VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.4.04

Gaf manninum mínu sumargjöfina sína í gær með vöxtum sko! Bauð honum út að borða á Hereford þar sem að ég gúffaði í mig humarsúpu og sallati og Ingvar tók svínarifin á 5 mínútum. Svo löbbuðum við Laugarveginn og niðrí Regnboga þar sem að við sáum Kill Bill 2. Ég verð nú að játa það að ég varð fyrir vonbrigðum með fyrstu myndina. Það var búið að dásama hana svo í kringum mig að ég beið spennt eftir henni. Tók hana svo á dvd og horfði á hana svo við gætum farið á Kill Bill 2. En mér fannst fyrsta myndin mum betri eftir að ég sá mynd nr. 2. Ég fílaði samt mynd 2 betur, hefði samt viljað sjá aðeins fleiri bardagaatriði en mér fannst nokkur atriði samt svaðalega kúl. En þessar myndir eru samt ekki að skríða á topp 10 hjá mér, fannst t.d. bæði pulparinn og hundarnir miklu betri myndir.

Jæja keypti mér FILA-línuskauta í gær, einhverjar rosa græjur sem fara geggjað hratt... dí ég verð að fara á námskeið það segir sig sjálft svo ég geti skautað með Ingvari.

Fer í ammli á eftir til Dags Dan, hvað vilja svona litlir gaurar í ammlisgjöf???? Svo er náttla Idol-kvöld :-)

|

28.4.04

Bleeezuð, hvað segist? Mar náttla löngu búin í prófum og komin nokkuð vel áleiðis með misserisverkefnið eða missóið eins og það er kallað. Missóið er nefnó komið í 1. yfirlestur og nú bíður mar bara spenntur eftir kommentum. Það er annars annsi margt á döfunni og maí mánuður verður pakkaður af skemmtun. Ég fer í brúðkaup, gæsapartý, reunion, útskrift. heimkomudjamm og maaaaaaaaaaaaargt fleira. Diljáin mín kemur heim bráðum og djöll hlakka ég til að komast á nett djamm með henni og hinum Hásurunum. Svo er mánuður í útskrift Katrínar. Litlan mín bara að verða stúdent ;-) Lífið leikur annars bara við mann, sól og sumar úti núna og mín byrjuð í ræktinni og á leiðinni að kaupa sér línuskauta, mar á svo frábæra vini sem ætla að aðstoða við kaupin ;-)

En hvað er svona gaman:
-missóið að smella
-Laugar að virka
-skautar að detta
-ástin að blómstra
-sumarið að koma

Jamms flower powe, peace over and out!!!!

|

16.4.04

jæja nú er ég að fara yfirum, var rétt í þessu að klára "Fame" dansinn minn hérna upp í rúmi en hann tók við af brúnkukremssessjóni og fótamaska..... ég er nefninlega alveg búin að fá nóg af þessum kröfuréttindum... langar bara að detta í það eða eitthvað...
Krafa svava, tjón smjón farðu á Frón ( æ sorry einhver svava út í geimi)
jæja þorgeir örlygsson.. nú hef ég lesið heftin þín og sé bara rautt... og langar mest að fara í prófið núna og ljúka þessu af....!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
8 tímar í próf... á mar að leggja sig... nei hey... tek einn kaldan með majunni!

|

15.4.04

Eitt próf eftir! Mér gekk ekki svo vel í gær í þjóðhagfræði en hope hope að maður nái þó... ég lenti í algjöru tímahraki og held barasta að þetta sé það próf sem að hefur gengið hvað verst hjá mér í þessum skóla. Á morgun er svo kröfuréttur. Mar bara á fullu að lesa fyrir hann en djöll hlakka ég til að komast heim á morgun, ví próflokadjamm og svo gæsapartý á laugardaginn en Hafdís og Gummi gifta sig 15. maí.
Svo byrja ég að vinna í FF 19 maí and guess what??? ég er að fara á England - Ísland 5 júní..... London baby

|

12.4.04

Jæja GLEÐILEGA PÁSKA... einum degi of seint! Nú er kominn alveg hellings tími síðan að ég bloggaði síðast en mar hefur haft það sérstaklega ljúft yfir hátíðarnar... þ.e. ef að ég lít fram hjá kvefi, hálsbólgu, eyrnaverk,próflestri og þess háttar leiðindum..... ;-) Mér fannst sérstaklega erfitt að fara uppeftir hingað í sveitina í dag bæði þar sem að ég er veikur og svo var alveg extra erfitt að fara frá Ingvari en við höfum haft það einstaklega gott saman um páskana. Byrjuðum á að fara upp í sumarbústað þar sem að við gistum í 3 nætur. Ingvar bauð mér út að borða á föstudagskvöldinu á "Við fjöruborðið" á Stokkseyri og við mættum þangað (og ég í nýjum bol frá Mr. I) Þetta var þvílíkt ljúffengt og mjög sniðug hugmynd hjá honum kallinum mínum. Eiríkur, Katrín og Sverrir mættu svo á laugardeginum og djöll var gaman hjá okkur, grilluðum, fórum í pottinn og læti.. við Ingvar fórum náttla líka í saunu áður en haldið var heim... en....bjúbbs þá var mín orðin veik :-( og hef ekki náð einhverju $#&$#& úr mér alla vikuna.

Ég lét nú veikindin ekki stoppa ferð í 30 ára afmæli Ólafar en hún bauð okkur í mat (rautt þema he he) og við tjúttuðum fram á nótt....
Páskahelgin fór svo í mat, afmæli,hóst og hnerr.... þjóðhagfræði og lobba lauk...

ps. Eiki bro til hamingju með daginn í gær... jibbí... 25 ára ;-) Hey svo eitt að lokum, ég fattaði í gær hvað ég ætla að gera eftir BS-inn... en það er leyndó.... !!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com