VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.9.03

Ég er alltaf að reyna að hugsa um eitthvað annað til að skrifa um en Bifröst en það er bara lítið annað sem að kemst að. Ég hugsa bara ekki um neitt annað þessa dagana nema skólann og tjúttið. Ég horfi ekki einu sinni á tv, nema já alveg rétt idolið... he he djöll eru Simmi og Jói miklar dúllur... ég var alveg að fíla þá þarna huggandi og knúsandi keppendurna.... ég hló mig allaveganna máttlausa nokkrum sinnum en eins og Sigrún myndi segja fékk samt nettan kjána annars lagið.. he he... ég er samt ennþá að jafna mig á þessari svaðalegu höfnun, ég meina þeir vildu mig ekki í keppnina.... andskotans vesen.. langaði svo að fórna frama mínum á Bifröst til þess að verða stjarna Íslands. Ég meina hvern dreymir ekki um að koma vikulega í Séð og heyrt..... vera með nýja gæjanum undir fyrirsögninni "sjóðandi heit" eða "ást við fyrstu sýn" mæta í popptíví í áskorunina og kastljósið með Bubba og Bjögga????? Ég bara spyr??? ferðast um landið og spila á tónleikum og láta gæjana slefa yfir sér og sitja fyrir utan Skífuna og skrifa á nýjustu plötuna! Já en hér sit ég sökum aldurs og læri lögfræði og með því.... já auma lífið það!

|

22.9.03

Pravda... já nýjar innréttingar - nýr staður... fór þangað á laugardagskveldð sl. í "naglapartý" frír bjór og bolla og fínerí og handáburður á hverju borði, fingur mínir lyktuðu því eins og jarðarber um kvöldið he he....
Reyndi við kanelinn á föstudagskvöldið... ég er stundum svo mikil súr gúrka... var lofað 10.000 kalli ef að ég gleypti matskeið af kanil. Jú jú mín hélt að hún færi létt með þetta (þó að ég hafi séð fullt af fólki tjóka á þessu) en ég setti gúmmulaðið upp í mig og..... krakkarnir alveg....djí hún er að geta þetta... en þá...æl, spyt og hóst hóst... og ég ældi í fötu og í vask og í klósett..... kræst....
en ég leit bara á björtu hliðarnar.... ég meina pizzan fór í klósettið og ég er hvort sem er í megrun !!!! he he

|

18.9.03

Á að vera að skrifa ritgerð um ritstuld.... gengur hægt en er allaveganna aðeins byrjuð. Er búin að vera í einhverju stresskasti út af verkefnaskilum í seinni hluta þessarar viku og er ekki alveg komin í gírinn fyrir kvöldið.
Var að pæla í því með ritstuld og blogg.... pæliði í öllu efninu á blogginu sem að er stolið... enginn vitnar í neitt né neinn, æi bara hugleiðing... annars bulla ég nú svo mikið og færi heilmikið í stílinn... er maður kannski önnur manneskja á blogginu... krydda sögurnar soldið og spilar sig annan... ég meina ekki fer maður að koma til dyranna eins og maður er klæddur eða?? myndi ég þá alltaf koma á naríunum... ég meina ég er stundum bara á þeim... he he.. segi svona..
annars er ég náttla að gera allt sem að ég á ekki að gera þessa dagana og kids..... EKKI TRÚA ÖLLU SEM AÐ ÞIÐ LESIÐ!!! síst af öllu mínum pistlum sem að eru súrdeig

