VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.3.07

Læri læri tækifæri

Gott kvöld að baki.
Við elduðum nokkur saman lambalæri og með því og átum svo súkkulaðiköku í eftirrétt. Ég er með 2falda bumbu núna.. úff ég er svo södd.
Sem betur fer var lambalærið ekki ofþurrt, kartöflurnar óbakaðar og súkkulaðikakan viðbrennd hehehe....
Mika skemmti.....

Hér eru myndir frá kvöldinu...

Efnisorð:

|

28.3.07

Baunapóstur
Við Einar fórum í sónar fyrir rúmlega viku. Þá var baunin 13 vikna og voða hress. Hún hoppaðist og skoppaðist þarna í leginu enda ennþá nóg pláss. Veifaði og geiflaði sig. Ljósan sagði að hún væri mjög mikil ljósmyndafyrirsæta enda sýndi hún sig á alla kanta. Eftir sónarinn fórum við þar sem að taka átti blóð úr mér. Við rötuðum ekkert þarna um spítalann og sveimuðum um gangana eins og tveir villuráfandi sauðir. Að lokum fundum við réttu deildina og þurftum að bíða heillengi eftir að komast að. Á móti okkur á biðstofunni sat ein sú feitasta manneskja (miðað við hæð) sem að ég hef séð. Hún var líklega líka bara rétt yfir tvítugu og ég var mikið að spá í því hvort að hún væri ólétt eða ekki. Ég vorkenndi henni en auðvitað á maður ekkert að vorkenna öðrum út af útliti, kannski fílar hún sig vel svona? Annars efast ég nú um það því henni virtist ekki líða vel. Svo leið nú yfir eina þarna útlenska sem að var með manninum sínum. Henni var rúllað út úr blóðtökunni á rúmi. Allt gekk nú samt vel hjá mér og í verðlaun bauð kallinn mér á Reykjavík pizza company. Þar fékk ég mér pizzu með kjulla, sólþurrkuðum tómötum og furuhnetum. Pizzurnar þarna eru eldbakaðar og þvílíkt ljúffengar. Þjónustan var fín og ég mæli með þessu. *** stjörnur.
Á efstu myndinni liggur baunin á hliðinni og beint fram, á miðju myndinni liggur hún á bakinu og á síðustu var hún hoppandi eins og á trampólíni og hló og veifaði, mjög fyndið :) Hafiði séð hallærislegri baun? Nei ég hélt ekki. Fyrir þá sem að ekki vita á baunin að líta dagsins ljós í september.

Um daginn var ég að ganga niður stigann hjá Grábrók/Rauðbrók og allt í einu kúgaðist ég bara alveg hræðilega mikið. Þurfti að stoppa og upp úr mér komu ómennsk hljóð. Ég hljómaði verr en 150 kg. sjóari nýkominn af massa fyllerí. Ég bara réð ekkert við þetta og var fegin að enginn var þarna nálægt. Ég rétti úr mér og hélt áfram niður tröppurnar en um leið og ég kem úr beygjunni sé ég 3 stráka standa og glápa upp stigann. Voru líklegast að velta því fyrir sér hvaða ógeðslegu hljóð þetta væru. Held nú að þeir hafi búist við stærri manneskju en mér.... ég blakaði bara augnhárunum og reyndi að líta út eins og ég væri jafn hissa og þeir... held samt að ég hafi roðnað....

Efnisorð: ,

|

27.3.07

Af hinu og þessu...

Það gekk vel að passa kettina um helgina og þeir voru bara algjörar dúllur. Stjarna fékk meira að segja að kúra hjá mér ;) Svo datt ég heldur betur í lukkupottinn af því að Marín er áskrifandi af öllum blöðum í heiminum svo ég gat t.d. sökkt mér í Marie Claire og Nýtt líf langt aftur í tímann. Því miður þurfti ég að skipta yfir í skaðabótaréttinn fljótlega en ég fór í sjúkrapróf í morgun og gekk ágætlega.
Ég dró Einar með mér í Tvö líf sem selur óléttuföt. Þar bættist enn við baunaskattinn og fjárfest í einu stykki buxum. Í næsta mátunarklefa við mig var stelpa að máta sem að passaði ekki í neitt enda pissaði hún á prufuna fyrir korteri og var þvengmjó í þokkabót. Ég heyrði svo afgreiðslukonuna segja vandræðalega við hana eftir að stelpan hafði mátað hálfa búðina " viltu ekki bara koma seinna þegar að það er farið að sjást aðeins á þér?"
Einar drakk kaffi á meðan að ég mátaði og las blöð. Hann var nú heldur óhress með blaðaúrvalið sem að samanstóð aðallega af Vikunni og Fyrstu skrefunum. Honum fannst nærtækara að hafa Moggann þarna og einhver bílablöð eða eitthvað svona sem að strákar nenntu að lesa þar sem að það væri víst örugglega karlpeningurinn sem að léti sér leiðast þarna í sófahorninu, kannski eitthvað til í því?
Annars var sól í Norðurárdalnum í dag og ekki leiðinlegt að bruna uppeftir á nýja kagganum.

