VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.7.06

Gúrkutíð?

Horfði á fréttirnar á Stöð 2 í kvöld. Leið eins og ég væri að horfa á fréttþátt á menntaskólastöð, settið, fréttaflutningurinn (Símon siðlausi), myndirnar í bakgrunni (t.d. fólk sem að átti að vera að slást en var eiginlega hálf hlægjandi í hálfgerðum dansi) og efni fréttanna. Svo virðist sem að það sé heldur betur gúrkutíð þar sem að frétt nr 2 og svo fréttir nr 3,4,5,6.. voru um slagsmál, smárán, eyrnabit og ökuleyfissviptingar (eiginlega allt á Selfossi??!!)
Besta fréttin var þó án efa viðtal við Geira á Maxims þar sem að hann stóð þunnur fyrir framan löggustöðina og þvaðraði eitthvað um fylleríisinnheimtur á Bóhem.

Efnisorð:

|

27.7.06

Ekki tími fyrir blogg???

Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar svo ekki sé meira sagt! Fyrst ber að nefna að ég skellti mér til Svíþjóðar með Eiríki, Marínu og ET. Ferðin heppnaðist mjög vel og veðrið lék við okkur. Við heimsóttum frændfólk okkar og röltum um Stokkhólm. Eiríkur Tumi blómstraði í Svíaríki, stækkaði, át og át, byrjaði að skríða og lék við hvern sinn fingur! Ég hef aldrei áður ferðast með lítið barn og ferðin var því dáldið öðruvísi en þær utanlandsferðir sem að ég hef farið í. Hún var samt ekki síðri þar sem að kúturinn var ljúfur sem lamb ;)

Í dag sit ég hins vegar á Bifröst. Já maður er kominn aftur í sveitina og ég hafði nú bara steingleymt hvað það er gott að vera hérna. Skólinn var settur í blíðskaparveðri og við mastersnemarnir sátum út á palli með hvítvín og bjór... en það var sko heldur betur lognið á undan storminum... (og þá meina ég það ekki veðurfarslega séð) .... við erum heldur betur að drukkna í lesefni og verkefnum og vorkennum okkur ógurlega :( hehe.. en þetta valdi maður sér víst sjálfur svo það þýðir ekki að grenja of mikið!

Þrátt fyrir mikinn lærdóm var mér boðið í leikhús sl. sunnudagskv. Við fórum á Mr. Skallagrímsson sem að sýnt er í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Benni Erlings segir áhorfendum Egilssögu á 2 klst. og þeim tíma er sko vel varið. Sýningin var frábær!! Fróðleg og drepfyndin... líka gaman að heyra söguna sagða í Borgarfirði.
Svo var kompaníið ekki heldur af verri endanum........virðulegur Evrópufræðingur!!! :)

Svo getur maður nú ekki annað en minnst á HÁS-árshátíðina. Við vorum með sænskt þema (eins og sést neðar á síðunni) og svaðalega var gaman. Hvernig getur líka kvöld með okkur klikkað.. ég bara spyr?? Borðhaldið er að öllu ólöstuðu það eftirminnilegasta þetta kvöld... það var sko ekki mikið talað hehe... :)

En er að fara að vinna verkefni.. hvað annað :)

Efnisorð:

|

25.7.06

Nýjar myndir

Komnar inn nýjar myndir hér frá Svíþjóð

Efnisorð:

|

24.7.06


Maja Monroe í Sitges

Efnisorð:

|

21.7.06


Mig langar bara að segja að ÉG ELSKA ÞETTA KVÖLD!!!!!! Myndir fljótlega...
Heja Sverige!!!!!!!!!

