VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.6.08

Fréttir


Á Tenerife er gott að djamma diskótekunum á hey!!! Reyndar höfum við ekki farið á diskótek ennþá fyrir utan þetta sem er í sundlaugargarðinum á kvöldin. Einar dansar trylltur á því á hverju kvöldi.... einn. Ég skil samt ekkert í því að hann neiti því að koma með mér í salsa-kennslu hérna í hádeginu. Ég finn mér bara einn spænskan í það! Herdís María leikur við hvern sinn fingur, fitnar og stækkar og daðrar við spænska þjóna eins og henni sé borgað fyrir það. Þeir eru allir voða skotnir í henni. Hún, Haraldur Nökkvi og Eiríkur Tumi leika á alls oddi í lauginni og fíla sig í botn.
Herdís María hlakkar líka voða til að verða stóra systir en við eigum von á litlu kríli í desember. Allir voða spenntir :) Ógleðin að minnka sem betur fer en fyrir utan hana (og massíva þreytu) hefur allt gengið ljómandi vel á þessum fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. En nóg í bili. Set inn myndir af Tenerife-liðinu á næstu dögum.

Efnisorð: ,

|

9.6.08

Tenerife....

í 3 vikur .... Förum á morgun og ætlum að hafa það svo þvílíkt næs. Hafiði það gott á meðan.
Ps. lofa að vera duglegri í blogginu þegar að heim kemur..... verð með fullt af djúsí færslum.

Knús

Efnisorð:

|

3.6.08

Allt gott....

að frétta úr Arnarklettinum.
Ég hef verið ferlega löt að blogga undanfarið. Maður mætti ætla að þá lægi ég í ritgerðarskrifum en nei nei ekkert þannig! :(
Ég hef nú samt ekki setið auðum höndum og tók að mér smá aukajobb og hef verið að stússast í því. Svo hefur maður það líka svo gasalega gott með manni sínum og barni. Einar er kominn í sumarfrí og núna er bara 1 vika í Tenerife. Við spókum okkur því um á kaffihúsum og mollum daginn út og inn.

Af Herdísi Maríu er alles gut að frétta. Hún sýnir ennþá hvað hún er stór og við foreldrarnir höldum að samfara 1. tönnslunni hafi fyrsta orðið heyrst! Það er orðið "upp". Daman allaveganna horfir upp og segir uuubbbh!! Hún gerir líka píkabú og gjugg í borg og það er óborganlega fyndið. Heldur gamalli tusku sjálf fyrir andlitinu og gægist svo. Hún hámar í sig brauð með kæfu og kartöflur með miiiklu smjéri eru í uppáhaldi. Að lokum er vert að minnast á það að foreldrarnir hafa nú skráð hana í þetta.

Helgin byrjaði á Ungfrú Ísland. Við Hildur hreiðruðum um okkur upp í sófa og blammeruðum stúlkurnar hægri vinstri (já já það má). Við vorum svona nokkuð vissar um úrslitin og náðum 3 réttum í topp 6, þar á meðal topp 2. Við Einar pössuðum svo Hákon um helgina. Vorum vísitölufamelían í þykjustunni og fórum í bæjarferð og fleira. Ég var alveg uppgefin eftir smá tíma í Smáralind með 2 börn. Þurfti að fara heim að leggja mig! Held að börnin hafi líka verið til í smá blund ;) Við óverdósuðum líka af ís (ef að það er hægt), fórum á fótboltaæfingu, í bakarí, pizzastað, hoppukastala og fleira. Á laugardagskvöldinu skellti ég mér í 30 afmæli. Mjög dannað og nice. Helgin endaði svo í matarboði í Njörvasundi í USA þema.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com