Efnisorð:

|

22.3.07

Ég elska svissneskt súkkulaði

Nú er ný önn hafin. 1. vika af sjö og nýir kúrsar. Kúrsarnir eru kenndir af karlmönnum eða allir nema einn. Stráði hóf leikinn og sannkallaður brjóstahristingur varð í kennslustofunni þegar að hann gekk inn, nú Elín Blö tók við næsta dag og kenndi okkur stjórnsýslurétt af nákvæmni og röggsemi og sá þriðji sem að rak nefið inn var Brynjar Níelsson eða "verjandinn". Þá hristust brjóstin hennar Jónínu, veit ekki með önnur. Sigurður Líndal sá gamli góði lögspekingur kennir okkur svo réttarsögu. Honum tókst að villast nokkrum sinnum. (Ps. ég elska þig Jónína þótt þú sért kommi. )

Ég fer í bæinn um helgina. Við Einar getum ekki látið bílinn vera og ætlum að vera í honum stanslaust alla daga fram á vor. Við ætlum samt að passa íbúð Marínar og Eiríks um helgina þar sem að þau eru í Boston. Það þýðir að bíllinn stendur tómur fyrir utan. Ég kvíði mest að passa kettina en einn þeirra vill víst sofa upp í og ég er ekki að meika þá tilhugsun. Bara hreinlega ekki. Annars þarf ég að lesa um helgina!! Fer í sjúkrapróf á þriðjudaginn í skaðabótarétti og er það hreinn stórkostlegur bömmer. Ég kalla það tæknileg baunavandræði. Annars verð ég grasekkja frá sunnudegi til miðvikudags þar sem að Einar ætlar til Vínar í vinnuferð. Hann fær lista yfir hluti til að kaupa handa mér, það er á hreinu.

Við Birna elduðum kjúkling eftir uppskrift úr þætti hjá Rachel Ray. Hann var ferlega góður. Svonan sítrónukjúklingur með kúskús.

Kjúklingabringur eða lundir skornar í bita
Þeim er velt upp úr hveiti
Steiktar upp úr ólívuolíu á pönnu
Sítrónubörkur rifinn ofaní
Hvítlaukur rifinn ofaní
Mikill pipar
Salt
Kreistur sítrónusafi
Kjúklingasoð sett út á pönnuna
Hægt að nota meira krydd

Kjúklingasoð sett í skál
Kús kús sett ofaní
(Valmúahnetur)

En annars þá langar mig að kynna ykkur fyrir súkkulaðibauninni.

Voila, made in Switzerland!

Efnisorð: ,

|

20.3.07

Flottur?
Við Einar vorum að eignast barn... eða ætti ég kannski að segja að Einar hafi verið að eignast nýjan vin sem að ég má ekkert leika við??

Efnisorð:

|

19.3.07

Pirrandi

Það munaði ofboðslega litlu að frumvarp um sölu á léttvíni og bjór næði fram að ganga en samkvæmt því átti að afnema einokun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á sölu áfengis með vínandastyrk 22 prósent eða minna. En nei nei VG voru á móti því og kæfðu þetta :(

Efnisorð:

|

16.3.07

Allnighter

Mér sýnist stefna í allnighter .... (andvarp)
and**** helv**** próf...
af hverju gerir maður sér þetta?

Efnisorð:

|

15.3.07

To all ya single girls out there

Setjið bara mynd af svona kellingu með risamjólkurbú framan á sér á bloggið ykkar! Þá fáiði deit frá svona klámkellingum á netinu, en ég meina allt er hey í harðindum ekki satt???!!!

Efnisorð:

|

13.3.07

Sniðug kona


Mér fannst hún ansvíti sniðug veitingahúsakonan frá Iðnó sem að kom í fréttunum í gær og kvartaði sáran yfir háum reikningi sem að hún fékk frá Nýherja. Hún sagði að einungis hefði þurft að breyta vsk-takkanum á afgreiðslukassanum úr 14%-7% og það hefði kostað 30 þús kall og aðeins tekið um 15 mín!
En sko mína, hún fór bara með þetta í fréttirnar og fékk ókeypis auglýsingu þ.e. Iðnó er búið að lækka verðið hjá sér og svo notaði hún tækifærið og auglýsti góða fundaraðstöðu.
Svo hef ég núna líka bloggað um þetta svo hún er að fá mikið fyrir 30 þús kallinn!!
Jamm sniðug kona.

Efnisorð:

|


Nýtt mottó

Nýja mottóið mitt er "látum brjóstin tala". Mín eru nefninlega í útrás og hafa greinilega frá miklu að segja.
(ps. gamla mottóið mitt var "Less is more")

Efnisorð:

|

12.3.07

Munnlegt próf

Á ég að kalla þig Maj, Maj-Britt eða Maj-Britt Hjördís? Þetta var fyrsta spurningin í munnlega prófinu mínu í dag... vonandi að ég hafi svarað henni rétt

Efnisorð:

|

11.3.07


Af hverju er ég ekki þarna?????

