VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.12.05


Jólafrí

já það er ljúft að vera komin á klakann. Ég hef náttla gert allt þetta klassíska
-troðið mig út af jólamat
-troðið mig út af nammi og smákökum
-horft á tv
-snúið sólarhringnum við
-lesið jólabækur
-farið í kirkju
-spilað
-hangið með famelíunni
-farið í jólaboðin
-tekið djamm
-farið í bíó

verst þetta með sólarhringsviðsnúninginn... alveg ekki að fíla hann. Ég ligg og les jólabækurnar... eða hangi á netinu... sofna seint og síðar meir! Er nú samt byrjuð í ræktinni og fór meira að segja sund í dag... kalla mig góða (reyndar bara létt svona ungbarnasund með ET) Annars var náttla toppurinn að fá að knúsa litla kút hann er BARA yndislegastur... asskotans vesen á honum
Hér eru myndir frá jólunum og heimkomunni

|

24.12.05
Gleðileg jól

|

21.12.05

My dearest friends! I don’t know where to begin. Now I’m sitting on the train to Copenhagen and all I can think about are you, my family in Luneburg. It’s raining outside and it’s raining inside me, it’s so hard to say goodbye. These last few months have been the best months of my life and its all because of you. I will never forget you all, how could I?
First time I saw Justin, my beautiful hero, was in class, the big guy that Sarah introduced. At October fest you asked if you could see my tattoo, and of course I said NO!! Then I noticed you liked Dave Matthews and now I would always show you my tattoo and wouldn’t put my seat down if you were behind me!
I told Bjarki early on that Justin was my favorite person and of course he stole him from me…. he he :)
Sarah and Lindsey, my American girls! I saw you too for the first time in class and remember when Sarah introduced Justin and Dave introduced Lindsey. Before I knew I was in Milan with you beautiful girls having the time of my life!
Dave, my all-star American, you always have a t-shirt on with a catchy fraise, who wouldn’t notice you darling??
Graham, funniest guy I ever met! I went with you from Munchen to Amsterdam. You can tell a joke like no one else and I like your dad!
Laura, Callie and Mickey! I saw you all in class as well, and remember wondering if Laura and Callie were best friends or a couple. Mickey, your dimples were the first thing I noticed about you, so sweet. Thanks for everything guys!
Well then the rebels came, my footballers, Pete from England and Patrick and Eanna from Ireland, and then I wanted so bad to be a footballer’s wife! You guys are SO much fun and Eanna sings for me whenever I want!!!
And of course my darling Victoria! I’m saving the best for last. You are my twin and my little sister, even if I’m smaller than you! Best friend in the whole world. I saw you first in your room in our home in Luneburg and remember thinking; she’s gorgeous! And you are, inside out!
I’m soooooo lucky to have met you all. Memories of you will stay in my heart 4ever.
Thank you for everything. And like Dolly Parton sings; I will always love you!

Thand God I have my icelandic boys, I love you too...

Here are pictures from the last night

|

18.12.05
Kveðjupartýið
Ég trúi þessu varla... það er komið að kveðjustund... Þetta hafa verið ótrúlegir 4 mánuðir hérna í Luneburg... Ég get varla skrifað núna því að ég er snökktandi. Kveðjupartýið okkar var sl. fimmtudagskvöld á írska pöbbnum. Bjarki, Dave, Justin, Ömmi og Graham plönuðu dýrlegt partý á írska pöbbnum og það var troðfullt út úr dyrum. Skemmtilegra kvöld hef ég varla upplifað. Þetta var samt drulluerfitt og það er óhætt að segja að við grétum öll og knúsuðumst í tonnavís... úff.. þetta var bara yndislegt! Kvöldið var eitt af þeim lengri hjá mér... var úti til kl 8 um morguninn!!!! hmmm pulled an allnighter he he! Allaveganna þá get ég ekki lýst þessu kvöldi með orðum.....
Myndir

Efnisorð:

|

13.12.05

Partý

Hafdís er partý hjá þér 18. febrúar? :)

Nú svo er verið að plana hitting að kvöldi 22. desember, hverjir eru með?

