VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.11.02

BÆKUR!!!

eru mitt uppáhald... samt er ég alls ekki nógu dugleg að lesa. Núna eru þrjár bækur á náttborðinu mínu: The pilot´s wife, A man and a boy og Dauðarósir. Ég er alltaf með svo marga í takinu he he.... Ég hef vægast sagt orðið fyrir miklum vonbrigðum með m&b og kemst ekki uppúr 4. kafla. Dauðarósir klikka ekki og ég er orðin þokkalega spennt. Ég bíð líka spennt eftir að komast í Röddina en Arnaldur Indriðason er fínn spennubókahöfundur. Erlingur og Sigurður Óli eru bara orðnir heimilisvinir. Ég er ekki byrjuð á The pilot´s wife en hún á víst að vera eðall.... einhver kelling sem að uppgötvar 2-falt líf eiginmanns síns sem að ég held að drepist á fyrstu bls.??? Hljómar soldið ástarsögulegt en ég ætla að gefa þessu sjéns.... enda mjög ábyrgur meðmælandi með henni þessari.
Núna ligg ég líka flöt yfir Kastljósinu og öllum þeim þáttum og reyni að finna bókmenntagagnrýni í öllum hornum. Mig langar að lesa svooooooo margar bækur sem að koma út núna um jólin. Ekki það að ég stóli alfarið á bókmenntagagnrýni (oft tómt kjaaaaftæði) en finnst bara gaman að umfjölluninni.
Ég hvet ykkur því mínir kæru vinir að lesa sem mest um jólin og þegar að ég er komin með komment inn á þessa amatör síðu mína þá megiði mæla með og benda mér á bækur ;-)

Efnisorð:

|

Það var eins og ég hélt... Malcom klikkaði ekki. Sækó api sem tók völdin á heimili aðalStartrekkarans (fyrir utan Siggu!!) Helga Guðný kom á Gunnuna og við átum pizzu sem að fær bragðlaukana til að hoppa af kæti (varð samt ekki alveg vör við það, brenndi mig frekar feitt bara) og lágum svo í sófanum og tókum Malcom og fleiri þætti traustu taki. Enduðum á eyju freistinganna... hvað er í gangi þar?? Ég bara spyr?? Cassie... I love you and fully trust you.... but what were you doing in bed with another man?? :o)

Efnisorð:

|

28.11.02

Jebb og jæja þessi vinnudagur að enda kominn... en fjörið er rétt að byrja... sallat og sófinn hjá minni ;-)
Pæliðí pöþettik ... en Malcom klikkar ekki hann er must sí :o)
Chao bellas og hafið það yndislegt í kvöld

Efnisorð:

|

jæja þá reyni ég þetta einu sinni enn.... ég er nú greinilega ekki tölvunörd.. búin að reyna þetta síðan í sumar. Er greinilega bara plebbi skv. Jóni Gnarr.... var farin að sjá svart þegar ég las plebbabókina því að ég er greinilega PLEBBI aldarinnar. Mér finnst nefnó Svíþjóð vera áhugavert land og fer reglulega á bensínstöðvar til þess að skoða grill :-)

Jább og jólin eru bara að koma og það er þokkalegur hiti úti, ég meina hvað er málið með það?? Þokkalegu lúðarnir sem að flýja til heitari staða um þessar mundir.. ég meina þeir eru meiri plebbar en ég tí hí Kannski að maður jólist bara um helgina og fari í IKEA og kaupi seríur og setji þær upp svo maður verði ekki hverfisfíflið og endi útskúfaður úr 105...

Svo er það kannski bara leikhús og læti á laugardagskv. Kryddlegin hjörtu..... spennó en best að mæta saddur því að það er víst eins og maður sitji inná pizzastað.. og þá gætu garnirnar farið að gaula í plebbanum... eða kannski plebbunni ;-)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com