VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.5.08

Eurovision í kvöld!

Það er partý í kvöld í Arnarkletti og veðbankar opnir. Þið getið spáð um þrjú efstu sætin og í hvaða sæti Ísland lendir hér í kommentakerfinu. Gaman væri líka að heyra hvert er ykkar uppáhaldslag.
Við ætlum að vera með mexikanst þema í kvöld þ.e. super nachos, kjúklingaleggi, corona bjór, tortillur, salsaídýfur og doritios.
Ég spái Úkraínu, Svíþjóð og Portúgal í 3 efstu sætin. Söngkonurnar frá Úkraínu og Svíþjóð eru í silfurlituðum snípkjólum og það eru garanteruð stig! Svo spái ég Íslandi í 11. sæti. Uppáhaldslagið mitt er franska lagið. Góða skemmtun!

Efnisorð:

|

15.5.08

Nýjustu fréttir úr Arnarkletti...

.... eru þær að Herdís María sýnir hvað hún er stór í gríð og erg. Hún gerir það bæði beðin og óbeðin og við foreldrarnir eigum fullt í fangi með að klappa fyrir henni og fagna þessum tímamótum. Hún gerir þetta svo oft núna að ég er farin að kalla hana RRRRIIIISAvaxna. Annars er daman orðin 8 mánaða. Ennþá tannlaus og fer í skriðstöðu endrum og eins. Gamanaðessu.

Efnisorð:

|

13.5.08

Síðasti í kennslu

Síðasti kennsludagurinn minn er í dag. Kennslan hefur bara gengið ágætlega og nemendurnir hressir og á öllum aldri. Þau hafa staðið sig vel í þeim verkefnum sem að lögð hafa verið fyrir þau og taka svo próf á fimmtudaginn. Ég hef reynt að fara yfir verkefnin þeirra eins fljótt og mögulegt er. Herdís María er samt dugleg að trufla mig. Mér finnst nemendurnir það skemmtilegasta við að kenna og líka það leiðinlegasta. Þeir sem að hafa kennt vita hvað ég er að meina. Litla dís hefur verið eins og ljós í pössun og mikið hefur verið gott að komast aðeins út. Samt sakna ég hennar stundum alveg svakalega, fæ alveg sting í hjartað og alltaf er jafngott að sækja hana og fá mömmuknús.
Nú fer að styttast í Tenerife. Tæplega mánuðir. Ég er farin að telja niður.

Efnisorð:

|

7.5.08

Guðjón og Ásdís.. samt ekki hjón

Þetta finnst mér standa upp úr í fréttum e. daginn í gær. Þessi setning mér einstaklega minnisstæð "Eftir náið samráð okkar hjóna og miklar vangaveltur höfum við því tekið ákvörðun um að vera áfram á Íslandi. Við erum bæði mjög ánægð með þá ákvörðun enda er hún í algjöru samræmi við yfirlýst markmið Jóhönnu um framhaldsnám á háskólastigi.“

Þetta finnst mér einnig standa upp úr í fréttum síðan í gær. Þessi setning er mér einstaklega minnisstæð. "Það eru margar stelpur sem fara þarna með þann draum að verða einhverjar Playboystjörnur" segir Ásdís, aðspurð um það hvort eitthvað sé að græða á partýinu. „Ég fer þarna með það að markmiði að ná í einhver viðskiptatengsl. Og kannski fá smá smakk af stjörnuheiminum."

Efnisorð:

|

5.5.08


Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com