlega og það er ekki lygi... :o)

Já konudagurinn í gær og ég fékk ekkert... :-( engin blóm og engar kveðjur... Eikibro kom reyndar með pizzu með kjulla bara helv. góða um miðjan dag í gær og við horfðum á Friends... (ég og imbinn.... byrjuð saman!) kannski var það svona konudagspizza??? Veit ekki ???
Sugarbabe fékk blóm í sjoppuna frá góðum vinum og mér fannst það rosalega sætt....
Gleðilegan konudag í gær, stelpur!!!!

|

20.2.03

ÉG ER Í SJOKKI!!!!!!! Símreikningurinn minn mun kosta mig meira en flugfargjaldið til Amsterdam!!!!!..... og ég sem hélt að það væri frítt að hringja til útlanda! ;o) En allavega folks... mín er hætt að hringja úr gsm og einnig hætt að senda sms! og hana nú!

|

Jebb... skuldabréfavísitölur og hlutabréfavísitölur.... ætla gefa ykkur smá innsýn inn í líf mitt akkúrat núna...:

Kauphallarvísitölur skiptast í tvo flokka, hlutabréfavísitölur og skuldabréfavísitölur. Hlutabréfavísitölur eru reiknaðar út á 30 mínútna fresti yfir viðskiptadaginn, í fyrsta skipti 30 mín. eftir opnun. Skuldabréfavísitölur eru reiknaðar út í lok dags.
Allar vísitölur voru settar á ný upphafsgildi þann 1. janúar 1998.

Það er velþekkt innan fjármálafræða að við greiningu á vaxtaþróun, vaxtatengdum afleiðum og verðmyndun á skuldabréfamarkaði er nægjanlegt að einskorða athuganir sínar við hin svokölluðu eingreiðslubréf og þá ávöxtun sem verð þeirra samsvarar. Ástæðan er einfaldlega sú að öll hugsanleg skuldabréf má byggja upp með réttu safni eingreiðslubréfa. Eins og gefur að skilja eru aðstæður á innlendum markaði mjög þægilegar fyrir greiningu af þessu tagi þar sem stærstur hluti markaðsskuldabréfa (spariskírteini, ríkisbréf og víxlar) eru eingreiðslubréf.
Hugmyndin að baki útreiknings vísitölu fyrir eingreiðsluskuldabréf á markaði er sú að fylgjast með þróun verðs og vaxta. Til þess að vísitölugildi séu sambærileg frá einum tíma til annars þarf að gæta þess að verið sé að mæla sama hlutinn á öllum tímum. Verð á venjulegu skuldabréfi breytist þegar líður á lánstímann eingöngu vegna þess að styttra er í gjalddaga. Þróun vísitölu sem mældi þessar verðbreytingar hefði takmarkað upplýsingagildi þar sem grunnur mælinganna er ósambærilegur frá einum tíma til annars.
Í ljósi þessa þykir heppilegt að reikna sérstakar vísitölur fyrir eingreiðsluskuldabréf, þ.e. spariskírteini og peningamarkaðsbréf, sem byggja á því að finna breytingu á ávöxtun eingreiðslubréfs með fastan líftíma.
Hvað varðar önnur skuldabréf, s.s. húsbréf, verður stuðst við sömu aðferð, þó þannig að fundinn verður meðallíftími húsbréfa og útreikningur vísitalna byggður á því.


Finnst ykkur þetta ekki spennandi.... nei málið er að við erum að senda út sjóðabækling og ég er orðin GEÐVEIK á því að reikna út ávöxtunartölur... raunávöxtun og nafnávöxtun....