Efnisorð:

|

12.12.05

Jólamarkaðurinn í Hamburg
Sl. föstudag fórum við Lindsey og Tori til Hamburgar að versla jólagjafir. Við röltum á milli búða og náðum að versla ónauðsynjar sem og eitthvað í jólapakkann handa vinum og vandamönnum. Ég hreinlega elska stemmninguna því það var ekki svo mikið af fólki og alls staðar hljómuðu jólalög. Örþreyttar settumst við svo niður á kaffihús og keyptum okkur heitt kakó og með því og kjöftuðum um heima og geima. Áður en að heim var haldið fórum við á jólamarkaðinn fyrir framan ráðhúsið. Hann er rosalega flottur en þá var klukkan reyndar orðin 17 og markaðurinn því troðinn af fólki sem að var á leið heim úr vinnu. Þarna kenndi ýmissa grasa, mikið af hangerðum trémunum, ilmkertum, jólaskrauti, mat, drykkjum. Við þurftum að bíða í röð til að komast inn í vinsælustu búðina en hún selur rosalega flott jólaskraut. Í röðinni þurftum við að berjast fyrir stöðu okkar en gamlar þýskar kerlingar eru rosalegar þegar að það kemur að því að bíða í röð. Þær bara hreinlega geta það ekki! Virðist hafa dottið úr genamengjum þeirra og annarri eins frekju hef ég aldrei kynnst. Við komumst þó á endanum inn í búðina, bara til þess eins að troðast aðeins meira he he he... svo tókum við lestina heim og á lestarstöðinni biðu Bjarki og Ömmi eftir okkur á nýja bílnum hans Bjarka. Hann keypti sér nefninlega Audi á dögunum og er búinn að fá hann í hendurnar. Okkur leið því eins og lúxusdrottningum í aftursætinu þar sem að við brunuðum í gegnum Luneburg!

|Keypti þennan kjól í London og er að spá í að vera í honum á jólunum, hvernig líst ykkur á? Finnst ykkur hann ekki rómantískur ?
Nú svo gæti ég líka verið í þessari pjötlu yfir?? og brúnum háhæluðum skóm!

|

Stekkjastaur er á leiðinni

Núna ligg ég upp í rúmi og horfi á stjörnurnar út um þakgluggann minn. Ég sé samt ekki tunglið og pinku leið yfir því þar sem að mér finnst það svo seiðandi, get alveg horft á það ENDALAUST. Ég sakna Norðurljósanna núna. Allaveganna þá er ég eila smá að bíða eftir Stekkjastaur. Ég er með skóinn út í glugga og allt!! Hann hlýtur að sjá sér fært um að skreppa í Volgarshall 84 í Luneburg. Á meðan að ég bíð eftir sveinka, við kertaljós, hlusta ég á James Blunt og surfa á netinu. Ég á náttla að vera farin að sofa en ég er einhvern veginn glaðvakandi. Næsta vika verður alveg crazy, 1 próf og 2 kynningar, kveðjudjamm og allt að gerast. Ég trúi ekki að þetta sé síðasta vikan mín hérna. Svo skrýtið hvernig tíminn flýgur. Jæja, ætla að halda áfram að surfa smá á netinu og fara svo að sofa... jamm það er ráð held ég... annars dreymdi mig bleikan fíl í nótt! Einhver með draumráðningar á hreinu?? og já mig dreymdi tannþráð líka??? ps. vonandi fæ ég ekki kartöflu í skóinn... æ annars baka ég hana bara og skelli í hana sýrðum rjóma... alveg bestast í heimi!

|

11.12.05

|

Ýmislegt

1. Til hamingju með afmælið, Bjarki minn
2. Til hamingju með Unni Birnu, Villi minn
3. Til hamingju með Bríeti, Herdís mín

Hérna er uppboð í gangi til styrktar fátækum í S-Amreríku, flott hugmynd!

|


Sko hérna

Nokkrar fleiri..

|

9.12.05


Laugardagskvöldið 10. desember mæta þessi tvö á djammið í Luneburg!

|

Listinn

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt! (ef þú átt svoleiðis)

