VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.12.07

Jólalög eða?

Eins og mér finnst sum jólalög æðisleg og velheppnuð þá finnst mér sum hreinlega hræðileg. Þessi slæmu eru oft einhvers konar vellingur af útlenskri laglínu og vandræðalega hallærislegum texta. Ég get nefnt sem dæmi jólaútgáfuna af Gente di mare. Hrikalega misheppnað að mínu viti. Ég fer hreinlega í vont skap við að hlusta á þann hroðbjóð. En önnur jólalög koma mér svo sannarlega í rétta skapið eins og t.d. Svona eru jólin og Þú komst með jólin til mín, en ég held að þær laglínur séu báðar erlendar. Er samt ekki viss.

Jólin hafa í alla staði verið yndisleg. Þetta eru fyrstu jólin hennar Herdísar Maríu og hún fattar ekki neitt. Hún fann nú samt á sér að eitthvað mikið stæði til á aðfangadagskvöld. Dagurinn var samt allur hinn rólegasti, náttfatadagur.. en þegar að í Hamravíkina var komið sá mín að eitthvað mikið var að fara að gerast. Hákon Marteinn og Elías Torfi voru svo spenntir að loftið varð rafmagnað. Nú svo voru allir að knúsast gleðileg jól uppdressaðir og matarilmurinn var dásamlegur. Fyrsta gjöfin hennar Herdísar Maríu var flottur kjóll úr POP og hettupeysa úr HM frá Katrínu og Sverri. Hún fékk svo svona ca. 3000 fleiri gjafir svo við foreldrarnir fórum vel klyfjuð heim. Meiriháttar. Herdís María sofnaði svo ekki fyrr en um miðnætti, alveg útkeyrð litla sílið. Mig langar að þakka fyrir öll jólakortin sem að við fengum, alltaf svo jólalegt að opna þau.

Það var skrýtið að "missa" Einar í vinnuna í morgun en við Herdís María reyndum að hafa það eins kósý og við gátum án hans. HM var reyndar í skýjunum að þurfa ekki að fara í jólaboð og lék við hvern sinn fingur í gömlu rútínunni okkar. Ólöf og börn komu svo í heimsókn seinni partinn. Rosa gaman að fá þau. Núna er bara að bíða eftir næstu fríhollu... gamlárskvöld rétt handan við hornið.

Setti inn myndir hér. Endilega kvittið í gestabókina.

Efnisorð: ,

|

23.12.07

Jólakveðja

frá okkur fjölskyldunni í Arnarkletti 27. Við vonum að jólahátíðin færi ykkur gleði og frið í faðmi fjölskyldunnar.
Posted by Picasa

|

17.12.07


Aðeins ein vika til jóla, jibbíkóla!!
Posted by Picasa

Efnisorð: ,

|

14.12.07

Óveður, Næturvaktin og Love actually

Úff hvað veðrið er brjálað. Við komumst ekki í bæinn í dag. Ljósmyndatakan hennar Herdísar Maríu frestast því fram í janúar. Maður tekur náttúrulega enga sjénsa með krílið. Vonandi að við komumst í kjötbollugerðina á morgun. Það er samt ferlega kósý að vera inni í svona veðri og myrkri. Jólaljósin lýsa upp skammdegið. Reyndar sé ég engin jólaljós nema hérna inni hjá mér núna, það er svartamyrkur úti!

Eigum við að ræða Næturvaktina eitthvað?? Þvílíku snilldarþættirnir. Uppáhaldsþátturinn minn var þegar að Georg réð nýjan starfsmann á stöðina og þeir bonduðu þvílíkt þar sem að starfsmaðurinn hafði líka verið í Svíþjóð og talaði sænsku. Brilljant! En mér fannst mörgum spurningum ósvarað í lokaþættinum. T.d. hvers vegna var Georg svona hræddur við feita gaurinn sem að keypti sér alltaf "pussu"?? Ég þrái hreinlega að vita það! Ég hlýt að fá að vita það í næstu seríu?? Veit ekki hvort að ég sef annars.


Hver er uppáhalds jólamyndin ykkar? Við horfðum á Elf um daginn. Ég hafði aldrei séð hana og fannst hún rosa fyndin. Síðustu 20 mínúturnar voru hins vegar OFamerískar fyrir minn smekk. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þær voru væmnar ef að ég meikaði þær ekki. Ég held að uppáhaldsjólamyndin mín sé Love actually. Ég er hins vegar að fara að horfa á The holyday núna.

Efnisorð: ,

|

Ljós í myrkri, langt og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt í einu ertu komin
inní heimin, lítil dofin.
Dregur andann hið fyrsta sinn

Þú ert vorið, vindur hlýr
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni,
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég.

