VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.2.05

Your Brain is 73.33% Female, 26.67% MaleYour brain leans female

You think with your heart, not your head

Sweet and considerate, you are a giver

But you're tough enough not to let anyone take advantage of you!


|

23.2.05

Jamm nú skall álagið á:

-Evrópurétti skilað kl. 3:30 í nótt
-Reikningshald: skil kl 18:00 í dag
-Skattaréttur: skil kl 20:00 í dag
-Fjármálastjórnun: skil kl. 08:00 (fyrramálið)

Á milli verkefna þarf ég svo að fara í ræktina, horfa á American idol, borða, fara í 3 klst. reikningshaldstíma!! og svo langar mig svo að lesa Nýtt líf (sem liggur héddna óopnað fyrir framan mig)

jæja best að skattast áfram!

|

22.2.05

Bifró búið og það heppnaðist vel. Skemmtiatriðin voru brill, sérstaklega minni kennara og nemenda en öll söngatriðin voru flott líka. Ég veit ekki alveg hvaða árátta þetta er samt hjá "birföskum" karlmönnum að fara úr að ofan endalaust?? Hins vegar var kvenpeningurinn duglegur að vera í flegnum kjólum og var ég víst ekki undantekning þar á. (Hægt er að skoða myndir á skolafelg.is)

Önnin flýgur áfram, og er orðin fyrirfram stressuð hvað ég eigi að gera eftir ár þegar að ég útskrifast??? Talk about crazy biatz?? Æ ég bara veit ekki hvað ég á að gera þegar að ég verð stór???? Ég skipti um skoðun eftir veðri ... er alveg í ruglinu hérna megin. En allaveganna er planið núna að vinna í Frjálsa í sumar og fara svo til Þýskalands í haust. Æ mig langar bara ekki til þess að þessi skóli klárist... er ég rugluð?

|

19.2.05

Stemmningin fyrir Bifró náði hámarki í gær en þá var umbakvöldið. Um daginn fékk ég það vafasama hlutverk að aðstoða einn umbann og gekk um skólann með Evu, stríðsmáluð um hábjartan dag í stuttu pilsi í nokkurra stiga gaddi... jamm allt fyrir spænska folann og umbann hans. Nú um kvöldið gáfum við ekki nammi heldur veittum vel af guðs veigum... þ.e. eplasnafsi hellt í liðið en það var ekki á liðið bætandi skal ég ykkur segja því Kaffihúsið hreinlega iðaði af drykkjuskap og greddu. Þetta kvöld var alveg svaðalegt.
Nú en á laugardagskvöldið verða allir voðalega uppdressaðir og fínir og dannaðir he he .. sure ;-) Nei það verður voða gaman.
Eníveis þá keypti ég mér skó í dag... semalíuskreytta og girnilega, ég sem sagt brunaði í bæinn og sjoppaði smá og horfði svo á Idolið með famelíunni. Ég verð nú að segja það að mér finnst stórfurðulegt að Heiða fái færri stig en Lísa????
En best að fara að koma sér í bólið, big dagur á morgun og ég verð að fá fegurðarblundinn minn ;-)

|

18.2.05

You Are 22 Years Old22

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.


|

17.2.05

Maj Britt okkar svo yndisfríð
Yndisþokki drýpur af henni
Unaðsleg og undurblíð
Bara ef ég gæti verið með´enni

Fékk þessa í meili... ræsk mar fer bara hjá sér ;-)

Annars er allt det bedste að frétta. Bifróstemmningin fer að ná hámarki en umbameilin flæða um svæðið þessa dagana. Fórum í gömlu stjórninnni á fyrsta fund þeirrar nýju áðan. Djöll líst mér bara helv. vel á hana (þau gáfu mér pepsi max og alles og ég veit ekki akkurru ég er að blóta svona). Allavega þá skuldiði mér matarboð he he. Já svo er eitt annað, ég er ekki að skora feitt í skattarétti.. og ég sem ætlaði að verða skattalögfræðingur :-( its not gonna happen... er að pæla í að skella mér í ljósmyndun!

|

15.2.05

Bifrastardjammfílingurinn

Jæja þá er konan loksins búin að finna hann aftur. Var í smá lægð en fann taktinn og djammaði vel og líka smá illa sl. fimmtudagskv. Þetta kvöld var reyndar mjög tregablandið því þá lét ég af störfum ritara Skólafélagsins. Þetta ár hefur verið svooooo viðburðaríkt og ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki í gegnum þetta starf og ég á eftir að sakna þess fullt þótt vissulega sé maður líka komin með smá nóg. En ég þakka fyrir mig :-) og Hlédís tekin við.

