VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.8.03

Jæja þá er mín komin í sveitina og skólinn byrjaður..... ég trúi ekki ennþá að ég sé komin hingað uppeftir en líst rosalega vel á þetta allt saman. Ég bý í koti nánar tiltekið Vallarkoti 4, herbergi 83 og hef dregið allskonar drasl með mér að heiman og troðið inn í þetta annars dásamlega herbergi. Ég ætla að vera svona eins og IKEA-gellan og þrýsta á hnapp fyrir hin ýmsu herbergi... djammherbergið, rómóherbergið og lestrarherbergið.......
Fyrsta vika skólans er hálfnuð en hún er kölluð frumkvöðlavika og er eiginlega bara soldið bla bla og ábyggilega hugsuð til að þjappa hópnum saman. Ég er komin í hóp með 9 öðrum og sitjum við víst uppi með hvort annað til jóla, þ.e. 6 strákar og 4 stelpur.... við áttum að gera gjörning í gær og lékum hvalveiðiskip Íslendinga en gjörningurinn átti að tákna frumkvæði, þor og þrautsegju :-) Annars virðast sumir 2. árs nemar líta svo á að betra sé að kynnast í gegnum bakkus heldur en frumkvöðulinn svo vikan hefur verið soldið blaut þó að sólin sé stanslaust á lofti hérna í Borgarfirðinum :o)
Nýnemakvöldið var á mánudagskv. og þá voru nokkrir nýnemar "grillaðir" upp á sviði og svo var öllum gefinn bjór og sumir duttu meira í það en aðrir. Svo var farið á kaffihúsið og sumir enduðu í gítarpartýum. Heyrst hefur að hringt hafi verið á lögguna... og hún hafi hringt í rektor... dásamleg byrjun á skólaárinu :o)
Á fimmtudagskv. næsta er svo grillveisla og kyndilganga upp í Hreðavatnsskála þar sem haldið verður ball. Þetta er víst toppurinn á vikunni. Því er ekki mæting í skólann fyrr en 13 næsta dag he he....

Mín brunaði samt í bæinn í gær.... Foo Fighters voru komnir til landsins og mín ýkt spennt...... frétti af hópferð Bifrestinga í bæinn á tónleikana en mín fór með Tin Tin og Kalla. Mættum um kl. 19 og fréttum að röðin hefði myndast um kl. 17!!! Hittum Dj og Dóra og fengum kók og kossa... tróðum okkur svo á pallinn hjá ljósa og hljóðmönnunum og vorum því með besta útsýnið... ekki bara yfir sviðið og salinn heldur starði mín heldur betur á rassinn á ljósamanni FF... þetta var sjúklega flottur rass og gaurinn slagaði í 10-una... þokkalegur sjammi..... tónleikarnir voru giiiiiiðviiiiikir og mín varð grúpppía... já með trippúl péi!!!

En ég bið ykkur vel að lifa og ég sakna nú pínku Samlífisins.... sniff sniff... en nýir tímar og nýtt fólk ;-)
bæjó í bili
Maj-Bif-restingur

|

14.8.03

Samlífið kvatt........

Nú á að kveðja mína með pompi og því öllu á morgun... búið að undirbúa kveðjukaffi og með því og svo er það bara hörkupartý um kvöldið ;-) já það örlar bara á blendnum tilfinningum... vonandi að tilfinningaskalinn verði láréttur á morgun og mar missi sig ekki.... æi það eru bara allir svo sætir og góðir við mig hérna í vinnunni og segjast munu sakna mín ýkt... (svo er bara að sjá hvort maður verði ekki gleymdur og grafinn lax á mánudaginn!!!)

Svo er það menningardagurinn mikli... sem verður kannski rigningardagurinn mikli.... (veit ekki hvort það sé hægt að toppa geipræd samt... þe. rigningarlega séð) Ég ætla samt að rölta um bæinn og sötra ýmsa drykki víðsvegar um borgina, fara í matarboð og fleira skemmtilegt.

Lenti í einu steiktu áðan:
x: hæ majbritt
ég: nei hæ
x: þögn
ég: hvað segirru??
x: vandræðalegur... hmmm þú hringdir aldrei aftur....
ég: (hvað er hann að tala um???? aftur hvað???) jaaaáá hmmm "hik" ég hringi ekki í stráka... :-)
x: nú já svolleiðis... má ég þá kannski hringja??
ég: já endilega hringdu (dó.... hvað er ég að hugsa???? má láta einhvern hringja ef maður er að deita)
x: bæ þá... ég hringi þá bara
ég: jaaaáa ræsk... jaaaaá

já ég er viðbrennd steik og sem betur fer er ég með símanúmerabirti!!!!!!

|

12.8.03

Hver drap Kurt Cobain.............

já þeirri spurningu er vandsvarað... féll kappinn fyrir eigin hendi eða voru brögð í tafli... Ég ætla að spyrja Dave Grohl að því þegar að ég fer á Foo fighters tónleikana.... ætla svona að vippa mér að honum "back stage" sveitt og sælleg og spyrja sakleysislega um leið og ég blaka augnhárunum..... hey handsome.... did you have something to do with Kurts death?? og blikka svo nokkrum sinnum svo hann skilji að hann þurfi ekkert að játa... ég viti allt... ég sjái inn í sál hans....yeh baby come as u are.....
............and he likes to shoot his gun

|

11.8.03

Snæfinnur snjókarl.......

