VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.2.04

Ég var rétt að mæta hingað uppeftir í morgun! Jibb, var bara að spóka mér í bænum og eyða peningum... já svona eitt stykki miklir peningar í bílaviðgerðir og svo aðeins smá dýfa í Kringlunni en samt á ústölu sem að mínusar fullt út ekki satt??
Ég skellti mér á þokkalegt djamm á laugardagskvöldið, datt í það í Víkingasal Hótel Airways þ.e.a.s með tonni af föngulegum slökkviliðsmönnum (jamm stúlkur látið ykkur dreyma..) Þetta var klassa veisla með góðum mat og skemmtiatriðum.....vitiði hver kom??? Idolið sjálft, Kalli Bjaddna mætti á staðinn og tók nokkra slagara :-) klukkan 24 fengu allar konurnar gjöf í tilefni Konudagsins þ.e. bodylotion og showergel, rosa flott. Svo var það bara draumur í dós upp á hótelherbergi um nóttina úlala

Á mánudagskvöldið tók ég mig til og eldaði ofaní strákana á Þinghólsbrautinni og voru þeir nett ánægðir með þann gjörning og stóð ég mig með prýði !!! og það segi ég þótt ég segi sjálf frá .....

en á mar að fara að lesa undir félagarétt og byrja í megrun??? það er annað hvort hmmmm bolludagur, sprengidagur, árshátíð og eldamennska í kópavogi fara ekki vel með línurnar, sigh....

|

20.2.04

Nú er föstudagur og ég sit í fyrirlestri hjá Bigga Magg í félagarétti. Ég kaus Bigga immit Herra Bifröst en já það segi ég ykkur satt að það er "fegurðarsamkeppni" á árshátíð skólans. Fyrst þer ég frétti af þessu fannst mér ég vera komin aftur í barndóm og fannst svona kosning frekar eiga heima í grunnskóla en í háskóla but eníveis... þau voru svaka happý parið sem að var kosið og voða sæt svo kannski er þetta bara ok?? en svona upp á prinsippið þá finnst mér þetta létt plebbó.

Vikan bara nett pökkuð hjá mér og skólafélagið hefur nú alveg tekið sinn tíma. Samt mjög gaman að vera svona hryllilega bissí... he he

Í gær var fimmtudagslaust djamm... voða skrýtið. Ég og Sollan poppuðum bara og kveiktum á kertum og kúrðum fyrir framan imbann og gláptum á Gettu betur. Fyndið að við vissum meira en liðin he he... en við erum náttla í háskóla.. dööööhööö he he...

En nú skríður helgin í garð og hún verður fun fun fun :-) Árshátíð á Loftleiðim og matarboð hist og her... t.d. í Vogunum.... hmmm spennó ;-)

En góða helgi mín kæru

|

18.2.04

Ég fíla
-þegar að ég skila verkefni.... ýti á blikkandi kallinn á námsskjánum og sé hann breytast í skælbrosandi dúdda. Svo hættir hann að blikka og ég fæ meil : Verkefni hefur verið skilað!
-þegar að ég þarf ekki að elda né vaska upp í kotinu... ummm I love it :-)
-túnfisk og hrökkbrauð, Pepsi Max og bragðaref (jamm þetta eru mínar reglur)
-skólann minn og liðið sem að er í honum... alla veganna einhverja .... jamm nokkra svona hér og þar... :-)
-þegar að Ingibjörg kennari fer með okkur í vettvangsferðir og ég fæ x-tra nótt í bænum
-að hlusta á Counting crows og hugsa um eitt
-að fá sæt sms
-að fá það, punktur

Ég þoli ekki
-þer að ég þarf að pissa út í skóla
-þer að ég skrepp 5 sek inn á kaffihús og anga eins og öskubakki
-þer það vantar klósettpappír
-raflykla
-hálku svo mar kemst ekki upp á Grábrók
-að vita ekki hvaða missóverkefni á að tækla í vor
-að páskavikan komi inn í mið próf

|

17.2.04

Hagfræðifyrirlestur

hvað er skemmtilegra en það, ég bara spyr??? Var að koma úr munnlegum flutningi í þjóðarhagfræði og við Valdi, vorum sko ekki alveg sammála, en eníveis þá vorum við áköf... fyrirlesturinn fjallaði um lágmarkslaun og áhrif þeirra til góðs eða ills..... við vorum látin lesa grein eftir bandaríska tjedlingu sem efaðist um ágæti lágmarkslauna og ég var nú barasta ekki allskostar sammála henni.... ég sver það jafnaðarmaðurinn í mér hafði betur í þetta skipti.... Mér líður oft eins og ég sé með tvo engla/púka á sitthvorri öxlinni sem rífast um pólitík..

Svo var grill í gær... grillið fauk reyndar um helgina svo við "ofngrilluðum" kjullabita í tonnatali þ.e.a.s. þá var þetta matarkvöld hjá verkefnaglyðrunum ;-) svo þær elduðu og svo átum við með strákunum og horfðum á "rússneska rúllettu" á stöð 2(já það er lúxus í útgarði) En hvað er málið með þann þátt?? sáuði hann?? Gaurinn valdi einn úr tonni af fólki til að setja skot í byssu .... svo ætlaði gaurinn að taka sjénsinn að skjóta sig ekki hausinn.... !
margt samt soldið magnað í þessum þætti t.d. þegar að hann vissi hvernig mynd einn hafði teiknað en lokaatriðið var pinku mis... mar átti að vera að missa það en einhvernveginn plebbaðist það upp!!!
ps. hann skaut sig ekki sko!!!! figures...

