VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.7.05

Trukkabílstjórar á vegamótum!?

Hæ og góðan daginn. Ég hef verið í miklu mataraðhaldi þessa dagana sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að í gær ætlaði ég að hitta vini mína á Vegamótum og fá mér rosalega góðan rétt. Jamm, ég sveltandi kolvetnissnauða manneskjan hafði sem sagt beðið með eftirvæntingu alla vikuna eftir þessari kaffihúsaferð. Nú þegar við komum á Vegamót kl. 19:00 voru flest borð upptekin en þó voru nokkur laus. Afgreiðslustúlkan horfði á okkur eins og við værum utanbæjarfólk þegar að við spurðum hvort að einhver borð væru laus!?? og sagði svo nei að nokkur borð væru frátekin frá kl. 20:00. Við spurðum hvort að við mættum setjast til kl. 20:00 en nóbb... það var víst ekki leyfilegt. Þarna neituðu þeir okkur um viðskipti en hefðu getað grætt á okkur ca. 8.000 kr. á einu klukkutíma. Þetta finnst mér heimska. Annað dæmi um heimsku eru þessi mótmæli trukkabílstjóra. Ég hlustaði á forsvarsmann þessara bílstjóra sem sagði að þeir væru velstuddir af landsmönnum og hann hefði meira að segja fengið sms frá Egilstöðum! Fine... allavega er ekki stuðningur með þessari tegund mótmæla frá fólkinu í kringum mig. Burt séð frá því hvaða skoðun maður hefur á olíugjaldinu þá eru þessi mótmæli út í hött. Svo þegar að hann var spurður um slysahættu og öryggisþætti þá sagði hann bara "Slys verða í umferðinni, ef að fólk vill forðast slys getur það verið upp í rúmi"!!!!!!!!!! Jamm þetta var alveg til að vekja upp samúð með málstaði þeirra bakkabræðra!

|

28.7.05

Fokk það er uppselt á Innipúkann!!!! Váts hvað ég get komið mér í mikla vitleysu!!

Efnisorð:

|

Kveðjupartý

Mér hefur alltaf fundist pinku halló að halda kveðjupartý þegara að maður er að fara út í nokkra mánuði.... en nú verð ég að éta það ofaní mig því við ætlum nokkur sem að erum að fara út sem skiptinemar að halda stuðpartý í ágúst! Ég meina það er gott að geta djammað saman, ekki satt :-) Við ætlum að hittast nokkur í kvöld og skipuleggja þetta og við Ömmi og Bjarki sem að förum til Þýskalands ætlum að hittast örlítið áður og leggja lokahönd á plön varðandi frí áður en að skólinn byrjar. Róm kemur sterkust inn en Barcelona og Búdapest hafa einnig verið nefndar. Nú svo er líka sá möguleiki fyrir hendi að standa bara á flugvellinum í London og velja ódýrasta hoppið.. kannski leynist draumastaðurinn handan ódýrs hopps :-)

Efnisorð:

|

26.7.05

Verslunarmannahelgin

Ég er mikið að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera næstu helgi?? Mér býðst að fara í sumarbústað frá fös-laug, út að borða, útilegu og svo er maður víst skv. óáreiðanlegum heimildum búinn að kaupa sér miða á Innipúkann :-) Eitt er víst að þessi helgi verður skemmtileg, sama hvernig viðrar því ég á svo skemmtilega vini!!!
S.l. helgi var rosa fín, gott djamm á laugard.kv.... say no more ;-)
Hvert ætlar liðið annars um helgina? Ætla allir út á land eða ætla einhverjir að vera í bænum??

|

Sit við símann

Já ég hef mikið verið að velta því fyrir mér af hverju strákar sem að maður er ekkert sérstaklega spenntur fyrir hringja ALLTAF en þeir sem að maður VILL að hringi, hringja fjandans ekki neitt!!

|

22.7.05

Mælingar

Jæja nú er að skella sér í mælingu og eins gott að ég sjái einvhern árangur á blaði!!!!!! Annars verð ég ýkt fúl og gúffa í mig 2földum skammti af grillmatnum sem að ég ætla að splæsa á famelíuna í kvöld! Eiríkur og Marín eru komin til landsins með bebesið sitt spriklandi í mallanum. Nú svo ætlar mín (með lækkaða fitu% og léttari) að skella sér í bíó á horror-mynd... úúúúúúúú Svo er Sigrún mín líka komin heim frá USA og þá get ég farið að nota i-podinn minn í ræktinni víhíííííí

