VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.11.04

Hækka skatta á áfengi!

Ja þessar skattahækkanir eru ekki að fara alveg nógu vel oní mig eins og skattalækkanirnar voru bragðgóðar..... Skattalækkanir hafa nefninlega verið mikið í umræðunni og er ég mjög sátt við þær en þessum skatthækkunum var lætt í gegnum þingið því að stjórnarherrarnir hræddust það að almenningur myndi hamstra áfengi og tóbak ef að hækkanirnar hefðu verið ræddar!!!!! Hvílík fásinna..... og er ekki áfengisverð nógu hátt hérna, ég bara spyr? Nú hljóta allaveganna kvörtunarraddir ferðþjónustunnar að hækka töluvert......

|

29.11.04

Helgin um garð gengin, ég segi það enn og aftur : SVAKALEGA LÍÐUR TÍMINN FLJÓTT!
Helgin var nú bara eðall, átti fínt föstudagskvöld í faðmi misserishópsins míns en við þömbuðum bjór og tróðum í okkur pedsu yfir ædolinu. Það var alveg hreint ljómandi og ég komst að ýmsu um hópfélaga mína t.d. að Ömmi reyndi einu sinni að skjóta kródódíl en hitti hann ekki, samt var krókódíllinn sofandi....... Bjarki var einu sinni lúbarinn í Hafnarfirði fyrir að vera frá Selfossi! Eyrún var í lúðrasveit og laug stundum til um tognaða fingur til að sleppa við að ganga í skrúðgöngu.... Tóti skildi einu sinni en byrjaði þá bara með barnapíunni (hentugt þar sem að hún þekkti börnin hans og svonna :-) og Sverrir var einu sinni kýldur af dverg út á Spáni....

Laugardagurinn var algjört æði... við nóvemberstelpurnar fórum í tilefni af afmælum okkar í Laugar-Spa og prófuðum þar allskonar tegundir af gufum og fórum í ilmsturtu og ískalt steypibað... þegar að við vorum í uppáhalds gufunni okkar þá komu 2 gaurar inn upphófst þá mikið daður sem endaði í .. já já segi ekki meira :-) Svo sváfum við yfir okkur í lazy-boyjunum og þurftum að drífa okkur extra mikið til að missa ekki af borðinu okkar á Apótekinu, hlupum alveg til að mæta tímanlega en þurftum svo að bíða í 45 mín eftir borðinu... fengum fría drykki í staðinn og ég sturtaði í mig strawberry-mohito og varð smá tippsí og fór að blikka einn þjóninn sem að blikkaði mig á móti... ég beið náttla spennt eftir því að vaktinni hans lyki en ómægod þá mætti hann í þessari líka ógeðslega ljótu peysu að ég hef bara ekki séð annað eins.... grænblá með einhverju ógó munstri svo ég bara skellti mér á klósettið og þar hitti ég fyrir tvær dömur sem tóku upp á því að gagnrýna klæðaburð minn:" er þetta ekki einum of flegið???" mældu mig alla út með hneykslun og pískruðu.... kræst hvað tjeddlingar geta verið glataðar...
Nú svo lá leiðin á Thorvaldsen þar sem að ég hitti kennara minn og hann bauð mér að koma með sér í pottinn á nýja vinnustaðnum sínum!!!! Svo í röðinni á Rex heyrði ég einhverja krakka kvarta yfir ellismellunum inn á Rex, einn gaurinn sagði : " ef að mig langar að tala við pabba minn er ég bara heima hjá mér" ég sneri snarlega við úr þessari röð og arkaði upp á Ölstofu þar sem að var bara eitthvað ljótt fólk, sorry ef að einhver sem að les þetta var þar!!!! Jæja ég endaði á 22 þar sem að ég var eins og hestur í fjósi, alveg uppdressuð í nýja fína brjóstasjó-kjólnum mínum og stakk svo í augun að það var sárt.... einn gæinn kom til mín og sagðist ætla að bjarga mér því ég ætti svo sannarlega ekki heima þarna en samt var hann eins og nýkominn af viku fylleríi allur ógeðslegur og fínn... he he... einhver vitleysingur hellti bjór á nýju fínu kápuna mína og þá ákvað ég að nóg væri komið enda klukkan farin að ganga á 5 og hljóp út í rigninguna þar sem að hárið mitt krullaðist og ég baðaði út öngum og sneri mér í hringi og elskaði lífið (ps. ég var sko full) hikk hikk... he he