Ég á pottþétt ekki eftir að fá neitt komment á þetta he he he

En horfðuð þið á ER í gær?????? Djöll grenjaði ég ENDALAUST.... þetta var svo sorglegt... sniff sniff. Ég ákvað bara að leyfa Gullfossi að flæða... var hvort sem er ein heima með popp, kók og kertaljós... að horfa á ameríska kelluþætti með fótmaska.... hágrenjandi með handklæði á hausnum!...
PS. Ég þurfti svo að nota það til að þurrka upp syndaflóðið... :o)

|

19.2.03

Jæja....soldið langt síðan ég lét í mér heyra! Ég varð bara andlaus eftir annars orkufreka helgi.... hún var þvílíkt fín samt þótt ég sé ennþá að jafna mig eftir hana.... geisp....
Júróvisjon-partýið heppnaðist brillant vel og það vara tjúttað fram á rauða nótt og allir í kokteilum og ég held barasta að allt partýið hafi verið öfurölvi he he......
Svo var haldið niðrí bæ ..... Kaffibarinn, Ölstofan og 22 og maður ekki komin heim fyrr en seint og síðar meir ;o)
Sunnudagurinn var svo þvílíkt strembinn.... ég, Sigga og Tinna lágum eins og skötur og gláptum á Friends og átum pizzu....
Survivor byrjaði bara í gær.... mér líst bara vel á þetta... strákar og móti stelpum... yehh go girls...girl power.... he he.... sjáum allaveganna hvernig gengur.... en þessi heyrnalausa... greyið... ég vorkenndi henni svo.. hún var alltaf hálfskælandi og engin nennti að tala við hana.... það er nú alveg gefið að maður haldi með henni... og eldflaugasérfræðingurinn!!! gat ekki einu sinni púslað!!?? hvað var það??? og ræðan... við eigum ekki að ljúga og bla bla bla.... bara nýr Evan?? (hét hann það ekki??)
Annars bíður maður nú bara spennur eftir Piparsveininum og hans stússi.... ógesslega fyndið í síðasta þætti....gellan þarna þessi dökkhærða sem að fann bara þvílíkt kemestrí á milli þeirra og var bara að deyja úr ást..... og hann fann ekki neitt.... og í fyrsta skipti í þættinum þá vildi hann ekki slumma gellu!!!

|

13.2.03

MJ-spólan hennar Ziggy var ónýt svo þannig fór um sjóferð þá :-( FÚLT.... verðum að taka "töku 2" á þetta allt saman....
Í kvöld er það Chicago í bíó.... og örvæntið ekki... er ekki að brjóta bíóverkfall landsmanna... ég á boðsmiða sem að ég VERÐ að nota! skil jú mí??
Annars er allt að verða ready fyrir helgina.... tek rólegt föstudagskvöld og júrótjútt á laugard.kv. Ætla að versla mér skó um helgina... and that´s a fact!!!

ps. og 6 milljarðar bara galdraðir upp úr hatti Dabba í vikunni...... það er bara ekkert annað!!!!!!

Efnisorð:

|

12.2.03

MJ-kvöld í kvell.... og fyrir ykkur sem að ekki vitið þá er MJ=Michael Jackson..... Við vorum nefnó nokkur sem að sáum ekki þáttinn og það á að bæta það upp í kvöld yfir poppi og kóki ;o)

Fór í IKEA í gær... og stórverslaði....!!! Keypti mér stálhillu á HJÓLUM inn á baðherbergið.. og mar þurfti skrúfjárn og skiptilykil til þess að setja hana saman og ALLT og ég geggjað dugleg... fór að "föndra" og setti allt saman...þvílíkt stolt af mér... en viti menn!!!!!!?????? ÞAÐ VANTAÐI HJÓLIN! og þau voru það flottasta við blessaða hilluna eða hvað ég á að kalla þetta! Ég varð þvílíkt svekkt og þetta kostar aðra ferða á eftir í IKEA til að fá hjól og vesen.....
En bæðevei þá var strákur í röðinni í IKEA sem að spurði hvort að ég héldi að hann færi ekki vel í stofunni minni!! ha ha... mér fannst það fyndið og svo hjálpaði hann mér með pokana út í bíl......!!!! og bónus... hann var sjammi :o)

