VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.8.05


Ég trúi því varla að ég sé að fara út eftir 1 viku! Verst við þessa ferð mína er sú staðreynd að ég mun líklegast missa af fæðingu frumburðar Eiríks og Marínar :-( það er ömurlegt … þetta er fyrsta barnabarnið í fjölskyldurnar tvær og glatað að geta ekki verið viðstödd. Ég verð því að fylgjas með barninu í gegnum netið til jóla en þá fæ ég að knúsa það rækilega, úff hvað ég hlakka til þess.
En allaveganna á þessari einu viku , nota bene 7 dögum!!! þarf ég að gera ansi margt. Ég þarf að tæma og þrífa H-57, klára að pakka, ljúka öllum mínum málum hérna í vinnunni, fara út að borða bæði á föstudagskv og laugardagskv, taka til í bílskúrnum hjá m+p og maaaaaaaaaaaargt fleira. Það er bara vonandi að vikan endist í þetta allt saman. Það verður eflaust furðulega tilfinning að sitja í vélinni og vera lögð af stað.

Ég keypti mér ferðabók um Róm í gær og lagðist upp í sofa uppfull af kvefi og með hálsbólgu og las mér til um sögu Rómar og það sem að væri markverðast að sjá. Merkilegt hvað ég hef gleymt allt of miklu af sögu Rómar frá því í menntó en borgin og Rómarveldi var lengi inn á aðaláhugasviði mínu. Ég held að það sé best, þegar að við komum til Rómar, að velja 3-4 hluti/staði sem að við ætlum að skoða. Það er náttúrulega gífurlegt úrval fornminja og bygginga sem áhugavert væri að sjá. Ég sé það samt í hendi mér að þetta verði ekki eina ferð mín til Rómar svo það er ekki öll nótt úti þótt að ég sjái ekki ALLT sem er í boði. Ég er ennþá að ákveða hvað ég eigi að sjá. Sistínska kapellan er náttla must og Péturskirkjan. Hótelið okkar er rétt hjá Spænsku tröppunum og svo er það náttla Colosseum og Pantheon. Svo er það ströndin… verðum fara á hana líka… Ég eila trúi því ekki að ég hafi aldrei komið til Rómar… því ég elska Ítalíu og finnst oft eins og ég hafi búið þar áður. Kannski að mar hafi verið Rómverji í fyrra lífi… who knows ?

Efnisorð:

|

24.8.05

Allt í plati

Upps píanómaðurinn var bara að plata!! Gaurinn sem að fannst holdvotur á strönd Englands og var að menn héldu mállaus var víst bara að plata eftir allt saman. Þetta er víst Þjóðverji sem að missti vinnuna sína í París og ákvað í framhaldi að leika þennan fáránlega leik... pæliði í því að vera svona klikkaður!!???
Mér stendur bara uggur af því að flytja til Þýskalands múhahaha nei nei segi svona!

|

22.8.05

10 dagar í brottför

Uff þetta nálgast! Sendum í dag arrival-time bréf til háskólans úti...
We will be flying from London Stansted(STN) to Lubeck Hamburg De(LBC) Sat, 10Sep05 Flight FR434 Depart STN at 06:25 and arrive LBC at 08:50.
Þá verðum við vonandi brún og sælleg eftir dvöl okkar í Róm :-)

Efnisorð:

|

18.8.05

Vegamót

Í kvöld förum við á Vegamót og við náðum meira að segja að panta borð (þótt við værum ekki hópur) Bjarki kveinkaði sér við þjóninn og hann sá aumur á okkur sveitafólkinu og tók borðapöntun. Ég mun því fá uppáhalds-salatið mitt í kvöldmat á eftir!! Jibbí

Efnisorð:

|


Fiðrildi

vikan sem er að líða hefur verið undarleg og í raun alveg stórmerkileg. Frá 9. ágúst hefur líf mitt verið einn heljarinnar rússíbani. Fiðrildi hafa breyst í steina og steinarnir aftur í stóra vængmikla fugla og nú eru fiðrildin komin aftur. Ég hef átt mjög innilegar stundir og upplifað eitthvað sem að ég get ekki útskýrt.

|

16.8.05


Flugslys og piparsveinar

Mér finnst flugslysið í Grikklandi/Kýpur svo hræðilegt. Heyrði í fréttunum að farþegarnir hefðu líklegast frosið til bana þegar að þrýstingurinn í vélinn féll. Get ekki ímyndað mér hræðsluna. Þetta flugslys gerði LOST einhvernveginn raunverulegra í gærkvöldi. Við sátum stjörf við sjónvarpstækin og mér finnst þessir síðustu tveir þættir alveg rosalegir. Nú er ég að verða spennt fyrir alvöru. Verst að ég verð farin út áður en að þættirnir klárast og þarf því eila að horfa á þá í tölvunni. Nú svo hef ég skipað Katrínu að taka upp fyrir mig Idolið og síðast en ekki síst íslenska piparsveininum sem að ég bíð í eftirvæntingu eftir að sjá!! Það hlýtur að verða nettur kjáni en það besta er að ég fæ fullt af stigum í sleikleik okkar vinkvennanna ;-)Annars var helgin góð: Rossopommodoro, Óliver, Sólon, Tjörnin, H-57, Vox, Nordica spa, eldfjallameðferð, potturinn, Cosmo, Haðarstígur, fordrykkur, B5, ENGINN aspas, leiðinda röð, slökunarbað, tímarit, svefn, tiltekt, eldsmiðjupizza, video!!! Jamm helgin í stikki ! Toppur helgarinnar Tjörnin í Reykjavík!