|

21.7.05

Christianity
83%
Islam
63%
Buddhism
58%
Judaism
50%
Paganism
42%
Satanism
33%
agnosticism
29%
Hinduism
25%
atheism
8%

|

20.7.05

Flatur magi

Tók fyrstu umferð í lyftingaprógramminu í gær niðrí Laugum. Við Kata tókum efri hlutann þ.e. upphandleggi, bak, kvið og brjóst. Prógrammið var svona í léttari kantinum í þyngdum fyrir utan kviðæfingarnar sem að voru HELL. Ég skil ekki hvers vegna þessir vöðvar eru svona hryllilega aumir hjá mér? Ég bara kvelst eins og sjóari í nærfataverslun við hvert átak. Svo langar mig náttla meira en allt annað í sléttan maga með nettri six-pack, figures!
Nú svo átti hollustan að halda áfram og við Kata ókum sem leið lá niðrí bæ og settumst inn á Thorvaldsen. Pöntuðum þar salöt og slökuðum á.. og svo slökuðum við meira á… og svo meira… enginn matur! Við biðum í næstum klukkustund eftir matnum sem að mér finnst mjög óvanalegt hér á Íslandi, en það þýddi að við átum ekki fyrr en rúmlega 21!! Matardagbókin komin í rusl og við alveg obbosslega ósáttar. Hef því ákveðið að taka MJÖG strangan dag í dag svo draumurinn um rennisléttan maga verði einhvern tímann að veruleika. Rosalega er samt gaman að fara niðrí bæ þegar að veðrið er svona gott, bærinn morandi af léttklæddu fólki og hamingjan bara magnast 1000falt!!

|

18.7.05

Ballet-dansarar og risar

Nokkur ung fljóð skelltu sér út á lífið um helgina. Forskot var tekið á sæluna þegar að við nokkrar frá Bifröst héldum stofnfund saumaklúbbs okkar. Við borðuðum ofsalega góðan mat og kjöftuðum fram á rauða... verst samt að við náðum ekki að gera nein hefðbundin stofnfundarstörf s.s. eins og að skýra klúbbinn (sem að mér finnst mjög mikið atriði t.d. HÁS, Júllurnar, MÍSÓMA osfrv.) Ég stakk upp á að á aðalfundi, 1x á ári, færum við í road-trip upp á Bifröst á fornar slóðir. Við gætum fengið okkur pizzu í Hreddanum, farið í sund í borgó, kíkt á kaffihúsið og chillað í Kringlunni.... ojá Bifröst....
Á laugardagskv. var svo massa skemmtilegt djamm. Við hittumst í H-57 og tjúttuðum. Fórum svo á margskonar staði og sáum ýmislegt fólk :-) Ég vann leikinn múhahahahah.... tók stelpurnar í bakaríði strax á Dillon. Svo var farið á Ölstofuna, Vegamót, 22 og júneimit. Þetta kvöld endaði svo með ballet-dansasra og risa..... gömlum x he he... skrautlegur endir á skrautlegu kveldi. Ég var með magadansara-slæðu um mittið og höstlaði grimmt út á hana... prófa hana sko aftur næstu helgi ;-)

Efnisorð:

|

14.7.05

Tannlæknar

eru stórfurðuleg fyrirbæri og misjafnir eins og þeir eru margir. Ég hef nýverið skipt um tannlækni. Það tók mig reyndar 2 ár að skipta því ég gat ekki drifið í þessu en í sumar lét ég verða af því. Gamli tannlæknirinn minn var gamall og grumpí, með allt á hornum sér og rándýr. Nýi tannsinn er hins vegar ungur og mjög hress, ívið ódýrari og mjög tæknivæddur. Ég fór því sæl og kát út frá unga tannlækninum en hann leyfði mér að horfa á Friends og hafa það næs meðan að hann dundaði í tönnunum mínum. Þegar að ég settist upp í bílinn varð mér hins vegar hugsað til gamla tannsans og fékk nett samviskubit..... ég hafði yngt upp.... en svo harkaði ég af mér, beit á nýpússaðan jaxlinn keyrði burt út í sólina...