Efnisorð:

|

9.3.07

"Ég er frábær!!!"

og ég er mætt á bókasafnið.
Mér finnst þetta besta bókasafn í heimi því hér má tala og borða.
Það er snjór úti.

Efnisorð:

|

8.3.07

Bara að láta ykkur vita......


...... að það er viðbjóðslegt veður úti!! Og ég sem ætlaði út að skokka hehe

...... að borða ekki einum disk of mikið af ostapasta og fá svo í magann, það er líka viðbjóður!

...... að Grace Kelly er ML-próflagið í ár!!

Efnisorð:

|

7.3.07

Bara að láta ykkur vita....


.... að Tópas, gulrætur og Coke light (allt étið á sama tíma) fara ekki vel í maga......

Efnisorð:

|

6.3.07

Helgarpistill 1og2 og bókagagnrýni (spes f. Önnu Guðmundu)

Ég er svo sniðug og nýtin að ég ætla að sameina helgarpistla síðustu helgar og komandi helgar!
Sl. helgi var hin fínasta. Einkenndist mest af rólegheitum og kósýleika. Föstudagskvöldinu var eytt hjá tengdó (matarboð!), laugardagskv. var svokallað skússukvöld heima hjá Sigrúnu en þar vorum við Katrín í góðu yfirlæti (matarboð!)og sunndagskv. var eytt með famelíunni (matarboð!) og svo var sleepover í Sæviðarsundi hjá Tótlunni þar sem að mikið var rætt um ákveðin mál.
Næsta helgi verður óspennandi = legið yfir skólabókum = hún verður ekkert lík sl. helgi = engin kósýheit = frekar boring!

Svo virðist sem að skaðabótaréttur sé að yfirtaka líf mitt þessa dagana. Við erum í maraþontímum hálfu dagana og svo hef ég verið að lesa hann upp þess á milli. Ég er þannig einkum að lesa Skaðabótarétt e. Viðar Má Matthíasson og er sú bók rituð með miklum ágætum. Viðar kallinn er skýr, það verður ekki frá honum tekið, og hefur hann gott vald á íslenskri tungu (dahh) Svo gerir hann frásögninga líflega með fjölmörgum dómum sem snúa að hinum ýmsu atriðum........ (ég er sko ekki að djóka) Störnur *** :o) ps. ég djóka aldrei með skaðabótarétt hehe

Að lokum læt ég fylgja með eina mynd af Tuma en hann stækkar svo hratt að hann biður um bílinn e. korter!

Efnisorð:

|

Ferð í dýragarðinn???

Mér fannst þessar myndir svo "fyndnar" að ég varð að setja þær hérna inn. Spurning hvort að foreldrar ættu að hugsa sig 2svar um áður en farið er með börnin í dýragarðinn?? Þetta er nú hálfgert klám þarna svo ég býst við að mótmælendur klámráðstefnunnar láti ekki sjá sig í dýragörðum í bráð hehe ;)

Efnisorð:

|

2.3.07

Bloggerí

Ég er farin að blogga hér líka....

Efnisorð:

|

1.3.07

Allt er best í hófi

Ég hef nú alveg farið í þá nokkra megrunarkúrana. Sumir hafa virkað tímabundið, aðrir ekki. Ég get nú ekki bent á neinn einn kúr og hrópað húrra fyrir honum. Ég hef skorið niður kolvetni, étið grænmeti daginn út og daginn inn, borðað lítið sem ekkert eftir klukkan 19, farið í nammibindindi, hætt að borða smjör, sósur and you name it! Ég hef misst kíló og fundið þau aftur, liðið betur og liðið verr. Síðastliðin 2-3 ár hef ég hins vegar ekki farið í neinn megrunarkúr. Stundum fæ ég allskonar sniðugar hugmyndir um detox og að skera hitt og þetta út úr mataræðinu. En sem betur fer kemst ég alltaf niður á jörðina aftur, því þetta hentar mér ekki. Ég held að málið sé að þekkja líkama sinn, hvað hann þolir og hvað hentar honum. Sumum hentar að skera ýmislegt burt, öðrum ekki. Minn líkami virðist þola flestan mat (samt ekki pepperoni)... bara í hófi. Og það er þetta “í hófi” sem að ég þarf að taka masterspróf í. Ég er sem sagt hérna komin á gamals aldur og er á MÓTI megrunarkúrum!! Það virkar best fyrir mig að borða grænmeti, ávexti, gróft korn, kjöt, fisk, kjúkling, skyr, fjörmjólk og aðra hollustu. Svo er líka allt í lagi að taka sukk öðru hvoru... bara í hófi!!
ps. muna líka að hreyfa á sér rass****!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com