Líf.
Ljómi þinn er skínandi skær.
Líf.
Augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð
ég svíf því ég á þetta líf.

Óskadraumur -ásýnd þín.
Ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi
þessa stund ég alltaf geymi
í mínu sinni ókomin ár

[texti: Stefán Hilmarsson]

Þessi texti hefur fengið nýja merkingu fyrir mér. Mér fannst þetta alltaf svo fallegt lag og fallegur texti en núna finnst mér það ennþá fallegra og fer ég bara að skæla þegar að ég les hann. Úff mjólkurhormónin eru alveg að fara með mig hehe...

Efnisorð:

|

12.12.07

Stekkjastaur er kominn til byggða

og Herdís María fékk 2 snuddur í skóinn. Hún er líka svona svakalega ánægð með þær. Í morgun fórum við í 3ja mánaða skoðun. Allt leit vel út nema Herdís María mætti þyngjast örlítið betur. Við förum því í aukaskoðun 2. janúar. Herdís María var Skúli fúli þegar að við komum og var ekkert í svaka stuði þegar að hún var vigtuð og mæld. Hins vegar leist henni voða vel á lækninn sinn og brosti til hans þangað til að hann sprautaði hana. Þá var gamanið búið. Litla mömmuhjartað brast næstum þegar að sprautunni var stungið á bólakaf í lærið, æ æ. En Herdís María fékk voða flottan plástur og hætti fljótlega að skæla. Núna ætlum við mæðgur bara að kúra okkur það sem að eftir lifir dags. Biðjum að heilsa öllum, bæði nær og fjær!

Posted by Picasa

Efnisorð: ,

|

11.12.07

París ó París
Var að horfa á Veggfóður, þáttinn sem að Vala Matt var með fyrir 2 árum. Þessi þáttaröð er endursýnd á morgnana á stöð 2 og ég horfi á hvern einasta þátt. Í þættinum áðan voru þáttarstjórnendur í París. Þar fóru þau upp í veitingastaðinn á toppi Pompedou. Ohoo hann er svo flottur. Við Einar fórum einmitt þangað þegar að við vorum í Paris fyrir rétt rúmu ári. Staðurinn er rosaleg flott hannaður og með útsýni yfir alla París. Í þættinum fóru þau líka á Renault-"safnið" á Champ-Elysees en Einari fannst sko ekki leiðinlegt að setjast í formúlu 1 kaggana þar. Svo var svæðið fyrir utan Louvre auðvitað sýnt og núna langar mig svooo til Parísar en læt minningarnar um frábæra ferð frá því í fyrra duga. Hlakka svo sannarlega til þegar að við Einar skellum okkur þangað aftur. Það er ábyggilega yndislegt að fara þangað fyrir jól og upplifa jólastemningu í París.


Fleiri myndir frá París hér

Efnisorð: ,

|

8.12.07








Aðventan
Uppáhaldstíminn minn er aðventan. Eins og þið sjáið er jólastemningin að taka völdin í Arnarklettinum.

Efnisorð:

|

7.12.07

Bakslag

Í morgun vaknaði ég verri í höndunum en ég hef áður verið. Held að ég geti kennt kökubakstri um og svo ók ég vagninn um allt í gær þegar að ég var í bænum. Skreytti svo tréið í gærkvöldi og vaknaði í morgun alveg að drepast. Þarf að skella gifsunum á aftur. Ég er grenjandi núna þegar að ég skrifa þetta svo... adios

Efnisorð:

|

6.12.07

Ástfangin

Ég er hreinlega ástfangin af litlu sætu stelpunni minni. Hún er svo yndisleg og góð og svooo mikið krútt. Hún er svo brosmild og bræðir mann alveg í smjér. Það er hreinlega yndislegt að sjá góminn hennar og spékoppana þegar að hún brosir. Brosið nær alveg til augnanna hennar og þegar að hún verður æst þá skríkir hún og spriklar í gríð og erg. Ég get ekki beðið eftir því að heyra hana hlægja. Ég hef aldrei séð neitt svona sætt, saklaust og gott. Ég veit að allir foreldrar upplifa þetta með börnin sín og það er svo gaman að fá að upplifa þetta líka. Mér finnst það vera algjör forréttindi að hafa fengið að kynnast henni og hlakka til að fylgjast með henni vaxa úr grasi. Í dag fór hún í pössun í 1. skipti meðan ég skellti mér í strípur. Mér fannst ferlega skrýtið að vera heila 2,5 tíma í burtu frá bestu vinkonu minni. Hún saknaði mín samt ekki neitt, svaf víst allan tímann!!

