VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.4.08


Gleðilegt sumar!
Hér erum við Herdís María fyrir framan Háskólann á Bifröst. Það er alltaf opinn dagur á Bifröst, á sumardeginum fyrsta, ár hvert. Í fyrra stóð ég í Hriflu, ólétt með smá kúlu, að kynna meistaranámið. Í dag röltum við Einar, hins vegar, um skólann okkar með Herdísi Maríu á handleggnum, fengum okkur vöfflur og spjölluðum við skemmtilegt fólk. Í dag var sól og yndislegt veður, frábær sumardagur og það stefnir í gott sumar. Gleðilegt sumar !!

Efnisorð:

|

20.4.08

Knús í hús

Updeit: Svo gott að vera heima á sunnudagskvöldi eftir velheppnaða fjölskylduhelgi. Við litla famelían skelltum okkur í sund, grilluðum, fórum í sumarbústað, fengum Katrínu í sleep-over, átum kjöt í karrý!!, mamman fékk spádóm ;), hittum Þórhildi, Hildi og Hákon, fórum í ísbíltúr, á róló, hittum ömmurnar og afana og margt margt fleira. Núna er litla daman farin að sofa og maður liggur bara bakk upp í sófa með kertaljós og imbann. Það er svona knús í hús stemmari :)


Ritgerðarskrif ganga la la. Efnið sem að ég valdi mér er mjög spennandi og ég verð sleipari í dönsku með hverri vikunni. Ég ætla að skila ritgerðinni (skotheldri) 1. ágúst og útskrifast í byrjun september. Það lítur því út fyrir að það verði tvær stórveislur í september.


Ég er þokkalega sátt með Eurovision-myndbandið. Finnst það dálítið fyndið og vel gert. Finnst samt Regína eitthvað svo úr takt þótt hún sé samt í takt, fattiði? Og hvað er málið með eyrnarlokkana hennar?


Ég er að spá í golfkennslu með Guðnýju í sumar. Veit samt ekki alveg hvort að ég hafi einhvern áhuga á þessu sporti?! Ég fíla allaveganna göngutúra (1 point), menn í tíglapeysum (1 point), útiveru (1 point), Sigrún spilar golf (1 point), Einar spilar golf (1 point), hægt að drekka Corona bjór á sama tíma (5 points). Kylfurnar eru, hins vegar, stærri en ég.... svo ég lem í jörðina og fæ straum upp í olnboga (-10 points). Æ verð fljót að fatta hvort að þetta eigi við mig þegar að ég byrja í þessari kennslu ef að af verður. Er golf ekki örugglega fyrir stirð gamalmenni, þá passa ég vel þar inn!?


Lipstick Jungle. Hef séð 2 þætti og finnst þeir fínir. Leikkonan sem að leikur fatahönnuðinn er svo geggjað sæt og alltaf í svo flottum fötum. Ætla að breyta mér í hana, fara í skáeygingu hehe.. og klippa á mig topp. Eða ekki.


Herdís María kann að segja mamma. Enginn virðist samt heyra það nema ég.


En jæja...ætla að njóta knús í hús-stemmarans í Klettinum. Ciao.

Efnisorð:

|

16.4.08


Við mægurnar biðjum að heilsa ykkur!

|

Lok lok og læs

Já þeir hjá blogger læstu blogginu mínu. Sögðu það potential spam blog! Ég hef því ekkert getað bloggað en þeir hafa greinilega sannfærst um að ég sé enginn spamari og hafa því opnað það aftur. Ekkert að frétta svo sem. Sá að norræni eurovision þátturinn verður ekki á dagskrá eins og sl. ár. Í stað hans verður þáttur með íslenskum spekúlöntum undir stjórn Páls Óskars. Ég er ferlega fúl yfir því að þessi skandenavíska sulta sé ekki á dagskrá. Var að fíla hana.

Dóttir mín er nú haldin alvarlegum aðskilnaðarkvíða. Hágrætur ef að hún sér mig ekki. Svo er hún skíthrædd við ryksuguna, hárblásarann og sturtuna. Algjör kettlingur. Reyndar reif hún kjaft við ryksuguna um daginn en það var nú bara af því að hún var í fanginu á pabba sínum. Hún er alveg farin að sitja og svo sýgur hún táslurnar í gríð og erg. Hún er tækjaóð og er sérstaklega hrifin af símum, fjarstýringum og tölvum. Hún er farin að vinka bæ, eða ég er ennþá að fatta hvort að það sé tilviljun. Hún fer í 7 mánaða skoðun á morgun, hlakka til.

Dómsdagsspá Seðlabankans fer í taugarnar á mér. Mér finnst skrýtið og óábyrgt að segja að fasteignamarkaðurinn eigi eftir að lækka um 30% og hægja því að einhverju leyti (og eiginlega ofmikið) á honum. Ríkisstjórnin hefur líka gefið það út að fella eigi niður stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð (sem er gott) en það að tilkynna það einungis, hægir einnig á markaðnum. Ég veit um fullt af fólki sem að á í erfiðleikum núna út af þessu ástandi og getur ekki selt eignirnar sínar. Ekki vildi ég vera í þeim sporum núna að skulda greiðslu eða já vera að bíða eftir greiðslu!

Efnisorð: , ,

|

10.4.08

Einstæðar mæður


... vá hvað ég dáist að þeim. Ég hef núna verið "ein" með Herdísi Maríu í 4 daga því pabbinn er í útlöndum. Ég er alveg dauðuppgefin!

Over and out..

Efnisorð:

|

7.4.08

Bye bye dancers....

Hvað finnst ykkur um það að dönsurunum í júrólaginu hafi verið hent út? Ég er þokkalega brjáluð, eiginlega bara alveg crazykox yfir þessu. Þetta eru skvísur og skvísur er það sem að þetta atriði þarf. Flottar pæjur að dansa og dansinn var mjög flottur og gaf laginu kraft að mínu mati. Piff... veit ekki hvort að maður nennir að horfa bara á Regínu og Friðrik allt lagið... ætla þau að dansa eða?

Efnisorð:

|

5.4.08

Aðhald

Verð að byrja í massa átaki ef að flugvélin á að geta borið mig til Tenerife í sumar! Hver vill vera megrunarvinkona mín??

Efnisorð:

|

4.4.08

Röndótt

Ég hef alltaf verið svag fyrir röndóttu. Ég til að mynda eeeelska svona sailor-röndótt föt. Man eftir því þegar að ég sá Ingunni bekkjarsystur mína í 6. bekk með röndóttar legghlífar og laaaaangaði svo í eins! Þegar að ég sá að þverröndótt var ekki að gera neitt mikið fyrir línurnar mínar þá keypti ég mér röndóttar minnisbækur og röndótt sængurver. Þið getið því rétt ímyndað ykkur gleði mína nú þegar að ég get verslað röndótt í gríð og erg á dóttur mína. Hún er ósjaldan í röndóttum fötum. Hér er sýnishorn:

og þetta er bara brota brot......

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com