Efnisorð:

|

10.2.03

Hæ hó!!!
Er að sérhanna Júróvisjon-kokteil fyrir næsta laugardagskvöldi, einhverjar hugmyndir!!!???????

|

Jibbí.... var að ganga frá pöntun til Ítalíu 4. júní..... Verona-Garda-Rimini-Toscana-Feneyjar-Flórens-Verona.... þetta er túrinn okkar Helgu... og svo hittir maður ýmsa á leið þessari!!!!!!! ÞETTA VERÐUR GEÐVEIKT! bara að segja ykkur það...... Bella bella.... ummmmmmmmmm ég hlakka svo til

|

Ég elska tvennu... þ.e. þegar að það koma tvo brilliant lög í röð á cd! T.d. lag nr. 7 og 8 á A rush of blood to the head og 14 og 15 á Cure - greatest hits.... ég spila þau þá bara ENDALAUST... í bílnum.... syng hástöfum............

Honey you are the sea
Upon which I float
Come on in
I've gotta tell you what a state I'm in
I've gotta tell you in my loudest tones
Its friday I´m in love
vanilla smile and gourgeous strawberry kiss................... kvitt kvíú....


Tók nettan átpakka um helgina, ég sem ætlaði að gerast grænmetisæta hmmmmm..... það var lambos á föstudagskvöldið og kjullos í gær.... he he...
svo smá bjórskvetta hér og þar.... maður fer svo vel með sig.... en nú er það átak fjaaaandinn hafi það.... heilsushake í kvöldmatinn í kvelll. POTTÞÉTT!!!

|

7.2.03

Starfsmannafélög... mega heyra til helvítis og hana nú... ætla sko ekki að vera í þessu fu***ing starfsmannafélagi deginum lengur!!!! Fjaaaandinn hafi það er maður orðin gólfmotta eða hvað??!
Sem sagt A.Hansen með vinnunni í kvell... lamb og karókí.... og vinna vinna vinna alla helgina.....
En annað kvöld verður djammað feitt... Tinna megaksvísa kom heim í gær frá Bassó og maður þarf nú að sýna henni skemmtanalífið í RVK!!! segðu... tjútta aðeins með henni.... (leyfa henni að bragða aðeins á íslenskum vínviði í stað þessa spænska sulls sem að tröllríður öllu og öllum...) he he...
hei og leikritið í gær var megaflott.. og ég ætla aftur... og ég ætla ekki að skrifa neitt um Michael J. því það er bloggað um hann á öllum síðum og allsstaðar.....

You are red. You are impure, but noble. You are precious and true to yourself and others. When you love, you love entirely, and will do anything to make your love happy. You are sure of your identity, therefore, you cannot change others or be changed. You are a true prince, you may be forgotten, but without you, none of us could go on.

What inner color are you?



|

5.2.03

Keypti mér blandara áðan.... geggjað flottan...stállitaðan og þvílíkt öflugan!!! Ætla sko að prófa hann í kvöld þ.e áður en að ég fer í saumó... keypti líka jarðaber, banana og vanilluskyr.... of fullt af öðrum ávöxtum ummmmm ætla að fá shake með klaka jibbí :o)

saumó í kvell hjá Sóleyju... þið getið séð mynd af saumónum mínum hérna til hliðar undir linknum myndir...
og svo er ég með eina feita kjaftasögu sem þolir ekki dagsins ljós og má því ekki birtast hérna í bloggheimi he he....
Olla bolla (samt ekki lengur bolla hí hí) er að hanna heimasíðu fyrir mig .... verður pottþétt megaflott og þar mun ég safna inn fullt af skemmtilegum hlutum!!!

