VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.7.08

Góður djókur

Þetta finnst mér rosalega fyndið hehe..... Hefði alveg verið til í að vera fluga á vegg þarna.

Efnisorð:

|

14.7.08

10 mánaða

Litla dúllan okkar er 10 mánaða í dag. Hún er þvílíkur orkubolti og þýtur um allt skríðandi eða í hlaupagrind. Hún togar sig upp um allt og reynir að standa í öðru hverju skriði :) Hún elskar fólk og sérstaklega aðra krakka og vill helst vera í action leikjum og hún elskar að láta bregða sér!! Mamman er hins vegar ekki eins orkumikil og litla dúllan svo þetta er stundum soldið strembið fyrir mömmuna. Herdís María er mjög hláturmild og fer mörgum sinnum á dag í hláturskast. Það er algjörlega yndislegt. Herdís María er mikill töffari og skælir sjaldan og harkar af sér ef að hún dettur eða rekur sig í. Hún er líka mjög forvitin og það er ekkert sem að fer fram hjá henni (það getur líka stundum verið soldið strembið). Herdís María er gjörn á að halda ræður og lyftir þá hendinni og heldur ræðu.... allir eiga að þegja á meðan og horfa á hana!
Hún er komin með 3 tennur og borðar aðallega ávexti og brauð með miiiiklu smjöri. Henni finnst hakkið og spagettí-ið hans pabba síns líka mjög gott. Hún hefur minni áhuga á sjónvarpi en áður og helst ekki lengi við það. Vill bara vera að syngja og dansa með mömmu sinni. Uppáhaldslagið hennar núna er Þytur í laufi og hún skellihlær í Vertu til er vorið kallar á þig :) Hún byrjar hjá dagmömmu í næsta mánuði og það verður gaman fyrir hana að hitta og umgangast aðra krakka. Held að henni leiðist stundum með mömmu sinni (þótt mamman sé mjög dugleg að leika). Herdís María getur verið mjög óþolimóð og vill gera allt strax. Svo getur hún tekið sig til og dundað heillengi ef að henni finnst eitthvað spennandi. Hún getur verið algjör gelgja og finnst foreldrarnir stundum aaaaalveg vonlausir, þá kvartar hún hástöfum. Herdís María segir "mamma" og meinar það ;) og svo segir hún "þetta" og "datt".
Núna eru bara 2 mánuðir í fyrsta afmælið... spennandi :)

Efnisorð:

|

11.7.08

Msn-deit

Við Sigga eigum stundum msn deit yfir ákveðnum sjónvarpsþáttum. Þá erum við með web-camin okkar og horfum á þáttinn saman. Gerðum þetta t.d. sl. miðvikudagskv. Mér finnst þetta mjög nálægt því að horfa á þáttinn með henni í sama herbergi. Bara þægilegt að enginn þurfi að fara út í bíl og keyra ein heim í myrkrinu hehe. Erum við algjörir nördar??

Efnisorð:

|

9.7.08

Monsur

Talandi um svefnkindina hérna fyrir neðan... hvað varð um Monsurnar?? Vitiði hvar ég get keypt þannig? Ohoo muniði hvað þær voru sætar, ég bara VERÐ að versla nokkrar handa Herdísi Maríu. Monsa handa Monsu.

Efnisorð:

|

Red Apple

Langaði að benda ykkur á Red Apple Apartments. Í gegnum það fyrirtæki er hægt að leigja íbúðir í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Fleiri borgir detta inn á næstunni. Endilega kíkið á þetta, ekkert smá sniðugt hjá Ragga og Sessu.

Þessi grein birtist á/í Vísi á dögunum:
"Hjónin Sesselja Birgisdóttir og Ragnar Fjalar hafa sett á fót skemmtilega nýjung í ferðamennsku með fyrirtækinu Red Apple Apartments. Eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir fyrirtækið sig í leigu á íbúðum til styttri tíma, frá einni nóttu upp í nokkra mánuði og þær eru nú í boði í Reykjavík og Kaupmannahöfn, en bráðum bætast við borgirnar Ósló, Helsinki og Stokkhólmur. " Við útskrifuðumst bæði í fyrra úr mastersnámi í alþjóðamarkaðsfræðum og vörumerkjastjórnun frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð," útskýrir Sesselja. "Ég hafði hug á að nema meira í stjórnun en Ragnar ætlaði að stofna sitt eigið fyrirtæki. Svo skemmtilega vildi til að Lundarháskóli bauð í fyrsta sinn upp á mastersnám í frumkvöðlafræðum og meginmarkmið námsins var að stofna fyrirtæki og við nýttum að sjálfsögðu námið til að steypa grunninn að Red Apple Apartments." Að sögn Sesselju er Red Apple Apartments fjölskyldufyrirtæki sem rekur miðlun á internetinu. "Markmið okkar er að bjóða upp á fjölbreytt úrval fullbúinna íbúða sem jafnast á við eigið heimili. Við hvetjum íbúðareigendur sem hafa áhuga á að skrá íbúðir sínar til leigu að hafa samband og skráning er að kostnaðarlausu." Frekari upplýsingar er að finna á http://www.redapplecopenhagen.wordpress.com/ og http://www.redapplereykjavik.wordpress.com/ "
Til hamingju með þetta kæru vinir.

Efnisorð:

|

8.7.08


Óskalistinn


Mig langar svo í svona "svefnkind" handa HM og jóla litla.

Efnisorð:

|

7.7.08

Smá updeit
Jæja, þá erum við komin heim og auðvitað er alltaf gott að koma heim, segi svo sem ekki annað. Ekki laust við að við söknum Tenerife þó. Það besta við að koma heim var að fá ííííískalt vatn með klaka. Þoli ekki að drekka þetta plastvatn. Jóli litli verður líka að fá íslenskt vatn.


Nú, ekki var heldur slæmt að hitta fjölskyldu og vini. Fór út að borða með góðum hóp á fimmtudagskvöldið.. ljóshærðu systurnar og þessi fimmta dökkhærða ættleidda slógu í gegn! Yndislegur lunch á föstudaginn og góðar stundir með stórfamelíunni um helgina. Herdís María hefur nú, á örfáum dögum, farið bæði í heita pottinn hjá ömmu og afa og nýju skjaldbökusundlaugina sína. Henni finnst svo gaman í vatni þessari elsku.

Lost... ég er alveg lost í Lost og Despó núna. Hef misst af 3 þáttum í röð. Sakna nú ekki spænsku og þýsku stöðvanna þarna úti. Sakna samt ítölsku stöðvarinnar soldið. Datt t.d. inn á fegurðarsamkeppni á þeirri stöð eitt kvöldið. Hef sjaldan hlegið jafnmikið. 3 dömur voru í úrslitum og áttu að lesa pistil um foreldra sína. Þær gátu það náttúrulega ekki fyrir sitt litla líf. Sú fyrsta var skást, munnvikin byrjuðu að titra í miðjum pistli en hún komst í gegnum hann svona með herkjum. Foreldrarnir grenjuðu henni til samlætis út í sal. Sú sem að var önnur í röðinni las með titrandi röddu um mömmu sína og í bakgrunni voru sýndar myndir af henni með mömmunni í blússandi hamingju. Þessi þriðja fór að hágrenja í 3ja orði. Og getiði svo hver vann?

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com