|

13.7.05

6 vikur

Já þetta nálgast ..... (nú er ég að fara að fá netta sjokkið)

|

12.7.05

Veður

Einhvern tímann sór ég þess eið að blogga ekki um leiðinlegt veðurfar á Íslandi en viti menn nú geri ég það!! Hvað er málið með veðrið á þessu landi...??? það er endalaust skítaveður sniff sniff..... eins gott að mar flýgur út í heim 1. sept og by the way þá var ég að borga staðfestingargjaldið í Háskólann úti jibbí :-)

|

Real-tv

Horfði á Extreme-housemakover í gær á Stöð 2. Ég sem að elska raunveruleikasjónvarp verð nú samt að viðurkenna að mér finnst þessi þáttur alveg svona frekar ömurlegur. Þessi Ty sem er þáttarstjórnandinn er ofvirkur geðsjúklingur sem þeysist um allt og tekur video-dagbók og velur sér alltaf eitt herbergi sem að á að verða eitthvað surprise but ómægod.. hann er svo EKKI smekklegur og mér finnst herbergið sem að hann velur alltaf ljótast. Nú ekki má svo gleyma MR. White-teeth sem er með tennur sem lýsa í myrkri. Hins vegar finnst mér The newlyweds mjög skemmtilegur þáttur, allaveganna enn sem komið er. Ég fíla hvað Jessica er mjög svo mikil ljóska og þessi Nick er nú bara svaka sætur. Æ þau eru eitthvað svo mis but you´ve got to love them ......

|

8.7.05

Bjór

Ég veit ekki hversu oft ég hef reynt að fara í bjórbann????? Allavega slatta oft... en aldrei endist þetta nú neitt hjá mér. Ég þykist vera í einhverju aðhaldi þessa dagana og því ætlaði ég að reyna að drekka sem minnstan bjór en einhvern veginn togar bjórgenið fast í mig og júbb viti menn mín er að fara að fá sér bjór eftir klukkustund :-) Ég mun drekka Miller, Carlsberg og já auddað Léttbjór.. því það á ég í ísskápnum heima.. leyfar frá því í den hí hí.
Svo ætla ég að byrja í bjórbanni 1. sept en þá mun ég einmitt flytja til Þýskalands. Ég mun því drekka eplasafa á Október-festunum og biðja um vatn á börunum þegar að aðrir svolgra í sig bjór. Já haldiði að ég geti það ekki??? jæja já, bíðiði bara og sjáið :-)

|

Jarðarför

Jarðarförin hans afa var einstaklega glæsileg og falleg. Margir vildu fylgja afa til grafar og Hallgrímskirkja var troðfull. Diddú söng Ave María og Faðir vorið, himneskur söngur og ég fékk gæsahúð um allan líkamann. Svo var einleikur á selló og samleikur í boði Frímúrara. Sólin skein í heiði, fallegur dagur.

|

5.7.05

Ég fæddist á sunnudegi. Móðurafi minn, Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, minnti mig ætíð á það þegar að hann og amma mín, Herdís Helgadóttir, óskuðu mér til hamingju með afmælið. Ennfremur bætti afi gjarnan við að þau hjónin hefðu nýverið komið heim úr messu í Hallgrímskirkju þegar að þeim var tilkynnt að fimmta barnabarn þeirra væri fætt í þennan heim. Að lokum bætti afi því við að núverandi biskup Íslands hefði einmitt hlotið prestvígslu þennan sama dag. Á sama tíma og ég þakkaði kærlega fyrir afmæliskveðjurnar, yljaði þessi stutta frásögn mér um hjartarætur.
Mér er margt minnistætt þegar að ég hugsa um móðurforeldra mína. Sem barni þótti mér alltaf hálfgert ævintýri að fara í heimsókn í Auðarstræti, fallegt heimili ömmu og afa. Barnabörnin hlupu upp og niður stigana og í mörgum herbergjum var hægt að koma sér fyrir og spjalla. Núna í seinni tíð fólst ævintýrið einna helst í því að skoða biblíusafn afa míns. Þar lét afi ljós sitt skína og sagði skemmtilega frá.
Ég fermdist í Hallgrímskirkju og afi minn leiddi fermingafræðsluna með miklum myndarbrag. Mér er sérstaklega minnistætt atvik þegar að ég valdi mér ritningarvers. Ég átti erfitt með að velja mér vers svo ég bað afa um aðstoð. Afi áleit aðeins eitt vers koma til greina: “Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá”. Mér hefur aldrei verið hrósað meira. Afi hafði ómælda trú á mér og hélt til að mynda glimrandi ræðu, eins og honum einum var lagið, þegar að ég fagnaði þrítugsafmæli mínu nú fyrir stuttu. Þeirri ræðu mun ég aldrei gleyma.
Afi kvaddi á sunnudegi. Ég þakka kærlega fyrir allar góðu stundirnar, minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Afi var stórbrotinn maður, umburðarlyndur og hjartahlýr. Hann var dýravinur og góð fyrirmynd. Um leið og ég bið Guð um að styrkja ömmu mína þá veit ég að Guð geymir afa minn því sælir eru hjartahreinir, þeir munu Guð sjá.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com