|

26.11.04

hæ hó... jólasnjórinn farinn... (kannski að hann komi aftur hvur veit??) samt er skítakuldi úti.. var að koma af Kaffibrennslunni þar sem að við fengum okkur kjúklingasamlokur og kjöftuðum aðeins um fundinn sem að við áttum í morgun með Magga Kjartans og Kristjáni Hreinssyni... voða fróðlegt og skemmtilegt... núna er bjórinn kominn í kælinn og bíður upptöku yfir Idolinu í kveld en það er sem sagt hópefli hjá okkur sex ý hóp :-) Annars gengur verkefnavinnan ágætlega þótt ég hefði persónulega viljað sjá meira komið niður á blað en þetta er allt á fullu í hausum okkar og bara málið að ná okkur niður og koma þessu skilmerkilega frá okkur... sýna hvað við erum lögfræðilega þenkjandi.... sem við og erum, öll verðandi viðskiptalögfræðingar ííííhhhaaaaa ......

|

24.11.04

hvað ertu alltaf að gera með ömmu hans Bjarka?
Ég: Haa???
nei þúrt alltaf með ömmu hans Bjarka
Ég: nei ....... Ég er með Ömma og Bjarka!!!

|

23.11.04

Ég skil ekki afhverju það er ekki hægt að lækka verðið á bensíni???? Dollarinn hefur ekki verið lægri í fjölda ára, heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað undanfarið en nóbb.... olíufélögin skýla sér alltaf á bak við það verð sem að þeir keyptu inná... ég meina hver stjórnar þessum innkaupum hjá þeim, ég bara spyr??? þeir ná nefninlega alltaf að kaupa inn á hæsta mögulega verði... krapp ! Svo eru olíufélögin að ráða til sín menn hægri vinstri til að bæta ímynd sína þegar einfaldasta ráðið er náttla bara að lækka verð á bensíni! Ég sver mér finnst ég standa í olíupolli og vera sífellt að renna á rassgatið í honum.....

|

21.11.04

Jæja nú er ágætishelgi næstum því að baki, gott afslappelsi fyrir missóvinnuna sem að hefst á morgun.

Um helgina sem sagt:

...drakk ég fullt af bjór
...ruglaði ég eitthvað í fólki
...daðraði ég við ranga aðila
...borðaði ég eila ekkert
...fór ég í ræktina
...fór ég í örtröðina í Smáralind
...keypti ég 3 boli
...týndi ég barni
...fann ég barnið (hjúkk)
...tók ég nokkra Laugara
...fór ég á sýningu með verkum Errós
...fékk ég fleiri afmælispakka
...ætlaði ég að kaupa skó sem að voru svo ekki til í mínu nr :-(
...fékk ég sms frá fullum strákum
...horfði ég á video
...fór ég í bíó
...surfaði ég á netinu
...fór ég í sund

sem sagt mjög góð og fjölbreytt helgi að baki

síjaleiter

|

það er gaman af því að;

...prófin eru búin
...prófin eru búin
...prófin eru búin

:-) mig langar svo í pizzu hvað er málið með það????

|

16.11.04

Fyndið með þennan áfanga stjórnun og stefnumótun... ég var sko ekki alveg að connecta við fræðin og Bjarna Jóns en í nótt hringdi Nokia síminn minn og ég heyrði Bjarna Jónsson segja í símann "Nokia connecting people" (með mjööög íslenskum hreim) og viti menn allur áfanginn small saman í hausnum mínum! takk Barni :-) svo mér gekk alveg svaðalega vel í prófinu í dag. Einnig komst ég að því að samnemendum mínum líkar mjög vel við mig því að ég fékk góða einkunn í jafningamatinu.
Jæja nú er bara korter eftir af þessum áratug hjá mér og þegar að korterið er liðið verð ég aldrei aftur tuttugu og eitthvað. Váts hvað ég hlakka til að upplifa þennan dag, maður á vist að verða kona og þroskast voðalega mikið og bara verða eitthvað svo fullkomin. Sumir kalla þetta the prime time of womanhood.... say no more ;-)

|

vá hvað það er gaman að dreyma skemmtilega drauma. mig dreymdi nefnó í nótt að ég væri kærastan hans geirs sveinssonar og boy ó boy var hann æði ... hann kyssti rosalega vel og mér leið bara eins einu stykki drottningu þarna með honum. en hvað segir þessi draumur um mitt raunverulega líf? þá fór ég að hugsa að kannski sé mitt raunverulega líf bara draumur og "draumurinn" um hann geira minn væri raunveruleikinn, eníveis þá finn ég út úr því þegar að næsta séð og heyrt kemur út. já þetta er spennó, verð ég á forsíðunni með geira sveins????