Enn einn matarklúbburinn í kvöld... með gellunum úr Bollakoti.. held að það verði homemade pizza ummmmmmmm

Annars er ástin að ná yfirtökum á mér... ég bara stend á skýi þessa dagana... for eternety ;-) sem að ég er að hlusta á núna sko, akkúrat... Eternety með Robbie Williams


|

Nú hefur margt drifið á daga mína..... og eru kosningar og Bifró yfirstaðið. Kosningarnar voru á fimmtudaginn og enduðu mjög vel:
Formaður: Bjarki Rafn
Ritari: Maj Britt Hjördís
Gjaldkeri: Ögmundur
Félagsmálafulltrúi: Linda Margrét
Upplýsingafulltrúi: Darri
= fínasta stjórn sýnist mér
Svo var djammað fram á rauða nótt og kosningaúrslitum fagnað.
Svo var Bifró á laugardagskvöldið. Við Ingvar brunuðum uppeftir á Hótel Borgarnes þar sem að við skemmtum okkur konunglega. Skemmtiatriðin voru frábær og maturinn fínn, svo var ráfað milli hótelherbergja og tjúttað. Svo var bara legið í leti á sunnudeginum.... rölt upp í Hredda í góðan þynnkudinner, horft að Monster og kúrt. Enduðum svo úti að borða í Mótel Venus í Hróa Hattar pizzum þótt sumir hafi fengið sér hamborgara. Vorum akkúrat að pæla í því það væri eins og við værum í bíómynd og bráðum yrði framið morð og myndin á veggnum fyrir ofan hausinn á Maju myndi lifna við.
En ekkert slíkt gerðist og við brunuðum heim í nóttinni.... heim á Bifröst!
Í dag hef ég ekki litið upp úr bók frá því kl 8 í morgun svo ég er dauðþreytt og ætla að segja nattí nattí í bili!

|

12.2.04

að miðnætti í gærkveldi héldum við stelpurnar þrjár í Vallarkoti smá afmælisboð fyrir Opalinn og Sigga. Við bökuðum vöfflur og hituðum súkkulaði og buðum strákunum í partý. Þetta heppnaðist very well og allir fóru saddir að sofa.... við gellurnar fórum reyndar að máta kjóla og skartgripi og höfðum líka fyrr um kvöldið mætt á "kjólaleigu" Sigrúnar Hjartar og mátað kjóla.... dí hva þa var gaman.

Í dag eru kosningar og hörð kosningabarátta þreytt.... formannsslagurinn er allsvaðalegur og í gær héldu allir frambjóðendur kosningaræður þar á meðal litla ég. Það er vonandi að maður komi ekki illa út úr þessum kosningum!
Í kvöld er svo kosningavaka og húllum hæ og við tómatarnir ætlum að vera gasalega fínar.... :-)

Svo er Hróarskelduumræðan í hámarki... ég bara VERÐ að fara... það er náttla skyldumæting á Pixies!!!

Bifró er svo á Valentínusardaginn 14. feb og Male bonding mun án efa taka Bifró með stæl ;-) hlakka til að heyra þetta hjá strákunum.

|

10.2.04

X-Maja í ritarann!!!
Já fljótt skipast veður í lofti og ég er komin í framboð hér á Bifröst. Kannski er þetta byrjunin á glæstum stjórnmálaferli mínum???? Haldiði að gamall draumur minn um forsætisráðherraembættið nái að rætast?? Jamm það er aldrei að vita.

Í dag á Siggi sæti afmæli og af því tilefni hittumst við nokkur í Útgarði 2 og skáluðum á miðnætti afa til heiðurs! Við skáluðum í cervesa og var það vel, sungum afmælissönginn og nokkrir fyrri og seinni partar féllu...

Svo var félaginn tekinn langt fram á nótt og ég mætti í hagfræði í morgun með sokkin augu og skerta heyrn...

Bifró nálgast og kjóllinn er kominn í hús :-) mar farinn að sjæna sig heldur betur til og undirbúa svaðaleg skemmtanahöld.... forskot verður tekið á sæluna nk. fimmtudagskvöld :-)

bið ykkur vel að lifa, adios

|

3.2.04

jæja haldiði að mar sé ekki farinn að sprikla í eróbikki ! Fór í fyrsta tímann minn í gær í langan tíma.... hef alltaf bara verið að hlaupa og lyfta... en núna skellti ég mér í svaka stuðtíma hérna úti í leikfimishúsi. Jamm mar er í svo flottum skóla að það er bara boðið upp á leikfimi og með því!!! En allaveganna þá er búið að fitumæla mann og alles svo það þýðir ekkert annað en að standa sig.

Nú nálgast árshátíðin okkar og mar farinn að koma sér í gírinn. Er að spá í kjólum og svona. Manni langar náttla að vera svaka pæja en veit ekki alveg hvernig það fer... sjáum til ;-) Laugardagurinn næsti verður allaveganna bjútítrítmentadagur en þá fer ég í litun og plokkun og kannski handsnyrtingu ef að buddan lofar.

Gerðum verkefni um sprondeiluna í vikunni, mjög áhugavert. Ég vissi alltaf bara svona smá um hvað þetta fjallaði en núna er mar fær í flestar umræður... gæti meira segja farið að tala um þetta við Pétur Blö og hina kallana... samt rosa gaman þegar að námsefnið tengist svona út í atvinnulífið.

Í kvöld förum við gellurnar í Vallarkoti svo í mat til skvísanna í Bollakoti.... ég var að reyna að komast að því áðan hvað yrði í matinn en það er víst leyndó... segi ykkur það á morgun ;-)

|

1.2.04create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Næsta sumar bætist eitthvað skemmtilegt í safnið :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com