VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.7.07
Er að spá í ofangreinda hluti ásamt öðru. Fékk smá pening í innflutningsgjöf og er að spá og spekúlera. Hafiði skoðun??|

30.7.07

Helgin

Síðasta vika var alveg crazy. Ég fór í próf á miðvikudeginum í alþjóðlegum félaga og skattarétti. Gekk ágætlega. Fimmtudagurinn og föstudagurinn fóru svo í að undirbúa innflutningspartý fyrir vini og nánustu famelíu. Við keyptum fullt af áfengi og höfðum nokkrar tegundir af smáréttum = nóg vín og matur til kl: 04:00 um nóttina. Já ég segi það "betra að hafa of mikið en of lítið". Partýið var vel heppnað og við vorum með einn duglegan dósasafnara sem fjarlægði tómar dósir eins og honum væri borgað fyrir það :) Við skelltum upp tjaldi út í garði (sem var lítið sem ekkert notað sökuð góðs veðurs) og Einar setti logandi ljós upp í klett. Við fengum margt fallegt og viljum þakka öllum þeim sem að sáu sér fært að mæta kærlega fyrir komuna og fyrir okkur. Laugardagurinn fór í þrif og að éta afganga og á sunnudeginum fórum við til mömmu og pabba á Þingvelli og átum meiri afganga! Pabbi grillaði svo humar og lambalærissneiðar ummmm, geggjað. Í vikunni vonast ég eftir að komast í lunch með góðum vinkonum og fá ML-urnar í heimsókn í Klettinn.

Stofan í Arnarkletti áður en að partýið hófst. Fleiri myndir hér.

Efnisorð:

|

29.7.07

Anda inn og anda út

Ég sver ég held stundum að lungun komi upp úr mér þ.e. að ég kafni í eigin lungum! Ég skellti mér því á netið og pantaði mér dvd-disk.... anda út og anda inn. Það gengur kannski betur að anda þegar að maður er blóm??

Efnisorð:

|

24.7.07

ET í stuði í Arnarkletti. Obbosslega fínn og flottur!

Efnisorð:

|

23.7.07

Já kúlan stækkar. Hér er ég komin 30 vikur.

Efnisorð:

|

18.7.07

Fjölmiðlabull

Er plís hægt að hætta að fjalla um þennan Lúkas!

|

16.7.07

Ryksugan á fullu...


Við fengum afhent í sl. viku og sváfum fyrstu nóttina aðfararnótt föstudags. Föstudagur til fjár !!! en svo var þetta nú líka föstudagurinn 13. svo maður veit ekki ;)
Við erum á fullu að koma okkur fyrir og ég er gjörsamlega að drukkna í fötum! Þvottavélin okkar tók upp á því að bila, þvílíkt pirrandi og ég þarf því að fara til tengdó með þvottinn... (þar til að vélin verður löguð) Fyrstu nóttina í Arnarklettinum góða dreymdi mig brjóstamjólk.. flæðandi út um allt! Ég held að það viti á gott, kannski frjósemi??? hahaha
Mér líður ágætlega. Flutningarnir og þrifin tóku á og ég fann fyrir verk í grindinni. Á erfitt með svefn og geri allt á slow motion.

Skólinn byrjaði í morgun og álagið verður mikið. Fyrsta verkefnið á miðvikudaginn í formi fyrirlesturs. Ég þarf því að leiða draslið hjá mér og læra!! Stuð, stuð, stuð.
Það hefur verið mikill gestagangur til okkar. Vinir og vandamenn að koma og kíkja. Öllum líst voða vel á þetta og okkur líður stórvel í höllinni okkar :o)

Skelli inn myndum fljótlega, þangað til næst
30 vikna bumban

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com