VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.1.05

Á Olís:

Ég: Ég er með bensín á dælu 3
Afgreiðslumaður: 4.200 kr
Ég rétti honum debet-kortið og hann líur á myndina og brosir...
Ég: (vandræðaleg) já þetta er hræðileg mynd... (ræsk)
Afgreiðslumaður: Jaaa hún er nú samt með einhvern skemmtilegan sjarma
Ég: heeheee takk
Afgreiðslumaður:Ég ætla að renna kortinu í gegn áður en að ég segi eitthvað sem að verður þess valdandi að ég verði rekinn!!!
Ég: brosi vandræðalega, tvístígandi
Afgreiðslumaður: Gjörðu svo vel madamoiselle... og eigðu góðan dag
Ég: takk (eldrauð eins og Emma epli)

|

Lilja 4-ever er svo rosalega átakanleg mynd að hún er bara hræðileg... og sérstaklega þegar að maður sér hana í annað skipti.....

|

19.1.05

meðan að ég les um skilvirkni íslensks hlutabréfamarkaðar þá les systir mín um raðgreiningu DNA..... hvort hljómar betur???

|

18.1.05

það er bara ALLT að gerast þessa dagana....

framundan er:

...sing star kvöld á kaffihúsinu.... (stelpur á móti strákum)
...Akureyrar-ferð síðustu helgina í janúar.... (stelpur og strákar)
...Brúðkaup Eikabro og Marínar.... (rosalega rómantískt)
...Jazz-kvöld, kosningar og Bifró... (þá kveður maður stjórnarstörf)
...Amsterdam-ferð...(4-5 stjörnu hótel með spa-i og snyrtistofu, veitingastöðum, búðum og DJAMMI!!!!
...Evrópuréttur, fjármálastjórnun, reikningshald, skattaréttur... (fuuuullt að læra)
...massa líkamsræktarátak... (fyrir brullaupið og Amsterdam og Bifró)

|

17.1.05

HASH(0x8a6e878)
You are a Ballerina. You are the classic princess
between all, you have an opinion about almost
everything, your friends respect you and see
you as a role model cuz you are always in your
way up. Your ideal man is someone who respects
the successful and intelligent woman you are.

What kind of dancers are you? (Girls only)
brought to you by

|

14.1.05

Ég fíla...

....bloggið hans Jóa Jökuls (sem er með því fyndnara sem að ég hef lesið)
....karlmenn með skegg (ég er með æði fyrir skeggi þessa dagana)
....þegar að Sigrún eldar góðan mat handa mér (hún er svoooo góður kokkur)
....sumarbústaðarferðir með vinkonum mínum (sérstaklega á Laugavatn he he)
....að vera með 3 strákum í hóp í Stjórnunarleiknum (ég er svo mikil prinsessa)
....að ég hafi verið stabíl og sleppt ballinu (fer að ná í skiptinema í fyrramálið)
....gott live performance (leikhús eða tónleikar sem að láta mig fá gæsahúð)
....hryllingsmyndir (sem fá hárin til að rísa)
....að horfa á Brad Pitt (hver vill ekki eiga barn með honum????)
....að knúsa Katrínu
....að spjalla við Diljá eins og hún sé hinum megin við vegginn (en svo er hún bara í öðru landi??!!)

og náttla fullt fleira....

|

13.1.05

x-ið hætt... og skonrokk....

já þetta er skrýtið líf, þetta er bara alveg glatað, á maður virkilega að hlusta á FM allan daginn??? Nú verður geislaspilarinn óspart notaður í bílnum þar sem að ekki er úr miklu að moða á öldum ljósvakans, ætli ég snúi mér ekki alfarið að Rás2 þegar kemur að því að velja um útvarpsstöð...
ps. ég er farin að vorkenna starfsfólki Norðurljósa vegna þessara endalausu breytinga á þeirra "vinnuhögum"

|

Ball í Hreddanum
Í kvöld er ball í Hreðavatnsskála... ég er að hugsa um að skella mér. Annars hefur það tekið svo á að snúa sólarhringnum við að ég veit ekki hvort að ég tými að eyðileggja það aftur (er maður orðinn gamall or what??) annars var ég að skoða stundaskrána og mér til mikillar ánægju þá sá ég að fyrirlestrarnir á föstudögum byrja ekki fyrr en hálf tíu (jibbí) og verkefnatíminn er ekki fyrr en kl 13 svo þunnildið ég þarf ekki að mæta kl hálf tíu í arðsemisgreiningu eins og á haustönn!!!!