|

15.9.03

Tíminn er svo fljótur að líða.... mér fannst ég nýbúin að blogga en það er komin vika síðan... ekkert smá léleg... ég ætti kannski að láta ykkur lesa verkefnin mín í samningarétti og hagnýtri stærðfræði.... nei ég geri ykkur það ekki mínir kæru vinir... reyndar eru þau helv... skemmtileg í samningaréttinum en stærðfræðin er alveg til þess að drepa mann. Það er samt onnestlí satt hún er leiðinleg.. stundum finnst manni nefnó eins og það sé í tísku að segja að stærðfræði sé leiðinleg.
Eitt soldið fyndið hérna á Bifröst... það eru öll þessi nöfn... himnaríki, helvíti, félagslíf, hrifla, aðalból og bla bla bla... maður var alveg fyrstu tvær vikurnar að átta sig á þessu öllu og svo mállýskan.. já já gleymum henni... Hreddinn og annað slangur er alveg mis... en svo er maður kominn á kaf í þetta og þvílíkt farin á tjá sig á óskiljanlegu tungumáli.
Það er líkamsræktarstöð hérna!!! jebb tæki og tól til að lyfta... ískrar aðeins í hlaupabrettinu og vantar svona algengustu þyngdirnar á lóðunum... en við látum það ekki á okkur fá og höfum tekið dáldið á því.. jebb með finnska skiptinemanum í dag í dúndrandi tónlist....
Hausthátíðin var brill... mín drakk soldið en það hlýtur að hafa reddast... ég var allavega ekki sú sem mest var slúðrað um... reyndar var skónum hennar Öbru stolið og nokkrum töskum.... glossinn minn týndist... en fannst aftur.. he he...
Ég tók steypuna og sendi nokkur klikkuð sms, sem að ég reyndar man ekki eftir að hafa sent... sem sagt tók eitthvað tripp á símanum... dansaði djarfan dans hmmmmm við einn fæddan 83!!! vissi það samt ekki fyrr en eftir á.. en viti menn hann sagði það vera í tísku að stelpur væru með yngri mönnum... já ekki í fyrsta sinn...
Svo var ég dregin upp á svið í eitthvað halló skemmtiatriði..... sem sagt átti að vera í einhverri kynlífsstellingu með einhverjum strák.. neyðó... svo var Bárður alltaf... Maj Britt ekki vera svona fuuuuuuulllll og ég alveg hættu nú alveg og svo var ég kýld... einhver gella sem fílaði mig ekki.... og svo var ég elt af manni með grímu og leiddi strák í rigningu.. já mjög brilliant kvöld... fór í 20 partý og týndi glossinum... jebb búina að minnast á það en hann fannst..... á ólíklegasta stað....
en nú er annað djamm á fimmtudaginn svo maður þarf að safna kröftum...
ætla að taka einn reifara núna með henni Öbru vinkonu minni... Tótla ætlar að kenna okkur að reifa dóma... svo
amen

|

10.9.03

Blessuð öllsömul
Lífið er ljúft skal ég segja ykkur... er bara komin í brilljant umhverfi með massa skemmtilegum krökkum. Var svona pinku efins fyrst hvort að ég hefði tekið rétta ákvörðun en viti menn; hún var RÉTT!
Síðasta vika var bara rosaleg. Fullt að gera í skólanum, misskemmtilegir kúrsar svona eins og gengur og gerist.... og félagslífið... alveg að fara með mann hérna... ég held að ég hafi tekið um 25 skot !!! Opið hús á kaffihúsinu á fimmtudagskvöldinu og live-tónlist... tveir gæjar á gítar og Celin Dion með typpi söng :-)
Svo var partý í Miðgarði til 4 og partý í mínu herbergi til.... hmmm já segðu.. he he.. byrjar vel hmmmm hikk hikk.
Skvísurnar sem ég bý með eru þokkalega nettar og hef ég þegar gengið í systralag með tveimur þeirra og nokkrum gellum úr viðskiptadeildinni.... við erum svokallaðar Opal-systur og erum byrjaðar að brugga..... fórum nefnó í vísindaferð í Ámuna sl. föstudagskvöld og það var massa gaman....... svo er stefnan tekin á Bifróvision... já við Opal-systur erum sko alveg að fara að djæva og með því :-)
Er samt að drukkna hérna í verkefnum... tókst að eisa eitt... úlala.... en sat sveitt yfir hagnýtri stærðfræði áðan.... kræst...
Svo er haustfagnaður nk föstudagskvöld, jibbí..... matur og læti....
en lofa að skrifa meira fljótt... er orðin svo drulluþreytt... skelli samt nokkurm myndum af Opalsystrunum hér til hliðar
bæjó bellur

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com