Efnisorð: ,

|

5.12.07

Jólabakstur

Um helgina bakaði ég Sörur með Sigrúnu. Við erum reyndar ekki búnar. Þvílíka fyrirtækið sem að þessar kökur eru. Þær eru bara svo góðar, ég sleiki út um um leið og ég skrifa þessi orð. Herdís María svaf allan tímann og leyfði mömmu sinni að baka. Í gær bakaði ég svo aftur Sörur með tengdamömmu og Hildi svilkonu. (svilkona er fáránlegt orð) Herdís María var nú ekki í alveg jafnmiklu svefnstuði og vildi spjalla og fékk líka smá vindverki. Þetta gekk nú samt ljómandi vel hjá okkur og við enduðum á að gera 4falda uppskrift. Ég ætla að gera konfekt núna í vikunni og á morgun ætlum við Einar í bæinn, þar sem hann fer á fund og ég í smá jólaleiðangur. Á sunnudaginn eru svo litlu jólin hjá okkur vinkonunum. Ætlum að hafa það notó. Knús í bala....

Efnisorð:

|

Ég sakna þess...

... að geta ekki hoppað upp í flugvél hvenær sem er og farið hvert sem er
... að gleyma mér og eyða deginum í ekki neitt
... að fá mér hvítvín með Hásynjunum mínum
... að vera í ælulausum fötum
... að tala um eitthvað annað en kúk og ælu :)
... að hlakka rosalega til að skella mér út á lífið
... að heyra í stelpunum daginn eftir

og ég hlakka rosalega til að fá HÁS í heimsókn næsta sunnudag!

Efnisorð: ,

|

4.12.07

Mandarínubann

ok hefði átt að bæta á listann hér fyrir neðan

... má ekki borða mandarínur...

dohoo... andvarp... vesen...

Efnisorð: ,

|

Eftir að ég eignaðist barn þá...

... hræðist ég hluti sem að ég hræddist ekki áður
... gleðst ég svo innilega yfir litlum hlutum
... virði ég líkama minn og þyki vænt um hann
... elska ég foreldra mína á annan hátt en áður og sé þá í nýju ljósi
... trúi ég aftur á þá hluti sem að ég trúði á í barnæsku
... finnst mér sársauki barnsins míns miklu meiri en minn eiginn
... er ég miklu viðkvæmari
... þarf ég ekki að stilla vekjaraklukku
... horfi ég frekar á barnið mitt í spegli en á mig sjálfa
... get ég talað endalaust um kúk og ælu
... uppgötva ég eitthvað nýtt á hverjum degi
... hugsa ég um einhvern annan milljón sinnum á dag
... elska ég manninn minn heitar

og það sem besta er

... opnaðist ný hjartastöð!

Efnisorð: , ,

|

1.12.07

Jólamánuðurinn

Loksins er jólamánuðurinn kominn og 1. í aðventu er á morgun! Mission dagsins er að hengja aðventukransinn á útidyrahurðina. Það verður gestaþraut. Nú er löglegt að skreyta meira en ég hef þegar gert. Svo er líka komin helgi og ekki er það verra. Okkur Herdísi Maríu finnst voðalega notalegt að hafa Einar hjá okkur þegar að við vöknum. Uppáhaldstíminn minn með Herdísi Maríu er nefninlega þegar að við vöknum á morgnana. Þá er daman í yndislegu skapi. Við byrjum að rumska saman og þá tek ég hana upp í rúm til mín. Þar kúrum við og dormum, vöknum hægt og teygjum úr okkur. Herdís María tekur góðar 10 mínútur í að teygja úr sér og mér finnst það hræðilega krúttilegt. Svo þegar hún vaknar alveg þá fer hún að brosa og spjalla við mömmu sína. Þetta er yndislega dúllulegt og ég á bágt með að knúsa hana ekki OFfast.

Eigum við að hætta að klæða stráka í blátt og stelpur í bleikt?? Rosalega eru mikil læti í kringum þetta. Persónulega finnst mér ekkert að því að stelpur fái bleik rúmteppi á fæðingardeildinni. Mömmurnar geta líka alveg fengið blá handa stelpunum sínum ef að þær vilja. Þessi umræða er nú meiri stormurinn í vatnsglasi. Herdís María er líka sætust í rauðu, ég hefði átt að heimta rautt teppi á fæðingadeildinni eða gult!! Nei nei.. ég veit svo sem alveg hvert pointið er með þessari fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur og held að hún snúist ekki beint um bleika/bláa dæmið heldur bara þessa kynáherslu sem að við erum soldið hrifin af. Eins og Margrét Pála benti á í sjónvarpinu í gær þá er yfirleitt fyrsta spurningin e. barnsburð "er þetta strákur eða stelpa??" Mér var svo nákvæmlega sama hvort kynið ég fengi, var svo þakklát fyrir að barnið mitt væri heilbrigt.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com