|

12.11.04

Lítið að frétta af mér annað en leiðindi.. þetta gengur svo sem ágætlega og ég var að loka veðréttarbókinni rétt í þessu og ætla að fara að loka augunum... Hef ekki farið út úr húsi í allan dag fyrir utan smá skrepp í Hreddann með Ömma. Ég var svo löt að ég lét hann koma og sækja mig á bílnum sínum heim að dyrum ..... svo þegar að ég kom heim þurfti ég endilega að fara í sturtu og svo að krema mig alla og setja á mig maska og svo brúnkukrem!!!! jamm það mætti halda að maður væri á föstu hmmmmm og ekki í tímahraki í brjáluðum próflestri.... þetta var bara MUST kremsessjón...he he.... jæja en ég tek mér deffinettlí frí í lestri á morgun og kannski að maður kíki með í vísindaferðina með meistaranemunum????? og svo er það náttla Idolið... must see for me the sucker!

|

10.11.04

Próf, próf og aftur próf..... og enn eitt og svo eitt próf að lokum =5 próf
já og eitt búið ... reikningshald (andvarp) veit ekki alveg hvernig mér gekk, kannski gekk ég bara út í sjó, hvur veit... nenni ekki að hugsa um það próf lengur. Á morgun er arðsemin og í kvöld fór ég í maraþonaukatíma hjá honum Bjössa. Hriflan var alveg troðfull af fólki og allir alveg ARG!!
Jæja eins og þið vitið verð ég létt geggjuð þegar að próflestri kemur, get rifjað upp ýmis vangefin atriði úr Vallarkotinu í fyrra.... vá hvað maður er steiktur en vitiði hvað ég er allaveganna búin að raða skónum mínum eftir lit og stærð en ég tek skápin á morgun!!!!! Ég og Sigrún masteruðum í að setja saman kommóðu um daginn.... alveg gasalega miklir verkfræðingar með einn lítinn Bubba byggi þarna að vesenast í kring.... við eigum alveg hrós skilið :-)
Jæja best að koma sér í háttinn svo að ég geti metið fjárfestingar á sannfærandi hátt í fyrramálið..... (hjálp)

|

4.11.04

Ég er í algjöru sjokki!!! Þvílík vonbrigði... ég sem eyddi heilli nótt í Clinton-stellingum, klappstýra Kerrys með pepsi max í annarri og poppskál í hinni:

1. lagi... Kerry tapaði
2. lagi....Bush vann
3. lagi....hvítvínið var súrt...
4. lagi....engar áreiðanlegar tölur voru komnar kl. 4
5. lagi... próf daginn eftir
6. lagi...Sigrún var sofnuð fyrir kl. 2
7. lagi...Dan Rathers var farinn að vera sexy
8. lagi...Bush í 4 ár í viðbót...

En það er þó ljós í myrkrinu... nú á Hillary Clinton sjéns e. 4 ár... hope hope :-)

Annars hefur skólinn eitthvað voðalega setið á hakanum hjá mér undanfarið og það er náttla ekki nógu gott því að prófin hefjast á mánudaginn.... shift shift
Ég hef nefninlega eitthvað verið að reyna að láta til mín taka í Skólafélaginu sem endranær og héldum við upplestrarkvöld sl. þriðjudag svona prewotekerry.. he he nei djók
Gummi Steingríms, Andri Snær, Hallgrímur Helga og Flosi komu og lásu upp og fóru með gamanmál. Kaffihúsið var troðið og þetta var voða vinsælt, gaman að því

Agnes ætlar að kíkja til me and my lesbian lover anda our bastard í kveld... ætla að taka mér smá kjaftapásu í öllum lærdómnum ræsk ræsk

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com