VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.4.05

Update

Missó: Jamm missóvinnan gengur ágætlega. Við erum á bólakafi í grunnnets og Símamálum og reynum að átta okkur á því hvort að æskilegt og jafnvel nauðsynlegt sé að aðskilja grunnnetið frá Símanum við sölu hans til að tryggja virka samkeppni milli fjarskiptafyrirtækja. Við erum í djúpum **** út af lengd skýrslunnar en hún virðist vera óviðráðanlegt skrímsli sem að teygir anga sinna út um allt! Við vorum núna seinni vikuna upp á Bifröst og vá hvað veðrið hefur verið æðisgengið... ég fékk alveg svona söknunartilfinningu þegar við sátum út á stétt í góðri pásu lepjandi ís! Já það jafnast fátt á við Bifröst á góðviðrisdögum. Í dag brunum við svo í bæinn og tökum viðtal við einn gaur hjá Símanum og förum svo út að borða og í keilu!!! jamm þar mun ég sýna stjörnutakta og mala þessa drengi!

Útlit: Ég er voðalega pirruð út af útliti mínu þessa dagana og finnst ég alls ekki líta sem best út. Samt hef ég verið að djöflast í ræktinni NOTA BENE DAGLEGA!! en er bara þyngri á mér ef að eitthvað er. Nú svo er ég í desperate need for some sunshine on my skin! Ég hef nú tekið upp þá iðju að drekka te á morgnana þar sem að Dr. Gillian segir að það sé eitthvað voðalegt sjokk fyrir magann að fá kalt snemma á morgnana.

Búseta Við Sigrún og Egill erum á fullu að tæma íbúðina okkar hérna á Bifröst. Hér hefur nú aldeilis verið gott að búa í vetur. Það er ekki laust við að manni vökni um augun... eníveis þá er tuskan á lofti því íbúðin verður tekin út á "Ebbu-staðli" áður en að við fáum að skila henni. Sambúð okkar þriggja mun svo halda áfram í Gerðunum í borg óttans og vonandi sef ég mína fyrstu nótt þar í kvöld.

en þetta er nóg í bili mín kæru :-)
adios

|

21.4.05

Innbrot

Úff það var brotist inn í bílinn minn áðan :-( mér líður hræðilega....
ég get ekki ímyndað mér hvernig fólki líður eftir að brotist hefur verið inn á heimili þess.... væri ekki til í að prófa það :-(
Annars náttla skil ég ekki þjófa, að það sé til fólk sem að stelur og bara gerir ljóta hluti.... sniff sniff ég er á bömmer .....

|

14.4.05

Bifröst til Kína

Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghai í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí. Bifröst hefur undanfarin þrjú ár lagt mikla áherslu á samstarf og samskipti við háskóla í Asíu og er leiðandi á því sviði hérlendis. Sem dæmi um þetta má nefna að um 30 nemendur hafa síðustu misseri stundað nám við samstarfsskóla Bifrastar í Kína og Japan. Nú á vorönn eru 7 nemendur frá Bifröst við nám í háskólanum í Shanghai auk 2 í Viðskiptaháskólanum í Otaru í Japan.

Samningurinn, sem undirritaður verður að viðstöddum forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, fjallar um víðtækt samstarf skólanna tveggja um kennslu, rannsóknir og ráðstefnuhald auk þess Bifröst og Shanghaiháskóli munu skiptast á kennurum og senda á milli sín nemendur bæði í grunnámi og á meistarastigi. Gert er ráð fyrir að næsta vor muni um 10 kínverskir nemendur stunda nám sitt á Bifröst en að þá verði um 15 nemendur frá Bifröst í Shanghai. Þegar árið eftir er gert ráð fyrir allt að 30 kínverskum nemendum á Bifröst. Hér er því um að ræða viðamesta samstarfssamning sem íslenskur háskóli hefur gert í Asíu og endurspeglar hann sterka áherslu Bifrastar á samstarf við Asíuríki og þá framtíðarmarkaði sem þar er að finna fyrir íslenskt viðskiptalíf. Þess má geta að nokkrir japanskir nemendur hafa stundað nám á Bifröst undanfarin ár.

