VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.7.04

sko... haldiði að karakter ykkar sjálfra móti framtíð ykkar? Ég meina ég hef verið að hugsa um að skella mér í smiðsnám til að verða handlagnari .... kannski þarf ég bara að einbeita mér að karakternum... verða töffari he he... immit ekki alveg að passa við mig... ég er bara lítil skólastelpa sem finnst hún ekkert vera gömul og alls ekki stór... (reyndar ekki erfitt). Hey og já rosalega margir sem að koma til mín í bankann eru illa lyktandi! Mér finnst það hræðilegt, ég alveg færi mig lúmskt aftur á bak í stólnum.. svona renni mér aðeins aftur líka og reyni að anda sem minnst og ef að ég neyðist til þess að anda þá geri ég það með munninum... Stundum held ég að fólk þrífi sig ekki... sterk líkamslykt er eitt það versta ojbara ojbara ojbara ullabjakk..

|

12.7.04

Jæja + og - í dag fara til:
+Eika bro og Marínar... þið eruð yndisleg....
+/-Dabba fyrir að vera ennþá meiri snillingur...(Eiki þetta var fyrir þig....
-Fólks bara svona almennt fyrir að vera fífl...
+Frjálsa.. hér er gaman að vera

Fyndið hvað þetta er lítið land... sat í mat í dag að raða í mig próteini og vítamínum... og spjallaði við samstarfsfólk mitt um lélega hönnun og verkfræðinga... þegar að ég komst að því að ein sem vinnur með mér var í bekk með bróður mínum í menntaskóla (ekki að það komi verkfræðingum og Skúlagötu við) og þau eru einmitt að fara að hittast á rejúníoni næstu helgi... Mér fannst þetta alveg hreint bráðsnjallt og rifjaði upp rejúníonið mitt úr menntó síðan í maí sl.... þá sá ég fyrir alvöru hvað skiptir miklu máli að halda sér í formi... þ.e. í réttri kjörþyngd... og reyna að halda hárinu á hausnum og já bara almennt hafa sig til... ! Er núna sjálf að pæla í lýtaaðgerðum og megrunum... er að pæla í að skella mér á atkins svo ég geti fitnað tvöfalt til baka, en hey ég meina það er þess virði 2 kg í nokkra mánuði .... ég hef samt ekkert getað borðað síðustu vikuna svo ég er á góðri leið niður fyrir 50 kg... Get ekki borðað ost.. :-( sem að mér finnst mjög sorglegt þar sem að ostur er veislukostur.


|

10.7.04

Mig langar að fólk hætti að vera svona ruglað! Stundum þá skil ég bara ekki allt og alla, til hvers er þetta allt á mann lagt og hvers vegna ég sé svona lélegur smiður?

|

5.7.04

Þeir sem fá + í kladdann eru:

Davíð sá sem kenndur er við Odd, maðurinn er bara snillingur...
Vinir mínir í gríska landsliðinu, þeir eiga þetta fyllilega skilið...
Tótla því hún gerir vinnudaginn minn betri
Mamma og pabbi fyrir að elda svona frábæran mat!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com