VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

11.12.03

jæja þá hefur maður skilað af sér lokaverkefni og bíður bara eftir málsvörn en hún er í næstu viku. Ég er þvílíkt sátt við einkunnirnar mínar en rosalega er gott að vera komin í jólafrí.. eða þannig lagað séð, allaveganna smá pása fram að málsvörn :-)

Nú mar bara í bænum að reyna að hitta alla vinina sem mar hefur vanrækt í haust. Fór með Tinnu á á kaffihús á þriðjudaginn og svo í bíó á Love actually (í annað sinn) mér finnst hún ÆÐI.. gegt rómó.... einíveis.. í gær kom Tótla og við tókum video og svo kom Maja og við fórum allar í Muse-eftirpartý á Pravda. "Bifrastarstrákarnir" gáfu okkur nokkra miða og við fórum og reyndum að mingla með væt-trassinu, veit samt ekki alveg hvernig að það tókst en barþjónninn hellti allaveganna bjórglasi yfir okkur veiiiii he he
Annars var þetta plebbalegafínt og ég endað kvöldið með Vin Diesel, ekki slæmt :-) Svo er upplestur og lifandi tónlist í kvöld með sugarbabe og kaffihús og reddari og afmælisboð alla helgina+idolpartý ..... já það er parý partý partý alla helgina......

en nú ætla ég að halda áfram að bora í nefið og gera ekki neitt þar til að ég fer á æfingu .....

|

5.12.03

...ammælisveisla út í skóla.... sem sagt margir af merkismönnum þjóðarinnar þar akkúrat núna að djúsa og djamma....
ætla að skella mér í sturtu og vera á góðum millitíma á tjúttina á eftir af því að:

MISSERISVERKEFNIÐ ER KOMIÐ Í YFIRLESTUR OG ÞAÐ ER SYKURKÓK Í ÍSKÁPNUM...

þeir sem þekkja mig vel vita hvað sykurkókið þýðir svo... he he

annars bið ég ykkur vel að lifa í bili
óverandát

|

1.12.03

Missó gengur hægt en örugglega. Við tökum viðtal við á morgun við stundakennara upp í HÍ vegna samningaréttarverkefnisins okkar og hlakka ég mikið til. Hann hlýtur að geta varpað ljósi á ýmislegt í tengslum við svik sem ógildingarástæðu, eða vonandi :-)
Annars var barasta farið út á lífið sl. föstudagskvöld. Ég og Tótla og Ólöf tókum nett á því á Gunnunni og svo komu Maja og fleiri gellur síðar og við tjúttuðum fram á rauða nótt. Það var mjöööög gaman en við kíktum m.a. á Hverfiz og Sólon. Laugardagskvöldið var svo bíókvöld, en mín yndislega Sigrún bauð mér í Lúxus-sal á Mystic river. Myndin var þrusugóð og leikararnir voru svaðalega þéttir. Sean Penn og Tim Robbins voru rosalegir!! Það voru nokkur atriði í þessari mynd sem að héldu manni alveg í heljargreipum en mér fannst að hún hefði mátt enda 5 mín fyrr.
Í gær fengum við Majurnar og Tótla okkur súpu í brauði á Svarta kaffi, alltaf næs og spjölluðum um svik og svo auðvitað stráka he he ;-) en ekki hvað???
Núna er mar bara upp á Bifröst að læra. Var að koma af kaffihúsinu en við tókum nettan stöðufund yfir djúpsteiktri ýsu og hamborgurum.... gamanaðessu
En mar bara kominn í nettan jólafíling og ég hlakka ekkert smá til jóla. Mamma var að baka smákökur og ég skreytti alla íbúðina mína í gær...... jóla jóla

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com