Umbavika

kallast svo þessi vika en það er vikan fyrir Bifró-árshátíð okkar Bifrestinga. Allar gellurnar eru sveittar að leita sér að kjólum og ég mun taka nokkur vel valin kremsessjón og semalíuskreytingasessjón fyrir næsta laugardagskvöld. (Reyndar þekki ég nú nokkra brúnkukremsgaura líka hmmm nefni engin nöfn Ögmundur)
Við Linda verður bedbuddies á Hótel Borgarnesi og hún var eitthvað að tala um að koma upp merkjakerfi ef að við myndum höstla. Reyndar fíla ég nú betur að VERA höstluð... nenni ekki að sjá um skítverkin sjálf múúúhahahah nei segi svona. Allaveganna þá er kjóllinn kominn og svo fer ég í plokk og lit á morgun til Tönju svo þetta er allt að smella. Verst að hafa ekki getað mætt í spinning til Biggsters vegna hnífsstungnanna sem að skreyta minn undurfagra kropp!
Jæja allaveganna þá eru umbarnir komnir á stjá og auglýsa umbjóðendur sína grimmt en það húllumhæ nær hámarki næsta fimmtudagskvöld en þá fæ ég meira að segja að taka þátt í einu umbaatriðinu :-)

|

14.2.05

Sælt veri fólkið

Nú er bróðir minn giftur og ekki konu af verri endanum skal ég nú segja ykkur. Brúðkaupsdagurinn þeirra var æðislegur og mér brást ekki bogalistin eins og fyrri daginn og grét í kirkjunni.... já þetta var svo fallegt, sérstaklega þegar að Marín gekk inn kirkjugólfið og þegar að brúðhjónin kysstust og ég sá svipinn á Eiríki þegar að hann gekk út. Ég hef ALDREI séð hann svona hamingjusaman! Nú svo var skundað á Grand-hótel í brunch. Þar voru fullt af góðum ræðum og skemmtiatriðum og mín hélt ræðu og flutti brag til brúðhjónanna:

Eiríkur Briem og Marín Rós Tumadóttir
brúðkaupsdagurinn 6. febrúar 2005


Nú hefur elsku bróðir minn að altarinu gengið,
sem eiginkonu til lífstíðar Marínu þar fengið.
Mér finnst þá vel við hæfi að horfa ögn til baka
og hella úr sjóði minninga, af nógu er að taka.

Þegar ég var fimm ára, fékk ég Eirík bróður
og feikilega var hann nú rólegur og góður.
Mér fannst voða gaman að kitla hann og kjassa,
og krakkinn var svo þægur að allir vildu passa.

Elsku litli bróðir minn var aldrei sér að flýta
hann ók á hraða snigils, svo ég fór bara að ýta.
Það endaði með skelfingu, hann skall á litla munninn,
og skartaði síðan framtönn sem var eins og brunnin.

Svo hóf hann nám í grunnskóla og var þar ei til vansa
og vinurinn hafði taktinn og lærði fljótt að dansa.
Hann keppti þar til sigurs og kunni réttu trikkin
og kom því heim með bikar, sigraði þá Hnykkinn.

Menntaskólaárin svo ágætlega gengu
en elsku mamma og pabbi samt áfall aðeins fengu
er pólitískar skoðanir lét hann þar í ljósi,
því líklegt er að Davíð alls ekki hann kjósi.

Rólegheit og geðprýði einkenna hann Eika,
þó æsir hann sig gjarnan er Poolararnir leika.
Í knattspyrnu og pólitík keppnisandann sýnir
en klókur þess á milli í líffræðina rýnir.

Því óteljandi hluti um örverurnar veit og vann
en upp úr sinni smásjá þó einu sinni leit hann,
og kom þá auga á Marínu, kynni tókust náin
það kom í ljós að þetta var ekki út í bláinn.

Því ömmur þeirra í Vogahverfi vináttuna ræktu,
og vildu að barnabörnin í góða maka kræktu.
Sænska blóðið örugga í æðum þeirra rennur
og íslenska ástarbálið kraumar líka og brennur.

Af námsafrekum Marínar mætti hérna segja
í marga ljóðabálka þau hægt væri að teygja.
Mannúðina og réttlætið hún ofar öðru setur,
og iðkar það í verki, hvenær sem hún getur.

Þau una sér í Lundi, læra þar og nema
og lífið gengur sjálfsagt eftir traustu skema.
Þau elska bæði ketti, en væntanlega er vonin
að vitji þeirra storkurinn bráðlega með soninn.

Ég óska þess að brúðhjónunum heilladísir hossi,
og hamingjan á hverjum degi veki þau með kossi.
Þau brosa hérna alsæl, í allra bestu málum
fyrir Eiríki og Marínu nú samtaka við skálum!!

Nú um kvöldið var svo etinn góður matur í Njörvasundinu og brúðhjónin opnuðu pakkana... já maður sér það á öllu að best sé að drífa sig að ná sér í kall og gifta sig... því VÁÁÁ allar gjafirnar ...... ég bara svitna núna á staðnum við tilhugsunina he he he....

En allaveganna þá óska ég Eiríki og Marínu bjartrar framtíðar og hamingju alla ævi.

|

5.2.05

I am nerdier than 23% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Alltaf er mar wannabe......

|

Brúðkaupið nálgast....

Dressið komið, ræðan komin.... váts hvað ég hlakka til morgundagsins en þá giftir litli bróðir minn sig! Hann og Marín munu lifa happely ever after... það er á hreinu :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com