Efnisorð:

|

11.7.06

Rómantík
Fór í bíltúr út á land í gær. Við keyrðum austur fyrir fjall í ágætis veðri og skoðuðum Kerið, Geysi, Gullfoss, átum á sætum veitingastað á Laugavatni og keyrðum inn í blóðrautt sólarlagið í gegnum Þingvelli á leiðinni heim. Rómantískt ekki satt? :) Og meiri rómantík, fór í brúðkaup til Inga og Sólveigar sl. laugardag. Athöfnin var í Hallgrímskirkju og veislan í sal í Heiðmörk. Veðrið var æðislegt og rómantíkin allsráðandi. Ingi og Sólveig eru stórglæsilegt par og veislan var mjög skemmtileg. Takk fyrir mig :)

Efnisorð:

|

10.7.06

Í dag á amma mín afmæli og ég óska henni til hamingju með daginn. Hún er algjör drottning :) Svo óska ég Sóleyju og famelíu til hamingju með nýfæddan dreng en hann kom í heiminn í gær :)

Efnisorð:

|

Ítalir eru heimsmeistarar 2006!!
Liðið mitt kom sá og sigraði. Frá því að ég var smástelpa og í kjölfar dýrkunar minnar á mafíósum, dökkhærðum mönnum og Guðföðurmyndunum hef ég haldið með Ítlaíu. Mér líður líka einstaklega vel á Ítlaíu og það er uppáhalds landið mitt. Það kemur að því að ég flyt þangað ég sver það! Já það væri ekki amalegt að vera stödd á Ítalíu núna og fagna með ítölsku þjóðinni. Svo er þessi sigur mjög mikilvægur fyrir ítalska knattspyrnu vegna allra þeirra hneykslis- og múturmála sem að upp hafa komið í Ítalíu undanfarið. Cannavaro var maður mótsins að mínu mati. Hann er fyrirliði ítalska landsliðsins og herforinginn í varnarleik þeirra. Maðurinn er bókstaflega allstaðar á vellinum! Ég ætla lítið að tjá mig um fáránlega hegður Zidane en þetta atvik varpaði skugga á þennan frábæra leik, því hann var það! Tvö frábær mörk, stórkostleg og hálfgeggjuð vítaspyrna hjá Zidane og frábær skalli hjá Marco Materazzi þar sem að hann stökk manna hæst, jarðaði Patrick Vieira í skallaeinvígi og jafnaði metinn fyrir Ítali. Leikurinn var spennandi og fullur af marktækifærum. Það er alltaf erfitt að knýja fram úrslit í vítaspyrnukeppni í svona mikilvægum leik en það er samt ekki annað hægt að segja en að vítaspyrnukeppnir séu drama dauðans. Leikurinn var því uppfullur af spennu, flottum mörkum og drama = frábær úrslitaleikur! Enda unnu mínir menn. Vildi bara óska að Zidane hefði ekki misst stjórn á sér því hann er einn af uppáhalds leikmönnum mínum.
Ég verð nú samt að segja að mér leið hálf kjánalega þegar að sms-in streymdu inn uppfull af hamingjuóskum........

Efnisorð:

|

4.7.06

Hollusta, hollusta, hollusta

Í gær var útivistar og hollustudagur hjá mér. Ég byrjaði daginn á því að sofa of lengi! Það er nú samt bara hollt þar sem að svefn er góður hehe!!! Nú svo hitti ég Tinnu á hlaupabrettinu í Laugum og við hófum work-outið. Við ákváðum svo að hlaupa út í góða veðrið og tókum góðan hring í Laugardalnum. Ég hitti gæs sem að hvæsti á mig og ég varð skíthrædd og lét mig hverfa hið snarasta en Tinna hló bara.... Nú svo skoðuðum við þvottlaugarnar og dáðumst að dugnaði kvenna um aldamótin 1900 sem að þvoðu þvotta þarna í laugunum. Nú svo var work-outið klárað á skíðatækinu þar sem að ég komst að raun um að þolið mitt er næstum horfið.....sigh...
Síðar um daginn brunaði ég svo með Katrínu upp í Heiðmörk þar sem að við fórum í heljarinnar göngutúr. Það var alveg meiriháttar og hressandi. Svo lá leið mín í Bónus þar sem að var verslað í dýrindis hollustumáltíð og haldið heim til Siggu þar sem að við átum kjullabringur og ljúffengt sallat og svo það besta : jógúrt+epli a la tengdamamma Katrínar ;) Svo voru c.a. 16 vatnsglös þömbuð og herbalife-te drukkið allan daginn. Ég var því steinhissa þegar að ég vaknaði með hor og slím í morgun...... líkaminn ekki að meika þennan gleymda lífsstíl.. svo nú sit ég uppdópuð af panódíl og með Nezeril í nefinu og tel mínúturnar þar til að fótboltinn byrjar... áfram Ítalía!!!