Stelpudjamm
á laugardagskvöldið næsta. Ætlum að mæta snemma á Vegamót og fá borð og sötra nokkur hvítvínsglös... voðalegt djamm er þetta á manni... ég bæti það upp með spinning í dag kl 17!!

.... best að halda áfram í stjórnunarleiknum, þróa og framleiða vörur, gefa út hlutabréf og svo framvegis.....

|

12.1.05

Bifröst aftur

jæja þá er maður komin á bifröstina... Stjórnunarleikur í gangi og sem betur fer lenti ég með þremur strákum :-)

svo hef ég verið mikið gagnrýnd fyrir myndirnar vegna þess að þær eru BARA af mér!!! he he en þetta er nú MÍN síða. Nei nei ég bæti úr þessu og set inn myndir af öðru fólki í bráð ;-)

|

11.1.05

Lyftingar

Soldið fyndið en þegar að ég fer á djammið vilja strákar oft vera að lyfta mér upp! Soldið
hvimleitt og ég skil eila ekki alveg af hverju þeir virðast hafa þörf fyrir það???? jaaaa já þetta er eila bara alveg óóóóþolandi....

|

Amazing race...

Spennan í loftinu í Grunninu er mögnuð.... famelían ætlar að sameinast og súpa hveljur af þjóðarrembingi þegar að nýjasta serían í "Kapphlaupinu mikla" hefst mep pompi og prakt í kvöld!!! ps. hvað þýðir eila pomp og prakt?? vitiði það?

|

10.1.05

Stórskemmtileg helgi að baki:

afmælið mitt heppnaðist vel.
Ég var náttúrulega í stresskastinu allan föstudaginn, smyrjandi snittur með Kötu skvís, Majunni og Tótlunni.... skipandi þeim fyrir með majonessprautuna að fríka út yfir mygluðum agúrkum (ég verða að segja að ég er verulega fúl út í Hagkaup því mest allt sem að ég keypti þar var bara eitthvað skemmt eða skrýtið!) Marín og Eikibro komu svo klyfjuð skreytingum og ég held að við höfum blásið upp svona sirka milljón hjartablöðrur.... Marín stjórnaði skreytingunum og salurinn varð alveg geggjaður!!! Nú svo þaut mar heim í sturtu, spaslaði og skellti sér í dressið og þaut aftur upp í sal til að taka á móti fyrstu gestunum. ( það er hörku vinna að halda svona boð!!!(
Afi minn hélt frábæra ræðu þar sem að hann jós yfir mig lofsyrðum og lét salinn taka þátt í þeim ósköpum :-) alveg hreint yndislegur... Nú Sigrún var veislustjóri og stóð sig með stakri prýði eins og við var að búast og flutti brag til mín og ég fékk tár í augun þetta var svo flott hjá henni. Svo var djammað og djúsað fram eftir og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega.
Næsta dag leið mér eins og ég hefði verið að gifta mig því að ég fékk svo mikið af pökkum, fullt af pening og skarti, peysur, eldfjallameðferð í Nordica spa, vínrekka, kertastjaka, roðskinnsarmband, vínflöskur, ilmvatn, bækur, mynd og fuuuuult annað. Takk fyrir mig :-)

Ölstofan var svo á dagskrá á laugard.kv. Við Tinna og Sigga D. ætluðum samt að fara á Vegamót en fengum ekki borð svo við röltum yfir á Ölstofuna þar sem að hvítvínsglösin urðu fleiri en 1 og 2 og 3... Dill kom svo seinna og ég fékk svo munnræpu dauðans þetta kvöld... kjaftaði á mér hver tuska við alla sem að vildu hlusta. Sá nokkara sæta stráka, kjaftaði við nokkra mjög skemmtilega og Maggi bað að heilsa Katrínu ... he he


