Knús í húsUpdeit: Svo gott að vera heima á sunnudagskvöldi eftir velheppnaða fjölskylduhelgi. Við litla famelían skelltum okkur í sund, grilluðum, fórum í sumarbústað, fengum Katrínu í sleep-over, átum kjöt í karrý!!, mamman fékk spádóm ;), hittum Þórhildi, Hildi og Hákon, fórum í ísbíltúr, á róló, hittum ömmurnar og afana og margt margt fleira. Núna er litla daman farin að sofa og maður liggur bara bakk upp í sófa með kertaljós og imbann. Það er svona knús í hús stemmari :)
Ritgerðarskrif ganga la la. Efnið sem að ég valdi mér er mjög spennandi og ég verð sleipari í dönsku með hverri vikunni. Ég ætla að skila ritgerðinni (skotheldri) 1. ágúst og útskrifast í byrjun september. Það lítur því út fyrir að það verði tvær stórveislur í september.
Ég er þokkalega sátt með Eurovision-myndbandið. Finnst það dálítið fyndið og vel gert. Finnst samt Regína eitthvað svo úr takt þótt hún sé samt í takt, fattiði? Og hvað er málið með eyrnarlokkana hennar?
Ég er að spá í golfkennslu með Guðnýju í sumar. Veit samt ekki alveg hvort að ég hafi einhvern áhuga á þessu sporti?! Ég fíla allaveganna göngutúra (1 point), menn í tíglapeysum (1 point), útiveru (1 point), Sigrún spilar golf (1 point), Einar spilar golf (1 point), hægt að drekka Corona bjór á sama tíma (5 points). Kylfurnar eru, hins vegar, stærri en ég.... svo ég lem í jörðina og fæ straum upp í olnboga (-10 points). Æ verð fljót að fatta hvort að þetta eigi við mig þegar að ég byrja í þessari kennslu ef að af verður. Er golf ekki örugglega fyrir stirð gamalmenni, þá passa ég vel þar inn!?
Lipstick Jungle. Hef séð 2 þætti og finnst þeir fínir. Leikkonan sem að leikur fatahönnuðinn er svo geggjað sæt og alltaf í svo flottum fötum. Ætla að breyta mér í hana, fara í skáeygingu hehe.. og klippa á mig topp. Eða ekki.
Herdís María kann að segja mamma. Enginn virðist samt heyra það nema ég.
En jæja...ætla að njóta knús í hús-stemmarans í Klettinum. Ciao.
Efnisorð: Daglegt líf