Efnisorð:

|

2.7.06

HM HM HM, hryllingur og menning

Já við á þessu heimili héldum með Englandi á móti Portúgölum. Ég lá á bæn að leikurinn endaði ekki í vítaspyrnukeppni þar sem að ég var viss um að England myndi tapa henni. Sú varð því miður raunin og mér fannst vítaskyttur Englendinga vera vonleysið uppmálað áður en að þeir tóku spyrnurnar!Það dugði því skammt að kúturinn væri dressaður upp sem fótboltabulla frá Englandi :(

Þessi keppni er að verða dálítið skrýtin og margir leikir hafa farið þvert á allar spár. Ég, hins vegar, hafði rétt fyrir mér í dag en ég spáði Frökkum áfram og svo var ég viss um að Þjóðverjar tækju Argentínu og Ítalía ynni Úkraínu. Ég er því töluvert svekkt að hafa ekki tekið þátt í einhverjum tippleikjum sem virðast tröllríða landanum um þessar mundir. Sé mig alveg með fullt af vinningsbjór og snakki :) Ég virðist bæði vera sannspá á HM og um leið er ég einnig mjög góður skriðkennari (sjá mynd) (ignore the big ass) Hins vegar lítur út fyrir að Tumi hafi alveg dissað mig og ákveðið að fara beint í það að ganga eins og sjá má.

Þar sem að við Tin erum svo svaðalega svag fyrir hryllingsmyndum ákváðum við að skella okkur á myndina Stay alive. Eina ráðlegging mín til ykkar er : "Sleppið þessari" og var myndin vægast sagt glötuð. Hins vegar bíðum við spenntar eftir næsta hryllingi (einhver stelpa í sýnishorninu) en ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað sú mynd heitir.

Við Hafdís skelltum okkur í brunch á Kaffibrennsluna the other day og ég fékk mér ristað brauð og NB kaffi!! (shitt hvað ég er eitthvað að verða fullorðin). Svo lögðum við leið okkar á Kjarvalsstaði. Sýningarnar þar voru safnsýningar þ.e. samansafn listaverka í eigu safnsins. Í fyrri salnum voru verk "yngri" málara og voru mörg flott verk þar. Við heilluðumst mest af málverki eftir Karl Kvaran sem var mjög seventies og svo var draumkennt verk þarna eftir Georg Guðna sem að var dáldið magnað. Nú við pældum dáldið í einu verki eftir Hring og þá aðallega hvort að rák í sólarlaginu væri skemmd eða fljúgandi furðuhlutur he he!
Í hinum salnum voru verk eftir íslenska meistara t.d. Kjarval, Ásgrím, Þórarinn Þorláks, Jón Stefáns og fleiri. Mér fannst sá salur meira og minna mjög flottur. Flott dimm lýsing ýkti upp liti og hreyfingar í myndunum og ég gat vart slitið augun af einni mynd Kjarvals og mér fannst sem mjólkurhvítur fossinn væri í raun fallandi. Jæja við vorum ánægð með heimsóknina á Kjarvalstaði og fórum því næst í Hafnarhúsið. Þar var grafíksýning eftir Erró sem að var ágæt. Einhvern veginn samt ekkert nærri eins góð og sum önnur verk eftir hann sem að ég hef séð. Nú svo var þar líka samansafn vinningsverka listamanna frá Norðurlöndunum. Úff, meirihlutinn þeirra verka var ekki fyrir mig... eila fannst mér mörg þeirra alveg hryllileg og beinlínis ljót og tilgangslaus. Einn Íslendingur hafði unnið til verðlauna fyrir sín verk og fannst mér þau bera af þarna á sýningunni og í raun þau einu sem að mér fannst flott. Æ, kannski var ég ekki að fatta helminginn af þessu dótaríi þarna inni ???? já, margt er víst kallað list!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com