Myndir frá Karókí

|

7.12.05

Pirraða ég og jóla ég

Ég get stundum orðið alveg geðveik á þessum Þjóðverjum. Þeir bara klessa á mann út á götu og biðjast ekki afsökunar eða neitt. Mjög spes að mér finnst! Nú svo æsa þeir sig mikið ef að þú t.d. gengur á hjólabrautinni, jafnvel þótt það sé nóg pláss þá hringja þeir hjólabjöllunni og ybba sig. Þessu er eins farið með bílana og þeir flauta á þig ef að þú rétt snertir götuna! Æ bara spes... t.d. þá stóðum við Tori í mestu makindum á lestarstöðinni í Lubeck um daginn. Nú þá kemur einhver karl og byrjar heldur betur að æsa sig af því að við stæðum ekki á “réttum” stað. Við blokkeruðum, að hans mati, ákveðinn lyftuinngang. Lyftuinngangurinn er svona 1,5 – 2 metrar að breidd og ekki getum við stöllur nú talist feitar..... ekki sjens að fólk hafi ekki komist þarna framhjá... enda myndum við að sjálfsögðu færa okkur ef að einhver gerði sig líklegan til þess að taka lyftuna! Æ bara allskonar svona smáatriði fara í taugarnar á mér. Til hvers að gera vesen út af einhverju sem að skiptir ekki einu einasta máli. Karlinn þarna á lestarstöðinni var ekki einu sinni að fara að taka lyftuna sjálfur en þurfti náttúrulega endilega að röfla yfir því.

En annars yfir í annað.... miðbærinn er orðinn svooooo jólalegur, allar göturnar svo jólalegar. Þjóðverjar kunna sko að skreyta og mér finnst miklu jólalegra hér en heima. Allt í rómantísku, notalegu, gamaldags jólaskrauti og jólamarkaðurinn á Am Markt er yndislegur. Þar geturðu rölt á milli bása og fengið þér crepes og heitt jólavín, bradwurst (auðvitað), keypt alls konar heimagert dót og fengið jólaandann beint í æð. Allir klæða sig vel því það er kalt úti, allir með rauð nef og jólabros. Svo geturðu gengið aðalverslunargötuna frá Am Markt yfir á Am Sande. Þar eru tónlistarmenn og sölubásar, sem að eru svona bjálkabásar, yfirfullir af góðgæti. Jólatréð er komið upp á Am Sande og fallegustu húsin eru upplýst. Ég hef aldrei verið í eins miklu jólalandi og það segi ég satt...

|

5.12.05

London baby...

Helgin var yndisleg og akkúrat eins og hún átti að vera. Við Inga höfðum það gott, átum sushi, drukkum hvítvín, kjöftuðum endalaust, skelltum okkur á lífið, átum tapas, drukkum meira hvítvín, fórum á Porto Bello markaðinn, elduðum íslenskt lambalæri, kveiktum upp í arninum og jamm enn meira hvítvín, fórum á trúnó, slökuðum á yfir mynd, fórum í göngutúr meðfram ánni, horfðum á róðrakappana æfa sig, átum enskan morgunverð og já aftur smá hvítvín og þar fram eftir götunum... er ég nokkuð að gleyma einhverju Inga? Eftir velheppnaða samveru með Ingu fór ég svo til Ayelsbury til Tori og át kvöldverð með fjölskyldunni hennar. Mamma hennar er listakokkur og skemmtilegt að ræða við foreldra hennar um allt milli himins og jarðar. Við Tori skelltum okkur svo í bíó eftir kvöldmat. Foreldrar hennar tóku gestaherbergið víst í gegn fyrir mig og ég svaf ofboðslega vært í algjöru prinsessurúmi eftir frábærlega velheppnaða helgi. Ég kynntist London á örlítið annan hátt núna...... og leið pinku svona eins og ég byggi þar. Ég hef komið svo oft og mörgum sinnum til London og nú var komin tími til að hætta að túrhestast og kynnast sjarmanum... og mér fannst borgin skemmtilegri sem aldrei fyrr! Undur og stórmerki gerðust einnig á föstudagskvöldinu þegar að 3 íslenskir karlmenn buðu mér í glas og reyndar kepptust við að bjóða okkur Ingu hægri vinstri! Ég lendi sjaldan í því á klakanum, ekki nema að ég þekki strákana eitthvað, og mér fannst þetta mjög skemmtileg tilbreyting og þarna fengu íslenskir karlmenn prik í kladdann hjá mér ? Nú svo kynntist ég honum Móses sem að er með lambakrullur og strauk í sífellu á mér olnbogann... svaka sætt múf hjá honum he he he.... Nú ég held að ég hafi drukkið hvítvín fyrir allt næsta ár, allar gerðir og stærðir og Inga vínspekúlant lét ekki að sér hæða í vali á stórgóðum vínum. Svo var alveg yndislega kósý hjá okkur á laugardagskvöldinu og Inga sver sig í ættina og er listakokkur... ég var alveg svaðalega slök þarna í sófanum, með hvítvínið að sjálfsögðu, og var komin í svo rómantískar hugleiðingar að Inga greyið varð að gæta sín :) En allaveganna alveg frábær ferð, takk fyrir mig Inga :)
Hér eru myndir frá London og fleiri stöðum

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com