Jæja þá er mín komin í sveitina og skólinn byrjaður..... ég trúi ekki ennþá að ég sé komin hingað uppeftir en líst rosalega vel á þetta allt saman. Ég bý í koti nánar tiltekið Vallarkoti 4, herbergi 83 og hef dregið allskonar drasl með mér að heiman og troðið inn í þetta annars dásamlega herbergi. Ég ætla að vera svona eins og IKEA-gellan og þrýsta á hnapp fyrir hin ýmsu herbergi... djammherbergið, rómóherbergið og lestrarherbergið.......
Fyrsta vika skólans er hálfnuð en hún er kölluð frumkvöðlavika og er eiginlega bara soldið bla bla og ábyggilega hugsuð til að þjappa hópnum saman. Ég er komin í hóp með 9 öðrum og sitjum við víst uppi með hvort annað til jóla, þ.e. 6 strákar og 4 stelpur.... við áttum að gera gjörning í gær og lékum hvalveiðiskip Íslendinga en gjörningurinn átti að tákna frumkvæði, þor og þrautsegju :-) Annars virðast sumir 2. árs nemar líta svo á að betra sé að kynnast í gegnum bakkus heldur en frumkvöðulinn svo vikan hefur verið soldið blaut þó að sólin sé stanslaust á lofti hérna í Borgarfirðinum :o)
Nýnemakvöldið var á mánudagskv. og þá voru nokkrir nýnemar "grillaðir" upp á sviði og svo var öllum gefinn bjór og sumir duttu meira í það en aðrir. Svo var farið á kaffihúsið og sumir enduðu í gítarpartýum. Heyrst hefur að hringt hafi verið á lögguna... og hún hafi hringt í rektor... dásamleg byrjun á skólaárinu :o)
Á fimmtudagskv. næsta er svo grillveisla og kyndilganga upp í Hreðavatnsskála þar sem haldið verður ball. Þetta er víst toppurinn á vikunni. Því er ekki mæting í skólann fyrr en 13 næsta dag he he....
Mín brunaði samt í bæinn í gær.... Foo Fighters voru komnir til landsins og mín ýkt spennt...... frétti af hópferð Bifrestinga í bæinn á tónleikana en mín fór með Tin Tin og Kalla. Mættum um kl. 19 og fréttum að röðin hefði myndast um kl. 17!!! Hittum Dj og Dóra og fengum kók og kossa... tróðum okkur svo á pallinn hjá ljósa og hljóðmönnunum og vorum því með besta útsýnið... ekki bara yfir sviðið og salinn heldur starði mín heldur betur á rassinn á ljósamanni FF... þetta var sjúklega flottur rass og gaurinn slagaði í 10-una... þokkalegur sjammi..... tónleikarnir voru giiiiiiðviiiiikir og mín varð grúpppía... já með trippúl péi!!!
En ég bið ykkur vel að lifa og ég sakna nú pínku Samlífisins.... sniff sniff... en nýir tímar og nýtt fólk ;-)
bæjó í bili
Maj-Bif-restingur