Háskólinn í Shanghai er stærsti og virtasti háskóli þessarar fjölmennu borgar sem er viðskipta- og fjármálamiðstöð Kína en um 60 þúsund nemendur eru skráðir við skólann sem hefur af stjórnvöldum þar í landi verið skilgreindur sem einn að aðalháskólum Kína. Þess má geta að um 50 aðrir háskólar eru í Shanghai. Samningur Bifrastar við þennan öfluga háskóla er mikil lyftistöng fyrir alþjóðastarf Viðskiptaháskólans en þess má geta að tæplega helmingur nemenda á Bifröst tekur hluta af námi sínu til BS gráðu við erlenda samstarfsháskóla og er það langhæsta hlutfall skiptinema í íslenskum háskóla.
(úr Viðskiptablaðinu)

|

12.4.05

Þrennt

sem að mig langar að koma að....

Súmatra... já móðir náttúra lætur þar engan í friði og hefur núna á rúmlega 4 mánuðum hrist fram úr erminni eitt stykki flóðbylgju, eitt stykki jarðskjálfta og nú síðast eldgosi! Þetta minnir á Domino-kubbana sem að ég stillti upp í herberginu mínu forðum daga.....

Hildur Vala idol... jaa er ekki alveg viss hvað mér finnst um þetta Stuðmannaútspil Einars Bárðar og idolstjörnunnar okkar???? Var ekki alveg að sjá hana fyrir mér í þeim gírnum?

7-Up free.... já ég er komin með æði fyrir Seven-upi og drekk það núna hægri vinstri... og er sem sagt að halda fram hjá Pepsi Maxinu

|

Klúður

Jamm ég var þarna bara á góðu róli í morgun í mínu reikningshaldsprófi og já það gekk bara furðu vel. Ég hristi þarna fram úr erminni allar mögulegar formúlur og reiknaði lipurlega hvert dæmið á fætur öðru. Nú jæja þegar að eitthvað er liðið á tímann kemur kennarinn inn og segir að vegna mistaka vanti ákveðnar forsendur í dæmi 2. Þá varð uppi fótur og fit. Nemendur böðuðu út öllum öngum og hváðu í gríð og erg meðan að kennarinn reyndi að útskýra hvar réttar forsendur væri að finna. í sárabætur sagði hann svo að við þyrftum aðeins að reikna eitt af þremur valdæmum en við hefðum annars þurft að reikna tvö valdæmi. Nú ég bregst hin kátasta við og held náttla að þetta sé allt saman í góðum málum. Hins vegar þegar að heim var komið var mér tjáð að kennarinn hefði vegna "kröftuglegra" mótmæla dregið þessa yfirlýsingu sína til baka og gefið auka 15 mínútur í staðinn. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! En ég var greinilega svona himinlifandi yfir þessari upphaflegu góðmennsku kennarans að ég barasta heyrði ekkert þegar að hann tók þetta til baka!!!!! Nú varð því uppi fótur og fit hjá minni og hljóp ég eins og fætur toguðu aftur út í skóla til að reyna að tala kennarann minn til og grátbiðja hann að taka tillit til þessara mistaka "hans" (vil ég meina) þegar að hann gefur þessu blessaða prófi mínu einkunn. Jaaaaa það á ekki af manni að ganga hérna í þessum prófum!