|

5.1.05

Bachelorette

Lenny var rekinn sniff sniff.... kom í ljós í þættinum áðan að mamma hans er kolklikkuð trúarofstækismanneskja sem að greinilega kúgar syni sína og eiginmann... hún klúðraði þessu algjörlega fyrir greyið Lenny... sniff sniff...
Meredith valdi sem sagt frekar Chad sem er svo mest ósexy maður sem að mar hefur lengi séð.. svo er hann atvinnulaus í þokkabót, laug að Meredith um þetta atvinnuleysi sitt og svo býr hann hjá mömmu sinni, 31 árs gamall maðurinn!!!!
Jæja held að það sé nokkuð ljóst að Ian og Matti komist í final two.... sjáum hvað setur..

Afmælið mitt

verður haldið nk. föstdagskvöld og ég hef, af því tilefni, breyst í svakalegan herforingja sem að skipa famelíunni hægri vinstri fyrir verkum. Nú áðan sátum við öll í kjötbollugerð og svo verður það snittugerð, skinkurúllugerð og ég veit ekki hvað. Eikibro sér um að versla inn búsið og við systkinin erum rétt í þessu að setjast niður og útbúa lagalista svo að það verði hægt að dilla sér eitthvað í þessu afmæli... váts hvað ég er farin að hlakka til... búin að ákveða dressið og svo verður brúnkukremssessjón tekið annað kvöld ;-)

Pósturinn

hefur horn í síðu mér miðað við það að:

1. Boðskortin mín í afmælið hafa verið að berast seint og illa og ég er ekki einu sinni viss að allir hafi fengið boðskortin sín ennþá :-(

2. Pakkinn minn frá USA hefur ekki ennþá skilað sér en í honum voru nauðsynleg tæki til að vera sexy og sæt í sjálfri afmælisveislunni... þar á meðal nærföt og krem og ilmvötn og þannig. Þetta var sko afmælispakki og surprice afmælispakki í þokkabót....



|

1.1.05

********Gleðilegt nýtt ár ********
Árið 2005 er gengið í garð. Ég las árs-stjörnuspána mína í mogganum, eins og ég geri alltaf á gamlársdag, og árið á að verða sérstaklega gott fyrir sporðdreka. Við skulum nú vona að það rætist. Árið 2004 var á margan hátt mjög óskemmtilegt þótt auðvitað hafi mjög margt sem er þess virði að muna eftir gerst. Mörgu vil ég þó gleyma. Það er ábyggilega þannig hjá mörgum samt... það getur ekki alltaf verið gaman ;-) En eins og undanfarin ár þá ætla ég að setja inn topp 10 lista f. árið.
10. Frjálsi fjárfestingarbankinn-góð reynsla og skemmtilegt að vinna þar. Erfitt fyrst en svo varð það BARA gaman :-)
9. Pixies-tónleikar- tónleikarnir sjálfir hefðu getað verið gaman, en ánægjan af að sjá þá live var bara svo rosaleg....
8. Akureyrarferðin í jan..... say no more.....
7. Rauða stelpukvöldið hennar Tótlu. Ég reyndi smá að hjálpa til og kvöldið var alveg rosalega vel heppnað....
6. Misserisverkefnið okkar núna í haust. Frábær samvinna og góður hópur og geggjaður árangur :-)
5. Salan á Gunnunni. Ég set vanalega ekki sorglega atburði inn á þennan lista en ég get ekki annað en minnst á Gunnuna mína. Þar átti ég margar góðar stundir, bæði ein, með kærustum og vinum mínum. Fullt af minningum... en váts hvað ég græddi á henni!!!!
4. Londonferðin og leikurinn England-Ísland. Þetta var fín ferð þó að maður hefði helst viljað sökkva ofan í jörðina þegar að Englendingar skoruðu 4 markið í 6-1 sigri sínum. Gaman rölta um markaðina með Sverri og Kötu skvís.
3. Bjarki og Ögmundur- væri byrjuð með þeim báðum ef að þeir væru ekki á föstu.... :-)
2. Skólafélagið á Bifröst-kosningarnar og setan í stjórninni með þessum frábæru krökkum.
1. Portúgalsferðin - þessi ferð bjargaði mínu litla sálartetri. Algjör sæla með Siggu Dóru minni

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com