Annað kvöld ætla ég í leikhús á Rómeó og Júlíu með Eikabro... hlakka svo rosalega til... hefur einhver séð leikritið???

|

4.2.03

Er alveg að deyja hérna... mig langar svo heim og upp í rúm..... ég lá nefnó yfir vidjói langt fram á nótt og var svo vöknuð fyrir allar aldir.... og núna er ég bara búin á því. Er ekki viss um að ég meiki það að vera hérna til kl. 16:30 :-( Ég sé rúmið mitt og sængina mína og uppáhalds í hyllingum................. Horfðum á Cameron Diaz, The sweatest thing í gær og svo einhverja makaskiptamynd í nótt.... það var nú meiri myndin... vinahópur sem ákveður að hafa makaskipti innan hópsins og afleiðingar þess..... einn gaurinn var svooooo ekki að meika þetta og fékk bestu vinkonu eiginkonu sinnar á heilann og komst ekki yfir að vinur hans var með stóran tilla!!
En Diaz klikkaði ekki... " its too big to fit in here..... too big to fit in here" :-)
Annars tók ég kokteila-testið á síðunni hans Eika bro og kom ekki á óvart. ég er fullnæging!!!!!!!!

You're an Orgasm!!  There are a few variations on this drink but one way to reach the climax is to combine equal parts of Irish cream liqueur, white creme de cacao, triple sec and v
You're an Orgasm!! There are a few variations on
this drink but one way to reach the climax is
to combine equal parts of Irish cream liqueur,
white creme de cacao, triple sec and vodka!
Tasting like ice-cream and best enjoyed by
candlelight this drink suits you down to the
ground. You're sensual, sizzling and have a
very sweet tooth!


""Which cocktail are you?""
brought to you by Quizilla


Ætla í ilmolíubað í kvöld og hlusta á góða tónlist og kveikja á kertum... passa samt að sprengja ekki neitt.... kræst... nokkuð góð í því ;-)

ps. til hamingju Sara mín með prófið og frábæra einkunn :-)

|

3.2.03

ok... fékk fullgilda ábendingu að könnunin hér til hliðar væri ómarktæk, því Prag vantaði sem valmöguleika... tek þetta hneyksli fullkomnlega á mig og biðst afsökunar.. Prag er náttla mestbrill borg í heimi .... ég er bara stundum viðbrenndur hamborgari... eða buffhamborgarinn sem að við fengum í Prag (sem var bæðevei ógeðslegur og ekki lýsandi dæmi fyrir borgina í heild)
síja!!!!!!

|

Ok, í fyrsta lagi er kominn mánudagur.... og í öðru lagi er kominn febrúar... og í þriðja lagi er ég að verða að viðbrenndri steik á grillinu hans pabba... ég meina það ég er hætt að borða kjöt... fékk pinku ógeð í sunnudagsmatnum í gær og hef ákveðið að gerast grænmetisæta í febrúar samhliða jóganu mínu... ok kids... dont panic hérna, ég er ekkert að breytast í eitthvað gras... fékk bara nett jukk í skinnið um helgina.
En smá helgarpistill: föstudagskvöldið byrjaði með skókaupum.. keypti mér tvenn pör (ok ég veit að ég má alveg fara að passa mig.. er að breytast í Carrie) og endaði bara í þvílíku imbaglápi með girlunum og einum of mörgum buffalo-vængjum... sátum og tróðum í okkur snakki og púrrulauksídýfu og vorum næstum komnar inn í sjónvarpið..... he he...
Lördag... sjoppaði þar til að ég datt dauð niður í troðfullri Kringlu ... fékk bara æði með liðinu og keypti mér föt, skartgripi, make-up og áfengi... því laugardagskvöldið fór í fyllerí, trúnó, partý og djamm hele natten.....
Lét þynkuna þó ekki aftra mér við þrif og handboltagláp á sunnudeginum sem endaði í videoglápi með kærustupari ALDARINNAR hí hí... About a boy.... snilldarmynd sem að minnir mig bara á einn og engan annan..... = brill helgi.... og vikan býður upp á skemmtilegheit... næsta helgi orðin pakkfull... sigh best að safna kröftum í vikunni og gera sem minnst (sé það alveg að fara að gerast!!!)


Raver Bear
Raver Bear


Which Dysfunctional Care Bear Are You?
brought to you by Quizilla

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com