|

11.4.05

Nótt

Nú ligg ég hérna upp í rúmi og á að vera farin að sofa því ég á að mæta í reikningshaldspróf í fyrramálið. Ég er voða kvíðin fyrir þetta próf og ligg hérna upptjúnuð og stressuð og get bara ALLS EKKI sofnað. Ég reyndi að byrja að horfa á Desperate houswifes en datt út á þriðja orði og fór að hugsa um framandi lönd og menningu. Um daginn þ.e. í páskafríinu þá var ég voða mikið að hugsa um hvað mig langaði til að fá út úr lífinu og hvað ég vilji gera og hvenær mér líði vel. Ég lenti, í þessum hugrenningum mínum, í ákveðinni tilvistarkreppu því mér líður alltaf eins og ég eigi eftir að gera ákveðinn hlut þ.e. að flytja til Ítalíu. Ég hef talað um þennan hlut síðan að ég var 10 ára gömul en þá reyndi ég að sannfæra foreldra mína að ég hefði verið ítölsk maddamma í fyrra lífi. Ég hélt ein með Ítalíu eins og það væri Ísland á móti Braselíu í úrslitaleik á HM þótt að ég hefði þá aldrei stigið fæti á ítalska grund. En jæja í þessari tilvistarkreppu minni þarna um páskana þá sagði Sigrún vinkona mín dáldið sem að meikaði sens. Það voru ósköp einföld sannindi en hún spurði mig bara blátt áfram af hverju ég væri ekki flutt til Ítalíu?? Hún minnti mig ennfremur á það að ég hefði verið að tala um það síðan að við kynntumst og kannski væri eitthvað á Ítalíu sem að ég þyrfti að finna eða upplifa ???? Ég hef mikið hugsað um þetta undanfarna daga.... Kannski að það séu mín örlög að enda þar? Ja... mar veit ekki? Eníveis þá er ég núna í Borgarfirðinum, óravegu frá suðrænum ólífutrjám og fallegum byggingum, úti er hraunið og snjórinn og myrkrið... og það er reikningshaldspróf á morgun... já líkami minn er hér en hugur minn allt annars staðar.......

|

8.4.05

Afmælisbörn

Já í fyrradag átti Diljá draumadís ammli og í dag á hún Ólöf artí fartí ammli og á mánudaginn á doktorsneminn og verðandi faðirinn hann bróðir minn ammli. Já ég óska þeim öllum hjartanlega til hamingju með þessa merku áfanga. Í kvöld mun ég svo taka mér frí frá próflestri og skella mér í bleikt kokteilapartý hjá Lafandi Löf he he...

Annað kvöld hafði ég hugsað mér að bjóða afmælisbarni dagsins í dag í bíó á Diarios de motocicleta með honum sæta sæta Gael García Bernal í aðalhlutverki en hann mun víst verða gestur á þessari sýningu. Ég hafði hugsað mér að bjóða honum á deit meðan að hann er hérlendis, ég meina hann er víst hættur með Natalie Portman ;-)

|

7.4.05

Hvað er málið með mig og það að þurfa að finnast eitthvað langbest og halda með því í þokkabót?? T.d. hvernig er hægt að "halda með" Pepsi Maxi ?? ég bara spyr??
Svo eru Laugar náttúrulega LANGbesta líkamsræktarstöðin og ég "held" líka með henni!
Nú svo er það Kjör-ísinn sem er náttla LANGbestur, Nóa-Síríus sjúttlaði LAAAANGbest og ég gæti talið fleira upp sko! Já að ég skuli eyða orku í að halda með matar og gostegundum. Ég er alveg að fatta það að ég haldi með Liverpool og finnist Bifröst LANGbesti skólinn en hitt er náttla BARA rugl! Já það mætti halda að ég sé ennþá 10 ára en þá "hélt" ég brjálæðislega með Wham á móti Duran Duran.......!

|

2.4.05

Próflestur

Fyndið, ég veit að þið kannist öll við þetta, en einhvern veginn vill maður alltaf vera að gera eitthvað allt annað en að lesa fyrir próf. Eins og núna, þá á ég að vera að lesa fyrir fjármálastjórnun en í morgun hef ég aðeins komist yfir 2 kafla... því ég hef verið bissí við að:

-setja hárið á mér upp!! (rosa hárgreiðsla)
-taka til
-klippa á mér táneglurnar
-bera á mig fótakrem
-máta ýmsar sortir af íþróttaátfittum
-fá mér að borða (oft og mörgum sinnum)
-skoða verðskrána í Laugum
-eyða tíma í að kvíða fyrir skattaréttarprófinu

jamm einhvern veginn gengur þetta rosa hægt hjá mér. En þetta gengur þó og ég stefni á aðra 2 kafla fyrir kl 18 eða eitthvað!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com