VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.9.09


Fréttir úr Arnarklettinum

Af Herdísi Maríu er allt gott að frétta. Hún átti 2ja ára afmæli sl. mánudag og var veislan haldin á sunnudaginn. Vinirnir komu kl 12 og svo fjölskyldan kl 15. Veisluborðið var dekkhlaðið og ömmurnar bökuðu marens og gerðu brauðtertu. Katrín frænka gerði brauðrétt og mamman bakaði langt fram á nótt... súkkulaðiköku, rice crispies, rjómatertu ofl. Herdís María söng með afmælissöngnum í tvígang en svo þegar að mamman ætlaði að syngja hann eina ferðina enn á sjálfan afmælisdaginn þá sagði Herdís María biðjandi og pínu pirruð "ekki". Herdís María fékk fullt af gjöfum. Hún fékk hjólbörur og skóflur frá mömmu og pabba, nokkrar bækur, dúkku og bleikan krumma frá ömmu og afa í rvk, pening frá ömmu og afa í Borgarnesi, ferðageislaspilara frá Álfheimavillingunum, föt og fleira frá Baltimore genginu og Katrínu og margt fleira. Skemmtilegastur fannst henn þó gangandi fíllinn frá Ísaki Geir.

Við foreldrarnir vorum kallaðir í okkar fyrsta foreldraviðtal um daginn. Þar kom fram að Herdís María er dugleg og kát stúlka. Hún er alltaf hress og til í að gera allt. Svo er hún sjálfstæð og blíð. Hins vegar er hún dugleg að berjast fyrir sínu. Kannski ofdugleg á stundum. Þá er hún sett á stól í 2 mínútur. Við vorum glöð að heyra að hún hlýðir vel og borðar matinn sinn. Í hvíldina fer hún þegjandi og hljóðalaust og er til fyrirmyndar.

Af Þóru Guðrúnu er allt gott að frétta. Hún er byrjuð hjá dagmömmu og aðlögunin gekk vel fyrir sig. Gyða dagmamma segir að hún hafi sjaldan verið með svona gott og þægt barn. Það þarf ekki einu sinni að rugga henni í svefn. Þóra Guðrún borðar ALLT, ólíkt systur sinni. Hún sefur vel og grætur ekkert. Hún gerir sig þó líklega til að skæla þegar að mamma fer á morgnana en skeifan hverfur fljótt þega að hún sest með hinum börnunum. Þóra Guðrún er alveg farin að skríða og fer hér út um öll gólf. Hún er líka orðin ákveðnari og gefur foreldrum sínum sterklega til kynna hvað hún vill og hvað hún vill ekki. Hún er alltaf jafnkát og það er auðvelt að fá hana til að hlægja.

Gullkorn í lokin:
Elías Torfi var í mat hjá okkur og var með soldið slæman hósta
Maj-Britt: "Æ Elías minn, þú ert með slæman hósta"
Elías: "Já"
Herdís María: "Æ greyið kallinn....."

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com