|


Kanada

Nýja uppáhaldslandið mitt ;-) ha ha ha ha

|

11.8.05


RÓM og Sigrún

Jæja þá er það komið á hreint! Við Bjarki pöntuðum flug London-Róm-London-Hamborg á c.a. 6.000 kr. ja ekki léttist pyngjan mikið við þau fjárútlát :-) þvílíkur lúxus að panta með lággjalda flugfélögum. Það kostaði okkur t.d. innan við 50 kr. á mann að fljúga London-Hamborg f. utan skatta! Nú við verðum í Róm í 10 daga og satt best að segja þá get ég ekki beðið eftir að komast til höfuðborgar uppáhaldslandsins míns ;-) Þetta verður draumur í dós. Svo er manni farið að langa að komast í frí, jamm verð að segja það!

Nú er Sigrún mín og Egill líka flutt til Svíþjóðar. Ég á eftir að sakna þeirra sárt og það verður mjög skrýtið að búa ekki með þeim eins og sl. ár. Þau voru yndislegir en þó stundum háværir meðleigjendur :-) en jamm bestu meðleigjendur í heimi.

|BÍÓ
Fór á The wedding crashers í gær, hún var fyndin :-)
Owen Wilson er MJÖG myndó í þessari mynd, eitthvað við hans skakka andlit ! Mér fannst ein setning svo rosalega fyndin... það var brandarinn um kettlinginn... veidiggi alveg hvort að einhver man eftir þeim brandara... en við systur hlógum okkur máttlausar. Æ fyndið hvað sumt hittir í mark......
Hún sem að leikur gelluna í myndinni lék líka í The Notebook og hún er svaðalega sæt eitthvað. Ætti samt kannski ekki alveg að vera svona dökkhærð eða?

|

10.8.05

Garden-partý

Í gær fór ég í 60 ára afmæli, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að það var einstaklega gaman. Haraldur föðurbróðir minn átti afmæli og í tilefni dagsins var tjaldi slegið upp út í garði, hljómsveit kom sér fyrir í tjaldinu og spilaði undir fjöldasöng og dansi. Pabbi var veislustjóri og ræðurnar voru voðalega skemmtilegar. Þarna var fjöldi fyrirmenna t.d. kom Davíð Oddsson en mér fannst gott að sjá að hann leit vel út. Maður hefur lítið séð til hans undanfarið í sjónvarpinu en ég verð nú að segja að ég er farin að sakna hans úr umræðunni. Veitingarnar voru rosalega góðar og vel veitt af víni. Ég drakk nokkur hvítvínsglös og verð æ hrifnari af þeim drykk á kostnað bjórs og rauðvíns. Ég er sem sagt að verða harður stuðningsmaður hvítvíns :-) Mér fannst þetta garden-partý einstaklega velheppnað þá sjaldan að maður lyftir sér upp hí hí :-)

|

9.8.05

Ég er með mjööög fínt hár :-)
og já vá hvað LOST endaði spennandi í gær! Ég er sko ein af þeim fáu sem að fylgjast með LOST á RUV.

|

5.8.05

Þessi vika var nú eitthvað óvenjulega stutt og laggóð. Ég vil meina að helgin verði ennþá styttri og fyrr en varir verður kominn mánudagur og ég aftur mætt til vinnu. Það skemmtilega við n.k. mánudag er samt það að ég fer í klippingu og strípur eftir vinnu þann dag og mæti mjöööög fín til vinnu þriðjudaginn 9. ágúst...
en best að skella sér í ræktina og svo í matarboð :-)
góða helgi :-)

|

Þjóðhátíð

Ohoo var að skoða myndir frá Þjóðhátíð á blogginu hans Jensa og víðar. Netta nostalgíusjokkið sem að ég er í núna! Uff það er SVOOOO gaman á Þjóðhátíð í Eyjum. Fólk sem að hefur ekki farið á þjóðhátíð á að segja sem minnst um hana finnst mér, punktur og basta!

|

Frábær hugmynd hjá Sony þ.e. að búa til gagnrýnanda sem að lofaði myndir Sony í hástert ... alveg brill :-) Verst að gaurarnir sem að fengu hugmyndina voru reknir í skammarkrókinn! Trumparinn stóð sig ekki sem verst í gær fyrir utan það að ráðast á munntóbaks"tyggjara" en þar sem að nokkrir vinir mínir og vinkona eru í þeim hópi varð ég sármóðguð fyrir þeirra hönd. Ég hef meira að segja verið að pæla í því að taka upp þessa iðju sjálf enda finnst mér þetta mjög smart. Hvernig væri að fá sér hártopp og munntóbak? Verst að ég hef ekki marga staði til þess að koma hártoppnum fyrir. Nú á dagskrá helgarinnar er ræktin og 2 matarboð. Ég nálgast markmið mitt í ræktinni á hraða snigils en hef til 1. september.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com