......Snæfinnur er einn af mínum bestu vinum... hann er traustur og hefur aldrei brugðist mér. Nú er ég samt að hugsa hvort að ég eigi að fórna honum fyrir Silfurrefinn? Silfurrefurinn er svona meira "töff týpa", nýr og spennandi og býður eflaust upp á nýja og skemmtilega kosti. Silfurrefurinn er nefnó yngri bróðir Snæa...
En Snæi hefur aldrei brugðist mér... reyndar var hann með stæla um daginn (sem Sverrir reddaði fyrir mig) en Silfurrefurinn og allir aðrir töffarar hefðu hæglega getað lent í því sama... það var ekki Snæfinni um að kenna.... frekar mér???
Æi mér er samt farið að þykja svo vænt um hann Snæfinn minn.... held að ég haldi honum bara....

|

8.8.03

Græneygður froskur með peacan-pie dauðans..........

......skellti mér á kaffihús í gær.... sat þar í makindum með rassinn upp í vindinn.... þ.e. sneri baki í alla en það er pottþétt ekki gott múf ef maður vill hitta einhvern... sá því bara sætu Helgu og rassaskoruna á gæjanum við barinn.
Hey sexy... loðið rassgat við barinn :-) Hann var samt pinku sætur þessi strákur... svona dökkhærður með gleraugu og skeggrót í hvítri köflóttri skyrtu ... já hvernig væri að gefa sig fram... þessi loðni rass var að gera það fyrir mig.. og það segi ég satt...!
En allaveganna þar sem að ég sat og sneri baki í allt og alla tók ég ekki eftir því fyrr en að ég fór að ég þekkti hálft kaffihúsið.... var alveg hæ hæ hæ hæ.... við alla og bara ekkert að komast út fyrir hæjum... nei segi svona...
Var allt í einu líka þvílíkt til í bjór.... þar sem að ég sat með swissmocca og peacan-pie.... djöll var hún sæt... og endaði svo með hálfétna köku og kaldan swiss! *Pantaði mér bara diet-kók merkilegt hvað rauði risinn stendur fyrir sínu...... varð svo allt í einu bjórþyrst en þar sem ég er alltaf að bíða eftir að löggan taki mig ákvað ég að sleppa bjórnum... er sko á bíl... ligga ligga lái..... og núna læt ég smella í gómnum... eins og froskur.... græneygður froskur....

|

Afhverju er maður alltaf að bíða eftir einhverjum atburðum sem að eiga eftir að gerast??
Alla vikuna bíður maður eftir helginni, svo bíður maður eftir jólunum, sumrinu þessu og hinu.... en afhverju nýtur maður ekki betur líðandi stundar... afhverju lætur maður atburði framtíðarinnar taka svona mikið pláss í núinu???
Ég ætla núna að vakna á morgnana og hugsa: vá hvað þetta verður frábær dagur... ég hlakka svo til í dag.... ekki vera með allaf með hugann í framtíðinni... já njóta líðandi stundar...
Núna á ég nefnó bara nokkra daga eftir í vinnunni minni... hér hef ég verið næstum hvern virkan dag í 5 ár og liðið vel.. eignast fjölda vina og á eftir að sakna þeirra mikið.... Ég ætla því að njóta hverrar mínútu sem að ég á eftir hérna í Samlífinu mínu og mæta svo hress í skólann!

|

6.8.03

Já enn ein verslunarmannahelgi liðin...

-sumarbústaður
-grill
-pottur
-leikir
-Friends
-Þingvellir
-sólbað
-Nings
-Vegamót
-G&G
-pizza, pizza og hmmmm já franskar.... dk!
-videomaraþon
-hrein rúmföt... he he

jebb soldið farið að styttast í vinnulok hjá minni...... einungis 8 vinnudagar eftir..... og þá er 5 ára veru minni hér hjá stærsta líftryggingafélagi landsins lokið í bili..... sniff sniff og vei vei.... (er hægt að hlægja og gráta í einu??? og þá meina ég ekki hlægja þangað til maður grætur... heldur aksjollí vera sorgmæddur og glaður á sama tíma.... jább það er hægt.... líður akkúrat þannig núna!)

Btw þá fór ég til augnlæknis í morgun.... hef aldrei fílað að fara til augnlækna... ég sé ALDREI neitt sem stendur þarna á spjöldunum... upplifi mig alltaf eitthvað svo blinda.... sem reyndar kom á daginn....ÉG ER BLIND!!!!
En ég fílaði þennan augnlækni því að hann var HÖNK!!!!
ég var akkúrat að pæla í því hvað það er óraunverulegt það sem gerist í bíómyndum og Friends og svona... ég meina þarna sat ég hjá rosalega sætum augnlækni og GLÆTAN að ég hefði farið að reyna við hann... eða daðra mikið (kannski bara smá).. það hefði bara verið halló.. en í Friends hefðum við endað á deiti!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com