VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.10.03

Það var brjálað veður í nótt og rigningin barði rúðurnar á herberginu mínu hérna í kotinu í gríð og erg. Mikið var ég fegin að liggja bara upp í rúmi með tölvuna mína (sem er orðinn besti vinur minn eða réttara sagt auka útlimur) og hlusta á góða tónlist.
Ég hugsaði líka heil ósköp, get stundum alveg týnt mér í hugsunum um framtíðina og fortíðina. Ég verð eitthvað svo meir þegar að ég hugsa um fortíðina, allar þessar stundir sem að koma aldrei aftur. Svo finnst mér samt svo gaman að velta framtíðinni fyrir mér. Hún kemur mér sífellt á óvart. Ég var samt lengi að venjast því að framtíðin væri ekki svona fastmótuð þ.e. eins og ég hafði ákveðið en núna finnst mér frábært að lifa óhefðbundnu lífi og gera hlutina ekkert endilega í réttri röð.
Ég er mjög ánægð hérna í skólanum, finnst flest fögin skemmtileg og hef eignast fullt af nýjum vinum. Ég get samt ekki beðið eftir næsta ferðalagi og þegar að ég les bloggið hans Ragnars langar mig svo á vit ævintyranna.
Það er samt svo fyndið að þegar að ég var að taka til í tölvunni niðrí vinnu þegar að ég var að hætta þar þá fann ég markmið sem að ég hafði sett mér fyrir kannski 2 árum eða svo. Ég hef náð þeim öllum! Þau voru:
1. Fjárhagsleg: kaupa bíl-klára að borga íbúðina (keypti Snæfinn og borgaði niður íbúðina)
2. Ferðast um Ítalíu (gerði það í sumar í dásamlegri ferð)
3. Andleg: Lesa meira um jóga og breyta mataræðinu (ég hef lesið fullt um jóga og tekið líkamann í gegn)
4. Fara í nám (og hingað er ég komin - á Röstina)

svo gerði ég svo margt annað óvænt td. Amsterdam, Prag, Barcelona ;-) Fór á Bifröst!! mjög óvænt og hef bara gert svo rosalega margt skemmtilegt.

Ég hef því ákveðið að setja mér ný markmið til 2-3 ára (bara svona til gamans)
1. Klára BS í viðskiptalögfræði
2. Ferðast um Evrópu með vinum mínum (sumarið 2004)
3. Fara á Hróarskeldu (það hef ég ekki prófað)
4. Fara á jóganámskeið

Þá er bara að bíða og sjá :-)

|

26.10.03

Síðasta vika var strembin. Mjög mikið að gera í skólanum og verkefnaskil hægri vinstri. Svo var ball með Páli Óskari á fimmtudagskvöldið í Hreðavatnsskála og það var rosalegt stuð þar. Helgin fór því bara í svefn og lærdóm. gerði sem sagt ekkert spennandi :-) lá bara heima hjá mömmu og pabba og lét fara vel um mig. Horfði meira að segja á Crossroads með henni Britney minni og Bachelor. Mér finnst gæinn í Bachelor bara helv. sætur svo ekki sé meira sagt, samt plebbalegur þáttur :-) en samt sjúklega gaman að horfa á hann. Svo kaus mar í Idolinu og svona en ég býð spennt eftir litla Njálusnillingnum ;-) held að hann eigi eftir að stela senunni.
Ég er öll skorin undir iljunum eftir fimmtudagskvöldið, tók nefnó þá ákvörðun að ganga þvert yfir eitthvað hraun þarna út í móa á háhæluðu skónum mínum og datt í 3000 gjótur og ferðafélagi minn þurfti á endanum að bera mig. Veit ekki hvað við vorum að spá, en ég endaði sem sagt fimmtudagskvöldið í fótabaði og finnst mér það heldur upp á við ef að við miðum við samningaréttinn sl. fimmtudagsnótt.
Annars er það bara próflestur og solleiðis næstu daga svo óskiði mér góðs gengis
knús
Maj Britt

|

21.10.03

Allsvaðalegasta helgin er búin... innklúdíng fimmtudagskvöldið.... við tókum feita rassíu á fimmtudagskvöldið.... héldum Opal-fund í Bollakotinu og djöll verðum við nettar á Bifró... ha stelpur... nú er að duga eða drepast!!! Eruði menn eða mýs?? Úpp segir músin.. he he annars var svo farið á kaffihúsið og þaðan í sundlaugarpartý.....!!!! he he... hver segir að þetta sé ikke eins og í bandarískri háskólamynd.. alvöru campus-djamm... allir úr að ofan... hmmmm ekki kannski alveg allir... og einhverjir að neðan.... varð nú samt ekki vör við það... (kannski sem betur fer) endaði allaveganna heima að gera samningarétt....(sad gella) alveg ekki að sjá á tölvuna og ekki að geta pikkað neitt inn, ætlaði svo að vakna klukkan 7!!!! og klára en viti menn.... ég heyrði bara EKKERT í klukkunni hmmmmmm og skrópaði í lögfræði... ég er ekki í lagi þarna strumpar! en þetta kvöld lifir í minningunni ha Maja! þú sérð um þínar systur... ég held að ég hafi næstum því verið flengd.... say no more.... af henni Maju, og hver hefði ekki viljað sjá það... strákar svariði því????

Svo var það Airwaves-djamm um helgina..... rölt á milli og tekið á því.... sá fullt af böndum en það sem að stendur upp úr er GUS GUS... mega flott geng... alveg að skjóta örvum í hjartarætur mínar.... sem minnir mig á Tin Tin og árshátíð fyrir 2 bráðlega....
og bing... mætti halda að ég væri ekki í skóla heldur bara á honum kolla frænda að djúsa og djamma hele natten... og kannski að mar sé bara ekkert í skóla, kannski er þetta bara draumur... en þá er hann allaveganna í dós!

Strákar eru líka nöttkeis, en það eru svo sem engin tíðindi... og alltaf er ég eitthvað sár... hvað er málið með það.... ég fíla samt nett að vera í ruglinu.. með hljómsveitagaurum og bara öllum gaurum... er samt sveitt að fíla hljómsveitagaura... með sítt hár og skegg.... he he og Kurt ekki gleyma honum...

Átti heldur betur fínt móment á leiðinni hingað uppeftir á sunnudagskvöldið með Majunni og Tótlunni..... Westlife í botni og þvílíku tárin sem að streymdu og fylltu bílinn... en róóóóóleg Maja það fór engin úr að ofan.... í þetta skiptið... he he.....

Næsta fimmtudagskvöld er svo svaðó djamm í Hreddanum... Páll Óskar þeytir skífum...(íslenskan já íslenskan) ég er feitt að skora héddna.... og ég ætla að dansa rassinn á gólfið og Majan getur flengt hann þar.... já komið og sjáið...ég skora á ykkur!!!!!!!

TIL SJÁVAR OG SVEITA.....

bið ykkur vel að lifa
óverandát

|

8.10.03

Við Tótla
-keyrðum út á kaffihús í gær...
-og keyptum nammi....
-og Tótla fékk hárstrok....
-og við fórum í Marskeppni......
(taka skal til athugunar að kaffihúsið er þremur skrefum frá útidyrahurð okkar, ok svona þrjátíuogþremurskrefum)

|

Blóð og Skímó
Pæliði í gæjanum í Skotlandi sem drap besta vin sinn og drakk úr honum blóðið! Einnig gæddi hann sér á hluta heila hans og gróf hann svo út í skógi..... yes all for the love of Queen of the damned... vinurinn hafði eitthvað farið að dissa myndina og gaurinn bara flippaði enda BARA búinn að horfa á myndina 100 sinnum síðasta mánuðinn... ekki alveg að fatta þetta, drulluléleg mynd!
Sem minnir á það að blóðbíllinn var á Bifröst í dag..... fólk flykktist til að gefa blóð og með því he he... mitt blóð er víst ekki eftirsóknarvert hjá ðíblodbank og var mér vinsamlegast vísað frá :-( það virðist því vera einhver svona "dissummajbritt" tími þessa dagana.... fólk gleymir að senda manni sms, nennir ekki að spjalla á msn, bloggar EKKERT um mann... osfrv.... þá er nú best að hjúfra sig að skruddunum, já réttvísin manns eini vinur he he..... það er bara einhver mórall í gangi.... sem minnir á Skímó á kaffihúsinu annað kvöld... reyndar heavy lögfr.próf á föstudagsmorgun en marlætursighafaða.... það er ekki skímó á hverjum degi... he he he....... (það er vonandi að það skori einhverjir stig.... peraps ein sem að á ímyndaðan kærasta he he he he......)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com